Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ SI»AM Vitið þér — að i Kaliforníu var nýlega efnt til kepni fyrir mest afköst við að hekla — að það var karl- maður, sem bar sigur úr býtum, og að verðlaunin voru fólgin í ókeypis ferð til New York og hálfs mánaðar dvöl á kvenna- heimili þar í borg? — að i Melbourne hefir verið fundið upp bólusetningarefni, sem gerir bruna óskaðlegan? — að hjá Eifel er við lýði vatnsleiðsla frá 1. öld e. Kr., og að hún er enn i notkun og reyn- ist vel? — að fyrsta kona, sem hefir flogið í flugvél, var frú Edith Ogilvy Druce, að hún flaug 7. okt. 1908 og að það varð að binda pilsin og fjaðrahattinn hennar fast með snærum, áður en hún lagði til flugs? • Einn fagran sumarmorgun mörgum árum fyrir siðustu heimsstyrjöld, stóð- hópur manna í þyrpingu á grasi vax- inni flöt hjá Kiew. Þessi hópur fólks er þarna stóð, horfði með undrun og aðdáun á hina til- búnu flugvél sem skreið eftir grasinu og hóf sig til flugs. Reyndar hóf hún sig ekki nema fjögur fet frá jörðu og hún var ekki nema fjórar sekúndur i loftinu, en það var sama, — fólkið laust upp ópi af hrifn- ingu. Flugvélin var heimilisiðn- aður — hún var smíðuð af þeim sjálfum, mönnunum sem stóðu þarna og horfðu á hana hefja sig til flugs. Járnsmiðurinn í Margaretflóa komst hann aldrei yfir 160 km. á klst. ! Mig hefir lengi langað til að komast að hinu sanna um þá kenningu, að Andes-fjöllin haldi áfram neðansjávar suður af Tierra del Fuego. Dýpjtar- mælingar virðast benda á þetta, en eg get ekki sannað það vís- indalega. Nýja-Sjálandsfjöllin halda ef til vill áfram i Suður- skautslöndunum hjá Colbeck- höfða. I þessu sambandi má geta þess, að Norðurskautið er blett- ur á ísbreiðu, sem þekur 10 þús. feta djúpt haf, en Suður- heimsskautið er á f jalh, sem er 9000 fet á hæð yfir sjávarmál.' þorpinu og tveir trésmiðir höfðu klambrað henni saman, en teiknarinn, yf irverkst j órinn, frumkvöðullinn og flugmaður- inn var 22 ára gamall piltur, sonur háskólakennara í Kiew og hét Igor Sikorsky. Frá því að Igor var barn að 'aldri, hafði hann stöðugt dreymt um það að mega fljúga. Senni- lega hefir hann sótt þessa ástriðu til móður sinnar ,því hún hafði kynt sér æfisögu Leonardo da Vinci's, þess mannsins, sem fyrstur allra lét sér detta í hug að maðurinn gæti hafið sig upp i heiðloftin blá, og frá þeirri stundu dáði hún Vinci meir en nokkurn annan snilling er hún hafði lesið um eða heyrt getið. Flugvél sú er Sikorsky reyndi þenna fagra sumarmorgun bar stafina S2 og Igor lærði mikið af þeirri vélarsmiði. Hann flaug á henni dag eftir dag og loks eftir 8 mínútna metflug steypt- ist hún til jarðar og brotnaði í mél. Sigorsky komst af, heill á húfi, og smíðaði aðra vél, S 3. Hann smíðaði S 4 og með þeirri vél komst hann í þúsund feta hæð o'g gat f logið í hálf a klukku- stund. Allar þessar vélar voru smíðaðar hjá venjulegum járn- og trésmiðum í litlu þorpi hjá Kiew. Með ódrepandi stálvilja hélt Sikorsky áfram að prófa sig á- fram og endurbæta flugvélar sínar. í heimsstyrjöldinni smíð- aði hann hernaðarflugvélar fyr- ir rússneska herinn sem ollu miklu tjóni hjá andstæðingun- um. Eftir byltinguna flýði hann ásamt svo mörgum öðrum lönd- um sínum ættjörðina. Hann fór til Ameríku. I Ameríku varð Sikorsky að byrja að nýju. Pyngja hans var smá og hann hafði ekki efni á að lifa á öðru en kaffi, brauði og baunasúpu. En hann starf- aði áfram að uppfyllingu drauma sinna. Hann — sem eitt sinn hafði smíðað flugvélar hins volduga Rússakeisara — varð nú að hafa ofan af fyrir sér með stærðfræðikenslu i „Fé- lagi rússneskra verkamanna" í einu úthverfi New-York-borgar. Meðal landa sinna, þeirra er Iifðu í útlegð, gat hann loks stofnað hlutafélag, sem vann að uppfyllingu óska hans og drauma. Meðal stofnenda voru fyrverandi foringjar, verkfræð- ingar og kaupmenn og allir létu þeir það fé af hendi rakna sem þeim áskotnaðist fram yfir brýnustu lífsþarfir sínar. Og þeir sem ekkert fé gátu mist lögðu fram vinnu sína í þágu þessa mikilvæga málefnis, sem í Heimaaln,inga;r ¦ eru allra skemti- legustu skepnur, uns þeir gerast heimtufrekir og óþægir. Þá fer gamaniö af, því þá brjóta þeir og skemma og jafn- vel stanga mann í þokkabót. — Á imyndinni sést Bjarni bóndi í Dalsmynni á Kjalarnesi vera aS gefa heima- alningum sínum úr pela. þeirra augum hlaut að sigra. Félagið ákvað að smíða tveggja hreyfla flugvél, sem væri ein- vörðugu úr málmi og gæti flutt farþega. Þetta var að því leyti eitthvert einkennilegasta flugvélasmíði sem sagan getur um, að efnið sem hún var smíðuð úr, var alls- konar gamalt járn — og málm- rusl sem hluthafarnir sníktu hingað og þangað eða keyptu fyrir fáeina aura. Oft og einatt varð að gerbreyta tilhögun smið- innar með tilliti til efnisins sem fyrir hendi var. I nístandi kulda var smíðinni haldið áfram og ekki gefist upp þrátt fyrir allskonar mistök, er áttu sér stað, uns verkinu var að fullu lokið. Flugvélin reyndist hin besta. Hún flutti þúsundir farþega og þúsundir tonna af flutningi og pósti. Tilveru henn- ar lyktaði sem þýskri brennandi sprengjuflugvél er hrapar til jarðar — i kvikmyndaharm- leik. Sikorsky hélt starfi sinu á- fram. Draumur hans rættist, þvi að 1931 smíðaði hann flugvéla- gerðina S 40, sem allur heimur- inn nú þekkir Undir nafninu „America-Clipper". Og þá loks — þegar draumur- inn, sem unga manninn í Kiew hafði dreymt, hafði ræst, settist hann niður við skrifborð sitt, auðugur og heimsfrægur, og skrifaði sögu þessa æfintýraríka draums. Ungur bóndason frá Svíþjóð sigldi til Ameríku í þeim, til- gangi, að græðast þar fé. Hann fór til New York, en óhepnin elti hann á röndum og hann dró fram lífið í fátækt og eymd. Eftir að hafa margsinnis orðið fyrir vonbrigðum ákvað hann að slíta öll bönd við ættjörðina, og þeim mun fremu", sem, skyldmenni hans höfðu lagt fast á mót siglingu hans til Vesturheims; hann hætti að skrifa heim og hvorki foreldrar hans né systkini höfðu hug- mynd um hvar hann var niður kominn. Þá var það, að systir hans fór vestur um haf að leita síns glataða bróður. Hún ¦ kom til New York, hitti landa sina, heimsótti sænska konsúlinn þar í borg, en enginn hafði minstu' hugmynd um hvar bróðir henn- ar var niður kominn eða hvort hann var í tölu lifenda. Dag nokkurn, þegar hún var á leiðinni í heimsókn til landa sins og ætlaði að stíga upp í sporvagn, misti hún pyngju sína niður á götuna og pening- arnir skoppuðu út úr henni. Þá bar þar að ungan, ljóshærðan mann, hann tók pyngjuna upp, tíndi upp skildingana og fékk stúlkunni. Hún þakkaði fyrir sig á sænsku — alveg óvart — en maðurinn svaraði þá einnig á sænsku. Eitt augnablik virtu þau hvort annað fyrir sér, svo féllust þau í faðma, — því að hinn hjálpsami aðkomumaður var enginn annar en hinn glat- aði bróðir. Tilviljanir verða of t til merk- ustu uppgötvana, og tilviljun varð til þess, að nýlega hafa verið gerðar tilraunir með kvikasilfur og áhrif þess á mannslíkamann. Þær hafa leitt i ljós, að í kvikasilfri er mikið eitur, sem getur valdið sjúk- dómum í líkama manns, ef það kemst í hann. I flestri ef ekki allri fæðu sem neytt er, finst kvikasilfur, það er einnig i tó- baksreyk, en hættulegast er það • í tannfyllingum,. Það eru tann- fyllingar, — silfurplombur — sem oftast valda kvikasilfurs- eitrun, enda þótt hún geti á ann- an hátt komist í líkamann.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.