Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ S u ðursk a u tslön din. R. Byrd, aðnrírdll, telur að þau hafi dður verið í hitabelti. Byrd aðmíráll dvaldi ekki sjdlfur með öðrum leiðangursmönnum i Litlu-Ameríku í vetur, en leiðangur, sem hann undirbjó og stjórnar úr fjar- lægð, hefir dualið þar syðra síðan í desember síð- astl. Leiðangurinn tók sér vetursetu á tveim stöð- um, og þegar búið var að koma öllum mönnum og tækjum upp á ísróndina, fór Byrd til Chile. Blöð þar áttu tal við hann, og fer hér á eftir grein, sem eitt þeirra birti. „Þegar eg fór fyrstu för mína til Suðurskautslandanna", sagði Byrd, „varð mér ljóst, að þar stóð yfir ísöld, sem var að líða. Á hverju ári hörfar isinn und- an'. íshettan á pólnum bráðnar hægt og sigandi, þó'tt hún sé ennþá um 5000 fet á þykt á pólnum, en um eitt til fjögur þúsund fet á þykt með strönd- um fram. ekki f engið mig til þess," svaraði hún kyrlátlega. „Kemur ekki að sök," mælti hann yfirlætislega. „Eg hefi unnið verkið. Morðvargurinn er dauður og nú látum við hann liggja hérna inni hjá þér um stund, meðan við erum að sálga hinum Norðmönnunum!" „Flath," sagði hún með lágri bliðri röddu. „Þú ert heitur og i æstu skapi." Hún lyfti bikarn- um og rétti honum hann. „Drektu þetta. — Það mun róa Þig." Hann hló við. — „Er þetta „Sjafnardrykkurinn"!" sagði hann háðslega. „Eg man ekki betur en að við kölluðum hann jólaöl heima á Irlandi! Það er nú orðið nokkuð langt siðan eg smakkaðl það." Hún horfði á hann með hálf- luktum augum, meðan hann tæmdi bikarinn. — „Ást þína mun drykkur þessi lækna," sagði hún mildum rómi. „Þú þekkir, flath, eið ættar minnar: Hvern þann er að bana verður ættingja vorum eða ástvini, munum vér og deyða!" Hann kiptist við og leit á hana æðisfyltum augum. — „Svarti skógardjöfull —" hrópaði hann, en lauk aldrei við setninguna. Hann stóð um kvöld við kofann nár og hneig niður á gólfið. Krampateygjur fóru um likama hans. Svo bráði af honum eitt augnablik, hann bosti til hennar og mælti: „Vertu sæl, Dwina. Eg elskaði þig. — En þetta er ágætt. Eg dey, en hann, rauðhærði ræning- inn, fær þig ekki heldur!" Við fundum sannanir fyrir því, að á liðnum öldum hafa ísalögin vprið ennþá meiri og það er ekki óhugsandi, að Suð- urskautið geti, er fram líða stundir, orðið byggilegt aftur, ef engin ný ísöld kemur. En auðvitað myndi það taka milj- ónir ára. Eg held einnig, að veðuz-farið í Chile og Argentínu sé heldur að hlýna. Fjárhirðar i Suður-Chile hafa látið svo um mælt við mig, að is og snjór sé nú minni í fjöllunum, en fyrir mannsaldi'i. Eftir því sem ísinn hörfar undan við Suðurskaut- ið, hækkar meðalhitinn smám saman, og Humboldt-straumur- inn verður e. t. v. hlýrri. (Hum- boldt-straumurinn temprar veð- urfarið í hitabeltishéruðum Chile og Peru.) í Palmerslandi, sem breskir jarðfræðingar kalla altaf Grahamsland, enda þótt Palmer hafi fundið það fyrst, fundum við botnfrosið stöðuvatn, sem okkur reiknaðist til að hefði frosið fyrir 10—20.000 árum. Vísindamennirnir okkar athug- uðu ísmola úr vatninu og fundu í honum frosnar smá-lífverur. Þegar ísinn var bræddur vökn- uðu þær til lífs og voru hinar sprækustu. Það er svo kalt í Suðurskauts- löndunum, að það er erfitt að gefa mönnum hugmynd um þvílikan reginkulda. í einum af leiðangrum minum var alt að ¦4- 64° C. í veðurathugana- skúrnum minum. Bakteríur geta ekki lifað i þeim kulda. MeðHmir leiðangursins fengu aldrei kvef eða influensu, nema þegar skip leiðangurins komu og höfðu þa hfandi bakteríur innanborðs. Að mínu áliti sann- ar þetta, að kvef orsakist af bakteríu. Einn leiðangursmann- anna hafði þjáðst mjög af asthma og hafði lést svo, að hann vóg aðeins 125 pund. 1 Suðurskautslöndunum, þyngdist hann um 45 pund og læknaðist. Síðan hefir hann dvalið sex ár í Bandaríkjunum, og aldrei kent hins gamla meins. Andardráttur manns frýs á Richard E. Byrd, aSmiráll, ræSir vi8 Pedro Aguierre Cerda, for^eta, í Santiago í Chile. Cerda er mjög áhugas. um heimsskautarannsóknir. — augabragði og hávaðinn er eins og skip hleypi út gufu. Það er mik'lu kaldara en á Norður- skautinu. Meðan eg var þar, bjó eg einu sinni í Eskimóaþorpi, sem var ekki 1100 km. frá póln- um. Jafnvel að vetrarlagi sjást moskusuxar, sem eru Norður- skautsdýr, mjög norðarlega. Á sumrin, þegarjiitinn er að jafn- aði nokkur stig fyrir ofan frost- mark, vex gras og blóm nyrst á Grænlandi. Þar eru lika refir, úlfar, hérar og allfjölskrúðugt fuglalif. Á hinn bóginn sést hvergi stingandi strá innan 1600 km. frá Suðurskautinu og einu dýr- in, sem þar dvelja að staðaldri, eru mörgæsirnar, sem verpa og unga út eggjum sínum um nótt- ina — sex mánaða langa — með því að láta þau liggja á fót- um sinum. Á sumrin koma þarna hvalir, sæljón og selir. Fiskur er í sjónum, en þótt við höfum fundið hann í maga mörgæsanna, hefir reynst ó- mögulegt að veiða hann á færi. Það er reginkuldinn á Suður- skautinu, sem orsakar tempr- aða loftslagið í S.Argentínu, Chilö og Peru. Hann gerir Pata- goniu og hafið umhverfis Hornið að einhverjum hráslaga- legustu stöðum á hnettinum, i samanburði við þau svæði á norðurhveli jarðar, sem eru á sömu breiddargráðum, t.d. Nor- eg og Alaska. En ef sjórinn hlýj- aði ekki loftslagið, myndi það vera enn kaldara. Það, sem sannar að Suður- skautslöndin voru einu sinni i hitabelti, er að við fundum í fyrri leiðangri steinrunnin tré, þótt enn sé ekki að fullu rann- sakað, hvaða tré er um að ræða. Auk þess fundum við steinrunn- in trjáblöð. Það er mögulegt, að hægt sé að finna dýraleifar i jörðinni undir ísnum, ef hægt væri að eyða tíma og fé í að grafa niður úr íslaginu. Við sprengdum með dynamiti á nokkurum stöðum og urðum varir við kol. Þau fundust m. a. á yfirborðinu á fjallatindunum, en gæðin voru lítil. Eins og nú standa sakir hafa kolin enga viðskiftaþýðingu, vegna þess, hvé erfitt er að vinna þau og langt þarf að flytja þau, en þau koma kannske í góðar þarfir, þegar aðrar birgðir verða upp- étnar, enda þótt vist megi telja, að þá verði komið eitthvað nýtt eldsneyti á markaðinn. 1 fjalllendunum fundum við einnig kopar, silfur og blý. Þar uppi er mosinn eini gróð- urinn. Meðal þeirra 22ja vísinda- greina, sem eiga fulltrúa í leið- angrinum er einn frá þeirri deild Car negie-s tof nunarinnar, sem rannsakar segulmagn. Á bestu Iandabréfum er syðra segulskautið á f jórum, mismun- andi stöðum. Við fundum það á fimta staðnum. Það er ómögu- legt að segja, hvort segulskaut- ið snýst um landfræðilega skautið, eða hefir einhverja óreglulega braut. Er það af þvi, að rannsóknir fara fram með of miklu millibili, til þess að hægt sé að draga neinar örugg- ar ályktanir af þeim. Leiðangurinn hefir safnað ýmsum merkilegum gögnum fyrir veðurfræði. Suðurskautið er eitt vindasamasta svæði á hnettinum, en þó er Margaret- flói i Litlu-Ameríku (þar sem leiðangurinn hafði aðalbækistöð sina) tiltölulega skjólgóður. Sir Douglas Mawson, hinn frægi ástralski visindamaður, hefir rannsakað vindhraðann i samtals tvö ár og hann var að jafnaði 80 km. á klst. — en komst upp í 320 km. á klst. 1

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.