Vísir Sunnudagsblað - 17.11.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 17.11.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 SMÁSAGA EFTIR KRISTMANN bar sig nú allajafna að' hlusta * sem minst á mál manna, þaö var síst til uppbyggingar, en það sem hún heyrði svona á strjál- GUDMUNDSSON. segja henni frá því að gamli heygarðurinn var fyrir löngu jafnaður við jörðu og þúsund hesta lilaða úr sementi og járni komin í staðinn. Hún myndi ekki skilja það hvort eð var, klóraði sér bak við eyrað; —• honum var ekki verulega ljóst hvorn tímann hann kunni betur við, þann gamla eða þann nýja. Alt í einu heyrðist mjög ein- kennilegur skarkali, sem liktist SKIPIÐ SEM SIGLDI l' LOFTINU Saga þessi gerðist á fögrum sumardegi uppi i Reykjadal. Heimilisfólkið á Brekku var önnum kafið við heyþurk á tún- inu. Það hafði verið rigning undanfarna daga, en nú var sól- skin og brakandi þerrir. Svo nú var orðin af gigtinni. Hún var unum, nieðan hann hélst þur. — Jafnvel hún Guðríður gamla, móðir hans Hávarðar, er bjó á Brekku, kerlingartuskan sem löngu var orðin langamma, hafði staulast á fætur og tekið sér hrífu í hörid, — eins og hún var orðin af gigtinni. Hún var búin að vera blind í f jölda mörg ár, og skapið hafði ekki beint batnað með aldrinum. En hún hafði nú liug á þvi samt, sú gamla, að fylgjast með og láta eitthvað til sín taka í heimilis- lífinu og búskapnum á Brekku. Það var þó ekki þar fyrir, að liún væri nokkurs meigandi lengur, enda tók það elcki mikið tillit til hennar, unga fólkið sem var að vaxa upp! Það var öllu að hríðfara aftur, miðað við hennar ungdæmi, og þessir svo- kölluðu nýju timar gerðu fólk hæði vitlaust og brjálað! Það kvað svo ramt að, að „drengur- inn“ hennar, en svo kallaði liún Hávarð bónda enn þá, þó hann hefði tvo um sextugt, hafði vaxið lienni aldeilis yfir höfuð upp á síðkastið. I fyrra hafði hann til dæmis fengið æðiskast og rifið niður gamla hlýja torf- hæinn, sem búinn var að standa alla hennar æfi. Og i staðinn bygði hann eitthvert óskaplegt gímald úr tré og járni, sem ekki liktist neinum mannabústað. Það var ekki fyrir fjandann sjálfan að rata um þelta og svo var það svo kalt og ótjálegt, að engu tali tók. En hún iiafði ekki ráðið við neitt í það skiftið. Jó, drottinn minn góður, því- lík óráðsía! Það var sannarlega þörf á því, að einhver sem hafði aldur og lífsþekkingu reyndi að halda svolítið aftur af æskunni á þessum síðustu og verstu tim- um, þegar all virtist vera ó fleygiferð norður og niður, út í sökkvandi ógöngur! Alveg var það ótrúlegur skratti sem mað- ur heyrði utan úr veröldinni, já, jafnvel úr dahmm hérna! Hún ingi var meira en nóg til þess að hún skildi fullvel livað var á seyði: Það leið sýnilega á loka- þáttinn og heimsendir var ná- lægur! — Þetta var þungur dómur fyr- ir gamla og farna manneskju, víst um það, manneskju, sem hafði lifað fyrr á tíð, þegar vinnan var metin meira en kjaftæðið og jörðin fékk að vera í friði, eins og guð hafði slcapað hana. Það var ekki nokkru iagi líkt eins og fólk lét núna. Þarna gengu þeir í móana, eins og mannýgir graðungar og rótuðu þeim upp með þessum fjanda sem þeir kölluðu „plóg“ — og svo reyndu þeir að innbyrla fólki að það yxi betur á þeim á eftir! — Það hélt nú líka, pakk- ið liérna, — liún leyfði sér rétt að brúka þau orð, þó það væri út af lienni komið alt saman! — að bara af því að hún var orðin gömul og blind, þá væri hægt að telja henni trú um allan andskotann! Meðan hún sá ein- hverja glætu, þá lét hún nú eng- an vaða ofan í sig. — En það var nú einmitt eitt af þvi sem fylgdi með þessum ólukkans ekki sens nýju tímum, að eng- inn maður gat sagt satt orð; fólk laug í belg og biðu og það var alveg auðheyrt að það trúði úr sér lyginni sjálft, enda kom ekki fyrir að lesið væri gott orð i lieimahúsum lengur, ekki einu sinni á föstunni! Það var komin í alla einhver æðisgengin órósemi, menn þeyttust fram og aftur í fátinu, eins og þeir væru dauðhræddir um að ná ekki háttum i gröfinni. Engin liugsun eða máti i neinu, ölhi að hraka, alt á heljarþröminni. Jafnvel veðurfarið var um- breytt til hins verra, sólin var miltlu sjaldnar á himninum og vermdi lítið sem ekki neitt! „Hefirðu nú munað eftir að laga hellugólfið i heygarðinum, Hávarður?“ hrópaði hijn alt í einu ti! sonar síns, með rödd sem titraði af óhyggjum. — Heygarðsgólfið hafði alla tið verið rakasamt og þurfti að dytta vel að því á haustin! „Eg er búinn að þvi, niamma," svaraði bóndinn. Hann hafði enn ekki liaft kjark i sér til að auminginn sá arna. Já, hann skildi það naumast sjálfur, en hann Guðjón litli sonur hans vildi nú hafa það svona; hann var nýkominn úr búnaðarskól- anum, blessaður drengurinn, og þetta var nýi tíminn, sagði hann. —■ Hávarður rétti úr sér og þurkaði svitann á skyrtuerm- inni; svo tók hann upp baukinn, fékk sér í nefið og horfði hugsi á móður sína gömlu. Hún var sest á þúfu, með kræklóttar hendur sínar krosslagðar á maganum, og horfði beint í sól- ina. Hrímgrátt hár hennar var ógreitt og munnurinn liktist skökku öri, undir beinberu fálkanefinu. Hún var klæckl eins og förukerling, öll hennar föt'bætt og stögluð! Hann hafði oft reynt að fá hana til að fara í eitthvað skárra, en það var eins og að klappa í steininn. Það hafði nefnilega verið siðuf1 á Brekku, að leggja ekki niður föt fyrr en búið var að slíta þeim út, lét hún hann vita. •— Það fór nú ekki alveg eftir þvi, unga fólkið á bænum! — „Þið hafið nú vonandi mun- að eftir því að ganga vel frá galtanum bak við fjósið!“ liróp- aði sú gamla á ný. — Unga fólk- ið hló, og Hávarður brosti. Það hafði ekki verið sett hey í galta á Brekku núna i mörg ár; hlað- an tók alt sem heyjaðist o'g meira til! Hávarður bóndi snýtti sér og andvarpaði þungan. Hann var nú orðinn gamall og grár líka, en það gerði svo sem ekkert til; hér var nóg af sterkum og státn- um karlmönnum til að taka við af honum, þrir hraustir og herðabreiðir synir og sjö barna- börn. Og jörðin var vel ræktuð, búið stórt. Alt rekið upp á ný- tisku máta, með vélum og vís- indum! Á dögum föður hans voru það Ivö dagsverk fyrir fullhraustan karlmann að stinga upp kálgarðinn; nú var hann tiu sinnum staerri, en traktor- mn reif hann upp og herfaði hann á tveimur timum! Og þó var gaman að lifa, einnig i þá daga, já, ekkert síður. Það var svo sem ekki alt að hans skapi, sem fylgdi þessum „nýju tímuin“. — Hávarður bóndi skruðningum af snjóflóði í fjarska. — Hávarður hrökk upp úr liugleiðingum sínum og það var ekki laust við að hann yrði dálítið óttasleginn, þvi liávaða þessu líkan liafði liann aldrei fyr heyrt. Hver fjandinn sjálfur gat þetta eiginlega ver- ið? — Það var eins og hann kæmi úr loftinu, ofan úr há- himni! — Nú varð liitt fólkið Ijka vart við þetta og hætti að starfa í svip. — Hávaðinn kom nær og nær, en hvaðan? Allir góndu upp í loftið, sitt í hverja áttina; livaða skollans læti voru þetta? — Loks kom litli Há- varður auga á svartan dil yfir austurfjöllunum og henti hin- um á hann með áköfum hróp- um. — Þetta var einna líkast fugli og færðist nú fljótlega nær, og skarkalinn frá því jókst um allan helming. Að síðustu levsti Guðjón gát- una, elsti sonurinn, sem liafði stúderað í framandi löndum. — „Þetta er bara flugvél!‘“ sagði hann yfirlætislega, eins og slíkt væri daglegt brauð fyrir hann. — Hávarður smjattaði á orð- inu: flugvél? — Jú, honum var ljóst hvað það var, liafði lesið um það i blöðunum, þessi stór- merkilegu skip sem gátu siglt í lausu lofti. Hann starði á við- undrið, með galopinn munn og andakt í augunum, eins og við altarisgöngu. „Hvaða déskotans læti eru þetta, Hávarður?“ spurði gamla konan, og rödd hennar var bæði gröm og tortryggin. Hún staul- aðist á fætur, studdist við hrif- una sína og lcjagaði í áttina til sonar síns. Sýninum varð orðfall og móð- irin spurði á ný: „Ertu orðinn mállaus, Hávarður!“ — Það var hljómur af gráti í málrómi hennar. „Þvi svararðu mér ekki, barn? Er búið að sauma aftur á þér trantinn!“ „Það er flugvél, amma mín!“ svaraði þá Guðjón, búfnæðing- urinn. „Flug- hvað? Vél?“ hváði sú gamla. Þetta orð: vél liafði hún að vísu oft heyrt, en einu vélarnar sem hún hafði séð voru skilvindan og saumamask- ínan! Og í þeim apparölum

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.