Vísir Sunnudagsblað - 23.03.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
5
vagninum. Þegar eg var í þanii
veginn að setjast niður, kallaði
stúdentinn frá Michigan, sem
nú var að tala við frúna frá
Reno, á mig og bað mig um að
koma og taka einn slag með
þeim fram að miðdegismat.
Townsend var beðinn um að
vera fjórði maður, en bann bað
sig afsakaðan, og kom þá mað-
urinn frá Cbicago í bans stað.
Meðan á spilinu stóð, fór mig
að gruna að hin þrjú væru ekki
ókunnug, þó þau þættust hafa
kynnst á leiðinni. Eg veitti því
athygli, að þau voru bvað eftir
annað komin að því að ávarpa
hvort annað skírnarnöfnum sín-
um, en gátu aðeins áttað sig á
síðustu stundu.
Um klukkan níu fékk eg und-
arlegt bugboð; mér fannst eitt-
livað óþægilegt vera í þann veg-
inn að koma fyrir. Þetta sak-
lausa spil liafði komið því inn
Iijá mér, að einskonar samsæri
væri á ferðum. Eg liugsaði ,að
Harwey, Cbicagomaðurinn,
væri ef til vill i því, sömuleiðis
frúiif frá Reno, sem eg vissi að
hét frú Lawton. Vel gat verið að
eg væri á rangri skoðun, og þetta
væri ímyndun ein.
Smáatvik sem kom ' fyrir
nokkru seinna, kom mér á þá
skoðun, að þegar öllu væri á
botninn hvolft, þá væri samt
eitthvað á grun mínum að
kyggja. Þegar eg kom þangað
sem eg liugði rúm mitt vera og
dró tjöldin fná, var Mr. Town-
send þar fyrir. Hann svaf ekki,
en reis samstundis upp. Er eg
var að afsaka sofandabátt minn,
sá eg skammbyssuskefti gægj-
ast undan koddanum — liarla
einkennilegur gripur i svefn-
vagni.
Þegar eg loks sofnaði, var
svefn minn óvær vegna drauma,
sem eflaust stöfuðu af binni ó-
jöfnu hreyfingu lestarinnar. Eg
brökk skyndilega upp. Ekki
vissi eg neitt bvað var á seiði,
en mér fannst að eitthvað ó-
venjulegt væri að gerast.
Þegar eg kveikti ljós, sá eg
mér til undrunar að bendi var
að fikra sig í átlina að jakka
mínum. Eg raulc skyndilega
upp, en ralc höfuðið svo hastar-
lega i rúm mitt, að eg varð hálf
ruglaður. Ekki gat eg lireyft
mig fyr en eg var búinn að ná
mér eftir liöggið og þegar eg
loksins stökk út úr rúminu til
þess að athuga þetta niánar, sá
eg engan á ferli.
í reyksainum var negrinn,
umsjónarmaðurinn, steinsof-
andi, munnur hans var opinn og
hrotur bans háar og eðlilegar.
Hann gat að minnsta kosti ekki
verið sá seki, því kvenbendi
liafði þettá verið? Þó að eg hafi
að eins séð hendinni bregða fyr-
ir, var það nægilegt til þess að
sjá að bún var löng og vel löguð,
og á löngu töng var hringur
með blikandi steini.
Eg fór aftur i rúmið og svaf
vært það sem eftir var nætur.
Klukkan liðlega sjö vaknaði eg,
en fór ekki strax á fætur; mér
fannst eg hafa um nóg að hugsa.
Ekki gat eg ráðið við mig livað
eg skyldi taka mér fyrir hendur
næst, því ef eg sæi konuna sem
komið liafði til mín um nóttina,
hvað skyldi eg þá taka til
bragðs? Eg lét málið óafráðið.
Eftir morgunverð bað Dong-
el-fjölskyldan mig um að verða
fjórði maður í bridge. Eg fékk
að vita að þau hétu Houghton
og dóttirin, laglega, héti Doreen.
Eg veitti þvi athygli, að frú
Houghton liafði stutta og breiða
hendi með snubbóttum fingr-
um, nytsamar liendur en ekki
fallegar, og vissulega ekki þess
konar hendur og eg hafði séð
um nóttina. Þegar eg leit á dótt-
ur hennar brá mér nokkuð, því
hendur hennar voru langar og
vel lagaðar og fingurgómarnir
ávalir með mjúkum línum.
Eftir þessa uppgötvun veitti
mér erfitt að liafa hugann við
spilið. Gat svona sakleysisleg
stúlka eins og Doreen, verið
flækt í samsæri? Eða var þetta
stelsýkistíifelli. Eða hvað gat
hún liafa viljað? Ekki á eg neina
dýrmæta gimsteina og aldrei
liefi eg verið sendur í leynileg-
um erindagjörðum með áríð-
andi erindi.
Við hádegismatinn sat eg
andspænis frú Lawton — og brá
þá í annað skipti. Hendur henn-
ar voru langar og vel lagaðar,
og fingurgómarnir ávalir með
mjúkum línum; þær voru eftir-
mynd af höndum Doreen Houg-
ton, en liendur frú Lawton voru
hvítar sem mjöll, þar sem hend-
ur hinnar voru rauðleitari.
Ekki hafði eg séð lit handarinn-
ar yfir rúmi mínu, vegna þess
hve birtan var dauf, svo það at-
riði liafði enga þýðingu. Hvorug
þeh-ra bar hring með glampandi
steini, en það sannaði skiljan-
lega ekkert.
Eftir mínu viti, gat önnur
hvor þeirra verið sek eða livor-
ug. Mig langaði innilega að losa
fallegu írsku stúlkuna undan
öllum grun, en gat það ekki með
nokkurri sanngirni. Frá fyrstu
sýn liafði eg haft illan hifur á
frú Lawton.
Mér var nú orðið órótt innan-
brjósts og fór í útsýnisvagninn
og sá að við vorum að fara yfir
dalinn Rio Grande del Norte.
Okkur þótti gott að geta rétt úr
okkur i Las Viegas um klukkan
tíu. Við Townsend fórum inn á
veitingastofu, þar sem seldir
voru óáfengir di-ykkir, elcki
fjarri járnbrautarstöðinni, og
fengum okkur gosdrykki.
Maður nokkur úr lestinni
kom þar til okkar. Ekki hafði
eg veitt honum neina sérstaka
atliygli áður, en sá nú að liann
var hávaxinn, holdskarpur mað-
ur með hvassa liöku og skegg.
Hann sagðist heita Morland og
kunni kynstrin öll af smá-
sögum. — Þegar ein var á
enda, beið hann ekki eftir
samþykki okkar, lieldur byrjaði
á annari og hélt okkur skelli-
hlæjandi þar lil er mér datt í
hug, hvort við værum ekki að
missa af lestinni. Þegar eg leit
á klukkuna, sá eg að þrjár min-
litur voru þangað til að lestin
skyldi fara af stað, og þar eð við
vorum milufjórðung frá lest-
inni, urðum við að hraða okkur.
^ Mr. Townsend hljóp við fót er
hann nálgaðist lestina, en datt,
og gat eg ekki gert að því að
gruna Morland um að vera
valdur að því á einhvern liátt.
Þegar eg skundaði honítm til að-
stoðar, sá eg, að i stað þess að
hjálpa honum til þess að komast
á fætur, reyndi Morland að
lialda honum niðri. Hefði eg
ekki verið þarna, þá hefði
Townsend tæplega getað losað
sig úr klóm Morlands. Er kunn-
ingi minn var risinn upp, tók-
um við til fótanna og rétt náð-
um lestinni, sem komin var á
hreyfingu. Eg leit við og sá, að
Morland reyndi ekki að fylgja
okkur eftir. Þetla siðasta full-
vissaði mig í grun mínum um að
eitthvað væri á seiði.
Um miðnætti náðum við til
Colorado og sluttu síðar stein-
svaf eg í rúmi mínu. í þetta
skipti svaf eg vært. Iílukkan
rúmlega sjö morguninn eftir,
vaknaði eg af værum draum-
lausum svefni og sá að úti var
frost. Þessa stundina vorum við
á ferð um Kansasfylki eftir öld-
óttum grassléttum, þar sem
bændabýli voru á víð og dreif.
Um morgunverð kom þessi
einkennilega óstyrkleikatilfinn-
ing aftur. Frú Lawton var sorg-
mædd og kvíðafull á svipinn, og
maðurinn frá Ghicago virtist
fyi-st horfa í laumi á mig og síð-
an á Townsend, án sýnilegrar
ástæðu. Að jillum líkindum var
stúdentinn ekki með í þessu, en
ekki var eg viss. Hann virtist
einnig horfa laumulega á mig.
Það einasta sem eg var fullviss
um, var að eitthvað óvenjulegt
var í aðsígi.
Síðar liitti Townsend mig í
útsýnisvagninum og þaltkaði
mér fyrir hjálpina kvöldið áður.
Við vorum aleinir i vagninum,
og notaði hann tækifærið til
þess að ræða við mig i trúnaði.
„Eftir það sem skeði í Las Vie-
gos, veit eg að mér er óhætt að
treysta yður,“ sagði hann og
lækkaði röddina.
Eg kinkaði kolli, og hann hélt
áfram: — „í vasa mínum hefi
eg áríðandi skjöl, varðandi
samninga milli vátryggingarfé-
lags eins og verksmiðjusam-
bands nokkurs. Það er áriðandi
að samningarnir verði ekki op-
inberaðir i nokkura mánuði, en
nú þegar hefir keppinautur vor
konrizt á snoðir um þetta, og
viss er eg um að eg er umsetinn
af liðsmönnum þeirra. Eg býst
við þvi, að þessi Harwey frá
Chicago sé einn af þeim. Og ef
til vill er frú Lawton annar.“
Að svo mæltu fannst mér við-
eigandi að gjalda traust við
trúnaði, og Townsend hlustaði
með athygli þegar eg sagði hon-
um fná atburðunum varðandi
konuhendina. Þegar eg liafði
lokið máli nrinu, sagði hann: —
„Skiljið þér ekki livernig í þessu
liggur? Konan, sem ætlaði að
leita í lclefa minum, fór klefa-
villt, og leitaði í þess slað í jrðar.
Ótti minn var fyllilega á rök-
um reistur ,en j)ó eg væri á
Townsends máli, gat eg ekki séð
á livern hátt eg gæli komið hon-
um til aðstoðar, úr því að hvor-
ugur okkar vissi, hver liinna
grunuðu væri í raún og veru
umboðsmaður keppinautanna.
Eg neyddist til jiess að segja, að
konan, sem reyndi að leita i
vösum mínum, liefði getað ver-
íð ungfrú Hougliton úr jiví að
hendur liennar voru eins.
„Nei aldi’ei datt mér liún í
hug,“ kallaði hann undrandi,
„svona lítil, snotur stúlka; en
sem stendur verð eg að gruna
hvern sem er. Þér vilduð víst
ekki geyma Jietta umslag fyrir
mig um stund. Houghtonfólkið
segist ætla að fara af lestínni
við Topeka. Með jivi að fela
skjölin i yðar umsjó, get eg að
nrinnsta kosti geymt þau ör-
ugglega þar til Houglitonfólkið
er farið, ]>vi mun ekki detta i
hug, að þér hafið þau.“
Eg tók við innsigluðu um-
slaginu, sem hann rétti mér,
svo lítið har á, og stakk J>ví var-
lega i innri brjóstvasann á ferða
jakka nrinum.
Um ldukkan tiu fórum við
fram lijá Dodgecity og flýtti eg'
klukkunni um eina stund, en