Vísir Sunnudagsblað - 23.03.1941, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
3
eða fornt: „Þú hefir æfinlega
verið eitt djöfulsins reginfífl.“
— Það er nú kannske munur
eða A. og lians kynslóð, sem
Jiafa' „fæstir lært málið í eitt
skipti fyrir öll, eins og náms-
hestar í skóla, heldur erum við
flestir alltaf að læra það, til-
einka olvkur ný orð og blæbrigði
i merkingu orða“ o. s. frv. —
Það er eldvi laust við að þetta
minni dálílið á bæn fariseans
og þalckargj örðina fyrir, að
hann var ekki eins og „þessi
tollheimtumaður".
V.
Eg vona, að enginn skilji orð
mín svo, að eg sé að svara A.
í sama tón og' bregða lionurn,
um lieimsku, þótt eg segi, að eg
liafði ætlað liann greindari
mann en mér finnst roargt í
þessari málverndarritgerð lians
Ijera vott um. T. d. það, að í mál
okkar á 19. öld liafi „vantað
mjög það, er túlkaði léttvíga
gamansemi og annað það, er
fvlgir miklu samkvæmislifi og
góðri líðan fóllvsins.“ Hann
nefnir þó 3 rithöfunda frá 19.
öld, þá Jónas Hallgrimsson, Pál
lÓlafsson og höfund Alþingis-
rímnanna, sem eitthvað liafi
reynt í þá átt, þótt vanmegn-
ugt væri, „líkt og lóukvak á
þorra“ — þessi lieldur en ekki
snjalla samlíking skjddi þó ekki
„eiga uppruna sinn“ í „léttvígri
gamansemi“, sem höfð var eftir
bónda nyrðra um nágranna
sinn, er hann sagði að hefði
fundið titlingslireiður á
þorranum? -— en nútíma gam-
ansemin, segir A., „minnir
fremur á þá gamansemi, sem
nærist af gamanlyndum fjöl-
mennum félagsskap.“ Sér er nú
hvert grefils bullið! Af þeirri
gamansemi, „sem nærist af
gamanlyndum fjölmennum fé-
lagsskap“, er drykkjuvaðall og
drykkjukvæði líklega algengast,
sýo að það „léttvígasta“ eitt sé
nefnt. Drykkjuvaðallinn lifir
sjaldan lengur en líðandi stund.
Drykkjukvæðin eru sum góð,
bæði þau með „nýja hreinm-
um“ og gamla, en eru víst sjald-
an til orðin yfir skálum. „Eitt
ljóðskáld okkar hefir náð þess-
um nýja lireim öllum betur,“
segir A. (betur en Kiljan? S. J.).
„Það er Tómás Guðm,undsson.“
A. gerir ráð fyrir, að Bólu-
Hjálmari mundi þykja ýmislegt
að ljóðum hans. Alveg er það
út í bláinn sagt. A. gengur illa
að skilja sína samtíðarmenn
ýmsa, þótt smærri andar séu en
BóIu-JIjálmar, og má af því
ráða, hve vel honum muni
ganga að gera honum upp orð
og liugsanir. En hvaða erindi
átti Bólu-Hjálmar þarna? Jú,
hann átti að vanmela ljóð T. G.
og sýna með þvi skilningsleysi
sitt, og það, að „ætla má“, að
þannig hefði farið fyrir Hjálm-
ari, á aftur að sanna skilnings-
leysi mitt á Kiljan! Einu máls-
bæturnar, sem A. getur haft, er
hann sýnir lesendum sínum þá
óvirðingu að bjóða þeim svona
rök, hljóta að vera þær, að betri
rök séu ekki til.
VI.
Alveg má það heita einstakt
fraust á heinisku lesenda, að
ætla sér að telja þeim trú um,
að orð eins og „Sprengisandur“,
„Fjalaköttur“, „Svarti dauði“,
„barón“ o. s. frv., sýni einhvern
„nýjan lireim, nýtízku gaman-
semi í málinu“, sem hvorki
„gamla kynslóðin“ né „afdala-
karlar“, jafnvel þótt af Arnórs
kynslóð væru, geti skilið. Þessi
orð og gamansemina i þeim
skilur hver einasti Islendingur
með fullu vili undireins og liann
fær að vita tildrög þeirra. A. er
kannske það fremri öðrum, að
hann myndi skilja t. d. gaman-
seminia í orðinu „barón“ um
leið og liann heyrði það, þótt
liann hefði aldrei heyrt nefndan
„bar“ né þekkti „hinn gaman-
lynda, fjölmenna félagsskap“
þar fremur en „afdalakarl“. En
„gamansamar orðmyndanir“, á
borð við þau orð, er A- tekur til
dæmis, liafa tíðkast frá fornu
fari, og lengur en eg kann grein
á, svo í fásinninu sem i marg-
menni, og ekkert síður í sveit-
um en bæjum. Eitt þessara orða>
„Fjalakötturinna, er meira að
segja a. m. k. jafngamalt Arnóri
og eldra en Alþingisrímumar;
má því merkilegt heita, að þessi
„nýi hreimnr“ skyldi vera
„Fjalakettinum“ meðfæddur, úr
því að hann var ekki til nokkr-
um árum siðar, þegar Alþingis-
rímurnar voru kveðnar. — Það
getur varla verið af öðru en því,
að Bjartur í Sumarhúsum og
hændalýðurinn, sem lýst er í
sögu hans, hafi nú um of mót-
að hugmyndir Arnórs um
sveitamenninguna, að hann get-
ur látið sér koma til hugar að
sveitamenn, þótt úr afdölum,
væru eða öræfafarar (sbr. ör-
æfareið Bjarts á hreindýrinu),
mundu hneykslast á orðum eins
og „Sprengisandur“ eða „barón-
ar“ eða öðrum þeim „gaman-
sömum orðmyndunum“,. er A.
tekur til dæmis um „hinn nýja
hreim.“ En — eins og áður er
sagt, þá er þarna enginn „nýr
hreimur“, heldur sá, er allir eru
þaulvanir, og því öllum auðskil-
inn. En „gamansemi“ Kiljans
er oftast óskiljanleg fólki upp
og ofan. Þar bæta jafnvel skýr-
ingar Arnórs lítið úr skák, enda
reynir hann ekki einu sinni að
skýra sumt það torskildasta, t.
d. þessa afburða-gamansemi,
sem á að vera i því að segja, að
kona sé „eins og þrefaldur garð-
ur“. — Annars hefði A. verið
nær, ef liann ætlaði sér að sýna
„gamansamar orðmyndir“ með
„hinum nýja lireim“, að nefna
„sveitó“, „púkó“, „tíkó“ (eða
„sveidó“, „púgó“, ,,tígó“) og
önnur slík „gamansöm orð“.
Það liefði þó verið eiltlivað í átt-
ina.
0
VII.
Mér skilst að A. og einhverjir
sálufélagar hans, sem liann á-
samt sér kallar „við“ í stæling-
unni á bæn faríseans og víðar,
þykist eiga hönk upp í bakið á
mér fyrir það, að hlífa mér við
sínu gáfulega brosi yfir því, að
eg notaði svo „sprenglilægilegt“
orð sem „uppáhald“ í fyrri
hluta samsetts orðs. En ííiér er
engin þægð i þessari lilifð, og
það er ekki vert fyrir „ykkur“
að vænta neins endurgjalds fyr-
ir hana. Iilægið „þið“ bara að
hugsun „ykkar“ eins og „ykk-
ur“ lystir, því að eg er ekki spé-
liræddur og tel ekki heldur ör-
vænt um, að „ykkur“ „sjálfa
sæki háðið heim“. — Yður er
kannske ekki öllum Ijóst, les-
endur góðir, hvað lilægilegt er
við það, að nota orðið „uppá-
hald“. Takið þið þá eftir: „Orðið
„uppáhald“ er að vísu til í ís-
lenzku máli, töluðu og rituðu.
En það er tómlegt, fyndnislaust
og fer illa í ísl. máli,“ segir
Arnór. Sönnun? Hún er svo sem
á takteinum hjá A.: „Jónas
Hallgrímsson þýddi það á góða
íslenzku með „eftirlæti“.“ Þér
skiljið vonandi, lesendur góðir,
að ef Jónasi liefði ekki þótt
„uppáhald“ fara illa í íslenzku
máli, eins og Arnóri, hvernig
sem á stæði, og- í hvaða sam-
bandi sem væri, þá hefði hann
ekki verið að liafa fyrir því, að
„þýða“ það á íslenzku, heldur
hefði hann þá kveðið:
„Kossi föstum kveð ég' þig,
kyssi heitt mitt uppáhald“
og látið sig liafa það að ríma
síðari Ijóðlínuna á móti:
„minn í allri hryggð og kæti(!)
— Annars er rétt að láta „ykk-
ur“, Arnór og sálufélaga, vita
það, að eg valdi orðið með ráðn-
um huga, einmitt af því að það
byrjaði á „upp“, eins og orðin,
sem eg átaldi, hve mjög H. K.
L. stagaðist á, og get eg ekki
að því gert, þótt þið „gripið“
það ekki, fremur en eg „hina
léttvigu gamansemi Laxness.“
(
vni.
Þetta er þegar orðið langt
mál, og verð eg því héðan af
að fara fljótt yfir sögu. Af þeim
9 dæmum, er A. tekur, auk
„uppnumningarinnar“ og „upp-
hafningarinnar“, er eiga að sýna
skilningsleysi öræfafara á
„Sprengisandi" og „lesinna af-
dalakarla“ á „barónunum”, skal
eg aðeins minnast nánar á eilt:
„amboðskrjádelið“, þvi að þar
er tvennt, sem eg get verið hon-
um samdóma um: Annað er sú
vanþekking mín, sem lýsir sér
í því, að þekkja ekki þá „al-
kunnu alþýðlegu gamansögu“,
sem „krjádelið“ er tekið úr.
Eftir því sem A. segir, er þetta
orðskrípi lagt þar í munn
manni, sem þóttist vera „for-
framaður“, til þess að sýna upp-
skafningshátt hans, og eg er A.
líka fyllilega samdóma um það,
að af því réttlætist orðið full-
lcomlega þar. En lengra'get eg
ekki orðið honum samferða, þvi
að hér er það IJ. K. L., sem not-
ar orðið, er hann talar frá eigin
brjósti, fráleitt til að sýna upp-'
skafningshátt sinn, heldur af
því, að hann er búinn að venja
sig svo á allskonar orðskrípi, að
hann er hættur að finna livar
hann getur notað þau að ósekju
og livar ekki.
Um öll hin dæmin 8 lit eg svo
á, þrátt fyrir skýringartilraun-
ir Arnórs, að þau séu svo „aug-
ljós vitleysa“, að óþarft sé að
ræða um þau frekar. En gert get
eg það honum til geðs, að ræða
seinna við hann um eitthvert
eitt þeirra, ef hann langar til,
og velji hann sjálfur það, sem
lionum finnst mestur „ilmur-
inn“ af.
Ekki fyrir það, að það sé sér-
lega árennifegt að deila við Arn-
ór, því að hann er svo vitur, að
hann veit ekki aðeins í hug
minn, heldur og Bólu-Hjálm-
ars og Jónasar Hallgrímssonar,
og ekki veit hann aðeins sinu
viti, lieldur og (allra?) „yngri
manna“. En með leyfi að
spvrja: Hvar eru aldursmörkin,
er greina þá, sem ekki eru dóm-
bærir um „hinn nýja hreim“ frá
liinum, sem eru það? Er það
einhver ákveðin áratala? Og
verður ekkert að marka dóma
A. um bókmenntir eða annað,
þegar hann er orðinn það gam -
all, að liann getur farið að tala
um „gömlu kynslóðina“ sem
„kynslóð Arnórs“? En þangað
til allt að marka, sem liann seg-
ir, þótt það sé eilt í dag og ann-
að á morgun, sem ekki mun ör-
grannt um, að hafi komið fyrirá
sumum sviðum? Eða er hann
þegar á yngri árum orðinn „eins
og ung stúlka, sem er orðin