Vísir Sunnudagsblað - 30.03.1941, Síða 4
4
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
ingar um mannúðlega slátrun
búpenings.
Það getur vel verið, að þjóðin
sé ekki á eins liáu menningar-
stigi, hvað þetta snertir eins og
eg held; en eg leyfi mér að hafa
þessa skoðun þangað tii mér
verður sýnt fram á hitt.
VIII.
Að sumu leyti virðist þessi
samúð með fuglunum hafa far-
ið vaxandi á seinni árum, að
sumu leyti ef til vill minnkandi.
Þegar eg var barn var það altítt,
að ef einhver fann nýtt spóa-
lireiður, lóuhreiður eða rjúpu-
hreiður, þá rændi hann öllum
eggjunum. Nú efast eg um að
þetta þekkist lengur.
Á hinn bóginn eru iikur til, að
æðarfugladráp hafi vaxið til
muna eftir 1927. En-ef að er
gáð þarf það ekki að bera vott
um minnkandi samúð heldur
stórum bætt tæki: litla trillu-
báta og góðar byssúr.
IX.
Þegar skrifað er um hnignun
æðarvarpa héi'á landi er venju-
legast vitnað í útflutning á
dún. Þetta gefur að vísu hend-
ingu, en er enginn alger mæli-
kvarði, vegna þess, a) að mikið
af dún er keypf í landinu sjálfu,
b) að það getur verið mjög mis-
munandi frá ári til árs, c) það
geta farið fná 25—31 hreiður í
livert pund til jafnaðar á ári, d)
að dúnn getur verið svo mis-
munandi hreinsaður, að skakk-
að getur allt að því ^4 á þyngd
þ. e. ef mjög illa hreinsaður
dúnn er hreinsaður upp aftur,
getui' hann létzt upp í 25%.
Eini öruggi mælikvarðinn er
tala hreiðranna í hverju ein-
stöku varplandi. Það er enginn
vandi að telja hreiðrjn, hvort
sem vill áður en ungað er út eða
um leið og þaú eru tekin. Þetta
þyrftu allir varpmenn að gera
— eg býst við að margir geri
það — og svo þyrfti að halda
eina árbók yfir öll vörp i land-
inu.
. X.
En þó að gi'undvöllurinn, sem
á er byggt, geti ekki talizt alveg
öruggur, þá virðist þó ekki vafi
á því, að æðarfugli hafi fækkað
hér við land síðan 1927. Það
hlýtur annaðhvort að stafa af
of lítilli viðkomu eða of miklum
— og þá sennilega ónáttúrlegum
—- vanhöldum á fullorðnum
fugli. Það þriðja er til, ]»að, að
liann flytji sig til annara landa;
en því trúi eg ekki að svo stöddu.
Segjum að kollan verpi tíu
sinnum og ungi út að meðaltali
á ári 3 Vfc eggi og varpið, sem
ÆSardúnshreinsun viS dúnkofa
kollan verpir í, standi i stað, þá
ættu að fást 2 fullorðnir fuglar
úr hverjum 35 ungum. Einn af
hverjum 17! Ef varpið minnk-
ar þá ætti útkoman einu sinni
ekki að verða svo góð. Ef gert er
ráð fyrir 3000 lireiðra varpi þá
ættu 10500 ungar að fæðast þar
árlega. Nú hýst eg við, að ung-
unum ætti að vera hættast
fyrsta mánuðinn — 30 daga.
000 fugla þarf til árlegs við-
halds. Við það má bæta 900
fuglum sem farast einhvernveg-
inn frá því unginn er orðinn
fleygur og þangað til hann er
kynþroska. Þá eru eftir 9000
ungar. Segjum að af þeim
dræpust % fyrsla mánuðinn
eða 6000. Þá ættu að drepast til
jafnaðar þessa fyrstu 30 daga
200 ungar á dag. Eg býst við, að
þar sem ekki er því meira af
svartbak þyki mörgum þessi
dauðatala of há til þess að hún
sé trúleg Og 50 ungar á dag í
næstu tvo mánuðina eða fram
undir þann tíma að unginn
verður fleygur! Eg get tekið það
fram hér, að það er ágizkun
min, að unginn verði fleygur
þriggja mánaða; og allur þessi
vanhaldalestur er líka ágizkun,
því í raun og veru vitum við svo
sorglega lítið með vissu um æð-
arfuglinn.
Þá er að athuga um vanhöld-
in á fullorðna fuglinum. Það
getur komið pest í fuglinn, sem
við vitum ekkert um. En aldrei
verður vart við að dauður æðar-
fugl reki í stórum stíl á fjörur.
Sé nú gert ráð fyrir að i þenna
fuglastofn rói 20 trillubátar til
skotveiða einu sinni á viku i
23 vikur (1. desember til 10.
maí) þá verða það 460 róðrar.
Og ætli það sé of mikið að gera
ráð fyrir 20 fuglum í róðri? Þá
höfum við 460.20 = 9200 fugl-
ar, Og oft mun róðrartíminn
hyrja í október. Þá fer það að
verða skiljanlegt hvers 'vegna
æðarfuglinum fækkar.
XI.
Eg gat þess hér áðan, að eg
í BarSastrandarsýslu.
efaðist um, að þetta borgaði sig
fvrir mennina sem atvinnuna
stunda. Ef reiknað er með lágu
verði gerir fuglinn brúttó eina
krónu = 20 krónur í róðri.
Kostnaður er: Skotið á 15 aura
X 20 = 3.00, olía, byssuslit,
vélarslit, bátslit — og hvað ætli
2—4 menn liafi þá í dagkaup ?
En ef til vill aflast lika meira í
livérjum róðri en 20 fuglar. Eg
hefi sannar sögm af 60-—80—
100 fuglum í einum róðri.
XII.
Eg' er viss um það, að fjöldi
þeirra manna, sem fást við æð-
arfuglaveiðar, vita ekkert hvað
þeir eru að gera. Og það stafai'
ekki af neinni lieimsku heldur
blált áfram athugunarleysi. Að
það er lagbrot kemur málinu
ekkert við. Við brjótum hik-
laust þau lög, sem okkur finnst
ekki svívirðilegt að brjóta, ef
við komumst upp með það. Og
frá mannúðar sjónarmiði er
ekki svívirðilegra að skjóta æð-
arfugl en svartfugl eða máf. En
munurinn er sá, að það er
SKEMMDARVERK að drepa
æðarfugl — hitt ekki. Það er
skemmdarverk gagnvart þjóð-
félaginu, alveg eins og það er
skemmdarverk að brenna hús.
Það er eyðing verðmæta, 9—19
kr. á hvern fugl.
XIII.
Eg þykist alveg viss um, að
ef menn haéttu æðarfuglaveið-
um og ef gangskör væri gerð að
því að fækka svartbaknum
smátt og smátt ofan í hæfilega
tölu, myndi fuglinum fjölga svo
'ört, að undrum sætti. Þá kæmu
vörp — alveg sjálfkrafa — á
öllum jörðum, sem að sjó lægju,
á Austur-, Norður- og Vestur-
landi og eitthvað á Suðurlandi.
Og þá gæti farið svo, að það
þyrfti að skjóta úr hópunum á
hverju hausti svo að ekki yrði
ofsett á kræklingabeitina. Þá
fengjust eins auðveldlega 200
fuglar í róðri og nú 20.
XIV.
En þetta eru ágizkanir. Það
þarf að fara að líta á æðarfugl-
inn eins og búfé. Það þarf að
hætta að veiða liann. Það þarf
að verja einum tíu þúsundum
króna á ári, næstu 10—20 árin,
til ýmiskonar rannsókna á hon-
um, háttum hans og ýmsum
lífsskilyrðum. Og þjóðin
myndi sanna það, að því fé væri
ekki illa varið — hvorki frá
hagsmunalegu né menningar-
legu sjónarmiði.
Einar B. Guðmundsson
frá Hraunum.
SKÁK
Tefld í Rogaska-Statina 1931.
Hollenzt tafl.
Hvítt: Pirce.
Svart: Ppielmann.
1. d4, e6; 2. c4, f5; 3. Rf3, Rf6;
4. g3, Bb4+; 5. Bd2, BxB+; 6.
RbxB, Rc6; 7. Bg2, 0-0; 8. 0-0,
d6; 9. Db3, Ivli8; 10. Dc3, e5; 11.
dxe, dxe; 12. Hadl, De7; 13.
Hfel, e4; 14. Rd4, RxR; 15.
DxR, c5; 16. Dc3, Bd7; 17. Rfl,
Bc6; 18. Re3, Rd7; 19. Bli3, Dg5;
20. Hd6 (f4 var nauðsynlegt)
Dh5; 21. Kg2, Hae8; 22. Rd5,
Re5; 23. Rf4, Df7; 24. Rd5, f4!;
25. Rxf4 (Hvítur á ekkert betra
til) g5; 26. Be6, Df6; 27. Rh5
(Rd5 yrði svarað á sama liátt)
Dxf2+; 28. Khl. Hvítur virðist
nú í fljótu bragði vera með unn-
ið tafl; Iivað á svartur að gera
gegn hótuninni DxR+?
8
7
6
5
4
3
2
1
28....Hf6!! (Ef DxRmámát-
ar svartur í tveim leikjum) 29.
Bd7? (Betra var að reyna RxH,
DxR; 30. H'xB, pxH; 31. Bh3,
Df2; 32. Hfl, Dd4! Svartur
stendur þá að vísu miklu hetur,
en eftir hinn gerða leik tapar
hvítur strax) HxH; 30. BxH,
Hd4! Hvítur gaf því hann, ræð-
ur ekki við báðar hótanirnar
BxB og Rg4.