Vísir Sunnudagsblað - 09.03.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 09.03.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Tundurspilli hleypt af stokkunum í höfninni í Kaupmannahafnar- borg. eitthvað til málamynda óhroð- ann í borðstofunni, sem læknir- inn varð að ganga um, skreidd- ist eg fram úr rúminu og náði í sparisjóðsbókina mína, 1 lienni stóðu fáeinir tugir króna, og eg þóttist vita, að bókin yrði tekin gild i ábyrgðar stað á sjúkra- húsi, — því að engan ábyrgðar- manninn gat eg á bent. En svo- glotti eg við tönn, þegar mér datt i hug, að þetta voru ein- mitt krónur, sem eg liafði lum- að á og ætlað kerlingunni upp i mánaðarskuld við hana, sem féll í gjalddaga um miðjan mónuðinn. Nú fengi hún ekk- ert um sinn, og væri fjandans mátulegt fyrir það, að lienda mér strax út, þó að þessi linka væri í mér. Læknirinn kom, skoðaði inig lítils liáttar og félst á skoðun kerlingar um að þetta myndi vera spánska veikin, — hún var þá í algleymingi í Höfn, sú skæða pest. Spurði mig, hvort eg gæti greitt fyrir stutta legu á spítala, — það væri eiginlega sjálfsagt að koma mér á slika stofnun, þar eð svo margt fólk væri þarna á heimilinu. Eg ját- aði því og sýndi honúm bók- ina, — en hafði gætur á kerl- ingu með öðru auganu. Hún varð græn og gul af lieift, þeg- ar hún skildi, hvað verða myndi um auðinn, og greip strax fram í tal okkar læknisins, — eg færi ekld fet fyrr en eg væri búinn að gera upp við sig. Eg sagði hinsvegar, að þetta væri ekki til tvískiptanna, og stakk því að lienni, að þetta væri lienni að lcenna, að eg færi á spítala. Ef hún hefði haldið kjafti og lofað mér að liggja þessa ólund úr mér heima, þá hefði hún fengið krónurnar. Nú yrði hun að gera sig ánægða með afganginn, þegar þar að kæmi, — eða eklci neitt. Og nú var íæknirinn á mínu málí, -— hann gæti ekki komið mér inn á sjúkrahús nema með einliverri tryggingu, — og mætli ekki minna vera, en það sem stæði á þessari bók. Síðan var eg drifínn lit á Frið- riksbergs-spítala í hvelHnum, en kerling sat eftir með sárt ennið, held eg. Mér fannst eg sjá fyndni í þessu, þó lasinn væri, og hló „innvortis". Og þegar búið var að baða mig á sjúkraliúsinu, færa mig í hreinan „sjúkraiiúss- galla“ og eg var kominn ofan í indælt rúm með drifhvítum voðum, — og mjúkar meyja- hendur voru að hagræða mér — rak eg upp skellihlátur af ein- tómri ánægju og unaði. — Sá er bærilegur, sögðu hjúkrunarkonurnar, og fóru Hka að hlæja. En eg var sannarlega ekki eins „bærilegur“, og eg eða þær héldu. Þvi að eg þoldi ekki að hlavja. Stingur í brjóstinu, hægra megin! Og efHr þetta sárt að draga andann. Eg var með bullandi hita, sem ágerðist þegar á kvölchð leið. Og um nóttina fór eg svo á eitthvert flakk upp á aðrar stjörnur, eða hver veit livað og vissi ekkert hvað í þessum lieimi gerðist i langan tíma. Loks sá eg þó hylla eitthvað undir þessa ver- öld aftur — tvær jarðneskar stjörnur þóttist eg vita, að það væri, sem eg ekki gat þó fyrst greint,------falleg augu ungr- ar stúlku, sem laut ofan að mér og eg heyrði, eins og í fjarska, fallegan málróm: -— Nú er hann víst að tylla tánum á jörðina aftur, íslend- ingurinn okkar. Meira lieyrði eg ekki, eg var svo ákaflega þreyttur, fannst mér, að eg sofnaði strax aftur. Og nú hefi eg víst sofið eðli- legum og værum svefni nokkra stund, því að þegar eg vaknaði næst, var eg „allsgáður“, og miklu hressari, en í fyrra skipt- ið. En mér varð hálfhverft við, þegar eg opnaði augun fyrst, því að hjá rúminu stóð all ó- frýnilegur maður, ákaflega hrukkóttur i framan, pireygð- ur, með úfið og úlfgrátt hár og hafurskegg. Það sló út á mér köldum svita! Hana nú---------- En eg átlaði mig þó jafnskjótt og minntist þess, að það er títt um gamla lækna, danska, að þeir liafa gaman af að rækta þennan „topp“ á neðri vör sér. Og þetta var yfirlæknir. En ekki gat eg að því gert, að allt sumari^ sóttá það að mér í óværum draumum, að það væri þessi „Mefistofeles“, sern liefði verið upphaf rauna minna, — eintóm endemis vit- leysa. Fyrsta fréttin úr mannheim- urn var mér sem reiðarslag: Læknirimi svaraði spurningu minni, þar að lútandi, að nú væri 17. júní, — eg hefði verið með heiftuga lungnabólgu og ó- ráð, úr allri hættu, en yrði nokkurn tíma að jafna mig. Bara rólegur! bætti hann við. En eg sá í einni svipan, hvern- ig nú stóðu sakir. Eg var búinn að missa atvinnuna, sem af- koma mín valt á, þetta sumar og að nokkru leyti næsta vetur.. Og eg var allslaus. Nú tjáir ekki að eyða frekari orðum um veikindi piltsins og spítalalegu. Hann sagði að það hefðu verið sæludagar, — svo vel var til'hans gert á sjúkra- húsinu, — ef ekki hefðu kvalið hann heilabrotin um það, hvernig hann ætti að bjarga sér um sumarið. Eftir að hann fór að hressast, skrifaði hann nokkrum mönnum, sem hann taldi liklegt, að greitt gætu nokkuð úr fyrir sér, en fékk að- eins eitt svar, og það gagnslaust. Fyrir mdlHgöngu yfirhjúkr- unarkonlínnar, sem var piltin- um sérstaklega væn, fékk hann vildarkjör, þegar að því kom* að gera upp i'eikningana á spít- alanum. Eg „útskrifaðist“ 3. júlí og átti þá eftir af sparisjóðsfénu tæpan fimmkall. Það var ekki um annað að gera, en að fara til kerlingarinnar. Þung spor það. Og ekki liafði henni farið fram. Búin að leigja öðrum her- bergið. Föt mín og bækur geymt „under Laas og Slaa“, þangað til eg borgaði. Engu tauti við hana komandi. Ekki að tala um að hún vildi hýsa Konuglegur lifvöröur fyrir framan Gulu höllina í Amaliegade.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.