Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ S^^ahAk^kkukú^ Eftir KRISTMANN GUÐMUNÐSSON Búgarður Herjúlfs Arnar, vík- ingsins mikla, lá undir fögrum hlíðum, í frjósömu héraði sunn- anlands. Ofan við hlíðarnar tóku við f jöll og öræfi, en framundan var úthafið. — Herjúlfur Örn hafði numið þarna stóra land- spildu og hygt bæ þennan fyrir ári síðan. Hann var maður um fertugt, hafði farið víða um heim og gerst frægur; rikur var hann að gulli og gersemum og mettur af heiðri. Líf hans haf ði verið fult af hættum og ævin- týrum.Núvarhugur hans þreytt- tir á svaðilförum; hann hafði heyrt um landið fagra i Norður- höfum, og stýrði að síðustu skip- um sínum þangað. Það var ætl- un hans að eyða þar seinni hluta íifs síns í ró og friði. — Á leið- inni til íslands gerði hann strandhögg í írlandi, rændi þar heila sveit, tók allan f járhlut, hf- andi og dauðann, og auk þess fimm tylftir ungra manna og kvenna, er hann gerði að þræl- um á búgarði sinum. i.oo 0.40 0.21 Ullarkambar 'Hellulitur Blásteinn Brúnspónn pd. Ljáblöö nr. 22 0.64 Ljáblöö nr. 24 0.68 Önglar nr. 7 (þús.) 2.70 Önglar nr. 8 (þús.) 2.10 Hvítt léreft tvíbr. alin Tvinni hv. og sv. dús. Þakjárn nr. 26 (4 ál. bárótt) platan 1.54 7 fóta 1.35 6 fóta 1.15 4 pd. línur st. 2.18 3 pd. línur st. 1.71 2 pd. línur st. 1.15 1 pd. línur st. 0.81 Strálína pd. 0.27 TjörukaSall pd. 0.25 1.20 0.48 0.26 0.16 0.77 0.82 3-24 2.72 0.43 U3 1.85 1.62 1.38 2.62 2.06 1.38 0.98 0-33 0.30 Kemur nokkurntíma framar sú tíð, að verðlag hér á landi verði nokkuð líkt þessu? Var skærasti sólskinsbletturinn í lifi þjóðarinnar ekki tímabilið frá 1886 til 1914? Stokkseyrarfélagið bætti verslunina mjög mikið, a. m. k. á fyrri árum sínum, og vann því mikið og þarf t verk til hags- bóta fyrir bændur og búalið á Suðurlandsundirlendinu. Meðal hins hertekna fólks voru tvær manneskjur af háum ættum, karlmaður og kona, sem Herjúlfur gaf frelsi, og bjuggu þau hjá honum á bænum. Mað- urinn var ungur „flath"-höfð- ingi, — rúmlega þrítugur að aldri, hár og grannur, dökkur á brún og brá. Hann var vel fær til allra íþrótta og hinn mann- vænlegasti. Ekki þótti norsku stúlkunum hann fríður, þeim leist best á ljóslitaða menn; en þó brá þeim mörgum undarlega er þær sáu i myrk og glitrandi augu hans. Höfðingi þessi hét Cormac. Konan irska var dóttir annars höfðingja i héraði því er Norð- mennirnir rændu. Hún var tutt- ugu vetra, dökkhærð, eins og landar hennar flestir, og mjög fögur álitum. Nafn hennar var Dwina. — Það var haf t í mæli á búgarðinum, að þessi útlenda stúlka hefði töfrað hjarta vik- ingsins, Herjúlfs Arnar. Svo mikið var vist, að hann sat oft á tali við hana í tómstundum sinum. — En á þessu var sá ljóð- ur, sem húsbóndanum einum var þó ókunnugt um, að Cor- mac flath hafði í írlandi verið heitbundinn hinni f ögru Dwinu, með ráði ættingja þeirra beggja. Heimilisfólkið hafði fengið vitn- eskju um þetta hjá þrælunum, sem nú voru farnir að geta gert sig skiljanlega á norskri tungu. En enginn þorði að segja Herj- úlfi Erni frá þessu. Víkingurinn mikli vissi ekki að fyrsta konan er hann lagði hug á í lífi sínu var öðrum heit- in. Með hverjum deginum sem leið varð hann hugfangnari af dökkhærðu og dularfullu kon- unni, sem hann hafði rænt. — I æskU sinni hafði hann dvalið nokkur ár i Dýflinni og talaði því máli hennar ágæta vel. En Dwina hin fagra var fáorð kona. Hún sýndi kempunni Ijóshærðu fulla kurteisi og ekki varð neins fjandskapar vart í fasi hennar; hún hlustaði með athygli á orð hans og meðan hann talaði, horf ði hún stöðugt á andlit hans. Augu hennar voru leyndar- dómsfull og myrk sem nóttin. Ef hann beindi til hennar spurn- ingum, svaraði hún þeim greið- lega, með lágri og mjúkrí rödd. — En Herjúlfur örn spurði sjaldan nokkurs, — þá spurn- ingu sem lá honum mest á hjarta, þorði víkingurinn djarfi ekki að bera fram! — Hann sagði henni frá f erðum sínum og orustum, og f jarlægum löndum er hann hafði séð. Hún virtist hafa ánægju af að hlusta á haim og lét enga óþreyju í ljósi, þó hann sæti stundum hjá henni heila daga í einu. Þannig liðu vikur og mánuðir. — Að lokum gat hann ekki leng- ur orða bundist um tilfinningar sínar. Hann skýrði henni frá ást sinni og bað hana að gif tast sér. Hann talaði lengi: — „Engin kona hefir átt hug minn áður,' mælti hann. „Og engri mun eg geta unnað, nema þér einni. Mér er fyllilega ljóst hversu mikið ili eg hefi gert þér og fólki þínu, með hernaði mínum; að visu hefi eg ekkert rangt aðhafst, samkvæmt lögum okkar vík- inga, en nú, þegar eg elska þig, skil eg hvernig þú hlýtur að líta á málið. Þvi langar mig mjög til að geta bætt þér á einhvern hátt það sem eg hefi frá þér tek- ið. — Þú skalt verða heiðruð eins og drottning; engin kona skal verða þér meiri á þessu landi. — Hverju svarar þú, Dwina?" Hún svaraði engu, horfði að eins á hann, hrygg á svip, og hristi höfuðið. Hann beið drykk- langa stund, svo hélt hann áf ram að tala; hann lýsti ást sinni með fögrum og alvöruþrungnum orðum, því hann var málsnjall maður: „Aldrei framar mun eg geta glaðst, ef þú synjar mér þessa ráðahags, Dwina. Þvi þú hefir umbreytt öllu hugarfari mínu og gert mig að öðrum manni en eg áður var. Hér eftir er líf mitt alt tengt þér, og án ástar þinnar er mér það emskis virði." Hún þagði enn um stund, svo brosti hún örlítið. — „Heima í landi mínu lærði eg að blanda drykk þann, er nefnist „Sjafnar- drykkur", mælti hún með hinni fögru rödd sinni, er hljómaði eins og þýðustu tónar í eyrum hans. „Drykkur þessi læknar á stuttri stundu óhamingjusama og vonlatisa ást. Jurtir þær, sem til hans þarf, vaxa einnig hér. Eg hefi safnað þeim og soðið bruggið. — Viltu að eg skenki þer einn bikar af mjðinum, höfðingi?" „Ekki er þetta neitt svar við bónorði mínu, og enginn töfra- drykkur getur haf t áhrif á mín- ar tilfinningar!" mælti Herjúlf- ur Örn, og var þungt niðri fyrir. — En augnabliki síðar hló hann og sagði: „Ekki er það nærri skapi mínu að æðrast, þó sárt svíði, og ekki trúi eg á töfra né galdra! En sé drykkurinn þinn góður, þá lát mig bragða hann, þvi þurrar eru nú kverkar min- ar, og vita skaltu að eg óttast ekki mjöðinn." „Þú óttast hann ekki,' endur- tók hún með einkennilegum hljóm í röddinni; hún horfði á hann um stund og brosti litið eitt. Síðan lauk hún upp kistu sinni, tók upp tunnu litla og skenkti á silfurbikar vænann. — I leyni tók hún einnig fram öskju er i voru þrjár hvítar kúl- ur. Voru þær gerðar úr banvænu eitri, bragð- og lyktar-lausu, sem blanda mátti i öl eða vin, og leystist kúlan upp á augabragði. Hún handlék öskjuna nokkur augnablik, lagði hana svo niður aftur. — Síðan færði hún Herj- úlfi bikarinn. Hann bragðaði fyrst lítillega á drykknum, rendi síðan bikar- inn í botn. — „Góður er mjöður- inn," sagði hann, með glettnis- legu brosi. „En það finn eg þeg- ar i stað, að heldur mun hann auka ást mína til þín, en skerða hana!" „Ekki er það fullreynt enn," svaraði hún og tók glensi hans þýðlega. „Muntu þá skenkja mér hann oftar?" spurði hann. „Það mun eg gera, — þangað til að þú óskar ekki ef tir meiru af honum". — Hún brosti og leiftri brá fyrir í augum henn- ar.------------ Sama dag hitti hún Cormac flath i klettagljúfri einu fyrir of- an bæinn. Þau voru vön að mæt- ast þar í leyndum. — Hann á- sakaði hana mjög og kvað hana hafa brugðist skyldu sinni: — „Enn lifir rauðskeggur sá er drap föður þinn og rændi frelsi okkar og góssi! Hvort er hug leysi þínu um að kenna, eða hafa hinir illu guðir víkinganna svæf t stolt og hefndarhug dóttur hins mikla höfðingja, McMelan?" — Hann hvessti á hana koldökk augu sin og bætti síðan við í hálfum hljóðum: „Þvi aldrei vil eg trúa þeim orðrómi er gengur, að Dwina McMelan hafi láfið hinn rauðbirkna morðingja, er færði þegna hennar i ánauð, fleka sig til ásta!" Hún brosti og horfði róleg i augu hans.— „Ekki er Herjúlf- ur Örn rauðhærður, kæri flath; hár hans og skegg er ljósgult, eins og skin sólar. Og ekki var það hann sjálfur er feldi föður minn. En sem fyrirliði mun hann verða að líða fyrir gerðir manna sinna, og þú þekkir eið

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.