Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ í lögunum er ákveðið að stjórnin skuli „semja við ein- hvern mann um að selja vörur félagsins — en þær voru aðal- lega sauðir, hross, fiskur, ull og smjör — og útvega því útlendar vörur". Stjórnin samdi um þetta við L. Zöllner stórkaupm. Mun hann hafa verið umboðsmaður félagsins alla tíð, eða i nálægt aldarfjórðung, og reynst því yfirleitt mjög vel, þrátt fyrir það, að það komst stundum í skuídir við hann, og það þegar á fyrsta ári.*) Færi svo, að skuldir söfnuð- ust, áttu deildirnar að greiða 6% vexti af skuldinni „frá þeim degi er viðskiftareikningur fé- lagsins (deildarinnar) við vöru- útvegunarmann er út gefinn". Síðar (1894) voru vanskilavext- ir færðir upp í 10% og hver deildarstjóri varð að skrifa und- ir skuldbindingu um, að „ábyrgjast gagnvart stjórnar- nefnd (stjórn) félagsins full skil á öllu því", er hans deild fékk hjá félaginu á því tímabili er hann var deildarstj. Ef drátt- ur varð á greiðslu hjá deild, mátti lögsækja viðkomandi deildarstjóra, og innheimta *) Stundum reis þó allmikill á- greiningur milli félagsins og Zöllners. ÁriS 1899 kvörtuSu deildarstjórarnir mjög yfir því, „aS vörur kæmu seint og tínings- lega, og sumar alls ekki". Og á fundi áriS 1900 varS talsvert upp- þot í félaginu, vegna þess, aS ýms- ir deildarstjórar „voru mjög hræddir um aö Zöllner og Vídalín hefSu vanrækt aS vera svo holl- ir umboðsmenn fyrir félagiS, sem æskilegt væri, meS öSrum orSum, haft fé af félaginu, einkum ekki borgaS því sauöina eins og þeir hefSu selst." LítiS varS þó úr þessu uppþoti og samþykti sami fundur í einu hljóSi aS láta þá Zöllner og Vídalín selja sauSi fé- lagsins þaS ár, en láta þá þó því aSeins í umboSssölu, „aS þeir á- byrgSust n—12 aura fyrir pund- iS" í lifandi vigt. Loks samþykti fundurinn aS skifta ekki um um- boSsmann. í ársbyrjun 1901 sagSi Zöllner upp umboSsmensku sinni fyrir félagið, og var Ólafi Árna- syni þá faliS aS sigla og kaupa inn vörur fyrir þaS. Þetta stóS þó lengur en til 19. júní s. á. Þá var stjórninni faliS, ásamt M. Torfa- syni sýslumanni, aö semja um skuld f élagsins viS Zöllner, „og • leitast eftir aS fá hann til aS taka þátt í þeim skaSa, sem f élagiS hef- ir beðiS af uppsögn hans, og leit- ast eftir viS hann, hvaSa kjörum félagiS megi eiga von á hjá hon- um, ef þaS tæki fyrir aS versla viS hann eftirleiSis." — Hvernig þessum málum reiddi af er ekki hægt aS sjá af fundargerSum fé- lagsins, er eg hefi haft undir hendi, meö því að þær ná ekki lengra, en Zöllner mun hafa veriS um- boSsmaSur félagsins alla tíS fram aö heimsstyrjöldinni 1914, eSa jafnvel til 1915. Séra Jón Steingrímsson. skuldina á þann hátt félaginu að skaðiausu. Þá átti stjórnin einnig að ráða „hæfan mann til að veita þeim vörum móttöku sem afhentar verða í uppskipunarstöð félags- ins, annast uppskipun og útskip- un, vörugeymslu, vöruvöndun, og vöruafhending", m. m. Til þessara starfa réði stjórnin Ivar Sigurðsson á Stokkseyri.*) Hafði hann unnið mikið að stofnun félagsins fyrir tilmæli síra Jóns Steingrímssonar o. fl., og ferðast um sveitir Árnes- sýslu a. m. k., í þessu skjaii. ívar var „afhendingarmaður" félagsins nokkur ár, en við þvi starfi tók af honum Ólafur kaupm. Árnason.**) Síðar voru þeir afhendingarmenn, Eggert Benediktsson í Laugardælum og Guðm. Sæmundsson kenn- ari. Varasjóð átti að stofna „með því að hver félagsdeild greiði 1 % af innlendum vörum deild- arinnar". Svo átti og hver „nýr félagsmaður að greiða (í vara- sjóð) 1% í inntökugjald af verði þeirrar innlendu vöru er hann lofar." Deildarstjórar áttu að sjálf- *) ívar Sigurðsson var fæddur 31. júlí 1858, að Gegnishólaparti í Flóa. Hann var prýSilega greind- ur og naut í uppvexti tilsagnar séra Páls SigurSssonar í Gaul- verjabæ. ívar var fyrst barnakenn- ari, en síðar sýsluskrifari hjá Stef- áni sýslumanni Björnssyni í GerSr iskoti. Um tíma var hann viS Lefolii-verslun á Eyrarbakka, en fluttist þaSan til Stokkseyrar, og setti þar á stofn smáverslun, en hætti henni, er hann gekk í þjón- ustu Stokkseyrarfélagisns. **) Ólafur kaupmaSur Árnason fæddist að Þverá í Húnaþingi 23. febr. 1863. Ungur byrjaSi hann verslunarstörf hjá Valgard Claes- sen (síðar landsféhirSir) á SauS- árkróki. Var síðar viS verslun á SeyðisfirSi, EskifirSi og í Kaup- mannahöfn. Ólafur fór að versla á Stokkseyri 1894 og tók nokkru síðar við afgreiðslustörfum fyrir StokkseyrarfélagiS. Hann var gáf- aSur og fjölhæfur kaupsýslumaS- ur, ágætlega vel mentaSur, og glæsimenni. sögðu að sjá um pantanir og vöruloforð hver frá sinni deild, og koma þessu í tæka tíð til stjórnarinnar. Stofnfundurinn kaus bráðabirgðastjórnina, séra Jón Steingrímsson, Pál sýslum. Briem og Þórð Guðmundsson, í stjórn til eins árs í einu hljóði. Páll Briem varð formaður, og var það þangað til hann varð amtmaður og fluttist norður á Akureyri. Jón Jónsson bóndi í Skeiðháholti var kosinn fyrst í varastjórn, en ári síðar Grímur Gíslason bóndi í Óseyrarnesi, og tók hann sæti í stjórninni í stað séra Ólafur Helgason í Gaul- verjabæ, er kosinn var aðalmað- ur 1892 í stað séra Jóns Stein- grímssonar, en tók ekki við kosningu. Fyrstu lögum félagsins var allmikið breytt 1894, og voru lögin þá prentuð. I þeim segir i 1. gr. að félagið heiti „Stokks- eyrarfélagið" og „nær yfir þær sveitir, er nú sækja verslun á Eyrarbakka, og skal aðalupp- skipunarstaður vera þar sem að- alfundur ákveður". Á fundi 21. des. 1893 leitaði formaður atkvæða deildarstjóra um það, hvort Stokkseyri eða Eyrarbakki skyldi vera „upp- skipunarstaður" félagsins. At- kvæði féllu svo, að Stokkseyri fékk 13 atkv. en Eyrarbakki að eins 2 atkv. Rangæinganna, Eyj- ólfs í Hvammi og Einars i Mið- ey, en þriðji Rangæingurinn, Vigfús á Brúnum greiddi ekki atkvæði. Þriðja grein nýju laganna lýs- ir tilgangi félagsins, en hann er þessi: 1. „að ná svo góðum kaupum á útlendum varningi sem unt er, og leitast við að gera útvegur hans sem greiðastar og kostnað- arminstar fyrir félagið og hvern einstakan félagsmann." 2. „að efla vöruvöndun, og koma innlendum varningi í sem hæst verð." 3. „að koma i veg fyrir alla skuldaverslun svo sem framast er unt." 4. „að draga arð verslunarinn- ar inn í landið svo sem mest má verða." 5. „að safna varasjóði til tryggingar fyrir framtíð félags- ins." 6. „að koma sér í samvinnu við samskonar fél. hér á landi." Nýju lögin höfðu m. a. inni að halda þrjú nýmæli: a. að formaður skyldi „heimta, að í það minsta þrir áreiðanlegir menn, auk deildarstjóra, ábyrg- ist með skrif legri skuldbindingu full skil af deildarinnar hendi, gagnvart félaginu". Sýnilegt er, að ábyrgð deildar- stjóranna einna hefir ekki þótt nægileg. b. að um laun formanns skuli samið fyrirfram „á hvers árs að- alfundi." Um tíma a. m. k. voru þati ákveðin y2% af innfluttum, og Y2% af útfluttum vörum. Hve hárri upphæð þetta nam, er ekki hægt að sjá af þeim plöggum, sem eg hefi haft undir hendi. (Af „Þjóðólfi" frá 1899 má þó sjá, að sum árin hefir „verslun- armagn" félagsins verið frá 60—100 þús. kr.). c. Formanni var gefið vald til að velja meðstjórnendur sína. Áður voru meðstjórnendur kosnir af deildarstjórum á aðal- fundi. Óneitanlega var þetta nokkuð mikið í einræðisátt. En svo vel hefir þetta skipulag þótt gefast, og svo rótgróið var það orðið eftir sex ár, að svona til gamans skal þess getið, að á að- alfundi árið 1900 hafði eg flutt tillögu um að breyta þessu í fyrra formið (þ. e. að deildar- stjórarnir kysu meðstjórnend- ur á aðalfundi), en tilagan var feld með öllum atkvæðum gegn — einu. Meðstjórnendur voru oftast þeir: Eyjólfur Guðmundsson í Hvammi og Þorsteinn Thorar- ensen á Móeiðarhvoli*). Aðrir *) Eyjólfur í Hvammi á Landi er fæddur 3. des. 1859 * Hvammi, og hefir átt þar heima alla tíS. Hann er einn af þektustu bændum hér á landi, höfSingi í sjón og raun og hefir af sjálfsdáSum hafiS sig til vegs og virSingar. Sveit sinni hefir hann veriS hinn mesti bjarg- vættur og stýrt málefnum hennar meS þeirri prýSi, sem er dæmafá. — Um Eyjólf má segja líkt og SkarSverjana fornu, en lýsingin af þeim er svona: Þeir voru hæglátir, friSsamir og friSelskandi, búmenn ágætir, vinsælir í héraSi, vitrir og vel mentaSir, en harSir í horn aö taka, ef á þá var ráSist, og létu lítt hlut sinn fyrir óvinum. — Þor- steinn Thorarensen var fæddur aS MóeiSarhvoli 2. sept. 1853, sonur Skúla læknis Thorarensen, og bjó á föSurleifS sinni til æviloka. Inn- an við tvítugt misti hann föSur sinn og tók þá þegar viS búsfor- ráSum meS móSur sinni og stýrSi búi hennar í 12 ár, en byrjaSi síS- an sjálfur búskap. Hann var jafn- an meS stærstu bændum Rangár- þings og aS mörgu brautrySjandí í búnaSarháttum, t. d. meS notkun heyskaparverkfæra. Hahn bygSi heyhlöður fyrir nær 2000 hesta, og fjárhús fyrir 700 fjár, og má af þessu sjá, hve búskapur hans var stórvaxinn. AS opinberum málum gaf hann sig HtiS. Hann var stór- bóndi og gaf sig aS búskapnum óskiftur, og gat — eins og fleiri — með sanni tekiS undir þessi orS Klettafjallaskáldsins: „Eg er bóndi og alt mitt á undir sól og regni."

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.