Vísir Sunnudagsblað - 23.03.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 23.03.1941, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ §D)M VITIÐ ÞÉR: — að fyrir nokkurum árum dóu fleiri menn i Bandaríkjun- um úr berklaveiki, en nokkur- um öðrum sjúlcdómi? — að nú eru berklar aðeins sjötti sjúkdómurinn í röðinni, sem banainein orsaka? —- að sex til tíu milljónir Bandaríkjamanna ganga með syfilis, og að iá hverju ári fer urn bálf milljón manna til læknis þar í landi við þessum sjúk- dómi ? — að syfilis orsakar núna fleiri dauðsföll í Bandaríkjun- uni en nokkur annar sjúkdóm- ur? — að hann verður 100.000 mönnum þar í landi árlega að bana? — að i siðustu heimsstyrjöld dóu 126.000 Bandaríkjaher- menn úr syfilis? — að ellefu af hundraði allra vitfirringa í New-York hafa orðið vitskertir af völdum sy- filis? — að 10% allra banvænna hjartasjúkdóma í Bandaríkjun- um eiga rætur sínar að rekja til sýfilis ? 1 Riga er til undrabarn, sem vakið liefir allmikla atliygli vís- indamanna, og þeirra sem til barnsins þekkja. Þetta barn les liugsanir fólks, og er öllum það ráðgáta hvernig það fer að því. Ef að móðir þess felur skáplykil, veit barnið — það er stúlkubarn — hvar lykillinn er falinn. Það skilar boðum, sem það liefir aldrei verið beðið fyrir — en átti hinsvegar að biðja það að skila. Annars er telpan álitin frem- ur heimsk, henni gengur illa að læra og á erfitt með að hugsa á eigin spýtur. Henni gengur t. d. illa að læra að lesa, en horfi einhver á textann með lienni, les hún alveg reiprennandi — jafn- vel erlend tungumál sem hún kann ekkert í. Við rannsókn vísindamanna var henni fenginn Iæknisfræði- Ke7; 30. e5. Hér bauð syartur jafntefli, sem hvítur þáði, enda þótt talsverðir vinningsmögu- leikar væru vegna frípeðsins á e-Iínunni. legur latneskur texli i hendur og hún beðin að stafa orðin: ac. boric. Hún átti ákaflega erfitt með það og því örðugra að kveða að þeim, en undir eins. og einliver leit á blaðið hjá lienni las hún ekki aðeins skamm- stöfunina, lieldur og bæði orðin: acidum voricum til fullnustu án þess að þau stæði nokkurstaðar letruð. Margar áþekkar athuganir fóru fram, sem allar bentu á ó- venjulega og óskiljanlega hæfi- leika þessa barns. • Það liafa verið gefin út alls- konar lög í lieiminum gegn skartgirni og hégómagirnd kvenna. Á þessum lögum hefir þó verið sá mikli ljóður, að þau hafa ávallt reynst gagnslaus. Árið 1650 gaf Jóhann III. Svíakonungur út ein slík lög, er mæltu svo fyrir, að hver sú kona er ætti fatnað úr silki, hvort sem það væri nú kjóll, pils, svunta eða eitthvað annað, yrði að gera svo vel og sjá ein- um hermanni konungs fyrir dvöl. — Átti þetta að vera í hefndarskyni fyrirhégómagirnd lcvenfólksins. Því miður reynd- ist umrædd löggjöf ná þveröf- ugum árangri við það, sem til var ætlast, þvi nú vildu allir kvenmenn eignast silkifatnað til að mega sjá hermönnunum fyrir liúsaskjóli. • Þann 8. þ. m. birtist í Vísi svohljóðandi smáauglýsing und- ir hússtarfadálki: „Eg spara ekki kaupið í knýj- andi þörf, og kýs ekki að eg hafi völdin. Nú vantar mig ráðs- konu, er rækir sín störf og ratar í bólið á kvöldin.“ Undir þessari auglýsingu var svo símanúmer gefið upp, sem umsækjendur áttu að síma til. Annaðhvort af vangá, eða þá af því, að auglýsingin hefir ekki verið tekin alvarlega, barst rit- stjórn Vísis en ekki auglýsanda eftirfarandi umsókn frá ráðs- konuefni: „Stöðuna ég þigg af því þama fæ ég völdin, og ætla mér að eiga frí eftir mat á kvöldin. Stöðuna kýs ég í knýjandi þörf því kúgarar heimta af xnér gjöldin, ég reyni af alúð að rækja min störf og rata í hlýjuna á lcvöldin.“ Önnur stúlka sendi blaðinu þessa vísu: Hver efast um, aS þetta séu gamlir og hrum- ir fætur, sem þarna sjást á myndinni — fæt- ur, sem á eru ristar rúnir strits og erfiðis ein- yrkjakonunnar íslenzku ? Manni virðist það vera heíl saga — sa.ga um ömurlega lífs- 1>aráttu afdala- konunnar, sem getur að líta á þessum . hrumu fóturn. „Fyrst þörfin er knýjandi og kaupið er hátt þá kenx ég til þín og vil ráða með verkin mín ánægður vei'ða þú mátt og víst skal svo gengið til náða.“ (Enginn sinxi) : í gamla daga var það ekki nein undantekning að menn fórnuðu lifsgæðum og jafnvel lífinu fyrir trú sína. Þessir menn höfðu margir hverjir íxautn 5f því að .pyixta sig, af því að þeir héldu sig gera það í þágu æðri máttarvalda, og að fyrir pyntingar sínar nxyndu þeir öðlast eilífa sælu handan við jarðlífið. Á miðöldunum var það al- gengt, að allskonar nxeinlæta- stefnur eða flokkar nxeinlæta- maixna risu upp og liegðuðu sér þá eftir eixxlivei'ju ákveðnu kerfi. Munka- og nuixixuregl- urnar eru ljósustu dæixii þessara stefna. Á 5.—12. öld reis í Sýrlandi upp sérstök íxieinlætastefna sem kölluð var „tui-nstefnan“ og á- hangendur hennar, turndýrk- endur. Brautryðjandi turxidýrk- enda liét Simeon hinn helgi. Hann fæddist í lok 4. aldarinnar í Norðui'-Sýi'landi. Þegar á unga aldri lineigðist liuglxr lians mjög í trúarátt og hann gekk í klaust- ur lijá Antiochia. En köllun lians var svo sterk og lá honum svo mjög á lijarta, að hann hafði ekki samneyti við aðra menn í 10 ár samfleytt, heldur lokaði sig inni í klefa síniun og lxugsaði um guð. En pyntingarn- ar sem liann lagði á sig í klaustrinu voru svo öfgafullar, að honum var loks vísað burt úr því. En þá var það, sem Simeon hinn helgi hóf bi'autryðjenda- starf sitt. Hann lilóð sér upp 2ja (liaiiilir fætnr metra háan turn, er var einn meter í þvermál að ofan. í þessu turnliýsi bjó liami nokkurn tíma og lagði lxlekki unx háls sér, senx tákn þess, að haixn væri auðmjúkur þegn guðs. Eix til þess að vera ekki nxeð öllu aðgerðalaus byggði banxx sér nýja turha og livern öði'unx liæri'i, unz sá síðasti varð 20 nxetra hár. Uppi á þessunx turni bjó hann síðustu 30 ár æfi sinn- ar án þess að koma eitt einasta sinn niður. Trúhi'æður lians og lærisveinar sáu honunx fyrir fæðu með þvi að láta liana í körfu, festri í kaðal, sem Sinxe- on dró /ipp lil sín. Ofan af þessunx turni prédik- aði Simeoxx hinxx lxelgi fyrir lærisveinunx sínuixx, senx streyxxxdu til hans livarvetna að úr heiminum og hlustuðu hrifnir og fjálgir á kemxingar og boðskap þessa mikla kenni- manns. Hann var talinn geta gert ki'aftavei'k og fi’ægð lians barst víða um lönd. Hinir áfjáðustu þessara fylgj- enda turn-prédikarans, tóku einnig að byggja sér turna og fylgja dæmi meistarans í þvi að prédika ofan af turnunum fyrir áliangendunx sínum. Lif þess- ai'a nxanna var óvenju harð- neskjulegt og það voru elcki nema einstöku harðjaxlar senx Jxoldu það til Iengdar. , Hér í Evrópu náðu lurndýrk- endur litilli úti’eiðslu, og sögur fai'a ekki af þeinx, nenxa einum, sem Wulflaich liét og kenndi ofan úr turnhýsi eiuu suður á Ítalíu á 6. öld. Hlotnaðist hoxx- um lítið fylgi og lyktaði kenni- mennsku hans á því, að ná- grannar hans hrintu tui'ixinum unx koll. í lok sextándu aldar er síðast getið unx turndýrkendur á jörðunni.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.