Vísir Sunnudagsblað - 09.06.1940, Qupperneq 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ
3
Einhver hin mesta tækniframför á svihi prentlistarinnar var þaö, er
þýsk-ameríkumanninum Ottmar Mergenthaler tókst að fullgera setjara-
vélina — „Linotype“ —, hina fyrstu nothæfu vél af þessu tæi. ÞaS
var áriÖ 1886. ÞaÖ kostaÖi Mergenthaler margra ára tilraunastarf og
mikiÖ fé aÖ skapa vélina, og talið er, að ýms hlutafélög í Bandaríkj-
unum hafi varið meira en 20 milj. dollara til endurbóta á ýmsum teg-
undum setjaravéla, áður en Mergenthaler tókst að gera sína vél nothæfa.
Síðar hafa komið á heimsmarkaðinn ýmsar aðrar tegundir setjaravéla,
sumar mjög líkar „Linotype" að gerð, en aðrar aftur gerólikar að útliti
og starfshætti. — Fyrsta setjaravélin — „Linotype" —- kom til Islands
árið 1914. (Hún er mið-vélin á myndinni). MeÖ hana kom Jakob Krist-
jánsson prentari, frá Akureyri. Vélin kom í prentsmiðjuna „Rún“, —
sem Félagsprentsmiðjan keypti 1918. — Setjaravélarnar létta mjög starf
við setningu á blöðum og bókum og dagblaðasetning er vart hugsanleg
án þeirra. Með þeim getur einn maður afkastað starfi 4—5 handsetj-
ara, eða meira. Góður meðalmaður getur sett 6—8 þúsund stafi á klst.
á vél, en varla meira en 1500—2000 úr kassa. — Myndin er af setjara-
vélum Félagsprentsmiðjunnar.
Minningarhátíðin hófst 24. júní
og stóð yfir í þrjá daga.
Þriggja alda minningarhátíð
prentlistarinnar árið 1740 var
ekki haldin í Þýskalandi einu,
heldur var afmælisins minst
▼íðsvegar um álfuna, einkum i
nágrannalöndum Þýskalands.
Hátíðahöld fóru fram í flestum
stærri horgum í þessum lönd-
um, en þó ekki samtímis. I
London var þriggja alda afmæl-
isins minst 19. febrúar úti á
Themsfljótinu, er þá var ísi
lagt. Flutt var prentvél út á ána
þenna dag og prentað þar, svo
allir gætu horft á.
Laust eftir aldamótin 1800
var stofnað félag í Mainz, fæð-
ingarbæ Gutenbergs, með það
fyrir augum, að reisa af honum
styttu þar í borginni. Var hafin
fjársöfnun í þessu skyni og síð-
ar boðið út til verðlaunakepni
fyrir besta teikningu. Þá Var
það sem danski íslendingurinn
Bertel Thorvaldsen bauðst til
að gera líkneskið ókeypis, og
það hoð var þakksamlegast þeg-
ið. Minnismerkið var afhjúpað
um miðjan ágústmánuð 1837 í
Mainz, en þá var fjögra alda
afmælis Gutenbergs jafnframt
minst í þeirri horg.
Þýskur rithöfundur, er við-
staddur var liátíðahöldin í
Mainz, lýsir áhrifunum, er
hann varð fyrir, á þenna hátt:
„Teikn sáust á himni og jórðu
áður en hátiðahöldin hófust.
Meðfram endilangri Rín og í
öllum nærliggjandi dölum og
sveitum geysaði þrumuveður,
svo að leiftrandi eldingarnar
lýstu upp biksvört ský á nátt-
dimmum himni. Það var því
líkast, sem myrkur og hamfar-
ir miðaldanna væri skollið yfir
að nýju — myrkrið, sem ríkti
í menningu þeirra áður en
prentlistin braut ljósi sinu far-
veg gegnum skýjahrannir þess.
Póstvagnar ultu, lieil tré rifn-
uðu upp með rótum, eldingum,
laust niður.
Strax í Kassel, útborginni sem
liggur að Mainz, varð eg snort-
inn af öllum þeim undirhúningi
hátíðahaldanna, sem fyrir aug-
un bar, mannfjöldanum og
hinni auðsæju eftirvæntingu i
svip fólksins. Prentararnir
studdust fram á liandrið Rínar-
brúarinnar, ánægðir með sjálfa
sig og tilveruna. Þeir voru bún-
ir að gleyma öllum prentara-
sorgum, búnir að gleyma öllum
bágu handritunum, ólesandi
styttingar þeirra, allar n og u
villurnar, úlklestar prófarkir og
yfirslrikuð orð og línur rit-
skoðnnarinnar. Núna var prent-
smiðjunum lokað, stafirnir og
vélarnar í ró og eg samgladdist
svartlistarbræðrunum af heil-
um hug — og gladdist yfir sigr-
um þeirra. I dag lá heimurinn
sigraður fyrir fótum þeirra.“
Rithöfundurinn þýski lýsir
að því búnu hátíðahöldunum,
afhjúpun myndastyttunnar af
Gutenberg og lýkur loks með
þessum orðum:
„------Mér var öllum lokið.
Mér fanst hjartað í m,ér dragast
saman, einkum er eg leit á börn-
in uppi á pallinum, þar sem
þau voru að enda við að syngja
Neukomme Tedeum. Hressi-
legur, barnslegur hlátur þeirra
heyrðist greinilega. Hvað getur
heillað menn meir en þessi
komandi kynslóð, þessi forboði
batnandi tíma? Tilfinningar —
óteljandi tilfinningar, er allar
áttu rót sína að rekja til sama
stofns, brutust fram með regin-
afli í sál minni og gagntóku hug
minn allan. Nú varð mér fyrst
ljóst, að maður verður að vera
skáld til þess að geta skynjað
dýpt þessa mikla fagnaðar. Hví-
lík umskifti þegar maður hrap-
ar af sólblikandi tindum
drauma sinna — hrapar úr feg-
urð þessarar ógleymanlegu há ■
tiðar og niður í djúp veruleik-
ans og raunsæisins.“
Á þessari minningarhátið var
tekin ákvörðun um það, hvaða
dagur og hvaða ár skyldi teljast
hinn raunverulegi uppgötvunar-
dagur prentlistarinnar. Eftir
mikið þjark var þó endanlega
ákveðið að 24. júní 1440 skyldi
framvegis teljast hinn örlaga-
ríki dagur í sögu svartlistarinn-
ar.
Á 19. öld var fjögra alda af-
mælis Gutenbergs minst viðs-
vegar um lönd. Þess var minst
árið 1837 i Mainz, en annars-
staðar fóru hátíðahöldin fram
1840. Veg'Iegust var minningar-
hátíðin í Leipzig, sem haldin
var dagana 24.—26. júní. Þang-
að var boðið „öllum þeim, er
fundu sig þrungna af þeim
miklu sannindum, að prentlist-
in þróaði eilífa framför manns-
andans og styddi að batnandi
siðferði, menningu og vísind-
um á jörðunni.“ Þar mættu
fulltrúar frá flestum menning-
arlöndum álfunnar og var þar
mikið um dýrðir. Tvö hundruð
manna liljómsveit lék, undir
stjórn tónskáldsins Mendelsolin,
4000 manns tóku þátt i liátíða-
dansleik í horginni, nær 60 þús-
und manns safnaðist saman á
aðaltorginu, til að vera viðstödd
hátíðahöldin. Borgin var upp-
lýst á kvöldin, flugeldum var
skotið, og gengið í hlysförum
um götur liennar.
Að þessu sinni efndu Norður-
lönd einnig til liátíðahalda í til-
efni af 4ra alda minningu prent-
listarinnar. Fóru aðalhátíða-
höldin fram í höfuðborgunum
Oslo, Kaupmannahöfn og
Stokkliólmi.
Enn eru 100 ár liðin, og að
sjálfsögðu verður Gutenbergs
minst um gjörvallan lieim, i
ræðum og ritum, fundahöldum
og minningahátíðum. Jafnvel
liér heima á Islandi minnast
prentarar Gutenbergs með því
að fjölmenna í hópför norður
að Hólum, þar sem fyrsta prent-
smiðjan var reist á landi voru.
En livað sem öllum hátíða-
höldum í ár líður, má fullyrða
það, að þau verða með dapur-
legra móti en áður, og eins liitt,
að Þjóðverjar munu varla hjóða
prenturum frá öllum löndum
heims til að talca þátt í þeim,
eins og til stóð, áður en styrj-
öldin hófst.
Ef Gutenberg gæti risið upp
úr gröf sinni og látið álit sitt
í ljós á þróun og valdi þess
menningartækis, sem hann eití
sinn fann upp, myndi liann að
vísu sjá, að margt hefir prent-
listin leitt fagurt og gott af sér,
að hún er eitt glæsilégasta tæki,
sem fundið hefir verið upp í
þágu menningarinnar, en hon-
um mundi jafnframt lirjósa
hugur við þeirri staðreynd,
að mörg fegurstu menn-
ingartæki og uppgötvanir þess-
arar jarðar hafa verið misnot-
uð á svívirðilegan hált, og með-
al þeirra er hans eigið óskaharn,
það sama sem hann barðist fyr-
ir alla sína ævi — prentlistin.
éT