Vísir Sunnudagsblað - 20.04.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 20.04.1941, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ eftir Sigurð Jónasson frá Bjarteyjarsandi Sigurður Jónasson er ungt skáld. Hann er borgfirskrar ættar og fæddur og alinn upp á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd. Sigurður er íslenzkur í anda og bera kvæði hans þess meriri. Það er umfram allt þróttur og dirfska, sem einkenna þau, en þar gætir einnig ljóðrænni strengja, því Sigurður er ekki einhæfur í ljóðagerð sinni. Hefir nær ekkert birzt af kvæðum Sigurðar til þessa, enda er hann maður hlédrægur og ófús á að trana sjálfum sér eða ljóðum sínum fram. 1 kvöld 1 kvöld skal ég ýta fleyinu á flot, þótt frostið sé biturt og stormurinn þjóti, þó lýsi af bylgjanna roktættu róti og ríði yfir byrðinginn hvítfölduð brot. Sýn mér nú hafleik þinn, hamrammi vetur, og heftu mí för mína, ef að þú getur! Ég stefni til vonarlands — varaðu þig, því vorgyðjan bíður og þráir mig. Hamist þið öldur, ijieð hótandi gný, ég hræðist ei kraft yklcar, þrá min er stærri, þvi hún lyftir andanum upp yfir ský, til eilífðar leitar liún, takmörkum fjarri. Öll ykkar stærð slíku almætti lýtur, aðeins þið ráðið hvort báturinn flýtur, — en hverju skiptir með skelina þá? 1 Hiín skal ná landi, mín nývakta þrá. Þótt stormurinn næði og kinnarnar kali, hanti kemst ekki að hjartanu, gusturinn sá, því handan við aldanna háfjöll og dali er hún, sem að ylurinn streymir frá. Öll hættan verður sem lokkandi leikur, lífsþrá er kraftur, en óttinn er reykur. Yfir sædrifið Ijómar ’hin langþráða sýn, ég lít þig á ströndinni, vorgyðjan mín. Uáfjallakyrvð Ó, volduga, heilaga háfjallakyrrð, eg helga þér kvöldsönginn minn; meðan nóttin breiðir um brúnir og hjalla bláa feldinn sinn. Og háfjallakollana kvöldroðageislar kveðja, en allt er hljótt, því náttúran býður börnunum sínum brosandi — góða nótt. Nú finn eg hve allt streymir öruggt í faðm þér, öræfa volduga lcyrrð. Hvert hljóð er nú þagtiað, nú hlustar blærinn, hver hræring er vandlega byrgð. En lækirnir hvísla nú ástljóðum einum, sem einungis tilheyra þér; ég heyri þau renna hljóðlega saman við hjartaslögin í mér. Ö, friðarins heimur! Ó, eilífa ást! 1 alveldi ríkir þú hér. Eg finn þessa helgi, sem hjúfrar sig að mér, sem heillar mig, faðmar að sér, og lætur mig dásemdir dreyma, unz dagur í austri sldn. Þá hverfur hún hljóð inn i hamrana sína, háfjallakyrrðin mín. Kvöldrö Eg finn að þú kemur svo heillandi hljótt, og hlýlega nálgast þii mig, er heiðfaldur dagtjalds er horfinn frá mér, og húmríka nóttin með völdin sín fer, en kvöldljóðið vakir við stirðnaðan streng; í stofunni skynja eg þig. Sem draumgyðja líður þú létt inn til mín og leggur mér arma um háls. En hjarta mitt töfrast og talar við þig í tónum síns orðvana máls. Þá hverfur mér allt það, sem að mér var sent, eg verð aleinn hjá þér, eg verð frjáls. Og öruggur get ég mi opnað þér leið á anda míns leyndasta stig. Eg finn að ég þarf ekki að fela þér neitt; eg finn að þú ein skitur mig. Já, því er mér sæla að sýna þér allt, er sál mín á skyldast við þig. Vfsnr Geri vandans þrautaþing þróttinn handarvana, þá snýst andans útsigling upp í landsteinana. Undramyndir á ég frá ýmsum skyndisýnum, nýt þó yndis oftast hjá æskusyndum mínum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.