Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Qupperneq 7

Vísir Sunnudagsblað - 04.08.1940, Qupperneq 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Suðurskautslöndin. R. Byrd, aðniíráll, telur að þau hafi áður verið í hitabelti. Byrd ciðmíráll dualdi ekki sjálfur með öðrum leiðangursmönnum í Litlu-Ameríku í vetur, en leiðangur, sem hann undirbjó og stjórnar úr fjar- lægð, hefir dvalið þar syðra síðan í desember síð- astl. Leiðangurinn tók sér vetursetu á tveim stöð- um, og þegar búið var að koma öllum mönnum og tækjum upp á ísröndina, fór Byrd til Chile. Blöð þar áttu tal við hann, og fer liér á eftir grein, sem eitt þeirra birti. Ricliard E. Byrd, aSmíráll, ræðir viÖ Pedro Aguierre Cerda, for.seta, í Santiago í Chile. Cerda er mjög áhugas. um heimsskautarannsóknir. — „Þegar eg fór fyrstu för mina til Suðurskautslandanna“, sagði Byrd, „varð mér Ijóst, að þar stóð yfir isöld, sem var að líða. Á hverju ári hörfar isinn und- an. íshettan á pólnum bráðnar hægt og sígandi, þótt hún sé ennþá um 5000 fet á þykt á pólnum, en um eitt til fjögur þúsund fet á þykt með strönd- um fram. ekki fengið mig til þess,“ svaraði hún kyrlátlega. „Kemur ekki að sök,“ mælti hann yfirlætislega. „Eg hefi unnið verkið. Morðvargurinn er dauður og nú látum %dð liann liggja hérna inni hjá þér um stund, meðan við erum að sálga hinum Norðmönnunum!“ „Flath,“ sagði hún með lágri blíðri röddu. „Þú ert heitur og i aistu skapi.“ Hún lyfti bilcarn- um og rétti honum hann. „Drektu þetta. — Það mun róa þig-“ Hann hló við. — „Er þetta „Sjafnardrykkurinn“!“ sagði hann háðslega. „Eg man ekki betur en að við kölluðum hann jólaöl lieima ó írlandi! Það er nú orðið nokkuð langt siðan eg smakkaði það.“ Hún horfði á liann með hálf- luktum augum, meðan hann tæmdi bikarinn. — „Ást þína mun drykkur þessi lækna,“ sagði hún mildum rómi. „Þú þekkir, flath, eið ættar minnar: Hvern þann er að bana verður ættingja vorum eða ástvini, munum vér og deyða!“ Hann kiptist við og leit á hana æðisfyltum augum. — „Svarti skógardjöfull —“ hrópaði hann, en lauk aldrei við setninguna. Hann stóð um kvöld við kofami nár og hneig niður á gólfið. Krampateygjur fóru um líkama hans. Svo bráði af honum eitt augnablik, hann bosti til hennar og mælti: „Vertu sæl, Dwina. Eg elskaði þig. — En þetta er ágætt. Eg dey, en hann, rauðhærði ræning- inn, fær þig ekki heldur!“ Við fundum samianir fyrir þvi, að á liðnum öldum liafa ísalögin verið ennþá meiri og það er ekki óhugsandi, að Suð- urskautið geti, er fram liða stundir, orðið hyggilegt aftur, ef engin ný ísöld kemur. En auðvitað myndi það taka milj- ónir ára. Eg lield einnig, að veðurfarið í Chile og Argentínu sé lieldur að hlýna. Fjárliirðar í Suður-Cliile liafa látið svo um mælt við mig, að is og snjór sé nú minni í fjöllunum, en fyrir mannsaldri. Eftir því sem ísinn liörfar undan við Suðurskaut- ið, hækkar meðalhitinn smám saman, og Humboldt-straumur- inn verður e. t. v. hlýrri. (Hum- boldt-straumurinn temprar veð- urfarið í hitaheltishéruðum Chile og Peru.) í Palmerslandi, sem breskir jarðfræðingar kalla altaf Grahamsland, enda þótt Palmer hafi fundið það fyrst, fundum við botnfrosið stöðuvatn, sem okkur reiknaðist til að hefði frosið fyrir 10—20.000 árum. Visindamennirnir okkar athug- uðu ísmola úr vatninu og fundu í honum frosnar smá-lífverur. Þegar ísinn var hræddur vökn- uðu þær til lífs og voru hinar sprækustu. Það er svo kalt í Suðurskauts- löndunum, að það er erfitt að gefa mönnum hugmynd um þvilikan reginkulda. í einum af leiðangrum mínum var alt að -4- 64° C. í veðurathugana- skúrnum minum. Bakteríur geta ekki lifað í þeim kulda. Meðlimir leiðangursins fengu aldrei kvef eða influensu, nema þegar skip leiðangurins komu og höfðu þá lifandi bakteríur innanborðs. Að mínu áliti sann- ar þetta, að kvef orsakist af bakteríu. Einn leiðangursmann- anna liafði þjáðst mjög af astlnna og hafði lést svo, að hann vóg aðeins 125 pund. I Suðurskautslöndunum þyngdist hann um 45 pund og læknaðist. Síðan liefir hann dvalið sex ár í Bandaríkjunum og aldrei kent hins gamla meins. Andardráttur manns frýs á augabragði og liávaðinn er eins og skip hleypi út gufu. Það er miklu kaldara en á Norður- skautinu. Meðan eg var þar, bjó eg einu sinni í Eskimóaþorpi, sem var ekki 1100 km. frá póln- um. Jafnvel að vetrarlagi sjást moskusuxar, sem eru Norður- skautsdýr, mjög norðarlega. Á sumrin, þegar Jiilinn er að jafn- aði nokkur stig fyrir ofan frost- mark, vex gras og blóm nyrst á Grænlandi. Þar eru líka refir, úlfar, hérar og allfjölskrúðugt fuglalif. Á hinn bóginn sést livergi stingandi strá innan 1600 km. frá Suðurskautinu og einu dýr- in, sem þar dvelja að staðaldri, eru mörgæsirnar, sem, verpa og unga út eggjum sínum um nótt- ina — sex mánaða langa — með því að láta þau liggja á fót- um sínum. Á sumrin koma þarna hvalir, sæljón og selir. Fiskur er í sjónum, en þótt við höfum fundið hann í maga mörgæsanna, hefir reynst ó- mögulegt að veiða hann á færi. Það er reginkuldinn á Suður- skautinu, sem orsakar tempr- aða loftslagið í S.Argentínu, Chile og Peru. Ilann gerir Pata- goniu og hafið umhverfis Hornið að einhverjum hráslaga- legustu stöðum á hnettinum, í samanburði við þau svæði á norðurhveli jarðar, sem eru á sömu breiddargráðum, t.d. Nor- eg og Alaska. En ef sjórinn lilýj- aði ekki loftslagið, myndi það vera enn kaldara. Það, sem sannar að Suður- skautslöndin voru einu sinni í hitabelti, er að við fundum í fyrri leiðangri steinrunnin tré, þótt enn sé ekki að fullu rann- sakað, hvaða tré er um að ræða. Auk þess fundum við steinrunn- in trjáblöð. Það er mögulegt, að hægt sé að finna dýraleifar í jörðinni undir ísnum, ef hægt væri að eyða tima og fé í að grafa niður úr íslaginu. Við sprengdum með dynamiti á nokkurum stöðum og urðum varir við kol. Þau fundust m. a. á yfirborðinu á fjallatindunum, en gæðin voru litil. Eins og nú standa sakir hafa kolin enga viðskiftaþýðingu, vegna þess, hve erfitt er að vinna þau og langt þarf að flytja þau, en þau koma kannske í góðar þarfir, þegar aðrar birgðir verða upp- étnar, enda þótt víst megi telja, að þá verði komið eitthvað nýtt eldsneyti á markaðinn. I fjalllendunum fundum við einnig kopar, silfur og blý. Þar uppi er mosinn eini gróð- urinn. Meðal þeirra 22ja vísinda- greina, sem eiga fulltrúa í leið- angrinum er einn frá þeirri deild Carnegie-stofnunarinnar, sem rannsakar segulmagn. Á hestu landabréfum er syðra segulskautið á fjórum mismun- andi stöðum. Við fundum það á fimta staðnum. Það er ómögu- legt að segja, hvort segulskaut- ið snýst um landfræðilega skautið, eða hefir einhverja óreglulega braut. Er það af þvi, að rannsóknir fara fram með of miklu millibili, til þess að liægt sé að draga neinar örugg- ar ályktanir af þeim. Leiðangurinn hefir safnað ýmsum merkilegum gögnum fyrir veðurfræði. Suðurskautið er eitt vindasamasta svæði á linettinum, en þó er Margaret- flói í Litlu-Ameriku (þar sem leiðangurinn hafði aðalbækistöð sina) tiltölulega skjólgóður. Sir Douglas Mawson, hinn frægi ástralski vísindamaður, liefir rannsakað vindhraðann í samtals tvö ár og hann var að jafnaði 80 km. á klst. — en komst upp í 320 km. á klst. I

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.