Vísir Sunnudagsblað - 09.03.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 09.03.1941, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ENDURMINNINQAR FRÁ KNATTSPYRNUNNI Á OLYMPIULEIKUNUM 1936. EFTIR KONRAÐ GISLASON, RITSTJORA. Síðuslu Olympíuleikar — hinir 11. i röðinni — voru háðir i Berlín árið 1936. Tólfiu leikarríir áittu að fara fram í llelsingfors, höfuðborg Finnlands, árið 1940, en- vcgna ófriðarins fórust þeir fyrir, cins og svo margar aðrar mannlegar [yrirætlanir. Það, sem gerir það að verkum, að ég fer að birta þessar endurminningar um knattspyrnuna á Berlíríar- leikunum, er m. a. það, að ekkert varð úr Ólympíu- lcikunum í Helsingfors í fyrra, og þvi óvist hvenær verður sagt frá knattspyrnunni á 12. leikunum. Hins- vegar eru svo margir knattspyrnuunnendur Jiér á landi, að ég áleit að einhverir þeirra myndi liafa gaman af að rifja upp með mér gang knaltspyrn- unnar á þeim Olympíuleikum, sem ennþá eru þeir síðustu, og verða það sennilega næstu 4 áir. Alls tóku þátt i knattspyrn- unni 16 lönd voru þau þessi: ítalia, Bandaríkin, Noregur, Tyrkland, Þýzkaland, Luxem- burg, Svíþjóð, Japan, Pólland, Ungverjáland, Egiptaland, Aust- urríki, England, Kína, Perú og Finnland. 4 Kappleikunum var þannig liagað, að í fyrstu umferð féll úr lielmingurinn — ]>að er að segja þær 8 þjóðir, sem töpuðu og siðan í hverri umferð þær þjóðir, sem báru lægra hlut í viðureigninni, þangað til sigur- r vegarinn stóð einn uppi, eftir að í liafa keppt í 4 leikjum og unnið alla. Mánudaginn 3. ágúst eru 2 fyrstu kappleikimir háðir. Fyrst mætast Ítalía og Bandaríkin. Áliorfendur voru ekki mjög margir, eitthvað í kringum 4000, en þess er að gæta að fyrir utan annan knattspyrnukapp- leik, sem háður er samtímis, þá fara nú fram margþættar keppnir í frjálsum íþróttum á Stadion, sem auðvitað draga flesta áhorfendur til sín. Eftir fjörugan og tilþrifamikinn '«ik sigra ítalir með 1 marki gegn 0 og þar með eru Bantla- ríkjamenn úr sögunni. Um sama leyti eigast við Norðmenn og Tyrkir. Það eru ólík lið, sem þar mætast. Norð- mennirnir stórir og sterkir, en Tyrkirnir litlir og' renglulegir. Kualtmeðferðin er einnig ó- lík. Tyrkir eru meistarar i að leika með knöttinn og suinir þeirra eru eins og liálfgerðir galdramenn, þegar þeir eru að leika á mótherjana, en liðið skortir festu og samleik. Norð- •menn nota langt spil og hafa mjög sæmilegan samleik, en þeir gera litið að því hver um sig, að leika með knöttinn. Og aðferð þeirra er auðsjáanlega sú rétta og sigurvænlega, enda vinna þeir glæsilegan sigur með 4 mörkum gegn 0. Eins og eðli- legt er, eru Norðmenn mjög ánægðir með úrslitin, en Tyrkir taka ósigrinum með stilliugu. Daginn eftir — 4. ágúst keppa Japanir og Svíar. 1 byrjun leiks- ins virtist manni Sviarnir hafa Iplpl ■ Frá kappleik milli Itala og Þjóöverja. — Þjóöverjar eru í hvítum skyrtum. Marlcmaöur Itala grípur knöttinn, meðan bakvöröur stjakar Þjóðverja frá honum. töluverða yfirburði. Þeir liöfðu allgóðau samleik og voru tekn- iskt séð góðir leikmenn. Japan- irnir voru mjög ákafir og fljót- ir, en þrátt fyrir það ótrúlega seigir. Fyrri hálfleikurinn end- aði með því, að Svíar höfðu sett tvö mörk, eu Japanir ekk- ert. Áhorfendur voru svo að segja liárvissir um að Sviarnir myndu vinna leikinn, enda benti allt til þess. En Japanirnir — þótt litlir væru — áttu eftir að sýna til hvers þeir dugðu. Strax og síðari hálfleikur byrjaðí gerðu þeir ákafa sókn, sem lauk með þvi, að þeim tókst að skora mark og voru þá að eins 4 mín- útur liðnar af hálfleik. 15 mín- útum síðar skora þeir annað markið. Við þetta eykst þeim gulu ásmegin og leikurinn er nú hinn fjörugasti. Hvorir verða nú til að setja úrslitamarkið ? — um það spyrja áhorfendur. Jap- anir svara spurningunni með því að skora 3. markið rétt áður en leikurinn er á enda. Svíar eru afar óánægðir yfir úrslitunum, og þeim er það ekki láandi þeg- ar þess er gætt, live vel þeir fóru af stað. Japanir eru aftur á móti hinir ánægðustu, því þeir fá þó að minnsta kosti að keppa einn kappleik enn þá. 4. leikurinn fer fram á milli Þýzkalands og Luxemburg. Þnátt fyrir það þótt úrslitin séu nokkurn veginn vituð fyrir- fram, þá eru áhorfendur með flesta móti, sennilega um 10.000. Mönnum er auðsjáan- lega forvitni að sjá, hvernig þýzka liðið stendur sig. Eins og -menn höfðu búizt við, höf'ðu Þjóðverjarnir mikla yfirburðí yfir Luxemburgarana. Að vísu var erfitt að dæma um styrk- leika þeirra eftir þessum leik, bæði vegna þess hve veður var hvasst og eins vegna liins, hve veikir mótstöðumenn þeirra voru. En margir af mönnum þeirra sýndu mikla leikni og oft náðu þeir góðum samleik þrátt fyrir rokið. Leikur Lux- emburgaranna var aftur á móti mjög í molum og var viður- eignin því hin ójafnasta. Úrslit- in urðu þau, að Þjóðverjar sigr- uðu með 9 mörkum gegn 0 og var það mesta burstið, sem menn voru sjónarvottar að í knattspyrnunni á OÍympíuIeik- unum. Hinn 5. ágúst keppa Pólverj-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.