Vísir Sunnudagsblað - 09.03.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 09.03.1941, Blaðsíða 6
€ YÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ réttlætti þennan úrskurð. Blöð- in vildu sem minnst um þetta segja og reyndu að ])agga það niður, en Perúmenn liótuðu að kaila sína menn lieim frá leikj- unum. Það tókst þó að fá þá til að liætta við það, en úrskurður- inn var látinn standa. Nú er önnur umferð búin og þessi fjögur lönd eru enn þá ó- sigruö: Ítalía, Noregur, Pólland og Austu i-ríki.x Ennþá er byrjað að spá um úrslitin og nú er liægara um vik en áður ]>ar sem að eins 4 lönd eru eftir. Flestir l)úast við að annaðlivort verði ítalir eða Austurríkismenn sigurvegarar, en hvorir þeirra fái gullmedaliuna er erfitt að segja fyrir um. í þriðju umferð lendir ítölum og Norðmönnum saman. Þetta er fyrsti leikurinn sem fer fram’ á Stadion og áhorfendur skipta tugum þúsunda. Spenningur er afarmikill bæði hjá áhorfend- um og leikmönnum, því sigur- vegararnir lenda í úrslitaleikn- um. Leikurinn er háður af miklu kappi og nokkurri hörku, sérstaklega af ítala lnálfu. Leiks- lok verða þau að jafntefli verð- ur — 1 á móti 1. Það verður þvi að framlengja leiknum og þá ná Italir einu marki í viðbót og bera sigur af hólmi. Næst eigast við Austurriki og Pólland með þeim úrslitum, að Austurrikismenn sigra með 3 mörkum gegn 1. Austurríki á þvi að mæta Italíu i úrslita- leiknum. En nú eiga Norðmenn og Pól- verjar eftir að keppa um 3. verð- laun — bronsemedalíuna. Sú kappleikur fer þannig, að frændur vorir halda uppi lieiðri Norðurlanda og sigra með 3 gegn 2. Og þá er nú komið að úr- slitaleiknum, sem eins og gefur að skilja er aðalviðburður knatt- spyrnunnar. Leikurinn fer fram á aðalleikvanginum — Stadion — laugardaginn 15. ágúst, næst- síðasta dag leikanna og hefst kl. 4. Þrátt fyrir það þótt ekki sé nema 10 mínútna ferð með neðanjarðarbrautinúi frá tjald- búðum okkar og út á Stadion, þá legg eg af stað klukkan rúm- lega 3, því eg þekki það af reynslunni, að ferðin getur orð- ið tafsöm, þegar mikið er um að vera. Þegar kemur á braut- arstöðina verð eg að híða í nokkurar mínútur þar til lestin kemur. Á stöðinni er fyrir mik- ill mannfjöldi og allir ætla á sama stað. Þegar lestin nemur staðar rjúka menn upp til handa og fóta og troðast að vögnun- um. Eg berst með þvögunni og reyni að olnboga mig sem hezt áfram. En áður en varir er lest- in fariri af stað. Vagnarnir voru sem sagt troðfullir þegar hún kojn, en nú eru þeir yfirfullir og þó komust færri með af þeim, sem á þessari stöð hiðu. Það er ekki um annað að gera, en að híða eftir næstu lest, því að fara gangandi tekur allt of langan tíma þar sem maður verður þá að fara miklu lengri veg. Næsta lest bruriar inn á stöðina og eg er ákveðinn í því, að koma einum íslendingi með. Mér lekst að ná í hurð eins vagnsins, rífa hana upp og treð mér inn þrátt fyrir mótmæli og lirindingar þeirra, sem fyrir eru. Vagninn er að visu troð- fullur, en eg hugsa með mér, að lengi sé hægt að hæta einum við. Mér er bölvað og ragnað á þýzku fvrir frekjuna og eg svara i sömu mynt á islenzku og þá sjá samferðamenn minir, að það er þýðingarlaust að skevta skapi sínu á þessum náunga, sem svarar þeim á annarlegum tungum og þeir láta nú frekari skammir niður falla. Eg var að vísu feginn að kom- ast inn í vagninn, en enn þá fegnari var eg því, að losna úr honum aftur. Hitinn ætlaði að gera útaf við mig og eg gat varla náð andanum fyrir þrengslum og svækju. Eg var seztur í sæti mitt á Stadion 10 minútum fyrir 4 og litast um völlinn. Áhorfenda- svæðið, sem tekur um 110.000 manns er orðið þéttskipað og látlaust heldur fólksstraumur- inn áfram. Það er auðséð, að hvert sæti muni verða skipað og að færri munu komast inn en vilja. Rétt fyrir klukkan 4 sé eg að hakakrossfánarnir 2, sem eru sitt hvoru megin við Hitl- ersstúkuna, eru dregnir við hún og um leið brjótast fagnaðaróp út frá áhorfendunum, sem flest- ir standa nú upp og rélta út hendurnar. Þetta eru hiriar dag- legu móttökur, sem Hitler fær þegar liann kemur inn á völlinn. Um leið og klukkan slær fjög- ur koma hæði liðin, fyrst Ital- ir og Austurríkismenn á liæl- unum á þeim. Þau ganga inn á nriðjan völlinn og heilsa. Italir rétta hendurnar fram og upp, en Austurríkismenn standa í réttstöðu. Dómarinn, sem er þýzkur, flautar og kastar upp peningnum. Italir fá valið og velja að leika undan söl. Leikurinn er byrjaður og það er fljótt auðséð, að mikið lcapp er í leikmönnum og jafnframt, að þeir eru harðir í horn að taka, þegar þeir mætast. Áhorf- endur gera sitt til að auka á fjörið. Yfirgnæfandi meiri hluti lieldur með Austurríkismönn- um, þar á ineðal svo að segja liver einasti Þjóðverji. Það er skemmst af fyrri hálf- leik að segja, að hann endar án þess nokkurt mark sé sett. — Mönnum dylst þó ekki, að liðin eru ekki jöfn. ítalir eru vafa- laust sterkari, og þeir hafa vf- irleitt betri samleik. En Aust- urríkismenn eru ifeldsnöggir í upphlaupunum og komast oft hættulega nálægt ítalska mark- inu. Síðari hálfleikur er ennþá fjörugri en sá fyrri, en jafn- framt harðari. Sérslaklega sýna Ilalir harðan leik og dómarinn hefir nóg að gera. Áhorfendur ráða sér ekki fyrir æsingi og flauta og æpa svo geyst á köfl- um, að tvisvar verður Olympíu- lcallarinn að grípa inn í og biðja menn um að láta dómarann einan um að flauta. Eftir því sem líður á leikinn eiga Ieikmenn erfiðara með að halda skapsmunum sinum. i skefjum. Hrindingar og allskon- ar árekstrar fara að verða tíðir og stundum liggur beinlínis við áflogum. Dómarinn verður hvað eftir annað að stöðva leik- inn og ganga á nrilli. Einu sinni verða Italirnir svo reiðir, að þeir vaða að dómaranum með reidda linefana og hafa í hót- unum, en hann er hinn róleg- asti og tekst að lægja mesta ofs- ann í ])eim. Loksins, þegar siðari hálfleik- ur er uin það hil hálfnaður, tekst ítölunum að skora mark. Austurríski markmaðurinn liggur flatur i markinu og knötturinn Iivín í netinu. Ital- irnir ráða sér ekki fyrir fögn- uði. Þeir faðmast og kyssast og ítalslci kórinn veifar fánum sin- um og ópunum ætlar aldrei að linna. Austurríkismenn kunna þessu auðsjáanlega illa og þeir hefja nú ákafa sókn. Og þeim tekst 10 mínútum síðar — eftir skín- andi fallegt upphlaup — að kvitta. Nú er eins og hinrinn og jörð séu að farast. Áhorfendur standa upp úr sætum sínum og lýsa yfir velþóknun sinni með ofsafengnum hrópum, sem hætta ekki fyr en kallarinn tek- ur í taumana og lieimtar lcyrrð og ró á áhorfendapöllunum. Þær mínútur, sem eftir eru af Ieiknum, ganga í nokkru þófi, og þegar dómarinn flaular eru úrslitin jafn óviss og þegar leik- urinn liófst. Leikurinn er nú framlengdur um 30 minútur — 15 nrinútur á hvorl mark. —Italirnir liefja sterka sókn og eftir aðeins 3 mínútur liggur knötturinn í annað sinn í austurríska mark- inu. Sömu fagnaðarlætin og við fyrra markið hefjast á ný. Það, sem eftir er til leiksloka setja Italir alll-i vörnina og Auslur- ríkismönnum tekst ekki að hrjótast í gegn um hana. Leikn- um lýkur með sigri Itala —- 2 mörk á móti 1. Þeir eru Olymp- íumeistarar og fá gullmedalíuna að launum. Og það verður ekki annað sagt, en að þeir séu veí að því komnir, þvi þrátt fyrir það, þótt þeir sýndu nokkuð harðan leik í viðureigninni við Austurríkismenn, þá munu þeir hafa verið jafnsterkasta liðið, sem við sáum á Olympíuleikun- um. Þessi knattspyrnukeppni, sem háð var í Berliri 1936, er sú 6. í röðinni síðan knattspyrnan var tekin á leikskrá Ólympíu- leikanna. Sú fyrsta fór fram í London árið 1908 og urðu Eng- lendingar þá sigurvegarar. Í Stokkhóhni 1912 urðu ]>eir aft- ur sigurvegarar. A leikunum í Antwerpen árið 1920 sigraði Belgía, en Uruguay á næstu 2 leikum, árin 1924 og 1928. Kvikmyndastjörnurnar í Hollywood iðka keiluspil lil þess að halda þyngd sinni niðri. Hér sést ein þeirra að leik.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.