Vísir Sunnudagsblað - 09.03.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 09.03.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Frá kappleik milli Svia og- Dana, sem fór fram í Kaupmannahöfn. Á myndinni sjást konungshjónin dönsku og Friðrik ríkiserfingi, en lengst til hægri gengur „söngstjóri“ Svía inn á völlinn á undan lúfrasveit. ar og Ungverjar með [teim úr- slitum, að Pólverjar vinna með 3 gegn 0 og sama dag vinna Austurrikismenn Egypta með 3 mörkum á móti 1. 7. leikurinn fer fram á milli Englands og Kína. Menn gera ekki ráð fyrir, að Kínverjar geti inikið á móti elztu knattspyrnu- þjóð heimsins. En þetta fer þó á annan veg. Því þótt Kinverjar töpuðu, [>á sýndu þeir samt, að þeir eru mjög eftirtektar- verðir knattspýrnumenn, sem auðsjáanlega ætla að láta taka tillit til sín áður en varir. Sam- anborið við Englendinga skorti þá að vísu nokkuð i samleik, en knattmeðferðin hjá liinum ein- stöku mönnum var dásamleg, og nálgaðist töfra lijá sumum þeirra. Þegar þeir lilaupa með knöttinn var likast því sem Iiann væri bundinn við tærnar á þeim, eh þeim fataðist oft þegar þeir þurftu að notfæra sér aðstoð livers annars. Enslca lið- ið sýndi mjög góðan leik, þrátl fyrir það að'maður hefði búizt við meirii af Englendingum. En þess er auðvitað að gæta að beztu knattspyrnumenn þeirra eru allir atvinnumenn og koma [ivi ekki fram-í þessu liði. Leik- urinn var skemmtilegui- og Kinverjarnir liöfðu mikla sam- úð hjá áhorfendum fyrir hve vel þeir stóðu sig. Úrslitin urðu þau, að Bretinn sigraði með 2 mörkum gegn engu. Síðasti kappleikurinn i fyrstu umferð var háður milli Perú og Finnlands. Finnar léku ekki illa, en voru daufir. Perúmenn voni ágætir, sérstaklega fram- herjarnir, sem létu skotin ó- spart dynja ó finnska markinu. En þrátt fvrir það það þótt þeir væru alllaf öðru liverju að stríða Finnum með þvi að láta knött- inn liggja í neti þeirra, þá svör- uðu Finnarnir þeim nokkurum sinnum í sömu mynt, þannig að leikslok urðu þau, að Perú sigr- aði með 7 mörktun gegn 3; Þegar hér er komið sögunni, eru X lönd fallin úr og fá ekki að keppa oftar, en þau, sem enn þá halda velli, eru: Þýzkaland, Noregur, Japan, Ítalía, Perú, Austurriki, Pólland'og England. Og nú byrja menn að spá, Iivernig næsta umferð muni fara og sumir jafnvel um úr- slitin. En spádómarnír eru margir og hver á móti öðrum og ekkert á þeim að græða. Það er því hezt að sjá livað setur og reyna að fylgjasl sem bezt með því sem gerist. Önnur umferð hefst með kappleik á milli Norðmanna og Þjóðverja. Þessa leiks er heðið með mikilli eftirvæntingu — sérstaklega af Þjóðverjum. Þeir hafa nú séð Norðmenn leika og viðurkenna þá, sem góða knattspyrnumenn, en hinsvegar lita þeir þó þannig á, að þýzka liðið muni bera sigur úr býtum. Leikurinn liefst kl. öMi síð- degis í hlíðskaparveðri. Áhorf- endur eru um 40.000 og allir híða með spenningi eftir því, livernig þessi viðureign muni fara. Margir háttsettir þýzkir menn voru meðal áhorfenda, þar á meðal Ilitler og Göbbels. Norðmenn fá slrax í byrjun yfirhöndina og sækja fast á. Halda þeir knettinum á vallar- helmingi Þjóðverja þangað til vinstn^innherja þeirra tekst að skjóta honum i þýzka markið áður en nokkurn grunar. Þá eru að eins 7 mínútur liðnar af leiknum. Þeir sem halda með Norð- mönnuni, en þeir eru i miklum minni hluta, ráða sér ekki fyrir fögnuði og æpa án afláts. Leik- urinn 'hefst á mý og er bráð- skemmtilegur og kraftmikill á köflum. Norðmenn eru vissari og liafa betri samleik, en Þjóð- verjar virðast vera dálítið hik- andi. Þeir komast þó nokkur- um sinnum í gotl skotfæri, en markvörður Norðmanna — Tippen Johansen’— tekur livern bolta, sem til lians er skotið og var frammistaða hans frábær- lega góð. Fyrri liálfleik lýkur með sigri Norðmanna. En Þjóð- verjar eru ákveðnir í að selja seinni hálfleikinn dýrt. Þeir taka nú upp fjörugra spil og gera mjög skæð upphlaup, en varn- arlína Norðmanna er sterk og sérstaklega eru áhorfendur lirifnir af markverðinum. Þegar 10 minútur eru eftir af leiknum vaða norsku framherj- arnir með knöttinn yfir völlinn og skilja liann eftir í þýzka markinu. Nú er Þjóðverjum öllum lokið. Þeir sjá hvað verða vill og fá ekki ráðið við neitt úr þessu. Leiknum lýkur með norskum sigri, 2 mörk gegn engu. Þjóðverjar urðu fyrir geysilegum vonbrigðum yfir þessum úrslitum, en Norðmenn voru i sjöunda himni. Næsti leikur er milli ítala og Japana. ítalir báru Japanina gersamlega ofurliði, sérstaklega i síðara hálfleik, þar sem þeir settu þá 0 mörlc. Endaði leikur- inn.með því, að ítalir höfðu sett 8 mörk gegn 0. Þriðji leikur i annari umferð er háður milli Englendinga og Pólverja. Það er ekki gott að gera upp milli þessara tveggja þjóða. Báðar sýna ágætan leik þó sitt með liverjum hælti sé. Englendingar eru afar lægnir í þvi að „spila sig fría“ eins og kallað cr og er það ómetanlegur kostur. Þeir settu fyrsta markið úr vitisspyrnu en síðan settu Pólverjar smátt og smáttömörk án ]iess að Engendingum tækist að skjóta nokkru inn á milli.. En i seinni hluta siðara liálf- leiks byrjuðu Englendingar að afhenda sín mörk, en þau dugðu ekki til að gera full skil. Pól- verjar sigruðu með 5 gegn 4. í næsta kappleik mæta Aust- urriki og Perú. Mikið kapp var í þessum leilc og mátti lengi vel ekki á inilli sjá hvor ofan á yrði, enda lauk honum með jafn- tefli, 2 mörk á báða bóga. Leilcn- um var framlengt og þá sigruðu Perúmenn eftir liarða viðureign með 4 gegn 2. Austurríkismenn vildu ekki una þessum úrslit- um og kærðu til dómnefndar yfir því að áhorfendur hefðu haft áhrif á úrslitin með fram- komu sinni. Dómnefndin tók kæruna til greina og úrskurð- aði, að þessi tvö lönd skyldu keppa aftur. Perúmenn neituðu þvi og var Austurríkismönnum dæmdur sigurinn. Þessi úr- skurður koni flestum á óvart, enda vissu menn ahnennt ekki á hvern hátt áhorfendur hefðu liaft þau álirif á lirslitin, sem

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.