Vísir Sunnudagsblað - 23.03.1941, Blaðsíða 2
2
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
víkjandi. Kann eg öllum, bæði
umboðsmönnum og kaupencb
um, hinar kærustu þakkir fyrir
þátttöku þeirra, sem gerir okk-
ur bægra með að lialda verkinu
áfram.
Vegna þess, að mikinn hluta
æfi minnar hefi eg fengist við
iðnað, get eg ekki stillt mig um
að minnast á hinn nýja iðnað
hér á landi, og þykist eg þar sjá
enn einu sinni gott dæmi þess,
hvað íslendingurinn getur, þeg-
ar hann vill og þegar hann má
til.
Eg hefi orðið þess var, bæði
hér í Reylcjavík og annarsstað-
ar á ferðum mínum, að menn
bera ekki það traust til þessa
iðnaðar, sem hann verðskuldar.
Þetta tel eg misskilning. Ekki
svo að skilja, að eg álíti ekki
að honum sé ínokkruábótavant,
enda veit eg að liann stendur i
liverju tilfelli til bóta. Engu að
síður liefir það vakið undrun
mina og aðdáun, að sjá livað
þessi byrjun er þegar orðin. Ef
litið er á allar aðstæður, bæði
fjárhagsörðugleika og stundum
takmarkaða þekkingu, þá verð-
ur þetta að teljast mjög góð
byrjun. Þið verðið að hafa bið-
iund með fyrirtækjum ykkar, á
meðan þau eru að ná eðlilegum
þroska, og megið ekki heldur
beygja þau á byrjunarskeiðinu
með of þungum álögum.
Það er ótal margt fleira en
verksmiðjuiðnaður þjóðarinnar,
sem vakið liefir aðdáun mina,
svo sem hinar miklu framfarir
i þyggingarlist, róttækar sam-
göngubætur á landi og sjó og í
lofti, hafnargerðir og lending-
arbætur, og svo mætti lengi
telja.
Stórvirkin ykkar, vinir, eru
mörg og furðanlega liafið þið
verið stórstígir siðustu áratug-
ina. En mesta stórvirkið, sem
mér finnst eg liafa séð liér á
landi, er brúin yfir Ölfusá, sem
Tryggvi Gunnarsson stóð fyrir
að J>yggja, þegar allar ástæður
og andstæður, sem þá var við
að stríða, eru teknar til greina.
Þvilíkur dugnaður, fyrirhyggja
og ósérhlífni, sem kom fram
hjá þeim manni, við þessa
framkvæmd hans og hvarvetna
við hin margvislegu störf, er
hann vann þjóðinni til hagsbóta
og heilla, er fágætt. Það má
aldrei verða hljótt umnafnþessa
manns hjá íslenzku þjóðinni,
sem verður fyrirmynd komandi
kynslóðum.
Það dylst ekki, að æska lands-
ins er vakandi og réttir fram
„örfandi hönd“, og fer þá srvo,
að orð skáldsins rætast á ykkur,
að þið séuð á framfaravegi. Vel
er það, að æska landsins er vak-
andi og hyggur á framtiöar-
starfið, þvi að mörg eru enn
hin óleystu verkefni, til dæmis
er skógræktin, og liefði þar mátt
meira gera en orðið er. Og hefir
mig furðað á þvi á ferðum mín-
um um landið, live vísir sá er
smár og óviða. Orðið trjárækt
þyrfti að stimplast á bæjardyr
hvers einasta manns, sem hefir
ráð á mold og mykju. Það er
öllum vitanlegt, að landið okkar
rverður ekki það, sem það getur
orðið, og verður vissulega, fyrri
en búið er að auðga það kostum
skógarins og notagildi plógsins.
Meðal annars vil eg minnast
á eitt alvarlegt vandamál, sem
bíður hinnar uppvaxandi kyn-
slóðar, en það er að draga úr á-
fengisnautn þjóðarinnar, því að
hún er hér meira áberandi en
annarsstaðar, er eg þekki til,
og hefir þetta ekki getað farið
framhjá gests auga mínu. Tel
eg þetta mjög gagnstætt öllu
lieilbrigðu lífi.
Þennan tíma, sem, eg liefi
dvalið á íslandi, hefi eg notið
mín eins vel og möguleikar
leyfðu. Því víðar sem eg hefi
ferðast um landið, því meira
hefir mér vaxið í augum, fegurð
þess, og þótt það sé margsögð
saga, vil eg samt endurtaka
liana, að hvergi liefi eg séð —
þólt farið hafi um fögur lönd
— þvilíka náttúrufegurð og
dýrð, sem þið íslendingar eigið,
að heita má við hvers manns
bæjardyr. Þótt votviðradagar
sumarsins vrðu margir, þá
gleýmdust þeir ,er sólin skein
í heiði og hið dásamlega fagra
útsýni blasti við, næstum því
livar sem augað leit, hvort held-
ur eg var staddur á landi eða
legi.
Þá vil eg einnig minnast á
hinar ágætu skemmtanir, sem
eg naut í Reykjavik á meðan
heilsan leyfði, svo sem fyrir-
fyrirlestra, sjónleiki og fleira.
Og enn eitt af því, sem skemmt
hefir mér mjög vel, er útvarpið.
Tel eg þá stofnun vera stundaða
prýðisvel. Og vil eg leyfa mér
að segja, að það, sem borið er
á borð fyrir íslenzka lilustend-
ur, tekur fram því, sem eg á að
venjast fyrir vestan. Fer eg liér
ekki með neitt oflof um íslenzka
útvarpið.
Þá er aðeins eftir að þakka
og kveðja. Mér var það sönn
ánægja, að geta borið hlýjar
]>róðurkveðjur landa minna
heim síðastliðið vor, er ðg kom
til landsins. Hefi eg vissu fyrir
því ,að þeim var vel tekið, og
margir eru þeir, er eg hefi hitt
á ferðum minum, sem hafa beð-
ið mig að bera kærar kveðjur
vestur, og mun eg leitast við
Sigurjón Jónsson læknir:
Um málvernd og málskemmd.
ÖNNUR GREIN.
III.
I fyrstu köflum málverndar-
ritgerðar Arnórs Sigurjónsson-
ar mátti sjá, að hann gerði sér
far um að gæta talsverðrar
kurteisi í málsfærzlu sinni,
þrátt fyrir allmiklar freistingar,
er sumstaðar mátti lesa milli
línanna, að toguðu i öfuga átt.
I þeim köflum hennar, er birt-
ust í „Nýju landi“ 14. þ. m., hef-
ur allmjög dregið úr kurteisinni
sumstaðar, livort sem það er af
því, að freistingarnar liafi gerzt
áleitnari, eða að einurð höf. liafi
vaxið fiskur um lirygg. Að vísu
held eg, að eg standi jafnréttur,
þrátt fyrir tilbekkni hans, en
liún gerir mér vandari eftirleik-
inn. ,Glík skulu gjöld gjöfum“,
segir i Hávamálum.
/
IV.
A. S. vill láta-líta svo út sem
það sé 40 ára gamallt mál, sem
eg skrífi og heimti af öðrum að
skrifa. Eg liafi lært það eins og
„námshestur í slcóla“ — náms-
hestsheitið þykir lionum svo
smellið hjá sér, að hann tvitek-
ur það í sama dálkinum — „og
i þeirri trú, að hann (o: eg) hafi
lært það til hlítar fyrir allar
aldir“. Auðkennt af mér); en
A. og aðrir „yngri menn“ hafa
„fæstir lært málið í eitt skipti
fyrir öll, eins og námsliestar í
skóla, heldur erum við flestir
alltaf að læra það“ o. '>s. frv.
Þarna á nú sitt svarið við hvoru.
Það er augljóst, að þetta um
„námshestinn“, er sagt heldur
að gera það, bæði á mannfund-
um og í blöðunum, fullviss um
að ykkar innilegasta vináttuþel
fylgir þeim.
Um hug minn til lands og
þjóðar skal eg ekki fjölyrða, en
þaltka lijartanlega allt, sem gert
liefir verið til þess að auka á
vellíðan mína og ánægju. Bið eg
svo lands og lýða Guð að halda
vernd sinni yfir íslandi og foi’ða
því frá hörmungum styrjaldar-
innar, gefa þjóðinni vit og þrek
til þess að taka hverju, sem að
höndum ber, og i’ata veg gæf-
unnar jafnt í blíðu og stríðu.
Um mig sjálfan er það að
segja, að eg fer með eftirsjá af
föðurlandi og föðurarfleifð
minni, og geri orð skáldsins að
mínum:
„Þar, sem, var mín vagga,
vil eg hljóta gröf.“
til rýrðar. Eg skil þetta vel, því
að það var — og er ef til vill
enn, hefur a. m. k. sjálfsagt
verið það á skólavistardögum
Arnórs — talsvert algengt í
skóla, að þeir, sem sóttist nám-
ið lítt sökum leti eða gáfna-
skorts, notuðu „námshestur“
eða annað slikt sem óvirðingar-
heiti um þá, sem betur gekk.
Að vísu reyndi eg þetta ekki
sjálfur né aðrir, sem voru mest-
ir námsmenn í mínum bekk,
þvi að mínir sambekkingar liafa
víst verið óvenjulega lausir við
þá öfundar-tilhneigingu, er
þetta var sprottið af, enda fæst-
ir svo 'lélegir námsmenn, að
þeir liefðu yfir sérlega miklu að
öfundast. Mundi eg ekki heldur
hafa látið mig það neinu skijha,
því að eg var þá þegar kominn
það til vits, að því fór f jarri, að
unnt væri að telja mér trú um,
fremur en það er unnt enn, að
það sé til skammar að stunda
störf sín með alúð, hvort lield-
ur nám eða annað. EJp það að
vísu eftirtektarvert, að það skuli
vera gamall skólastjóri, sem er
að reyna að nota orðið „náms-
liestur“ sem köpuryrði.
Þetta um „námshestinn“
skiptir annars ekki mildu máli,
og er A. ekki of góð sú ánægja
og sómi, sem liann hefir af þvi,
I hinu er meiri illkvittni fólgin,
er hann ber mér á brýn, „að eg
hafi verið og sé í þeirri trú, að
eg hafi lært málið til lilítar og
fyrir allar aldir.“ I mínum, aug-
um er það eitt liið órækasta
heimskumerki að halda, að
maður læri nokkurntíma nokk-
ura fræðigrein til hlítar, þótt
hann læri meðan líf endist, og að
halda að slíkt megi verða í
nokkrum skóla, sem í bezta
lagi getur veitt góða undir-
stöðu til sjálfsnáms, er sii
reginheimska, að engu tali
tekur. Verð eg að gera
ráð fyrir, að A. sé það mikill
skólamaður, að honum sé þetta
ljóst. M. ö. o.: Það eru heimsku-
brigzl vefaranna, sem þarna eru
á ferðinni, þótt í hálfgerðum
dularbúningi sé. Náttúrlega fer
eg ekki að deila við A. um vit
mitt eða heimsku, en það liefði
verið hreinlegra af honum að
segja meiningu sína umbúða-
laust, t. d. „mikill bölvaður
grasasni getur þessi námshestur
verið“, eða taka sér í munn orð
„stassjónistans“ hjá Kiljan, sem
þar talar góða og gilda íslenzku,
hvort sem miðað er við nýtt mál