Vísir Sunnudagsblað - 23.03.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 23.03.1941, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ gömul“ í andlegum skilningi og þesswegna ekki lengur merkis- beri æskunnar, nema í sinni eigin ímyndun? Ekki ætla eg lieldur að ræða um dæmin 5, sem A. segir, að eg taki upp „skilningslaust sem vitleysu“. Þau verða livorki skiljanlegri né minni vitleysa, þótt A. taki þau upp á ný at- hugasemdalaust. Og ef honum þykir það fara vel, að segja t. d. „á þann hátt eins og“, þá segi eg bara: hann um það. Eg held að hann ætti þá að reyna, að temja sér þess háttar stíllist meir en hann gerir, því að af á- stæðum, sem eg hef áður gizk- að á, verður tæpast á milli séð hvor okkar ritar „ellilegra“ mál, ef borið er saman við sögustíl Kiljans. En, meðal annara orða: hverjir eru þessir „jafnaldrar Laxness“, sem liafa þennan kiljanska hreim? Eg er svo illa að mér, að eg þekki þá ekki. Þeir Þorbergur eru oft nefndir saman, líklega af því þeir eru pólitískir samherjar, en mér sýnist það ekki ná neinni átt, að orða hinn þróttmikla stíl Þorbergs við kiljönsku. Eg kannast við, að nokkur af yngstu skáldunum smiluðust um tíma af hinurn kiljanska „hreim“, en þau munu að mestu eða öllu hafa losað sig við liann, er þeim óx aldur og þroski. Og væri það nokkur furða, þótt ungir menn og óráðnir smituð- ust af „hinum nýja hreim“, er „forverðir andans“ og aðrir, sem vilja tolla í tízkunni, liampa hverjum andhælisskap, er Kilj - an gerir sig sekan um, sem há- marki íslenzkrar stilsnilldar? Rétt er að skiljast ekki við þetta mál án þess að nefna það, — mér er sem eg sjái A. „skella á sitt lær“ brosandi og hrópa: þarna notar S. „án“! — að margt af því, sem Kiljan skrifar annað en skáldsögur, er að mestu ósnortið af „hinum nýja hreim“; þar ritar liann vfirleitt ekki belra né verra mál en t. d. ivið Arnór gerum. Eg má segja að það var Valdimar Ásmund- arson, er sagði það einu sinni í blaðagrein, er hann var að henda gaman að þeim prédilc- unartón, er sumir prestár tömdu sér þá, er þeir fluttu stólræður sínar, „að hversdagslega töluðu þeir eins og aðrir menn, en gerðu sér upp viðliafnarmál- róm, er þeir töluðu við drottin sinn“. Því er líklega líkt farið um Kiljan, náttúrlega að breyttu breytanda: Þegar hann skrifar um einhvern veraldleg- an hégóma, t. d. skammagrein- ar í Tímarit M. o. M„ þá hefir / járnbrautarvagni nr. 13. ---Eftir J. A. MALCOMSON. Höfundur greinar þess- arar fór algenga járn- brautarferð, sem hann hafði oft farið áður án þess að nokkuð sérstakt kæmi fyrir. I þetta sinn var öðru máli að gegna, því áður en hann vissi af var hann flæktur í sam- særi, margþætt og spenn- andi. Ef eg liefði ekki lent í vagni númer 13, járnbi'autarlesjar- innar „Calefornian Limited“ i Los Angeles, þá liefði eg aldrei lent í því æfintýri sem eg ætla nú að segja frá. Að öllum lík- indum liafði hin ímyndaða ó- happatala 13 enga þýðingu hér; en móðir mín var írsk, og hræddur er eg um að eg hafi erft hjátrú hennar. Iivernig sem á allt var litið, var þetta vagn númer 13. hann svipað málfar og fólk flest, en þegar liann ætlar að sýna list sína í skáldskapnum, þá kemur þessi „nýi hreimur“, að sínu leyti eins og prédikun- arhreimurinn hjá gömlu prest- unum, sem V. Á. var að draga dár að. A. S. er orðinn svo kjarkmik- ill í lok þess kafla ritgerðar sinnar, sem hér er gerður að umlalsefni, að hann áræðir að gefa það nokkurn veginn ótví- rætt í skyn, sem hann hefir reyndar bersýnliega langað til að gera oft áður, að eg sé orð- inn elliær. En rétt á undan seg- ir liann að eg sé „frábærlega skýr maður“. Ilann um það, livernig hann fer að koma þessu heim og saman. Hvorki lof hans né last læt eg mig neinu skipta. En honum til leiðbeiningar framvegis ætla eg að endingu að talca upp þessa gömlu stöku og gera hana að kveðjuorðum mínum til hans í þetta sinn: Eg er máske í herrans hjörð haldinn meina-sauður, en enginn fær mig ofan í jörð áður en ég er dauður. (Meira.) 20. febr. 1941. S. J. Vissulega bjóst eg ekki við því að lenda í neinum æfintýr- um þegar eg steig upp í lestina janúarmorgun nokkurn, klukk- an sjö. Tíu sinnum áður hafði eg ferðast milli Los Angeles og Chicago, og engar ferðir gátu verið rólegri. Þegar lestin fór út af járn- brautarstöðinni, fór eg að virða fyrir mér ferðafólkið í vagni mínum. Eg er ef til vill athugull að eðlisfari — í það minnsta lield eg sjálfur að svo sé. í ferð- arbyrjun er eg oft að gamni mínu að geta mér þess til, hvaða störf ferðafélagar mínir hafi.’ Oft eru tilgátur mínar rangar,en stundum sé eg fólk út með undraverðri nákvæmni. í þétta skipti var eg að mestu leyti fullviss um stöðu eins far- þegans. í svip lians mátti sjá vellíðan, öryggi og kurteisi, en lijá heppnum umboðsmönnum og bankastjórum er þetta þrennt oft áberandi. Áður en við vor- um búnir að vera klukkustund á ferð, vorum við komnir i samræður í útsýnisvagninum. Ólcunni maðurinn sagði mér að hann héti Townsend og væri bankastjóri við bankann í Ak- ron í Ohio. Við vorum komnir í gegnuin Pasadena; þar sem appelsínutré með aldinum sínum glóðu í sól- skininu, og nálguðumst San Bernando, þegar eg tók eftir konu sem sat hndspænis mér í vagninum. Hún var að reyna að opna læsinguna á ferðatösk- unni sinni, sem virtist vera hrokkin í baklás, og fór eg þvi lienni til aðstoðar. Eg sá að á koffortið var límdur seðill með nafni gisti- liúss í Rena, „Mekka“ þeirra sem sækja um skilnað úr lijóna- bandi, og mér datt það svona í hug, hvort hún hefði ekki verið að losa sig við eiginmann sinn þar. Hún var vel vaxin og falleg, ef hún hefði ekki haft stingandi brún augu. Til eru menn sem maður treystir við fyrstu sýn, ekki var þessi kona meðal þeirra. Skömmu eftir hádegi fórum við framhjá San Bernandio. Eg var orðinn þyrstur og lagði því leið mína í liressingarvagn, drakk þar ísvatn úr pappírsglasi og hélt því næst af stað í sæti mitt aftur. Á leið minni tók eg eftir virðulegri fjölskyldu. Fað- irinn var haltur og gekk við hækjur, og konan lians, snotur kvenmaður góðleg ásýndum, horfði full aðdáunar á liann er liann sveiflaði sér í áttina til út- sýnisvagnsins. Dóttirin, um það bil nítján ára gömul, var nógu snotur til þess að koma róti á tilfinningar roskins og ráðsetts náunga, eins og eg var. Síðar komst eg að því, að þau höfðu nýlega komið til Bandaríkjanna frá Ballys- liannon Donegalfylki. Þeim hafði fundist Vestur-Irland of róstusamt og af þeim ástæðum yfirgefið búgarð sinn, sem skyldi seljast er tímarnir yrðu rólegri. Faðirinn hafði særzt i næturárás og síðan fengið gigt í veika fótinn. Þangað til eg fór í sæti mitt aftur, hafði eg ekki séð þann sem liafði sætið á móti mér; hann hafði verið í öðrum vagni allan daginn, lijá kunningjum sínum. Eg áleit að hann væri liáskólastúdent og síðar. komst eg að því að hann var frá Micliigan. Maður nokkur var þarna, sem eg gat ekki með nokkru móti getið mér nokkuð til um. Hann var eins og fólk er flest, lágur vexti, ungur, feitlaginn og frjálsmannlegur. Þegar eg hafði skiptst á nokkrum orðum við hann, vissi eg að hann var fná Chicago og gat mér þess til, að hann hefði ef til vill einhverja atvinnu við nautgripavörzlu. í Bairstow fórum við úr lest- inni í nokkrar mínútur. Town- send, bankastjórinn, og cg fór- um yfir brautina til þess að lita á eimreið, sem virtist liafa orð- ið fyrir árekstri. Áður en við náðum þangað, furðaði eg mig á því, að sjá Chicagomanninn og konuna frá Reno með sting- andi augun, vera að tala saman bak við járnbrautarvagn. Sam- talið var augsýnilega leynilegt, því þau forðuðust okkur er við nálguðumst. Undir venjulegum kringumstæðum hefði eg ekki tekið eftir svo smávægilegum atburði, en ýmislegt sem síðar kom fyrir, olli því að eg minn- ist þessa atéiks. Um klukkan fimm fórum við yfir Mohava-eyðimörkina, sem er vaxin kræklóttum runnum. Nóttin var að færast yfir, og í Ijósaskiftunum var landslagið svo autt og óliugnæmt að eg var því fegnastur að fara úr útsýnis- klefanum, en þar hafði eg hald- ið mig alllengi, og setjast í sæti mitt í upplýstum járnbrautar-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.