Vísir Sunnudagsblað - 09.06.1940, Page 2
2
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ
fram í ættir voru borgarstjór-
ar í Mainz, eða höfðu önnur
mikilvæg störf á hendi.
En árið 1420 er Johann Gut-
enberg ekki að finna í Mainz.
Á þessum árum höfðu iðnaðar-
félögin í horginni brotist til
valda en heldri stéttirnar flúið
á brott, og talið er sennilegt,
að fjölskylda Gutenbergs hafi
verið þar á meðal.
Eftir dómsskjölunum að
dæma, hefir J. Gutenberg skot-
ið næst upp í Strassburg. Þar
lendir hann í meiðyrðamáli, er
höfðað var gegn honum, og
tapaði því. Hann lendir þar í
öðru máli, sem spanst út af
verslunarfélaga lians, Andreas
Dritzehn að nafni. Þeir stofn-
uðu til verslunarfélags ásamt
nokkurum öðrum og tilgangur
þess var að búa til og selja
spegla handa pilagrímum, sem
von var á til hátíðahalda í
Aachen árið 1439. Hver ein-
stakur félagi átti að borga 80
gyllini í lilutafé. Þetta eru ekki
miklir peningar á okkar mæli-
kvarða, en það gegndi öðru
máli í þá daga. Þá var auðvelt
að lifa í tíu ár sæmilegu lifi
fyrir 80 gyllini og fyrir 100
gyllini var hægt að kaupa stór-
hýsi í borginni. Hvað sem þessu
leið, þá var sþeglaverksmiðj-
unni komið á laggirnar og
speglarnir búnir til, en þá var
hátiðahöldunum í Aachen frest-
að og pílagrímarnir komu ekki
í það sinn.
Andreas Dritzehn og félagar
hans munu hafa komist í mild-
ar skuldir við þessi óliöpp og
munu hafa Iagt fast að Guten-
berg, að stofna til nýrra gróða-
fyrirtækja, og þá helst í sam-
bandi við uppgötvanir Guten-
bergs, sem þá þegar lék orð á
að væru mikilvægar, án þess
þó að fólk hefði liugmynd um
í hverju þær voru fólgnar. —
Það vissi aðeins, að hann fékst
við einhverjar uppgötvanir.
Hann fór líka mjög dult með
þær því að einkaleyfi eða sér-
réttiiídi þektust ekki á slíku, en
fólkið stóð hinsvegar í þeirri
trú, að þarna væri um eitthvert
stórvægilegt gróðafyrirtæki að
ræða.
Gutenberg lét undan og stofn-
aði til gróðafyrirtækis með
Andreas Dritzehn og öðrum fé-
lögum bans. Ákveðið var, að
hver hluthafi greiddi 125 gyllini
í stofnfé, en ef einhver hluthaf-
anna dó, skyldu erfingjar hans
fá 100 gyllini endurgreidd. Áð-
ur en ár var liðið frá stofnun
fyrirtækisins, dó Andreas Drit-
zehn, og bræður hans heimtuðu
arfinn útborgaðann, en Guten-
berg neitaði að greiða. Hófust
út af þessu málaferli, er lykt-
uðu með sigri Gutenbergs.
Hann þurfti ekki að borga
bræðrunum nema 15 gyllini
alls.
Þessi félagsstofnun mun liafa
farið út um þúfur og gróði mun
sennilega enginn hafa orðið.
Um þetta Ieyti mun Johann
Gutenberg hafa flust til fæðing-
arbæjar síns aftur. Þar kyntist
hann ríkum iðjuhöldi, sem hét
Jobann Fust. Fust þessi hafði
orð á sér fyrir gætni og liepni
og þótti forsjáll mjög í gróða-
fyrirtækjum sínum. Honum
mun liafa litist vel á uppgötvun
Gutenbergs og búist við að hún
ætti mikla framtíðarmöguleika
fyrir höndum, enda kom það á
daginn, þótt síðar yrði. Fust lán-
aði Gutenberg 800 gyllini, sem
var geypileg Upphæð í þann
tíma, og ætlaðist hann til að
þessu yrði varið til stofnunar
prentsmiðju með tilheyrandi
vélum og áhöldum. En aulc
þessa skuldbatt Fust sig til að
greiða 300 gyllini árlega í fyrir-
tækið, er verja slcyldi í liúsa-
leigu, kaup, pappír, sverlu o.
s. frv.
Tveimur árurn seinna var
Gutenberg búinn að eyða öll-
um peningunum. Fust veitti
honum þá aftur 800 gyllina lán.
Svo liðu 3 ár, Fust borgaði en
fékk ekki grænan eyri endur-
greiddan. Þá þraut Fust þolin-
mæðina.Hann stefndiGutenberg
og krafði bann urn greiðslu á
2026 gyllinum auk vaxla og
vaxtavaxta.
Tildrögin til þessara mála-
ferla liafa óefað verið mikil og
mörg. Sumir hafa getið sér þess
til að Fust hefði snuðað Guten-
berg sem hvern annan saklaus-
an listamann, er lagði alt í söl-
urnar fyrir hugsjón sína. En
þessu mun þó liafa verið öðru-
vísi farið. Gutenberg var ekki
neinn engill — í viðskiftum ekk'i
heldur. Annars er mjög óvíst
bvað farið hefir á milli þeirra
Fust’s og hans, en hitt er vitað,
að Gutenberg hafði tvær bækur
í prenti — annað var biblia,
en bitt var sálmabók, og hana
vildi Gutenberg prenta sérstak-
lega vandlega.
Hvorugri þessara bóka fékk
Gutenberg lokið, því hann tap-
aði málinu fyrir Fust og varð
að láta prentsmiðjuna, allar
vélar og báðar bækurnar af
hendi til hans. En gamall nem-
andi Gutenbergs og tengdason-
ur Fust’s, Scliöffer að nafni, tók
við stjórn prentsmiðjunnar og
lauk þeim störfum, er Guten-
berg hafði liafið.
Þessar tvær fyrstu prentuðu
bækur eru meistaraverk á sínu
sviði. Af bibliunni eru til að-
eins 41 eintak í lieiminum, svo
vitað sé um, og verðmæti þeirra
er ótrúlega mikið. Nýlega var
eitt þessara eintaka selt til
Ameriku, og þá voru 120 þús.
dollarar greiddir fyrir það.
Gutenberg var skuldunum
vafinn mestan hluta ævi sinnar
og hann dó skuldugur. Þráít
fyrir það leið hann ekki neinn
skort síðuslu æviár sín, því að
erkibiskupinn í Mains sá lion-
um fyrir lífsviðurværi og veitli
honum ríkulega við hirð sína.
Um dauðdaga eða dánarár
Gutenbergs vita menn það eitt,
að hann er dáinn árið 1468, því
þá stendur í gömlum skjölum,
að vélar, prentletur og aðrar
eftirlátnar eignir Gutenbergs
skuli falla í lilut dr. Conrad
Humery í Mainz, manns, sem
um langt skeið lijálpaði Guten-
berg um fé, eftir málaferlin
milclu við Fust.
Það má segja, að enda þótt
Johann Gutenberg hafi ekki
verið með öllu heillum horfinn,
þá hafi hann þó ekki noti'ð
þeirrar aðdáunar, sem honum
að réttu bar. Það var ekki fyr
en löngu seinna, að menn möttu
réttilega gildi þessarar stór-
vægilegu og merkilegu uppgötv-
unar. Þann 24. júní 1540 mint-
ust prentarar Luthers aldaraf-
mælis prentlistarinnar í kyr-
þey.
Hundrað árum síðar, eða árið
1640, var stofnað til veglegrar
minningarhátíðar í tilefni af
tveggja alda afmæli prentlist-
arinnar. Fóru þau hátiðahöld
fram í ýmsum þýskum borgum,
svo sem Jena, Strassburg, Bres-
lau, en aðal-hátíðahöldin fóru
fram í Leipzig — hinni miklu
bókamiðstöð Þýskalands. —
Fjölda prentara viðsvegar að
var boðið á aldarafmælið. í há-
tíðarskjali, sem gefið var út í
tilefni af minningarhátiðinni
1640 er þess getið, að minning-
arhátíð þessi sé kristileg lof- og
þakkargjörð, sem allir taki þátt
í með fjálgleik og guðsótta. Það
er og ennfremur tekið fram, að
á eftir guðsþ j ónustunni fari
fram heiðursmáltíð, þar sem
syndugar lystisemdir, svo sem
dans eða óguðleg samtöl, séu
fordæmd og enda lögð við há
fjársekt, ef út af er brugðið.