Vísir Sunnudagsblað - 20.04.1941, Blaðsíða 1
1941
Sunnudaginn 20. apríl
16. blað
Mannskaðinn á Sporði 2. des. 1892
Vér sjáum margt er sögu vindar
blása
og sveifla myndum hennar líki
og reyk. —
%;. E. H.
—o—
1. Bak við árin.
Þegar litið er yfir takmörkin
sem aðskilja fortíð og nútíð,
koma liðnu atburðirnir frám í
sinni raunverulegu mynd, en
mismunandi skýrir, er stafar
bæði af mismunandi fjarlægð,
og ekki sízt af því hvað þeir
bafa markast mismunandi fast
á minnisspjöldin.
Atburður sá, sem bér verður
skýrt frá, er nú nær hálfrar ald-
ai* gamall, og margir af þeim,
sem við hann voru riðnir, horfn-
ir burt af leikvelli lífsins, og af
qkkur ferðafélögum, er eg einn
eftir. —-
Fyrir mörgum árum ritaði
eg frásögn af atburði þessum,
er hún allmikið lengri en sú,
sem hér birtist, rakti nokkuð
ættir o. fl., er þótti of langt að
birta í Sunnudagsblaðinu. Það
umrædda handrit er nú varð-
veitt í Landsbókasafninu. Fyrir
stuttu barst mér í bendur afrit
úr minnisblöðum Jóns L. Hans-
sonar frá Þóreyjargnúpi. Eins
og seð verður, kemur hánn
mikið við þessa frásögu. Eftir
að eg hafði borið saman frá-
sögu hans við handrit mitt', og
fundið að í öllum aðalatriðum
bar saman frásögnum, afréð eg
að rita um þetta aðnýju, — en
mjög stutt — byggt á nefndum
lieimildum. —
Slys þetta mun það síðasta á
19. öld í Húnaþingi, er stafaði
af hinum ægilegu hamviðrum
. Norðurlandsins.
Sýnir frásögn þessi meðal
annars við hvert ofurefli var
að eiga og ennfremur hjálp-
arlund, harðfengi og ratvísi
Jóns sáj. Hanssonar.
2. Tildrög ferðar minnar vestur.
Um haustið 1892, seint í nóv-
embermánuði, komu þeir bænd-
urnir Þorgrímur Jónatansson á
13ftir Porstein Konráðsson:
Kárastöðum og nágranni hans,
Stefán Þorsteinsson i Gröf á
Vatnsnesi kynnisferð austur í
Vatnsdal. Þorgrímur var ætt-
aður frá Marðarnúpi og hafði
ekki komið í dalinn til fjölda
ára.
Stefán var móðurbróðir minn
og 'kom austur að Haukagili að
finna systur sína. Seinni hluta
nóvembermánaðar hafði tíðin
verið umhleypingasöm, oft
sunnan suðvestan, en smá hljóp
í norður með harðviðrum og
frosti.
Mýrar við Hrútaf jörð voru þá
í eigu okkar mæðginanna á
Haukagili, en byggingarráð og
umsjá þeirra í höndum frænda
okkar Páls Leví á Heggstöðum.
Var því afráðið, að þegar þeir
bændurnir af Vatnsnesinu færu
vestur, að eg færi með þeim að
gegna ýmsum erindum vegna
Mýra o. fl.
Að morgni fimtudagsins 1.
desember lögðum við þremenn-
ingarnir upp frá Haukagili i
hægum útsynningi. Sóttist okk-
ur seint ferðin út dalinn. Þurf tu
þeir víða að koma, einkum varð
viðdvölin alllöng á Kornsá,
hofðu þeir ýms erindi við Lár-
us Blöndal sýslumann. Var
heimili þeirra hjóna alþekkt
fyrir höfðingsskap og risriu.
Eru mér minnisstæð ummæli
Þorgríms er við gengum út
túnið á Kornsá. „Væru mörg
heimili á landi ökkar á borð við
Kornsárheimilið yrði bjartara
yfir lífinu en almennt er."
í rökkurbyrjun lögðum við á
hálsinn upp frá Helgavatni, og
náðum seint um kvöldið að
Jörfa í Vatnsdal. Þar bjó þá
Helgi Bjarnason og frændkona
okkar Stefáns, Guðbjörg Ara-
dóttir frá Bergsstöðum á Vatns-
nesi. Helgi var fróður og kunni
frá mörgu að segja. Hafði hann
byggt upp ' Jörfann, ræktað og
sléttað prýðilegt tún. — Var
setið við samræður langt fram
á nótt. —
3. Úr minnisblöðum Jóns L.
Hanssonar.
Snemma i nóvembermánuði
gerði ákaflega snöggt áhlaup, og
fennti fé víða. Eg var einn þeirra
er þá leitaði fjár, og kom ekki
heim fyrr en um háttatíma.
Vantaði mig þá 16 kindur. Dag-
inn eftir hélt eg leitinni áfram
með vinnumanni mínum er
Sigurjón hét. (Sigurjón var son-
ur Hallgríms í Meðalheimi bróð-
ir Hallgríms sál. í Hvammi. Sig-
urjón er enn á lífi. — Þ. K.).
Leitaði Sigurjón fram um
Bessaborg og út um Sporðs-
hús og átti að leita alla Sporðs-
tunguna. En þegar hann kom
út að Miðdegishól — þar eru
stórir steinar — þá fann hann
kvenmann, er orðið hafði úti
daginn áður. Sigurjón fór í
Sporð og bað Jón bónda Gunn-
arsson að hjálpa sér til að
koma líldnu þarigað heim. En
er Margrét kona Jóns heyrði
þetta lagðist hún með gráti upp
í rúm. Þorði Jón því ekki að
flytja likið þangað heim, því
kona hans var veikluð. Fluttu
þeir líkið í Selás í kofa utan við
bæinn. Kvenmaður þessi hét
Anna' og var Guðmundsdóttir.
Hafði hún ætlað í Vatnshól en
orðið þarna úti.
Þetta var á miðvikudag. ....
4. Frá Jörfa að Sporði.
Föstudaginn 2. desember
komumst við ekki fyrr en seint
af stað frá Jörfa. Veður var milt
en útlit mjög tvísýnt. Hlóð nið-
ur fönn úr logni; sá mjög litið.
Héldum við fram Víðidalinn
sem leið liggur, en eftir að við
komum yfir Víðidalsá óx fann-
koman, svo lognfönnin tók
okkur fyllilega i miðjan legg.
Við lögðum á Björgin; samræð-
ur urðu litlar, sem einhver ör-
lagaþungi lægi yfir okkur.
Ekkert sást út fyrir veginn, en í
logninu barst til okkar hið
þunga bfimhljóð norðan frá
söndunum. Við héldum áfram
án þess að mæla orð, en þegar
kom á há Selásinn stönzuðum
við, athuguðum útlitið og
ræddum um hvað gera skyldi
— eða haga ferðalaginu. Var þá
ögn bjartara — minna kafald
en koldimmur allt i kring. í
norðri sáust smá skafhríðar
rokur, er þyrluðust hátt í loft
upp, og æsings brimhljóð í
norðri — frá hafinu.
Ræddu þeir eldri mennirnir
um hve lagt skyldi á Miðfjarð-
arháls, en af því að þeir töldu
vist að eftir stutta stund myndi
komin svarta hríð, afréðu þeir
að reyna að ná Sporði, sem var
skammt vestar, og var Þor-
grimi falin forystan, bæði vegna
þess að hann var þrautkunnug-
ur, hafði búið í Sporði og þess
utan alþekktur að gætni og for-
sjálni. Var nú lagt ofan vega-
sneiðingana í Selásnum, að því
leyti sem þeim varð fylgt, en
vart vorum við komnir ofan í þá
miðja er fyrsta hríðagusan
kom, og svo hver af annari.
Veðurhæðin óx með hraða, svo
fljótlega gátum við ekki staðið
uppréttir. Vindstaðan á hlið og
ætlaði hríðin alveg að kæfa
okkur. Tók Þorgrímur það ráð
að hann hafði snaáristaug á
millum okkar, skreið sjálfur á
undan, en við á eftir, þvi engin
leið var að ganga — þvi komið
var fárviðri.
Loks stanzaði Þorgrímur allt
í einu, fundum við að eitthað
þverhnípt var fyrir framan okk-
ur, er líktist vallargarði, fórum
því að reyna að komast yfir
hann, en ufðum þess þá vísari,
að þetta muni hallandi húsþak,
fórum ofan óg skriðum með-
fram veggnum, að leita dyra, er
við fundum- fljótlega. Stóðu
þær opnar, og mikið fennt inn
í húsið. Lofuðum við guð fyrir
að hafa náð húsaskjóli. Rifum
við fönnina með höndum og
fótum frá hurðinni til að koma
henni aftur. Þetta reyndist fjár-
hús, en tómt. Taldi Þorgrímur
það myndi svo kallað Hólhús
syðst í túninu, og myndi bæjar
/