Vísir Sunnudagsblað - 20.04.1941, Side 8

Vísir Sunnudagsblað - 20.04.1941, Side 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Nokkuru áður en styrjöldin brauzt út á Balkanskaga voru 10 grískar „hetjur“ fluttar út á eyju fyrir utan Grikklands- strendur, þar sem pólitískir fangar og glæpamenn eru geymdir. Þessar „hetjur“ sem svo eru kallaðar á grísku bænda- máli, mundu af öllum almenn- ingi bara vera kallaðar ræningj- arnir 10, sem eru síðustu „hetj- urnar“, sem sögur fara af á Grikklandi. Þeir verða nú að dúsa inni um nokkurra ára skeið Þessir ræningjar ganga undir nafninu „hetjur“ fyrir þá sölc, að upprunalega voru þeir upp- hafsmenn frelsisbaráttunnar grísku og gerðust stigamenn er tímar liðu fram. Það er í byrjun 19. aldarinnar sem „hetjurnar" komu fju-st fram á sjónarsviðið. Var það í Konstantínópel er þeir stofnuðu „hetjubandalagið“ — grískt leynifélag, sem vann að þvi að frelsa föðurlandið undan oki Tyrkja. Leiðtogar „hetjubandalagsins“ skipuðu félögum sínum að ráð- ást á tyrkneska ferðamenn og ræna þá fé. Skyldi þessu fé svo varið í þágu ættjarðarinnar. Þetta tókst með mestu prýði, það átti enginn Tyrki griðland í Grikklandi meir, því her- mannaflokkarnir , sem settir voru stigamönnunum til höf- uðs,voru engan veginn hlutverki sínu vaxnir og sjálfir teknir til fanga. Innan fárra ára logaði endilangt Grikkland i eldheitri uppreist gegn binni tyrknesku kúgun, og benni lyktaði með því að Grikkir fengu aftur fullt frelsi sitt. Tyrkirnir hurfu á brott en „hetjurnar“ ekki. Þeir voru orðnir stigamennskunni vanir, þótli bún skemmtileg og vildu ekki hætta henni. Þeir héldu sig einkum í fjöllunum í Norður- Grikklandi og réðust á ríka kaupsýslumenn og jarðeigend- ur — og þó sér í lagi á okrara. Þeir áttu ekki sjö dagana sæla á þessum árum. Yfirvöldin réðu ekki neitt við neitt og gerðu heldur ekki ýkja mikið til þess, af því að ræningjarnir héldu uppi einskonar siðferðis-stiga- mennsku, og voru ávallt og al- staðar á hælum þeirra sem sölsuðu undir sig eignir á ó- drengilegan hátt. Að sjálfsögðu lifðu stiga- mennirnir sjálfir í vellystingum Það er sagt um Jósep keisara praktug'lega, en þrátt fyrir það böfðu þeir mikið fé afiögu, og þvi útbýttu þeir á meðal fátækl- inga og bágstaddra. Þessir fá- tæklingar veittu ræningjunum oft og einatt mjög mikilvæga aðstoð i baráttunni við lögreglu og ber. Þótt einkennilegt megi virð- ast, þá voru „hetjurnar“ með fádæmum trúhneigðar; þeim kom aldrei til liugar að ræna presta né klaustur, en gáfu hins- vegar miklar fjárfúlgur lil alte- lconar trúmála- og velgerða- starfsémi. Þetta varð einnig til þess, að sumir prestar og ábótar urðu ómetanlegar bjálparbellur stigamarínanna. Eðli stigamennskunnar breytt- ist um leið og gríska þjóðarheild- in efldist svo, að liún gat lialdið uppi lögum og reglum í land- inu. Þá hvarf bið siðferðilega eðli stigamennskunnar, og hún varð að alniennum fyrirsátrum og' ránum á vegfarendur. Þrátt fyrir þetta var alþýða manna þeim vinveitt og lögreglumenn og hermenn sem eltu þá, mættu yfirleitt andúð og óvelvild bænd- anna. Þar að auki þótti ungum mönnum mjög til „hetjanna“ koma og flykktust að þeim til að geta lent í ævintýrum. Þá leituðu einnig til þeirra menn, sem fylgt liöfðu lögum blóð- liefndanna og voru þar af leið- andi friðlausir orðnir í landinu. Eftir heimsstyrjöldina kvað svo mikið að ránum og stiga- mennsku „hetjanna“, að yfir- völdin sáu sér ekki annað fært, en lieita geypifé til höfuðs bverri „hetju“. Þá kom og í Ijós live mjög vinsældir þeirra voru á þrotum. Fjöldi „hetjanna“ seldu félaga sína í liendur lögreglunni, til þess að kaupa sjálfum sér líf og frelsi. Sömuleiðis sögðu bænd- urnir unnvörpum til „hetjanna“ til að afla sér fjár. Þeir fáu stigamenn sem eftir urðu, réðust á friðsama ferða- langa, á hvern sem var og tóku ekkert tillit til þess, livort liann væri fátækur eða ríkur, þjónn guðs eða,syndaselur. Allir voru rændir því, sem þeir báru á sér. Rothögg sitt fengu þeir með því að skipuleggja árás á Venizelos, forsætisráðherra Grikklands. Hann komst nauðulega undan, en hans fyrsta verk var að senda 12.000 manna skipulagðan her til að elta óbótamenninaoghand- sama þá. Nú eru „hetjurnar“ horfnar -—- en er ekki ástæða orðin til að vekja þær upp aft- ur? annan, að hann bafi einliverju sinni dærnt fjóra liðhlaupa tii dauða, breytti síðar dauðadóm- inum í náðun þriggja sakborn- inganna og skyldu þeir spila urn líf sitt. Sá þeirra sem tapaði rnestu, slcyldi verða hengdur. Þrír þjearra dauðadæmdu gerðu það sem þeim var skipað og spiluðu um líf sitt, en einn þeirra harðneitaði að snerta við spilunum. Keisaranum var skýrt frá þessari þrjózku mannsins; hann lét leiða sakborninginn fyrir sig og spurði liann hverju framferði þetta sætti. „Yðar liátigiv“ sagði fanginn, „eg hefi þegar brotið einu sinni gegn lögum vðar og ætla mér ■ekki að gera það öðru sinni. I þeim stendur, að áliættuspil séu stranglega bönnuð.“ Keisaranum fannst svo mikið til um þetta svar, að hann náðaði alla fjóra sakborningana. 9 Yfirflotaforingi Bandarikj- anna heitir Kimmel og tók liann við James O. Ricliardsson. Hann er f. 1882. í heimsstyrjöldinni var liann yfirmaður á herskip- inu Arkansas. • Annar amerískur sjólirafn nefnist King og ræður liann yfir 125 herskipum, sem gæta eiga Atlantshafsstrandar Bandaríkj - anna. Hann er fæddur í Oliio 1878. Er ekki ólíklegt, ef Banda- ríkin skyldi lenda í stvrjöldinni, að þeirra Kimmels og Kings verði oft getið á næstu mánuð- um. • Þriðji flotaforingi Banda- ríkjamanna, sem víða er kunn- ur, er Thomas C. Hart, og kalla sjóliðarnir hann „pabba“ (Dad). Hann ræður yfir Asíuflota Bandarikjanna og hefir oft sagt nei, þegar Japanir vildu, að hann segði já. Ilart er fæddur í Micninganríki. Hann tók þátt í spansk-ameríska striðinu á her- skipinu Massachusetts og var flotaforingi amerískrar kafbáta- deildar, sem send var til Evrópu í Heimsstyrjöldinni. O Hér skal nú seinast en ekki sízt minnst fáum orðum á fræg- asta flotaforingjann, sem uppi er, en það er án efa Sir.Andrew Cunningham, eftir alla sigrana í viðureigninni við Itali á Mið- jarðarhafi, og er þó elcki minna um vert það, að undir hans á- gætu stjórn hafa Bretar alger- lega haklið yfirráðunum á Mið- jarðarhafi, og brezk kaupskip liafa siglt um það fram og aftur, Cíoðase* kmilDÍUg'Í Jón liyjólfsson er jiekktur meSal bæjarbúa. Hann hefir komið víSa viS sögu og starfaS hjá ýmsum menningarfyrirtækjum, svo sem Lúörasveit -Reykjavíkur, Leikfé- laginu, Vísi o. fl. ÞaS rn'ætti þess- vegna kalla Jón menning'arfrömuð. Hann varS 32 ára nýlega, og birt- ist her mynd.af honum í tilefni af því. undir vernd herskipa Cunning- hams. — Cunningliam var í þenna heim borinn í Dublin fyr- ir 58 árum og vill belzt allt af vera á sjó. I Heimsstyrjöldinni stjórnaði hann herskipinu Scdr- pion, sem mjög var frægt. Cunn- ingham leggur áherzlu á járn- liarðan aga, en er vinsæll af öll- um undirmönnum sínum. í 9 Eftirfarandi saga gerist úti í löndum, þar sem gin- og klaufa- veikin geysar í almætti. Ferðalangur einn kemur beim á bæ bónda eins og beiðist gistingar. Bóndi er tfegur, því hann óttast svo mjög að gestur- inn kunni að bera gin- og klaufa- veikina með sér. Ferðamaður- inn sækir hinsvegar fast að fá gistinguna, og þá loks er liann hafði svarið og sárt við lagt að það stafaði ekki nein hætta af sér var lionum leyfð gistingin. I bíti morguninn eftir kemur bóndi að ferðamanninum þar sem hann er að bursta á sér tennurnar. Verður bóndi þá æf- ur af reiði, tekur í öxlina á gest- inum og þeytir honum út úr dyrunum um leið og liann öskr- ar: „Það vissi eg að þú laugst að mér þorparinn þinn! Hélstu kannske að eg sæi ekki hvernig þú burstaðir á þcr trantirin? Og svo fullyrðir þú, ódóið þitt, að ekkert sé að þér!“

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.