Vísir Sunnudagsblað - 18.08.1940, Page 4

Vísir Sunnudagsblað - 18.08.1940, Page 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Rauðu diöflarnir. Eftir Kristmann Víkingaherinn liafði setið um hina gömlu, fögru borg, Motha, í Norður-írlandi, í tvo mánuði. Héruðin kringum hana, hið fríða og frjósama ríld Olaghhama konungs, hafði þegar verið lagt í rústir, bæirnir brendir, akrarn- ir traðkaðir niður. Nú biðu sömu örlög Mothaborgar. „Rauðu djöflarnir“ frá Norðurlöndum voru þúsundum saman fyrir ut- an múrana. Þeir höfðu slegið tjöldum og byg't sér kofa; nú lifðu þeir bílífi á kvikfénaði bændanna, meðan borgarbúar sveltu. íbúar Mothaborgar sveltu, en sulturinn var ekki það versta, þorstinn var tífalt verri. Víking- arnir höfðu eyðilagt vatnsleiðsl- urnar til bæjarins, svo Irar urðu að notast við gamla brunna, sem löngu voru lagðir niður. En liit- ar miklir höfðu gengið þetta sumar, svo vatnið í þeim var bæði litið og fúlt. — Það var því hræðilegt ástand í Motlia. Fjöldi manns andaðist á hverjum degi, og þeir sem eftir lifðu voru lík- astir afturgöngum. Hjálpar var ekki að vænta, því höfðingi hinna rauðu djöfla, Slyrkar, liafði þegar sigrast á nágranna- rikjunum tveimur og eyðilagt her þeirra. Og þegar Mothaborg neitaði að gefast upp góðfúslega, sór hann þess dýran eið, að jafna hana við jörðu og drepa hvert einasta mannsbarn sem næðist innan múranna. „Og gulli yðar skal eg deila meðal manna minna, en lconur yðar og börn skulu seld í þrældóm!“ — Þannig liljóðuðu síðustu orð hans til sendimanna konungs, og enginn efaðist um að hann myndi halda þau. Nú voru kraftar borgarbúa tæmdir, og margir héldu því fram að skjótur dauðdagi fyrir sverðum vílcinganna væri betri en þessi langvinna þjáning, sem ekki gat lokið nema á einn veg. Smá uppreistir höfðu einnig átt sér stað, og það var ekki Iengur hægt að reiða sig fullkomlega á hermennina. Sjálfsmorð voru orðin tíð og sagt var að fólk legði sér mannakjöt til munns. Olaghhama konungur kallaði þá enn einu sinni saman ráð- gjafa sína til fundar við sig í Gudmundsson. höllinni. Hann lofaði liverjum þeim miklu gjaldi, er lagt gæti á náð sem dygði til bjargar. En engum hinna vitru manna gat hugkvæmst nokkurt lijálparráð. — Öllum var ljóst, að þýðingar- laust var að leggja til orustu við víkingana, og það þótt hermenn Mothaborgar hefðu vexáð að öllu leyti vel á sig komnir. Það var því ekki annað að gera en bíða, — þó alkunnugt væri, að rauðu djöflarnir gáfust aldrei upp við umsátur, fyrr en box-gin var fallin. — Og það var ekki hægt að bíða lengur, því íbúar borgar- innar voru að vei’ða viti sínu fjær af vatnsskorti og hungri. Meðan konungur talaði við ráð- gjafa sína, stóðu þúsundir manna fyrir utan höllina og ösla-uðu á bi’auð og vatn. Hróp- in heyrðust alla leið inn í höll- ina, og öllum sem þar inni voru, var ljóst, að ef þeir gætu ekki veitt múgnum neina úrlausn innan stundar, myndi hann sprengja hliðin, gera æðisgengna uppreist — og saga hinnar forn- frægu Mothaboi’gar vera á enda. Stundu síðar var hurðu hrundið og garnall gi’áskeggur ruddist inn til hins konunglega ráðs. Hann heyrði til stéttar betlaranna, en þar eð hann kvaðst hafa áríðandi boðskap að flytja, hleyptu dyraverðirnir honum inn. Þó hann væri klædd- ur hinum ömurlegustu tötrum, bar hann sig virðulega og gekk liiklaust fyrir konung. Olaghhama, hinn gamli og mildi, talaði vingjarnlega til hans og spurði um erindi hans. — „Hefir þú góð tíðindi að flyta, öldungur, eða kantu nokkurt ráð til að bjarga oss ftr neyð þeirri er að oss steðjar? — Sé svo, þá skal tötrum þínum vissulega vei’ða breytt í konung- legt skrúð og nafn þitt vei-ða nefnt meðal ágætustu manna ríkisins.“ „Eigi leikur mér hugur á dýr- um klæðum, 01aghhaxna,“ svaraði betlarinn. „Og aðdáun skrílsins er mér einskisvirði! Leiðast myndi mér og meðal höfðingja þinna. En ráð veit eg sem duga mun, konungur: Klæðið fegurstu konu borgar- innar í litfagurt skrúð og sendið hana til forustumanns hinna rauðu djöfla. Og látið liana hafa beittann ríting, að bera undir skikkju sinni. Blóð þessara liálmhærðu manna er síþyrst eftir kvenlegri bliðu, og kon- ungur þeirra mun ekki neita vel- skrýddri og fagurri konu um að- gang að tjaldi sínu.“ Hljótt varð í salnum, eftir ræðu betlarans. Konungur sjálf- ur sat fölur og hugsandi og starði á hinn aldraða, tötrum klædda mann. — Holt var ráðið, eigi var um það að efast. -— En hver var fegursta kona i Molha, og hvilik skelfileg örlög myndu ekki bíða hennar, er hún hafði orðið foringja liinna grimmu víkinga að bana? — Konungin- um var fullvel ljóst, að engin kona í borginni var jafn fögur og prinsessa Athawara, dóttir hans sjálfs, og engin líklegri til að geta rekið slíkt erindi vel! „Þessi garnli maður er mikill vitringur,“ mælti einn af náð- gjöfunum. „Þegar hirðirinn er dauður, flýr hjörðin. Hjarta þessara non’ænu manna er því aðeins djarft, að hugumstór for- ingi leiði þá. — Og þegar óp þeirra gellur, að liöfðingi þeirra sé myrtur, þá gerum við atlögu að þeím, með öllum her vorum og stökkvum þeim á flótta. Ráð- ið er gott. Hvert er álit þitt, drottinn vor?“ Olaghhama konungur væíli þurrar varir sínar og mælti: Hver er sú kona, að þér trúið henni fyrir slíku lilutverki?“ Enginn ráðgjafanna þorði að svara þeirri spurningu, en þeir hugsuðu allir eitt: — Prinsessa Athawara var fegursta og sið- prúðasta kona ríkisins. Þá talaði betlarinn gamli aftur og mælti: „Þú, Olaghhama ert konungur vor, þér ber mest æran og stærsta fórnin.“ — Svo hneigði hann höfuð sitt fyrir liá- tigninni og fór. Konungur sat Ianga stund hljóður og i djúpum hugsunum. Því næst Iyfti hann höfði sínu og sagði: „Þjóð mín hefir talað; hennar þénari er eg.“ — — Síðar Um kvöldið, í rökkurbyrjun, var hið mikla koparslegna borgarhlið opnað og skrúðklædd kona gekk út. Hún var dökk á brún og brá, há og virðuleg, eins og drottning; aldrei hafði glæsilegri kona lifað í þessari gömlu borg fegurðar- innar. — Það var prinsessa Athawara, einkabarn konungs- ins. Víkingarnir urðu liljóðir, þeg- ar liún nálgaðist. Hverri annari konu úr hinni umsetnu borg borg myndu þeir hafa heilsað með klámi og spotti. En svo> fögur var Athawara, og yndis- þokki liennar svo mikill, að vík- ingarnir viku hljóðir til hliðar fyrir lienni, svo hún komst hindrunarlaust inn til fyrirlið- ans. Styrkarr var einn i tjaldi sínu„ þegar hún kom, og sat á hæg- indi. Hann reis á fætur og starðí frá sér- numinn á liina fögru konu, sem kom til hans eins og opinberun utan úr kvöldrökkr- inu. — Augu þeirra mættust. Hún sá fyrir sér unglegait mann, háan, grannan og herða- breiðan, með blá augu og ljós- gult liár, sem var kemt aftur og, féll á axlir niður. Hann var klæddur i gullsaumaða skyrtu, síða, og hafði um sig belti sett dýrum steinum. Aldrei hafði Iiún séð svo fagran og drengi- legan mann. Andlitsdrættir hans. voru lireinir og fast mótaðir, nefið liátt og beint, munnurinn vel formaður, augun sterk og glaðleg. -— Henni liafði aldrei komið til liugar að nokkur hinna rauðú djöfla gæti litið þannig út. Hann áttaði sig fyrst, heilsaði hæversklega og bauð lienni við hlið sér á hægindinu. Hún tók kveðju hans og boði með virðu- legri kurteisi. Svo sátu þau þög- ul um stund, hvort við annars hlið. Hann starði eins og i leiðslu á andlit liennar og feimnisroði litaði kinnar hans, því hann var alls óvanur að Umgangast tign- ar konur. — Sækonungurinn Styrkarr var annars kunnur að dirfsku, ekki aðeins i orustum, beldur einnig á mannfagnaði. En nú sat hann hljóður, eins og honum væri vamað máls. Hún beið nokkra stund; and- lit hennar var bleikt, en augu. hennar ljómuðu, myrk og dular- full; svo mælti hún: „Eg keirr frá Mothaborg.“ „Kemur þú af frjálsum vilja?“ spurði liann skjótlega. — Rödd hans var hás og óvænt unggæðisleg, á þessari stundu liktist .hann stórum auðtrúa dreng. „Eg hef hlustað á frásagnir um víkingakonunginn gull- hærða,“ sagði hún og Iagði ein- kennilega áherslu á hvert orð. „Þess vegna laumaðist eg á brott úr borginni." — Hún lyfti höfði sínu og horfði á hann stórum myrkum augum, þannig, að hann fékk ákafan hjartslátt. Ó- rætt bros lék um varir hennar. — „Eg veit um leytiigöng undir múrunum." „Leynigöng!“ hrópaði hann ákafur, en stilti sig strax og.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.