Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ættar minnar: Hvern þann er að bana verður ættingja vorum eða ástvini, mUnum vér og dej'ða! — Mér er sá eiður í fersku minni, Cormac flath.“ Að svo mæltu ætlaði hún að ganga friá honum, en liann greip hönd hennar og mælti í bænar- rómi: „Eg trúi þér, Dwina. — En minnist þú aldrei þess eiðs er batt saman örlög okkar? Því ertu ávalt svo köld og fráhverf mér, — hefirðu glevmt — Dwina ?“ „Engu hefi eg gleymt, flath. Eg man fullvel festareið okkar, ])ó aðrir sværu hann fyrir mína hönd. Og eg mun lialda hann; ef við komum bæði lifandi heim til írlands, skal eg giftast þér!“ — Svo reif liún sig lausa og gekk heim til bæjar. Enn liðu dagar og vikur. — Meðal heimilisfólksins á bæ Herjúlfs rikti ótti og kvíði, því þeir sem skildu mál írsku þræl- anna, höfðu heyrt þá ræða sín á milli um uppreist og flótta! Einkum var kvenfólkið órólegt, því vitað var að slíkt Iiafði kom- ið fyrir áður, að herteknir írskir menn höfðu drepið húsbændur sína og komist undan. Karl- mennimir tóku þessu með meira jafnaðargeði; þeir írsku höfðu fátt vopna, og þó þeir væru fjöl- mennari á bænum, þá töldu Norðmennirnir sér óhætt einum á móti tíu! Þá varð kvenfólkinu tíðrætt um írsku „prinsessuna“, er það kallaði svo, og húshóndann á heimilinu. Stúlkurnar liöfðu verið á gægjum og séð hana blanda honum einlivern undar- legan drykk, sem hún hafði soð- ið úr allskonar jurtum. Efalaust var þetta eitthvert töfrabrugg; kannske eiturlögur, sem smám saman veikti heilsu höfðingja þeirra? — Þá hlóu karlmenn- irnir og töldu líklegra, að til ásta væri bruggið blandað! — Einn liinna eldri mælti: „Ekki tel eg það neinn skaða, þó Herjúlfur kvongaðist meynni, því miklu er hún stórættaðri en hann, og svo mun fara að lokum að norskt og írskt kyn rennur sam- an í nýjann þjóðflokk á landi þessu.“ Herjúlfi Erni var ókunnugt um hvað talað var á hænum, af þrælum og húskörlum. Hann stýrði búi sínu með sæmd og prýði, en þess á milli sat hann á tali við Dwinu hina fögru og drakk brugg hennar, er hún kall- aði „sjafnardrykkinn“. En ekki bar á því að mjöðurinn kældi ást lians! Með hverjuin degin- um sem leið urðu tilfinningar hans til hennar heilari og sterk- ari, og hann hafði svarið að hún, eða engin, skyldi verða konan lians. Hún varð smám saman slu-af- hreifnari og glaðari i viðmóti, að þvi er virtist. Það kom fyrir að hún hló og gerði að gamni sínu, þegar þau voru tvö ein saman. Og hún gætti þess ávalt að fylla bikarinn hans með drylcknum góða, jafnótt og hann tæmdist. —i Oft handlék hún þá öskjuna, með hvítu kúlunum þremur, um leið og hún rendi á bikarinn, en lagði hana ávalt niður aftur, án þess að opna hana. — „Eg mun bíða,“ sagði hún við Cormac festarmann sinn, „þangað til minn tími kemur“. Cormac flath var orðinn mjög óþolinmóður. Hann atyrti hana oft, en iðraði þess ávalt á eftir, því liann unni henni mjög. Morgunn einn á miðju sumri, er Herjúlfur Örn var farinn á selveiðar með flesta liúskarla sína, kom Cormac inn til Dwinu. Hann var i æstu skapi og talaði með meiri myndugleika en hann vai' vanur: „Nú er alt undirbú- ið!“ sagði hann. „Við höfum smíðað vopn, spjót með eitruð- um oddum, og járnslegnar kylf- ur. — Og í kvöld þegar hann kemur inn til þín, verður þú að blanda drykkinn sterkari en venja þin er! — Margföld bölv- un komi yfir þig ef þú svíkur okkur nú! — Þá sitja menn hans við matborðið, þreyttir og slæpt- ir og hafa lagt frá sér vopn sín. Og þá komum við; þá hringja klukkur hefndarinnar! — Við tökum eitt af skipunum og lát- um í haf, til írlands, Dwina!“ Hún hneigði höfuðið til sam- þykkis, en svaraði engu, benti honum aðeins að fara. Hann horfði á hana um stund, birstur á svipinn, en fór svo, án þess að mæla fleiri orð. Herjúlfur og menn hans komu vonum fyrr úr veiðiförínni þenna dag. — Á leiðinni heim frá ströndinni tók einn hinna eldri liúskarla kjark í sig og sagði liöfðingja sínum frá öllum þeim orðasveimi er gekk meðal þjónustufólksins, um uppreist- arundirbúning þrælanna, og svo það, að Dwina hin fagra væri heitbundin Cormac flath. Herjúlfur Örn varð mjög al- varlegur og þungbúinn á svip, en sagði að eins, að ekki væri mikið ínark takandi á stofuhjali kvenna. Þegar hann stundu síðar kom inn til Dwinu, var liann enn mjög alvarlegur í bragði. Hann sat þögull, þar til liún spurði hvort hann hefði orðið fyrir ó- höppum í veiðiförinni,eða hvort ill tíðindi liefðu borist honum til eyma? Hann kvað lítið til bera, en þó nokkuð. — „Hvers vegna hefir þú aldrei skýrt mér frá þvi, að þú ert manni heitin?“ spurði liann og var rödd lians venju fremur dapurleg. „Sökum þess að þú liefir aldrei spurt mig um það,“ svar- aði hún þýðlega. „En einkum þó þess vegna, að eg óttaðist að hryggja þig, liöfðingi. Þú hefir sýnt mér og festarmanni mínum vinsemd og drengskap, eftir að við komum á þitt vald. — Eg vildi ekki særa tilfinningar þínar.“ Hann leit fast á liana og spurði: „Elskar þú hann, Dvnna?“ Hún svaraði dálítið hikandi: „Feður oklcar trúlofuðu okkur, eins og siður er til. Eg var ekki aðspurð. En mér er vel til Cor- macs, hann er leikbróðir minn og landi. —“ „Landi!“ greip Herjúlfur fram í. „Er þér kunnugt um að landar þínir hafa í hyggju að gera uppreist, drepa oss Norð- mennina og ræna skipurn vor- um? Veist þú um þessa ráða- gerð, — svaraðu, Dwina?“ „Fyndist ]>ér undarlegt þó þeir hygðu á hefndir?“ spurði liún með lágri, bliðri rödd. Aumingjamir, — eg get vel ímyndað mér að þá dreymi um eitthvað slíkt. En enginn hefir minst á slíkt við mig.“ Hann andvarpaði þungan og draup höfði. Eftir litla stund leit hann upp og brosti glaðlega. — „Ekki tjáir að bogna fyrir ör- lögum sínum,“ mælti hann. „Viltu skenkja mér enn einn bikar af töframiðinum þínum, Dwina, „sjafnardrykknum“ ? „Eg skal uppfylla þá ósk þína,“ svaraði liún blíðlega. Hún gekk til lcistu sinnar og skenkti á bikarinn; svo opnaði hún öskjuna litlu og lét eina af hinum hvítu kúlum í drykkinn. „Hér er mjöðurinn," mælti hún lágt. „Eg vona að hann svali þorsta þínum og veiti þér ró.“ Hann reis á fætur og tók við bikarnum. — „Fyrir lieill þinni og hamingju vil eg drekka!“ sagði hann glaðlega, en í augum hans var lirygð. Svo lyfti liann Likarnum að vörum sér, en liik- aði við og mælti: „Eg liefi verið að hugsa um þig og festarmann þinn í dag, — og landa þína. Mér er ljóst að eg hefi framið blóðugt óréttlætiogþað langar mig tilað bæta, eftir þvi sem unt er. Því hefi eg ákveðið að gefa öllum írum frelsi og fá þeirrí gott skip til að sigla heim á. Cormac flath verður fyrirliði þeirra — og vel mun þér famast i umsjá hans. Svo getið þið gifst er til Irlands kemur og orðið ham- ingjusöm. — Að sjálfsögðu mun eg fá ykkur alla þá fjármuni er eg tók og bæta í góðu silfri það sem eg skemdi.“ Hún starði eins og töfrum bundin á andht hans, — gat eklci trúað sínum eigin eyrum! „Þú ætlar — hefir ákveðið, — að láta okkur öll fara frjáls?“ stamaði hún, með rödd sem liann liafði aldrei heyrt fyr. „Já, Dwina, það hefi eg ákveð- ið og eg bregð aldrei heitum mínum.“ Um stund var þögn. Svo hvíslaði hún veiklega: „Þá elsk- ar þú mig ekki lengur?“ „Eg elska þig, Dwina. Og af því eg elska þig, vil eg gera alt sem eg get til þess að þú verðir hamingjusöm.“ Hún horfði lengi þegjandi á liann með tindrandi augum. — Aldrei hafði hún séð eins fagran mann! — Þá lyfti hann alt í einu bikamum að vörum sínum og ætlaði að drekka, en hún þreif hann úr liönd lians og setti liann á borðið. Svo lagði hún armana um liálsinn á honum og sagði: „Mér hefir aldrei þótt vænt um Cormac. Það ert þú, sem eg elska, — sem eg elska af öllu mínu hjarta!“ Hann starði á liana, forviða af undrun. Svo varð honum Ijóst hvað skeð hafði, hann tók liana í faðm sér og kysti hana lieitt og lengi. — „Dwina!“ hrópaði hann. „Allir góðir guðir launi þér! — Biddu svolitið við.“ — Hann ýtli henni varlega frá sér. „Eg ætla að skreppa út og kalla saman menn mina — og landa þína líka! í kvöld skal hér verða slegið upp mikilli veislu!“ Hann laulc upp dyrunum og ætlaði út. En utan i ganginum kom maður á móti honum með brugðnu sverði. Á næsta augna- bliki hneig liann niður á þrep- skjöldinn, með sverð Cormacs fast í hjarta sér. írlendingurinn steig yfir hann og kom inn í salinn. — D\rína McMelan stóð við borðið og horfði rólega á hann, en andlit hennar var lílcbleikt. „Eg beið úti í ganginum og lieyrði óminn af tali ykkar,“ sagði hann reifur. „Mig grunaði að þig mundi bresta kjark, þeg- ar á átti að taka, en í kvöld varð morðinginn að deyja!“ — Hann leit til bikarsins á borðinu og glotti. „Ei' ekki sem eg vænti, að mjöðurinn sé óblandinn, einnig í kvöld?“ Hún kinkaði kolli. — „Eg gat

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.