Vísir Sunnudagsblað - 20.04.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 20.04.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 LUIS TREMKER: Pétur Piffroiter, LUIS TRENKER í Bozen blómstra trén, vorið er komið á himinn og jörð. Það er komið að páskum og þó að dagurinn í dag sé venjulegur virkur dagur, er það þó hátíðis- dagur. Bifreiðin mín rennur mjúk- lega af stað, eins og hana langi til að taka sprettinn. Eg ek beina leið úr bifreiðaskýlinu lit i Via Vittorio Emanuele, þar sem byggingaskrifstofan míri er. Járnbrautastöðin er riýbyggð, stolt og ferhyrnd, stíllinn nýr og misskildur. Þetta er bygginga- fræðilegt örverpi. „Það er ekk- ert við þessu að gera“, hugsa eg og held áfram til skrifstofunnar minnar. Fyrir utan dyrnar stendur vinur minn Pétur Piff- roiter frá Klausen. Hann er myndhöggvari, svart- Iiærður, og hakan á honum er með bláleitum blæ, þegar liann er nýbúinn að raka sig. Hann tottar sí og æ stutta reykjarpípu. Hann er munnstór en varirnar þunnar. Höfuðlagið er fallegt eins og myndhöggvara sómir. Við höfum þekkt hvor annan lengi. Á héimsstyrjaldarárun- um mótaði hann standmynd af týrólsku keisaraskyttunum. í tilefni af þessu sat eg, þegar eg fékk frí frá herþjónustu, sem ein aðal fyrirmyndin, fyrir hjá lionum um þriggja vikna skeið í listaakademíinu í Vín. Það var mjög ánægjulegt. Eg ann andrúmsloftinu í höggmynda- sölunum, eg gleðst yfir mótun leirsins og mér þykir gaman að sjá ]>egar listamaðurinn gengur nokkur skref aftur á bak, dreg- ur annað augað i purig og virðir fullur gagnrýni ýmist listaverk- fð eða fyrirmyndina fyrir sér. Það var með öðrum orðum þessi vinur minn, Pétur Piffro- iter, sem stóð umræddan morg- un fyrir utan skrifstofudyrnar mínar: „Iivert ætlarðu?“ „Til Mílanó. Eg er með ráða- gerð í huganum, sem eg ætla að koma þar á framfæri. Viltu koma með?“ „Veðrið er svo töfrandi, að mig hálflangar til að koma með.“ „Hefirðu einhvern farareyri á þér? Eg er ekki nógu byrgur fyrir báða, því ferðin varir semrilega i tvo eða þrjá daga.“ „Jú, eitthvað liefi eg á • íí mer .... „Jæja, komdu þá inn, apa- kötturinn þinn. Svo höldurn við af stað.“ Vélin gengur prýðilega. Veg- urinn liggur framhjá mynda- styttunni af Walter von der Vogehveide, framhjá ítölsku sigurstyttunni, framhjá gamla þýzka Grieser-klaustrinu og framlijá þúsundum og aftur þúsundum af blómstrandi kirsu- lierja-, epla- og ferskjutrjám, og við brunum á fullri ferð eftir Mendelveginum upp á skarðið. Hjá Matthildi, ungu, laglegu ráðskonunni í Mendelsgislihús- inu er ávalll nægan og mikinn mat að fá. Eg fer fram á það, að við snæðum þar miðdegisverð og ökum svo beina leið jTfir Tonale og Apricaskarðið tii Milanó. Peter er samþykkur þessu. Við mötumst og biðjum að því loknu um reikninginn. Eg borga minn hluta. Pétur þreifar niður í vasa sinn, dregur upp úr honum tóbakspung, treður úr honum með mestu hægð í pípu sína og muldrar eittlivað í skegg sér. Til að byrja með skil eg ekki hvað hann á við, en svo heyri eg að hann endurtekur: „Gjörðu svo vel og borgaðu líka fyrir mig, eg er ekki með nóga pen- inga á mér.“ „Eg hélt að þú liefðir......“ „Jú, vitaskuld lief eg peninga, en bara ekki nóga . . . .“ „Ja, þá hefirðu vissulega ekki mikið af þeim.“ Hann var með einn einasta tíu-líruseðil í pyngj- unni. Við ökum áfram, í gegnum hinn undurfagra Nonsdal, upp til Tonale. Á vinstri liönd blasa við jöklar og tindar Presanella — og Adamellofjalla. Upp á skarðinu mætum við kindahóp- um og veðurbitnum fjárhirðum. Kyrrð, fegurð og friðsæld hvílir yfir Alpafjöllunum. Innan stundar þjótum við framhjá Edolo meðfram hvit- fyssandi fjallalæknum og stefn- um eftir bugðum Apricavegar- ins upp á hæztu fjallsbrún. Það er undursamlegt, sólin sendir brennheita geisla sína niður á veginn og niður á liöfuð okkar, og voldug kastaníutré teygja sig upp úr dölunum og upp í fjallshlíðarnar. Uppi á fjallsbrúninni hvílum við okk- ur aftur. Tiranodalurinn blasir framundan. Landslagið er búið að fá á sig ítölsk einkenni. Aftur rennur bíllinn af stað og flautar i sífellu við beygjur og bugður, það hvín í bremsunum og vélin drynur af þróttmiklu fjöri. Dag- ur er liðinn að lcvöldi. Minn ágæti vinur, Pétur, er þögull og lemur ástfólgna reykjarpípuna sína. I kröppustu beygjunum heldur hann sér föstum með báðum höndum. I Mílanó leigjum við okkur tveggja manna herbergi og um kvöldið sitjum við yfir rauð- vínsglösum og röbbum um feg- urð gömlu og Ijótleik nýju bygginganna á hinni endurreistu Italíu. Þegar við göngum til hvílu, opna eg báða svefnherbergis- gluggana upp á gátt. Þrátt fyrir það verð eg rétt á eftir að biðja Pétur að lóta skóna sína út fyrir dyrnar. Þegar það nægir ekki til að þefurinn batni í herberg- inu, bið eg hann að láta sokkana sina út líka. Fyrir utan tóbaks- pípuna sina, liefir þorparinn bókstaflega ekki nokkurn skap- aðan hlut með sér, ekki svo nrikið sem sápu né neitt annað til að snyrta sig með. Morguninn eftir gef eg hon- um peiringa með vinsamlegum tilmælum um að liann kaupi sér þegar nýja sokka, sem hann og lofar að gera. Klukkan fjögur síðdegis hitt- umst við í Piff-kaffihúsi undir Galleria Vittorio Emanuele, fá- um okkur svaladrykk og skemmtum okkur við að horfa á þá innfæddu. Seinna gengum við saman út til Santa Maria della Grazie og hrifumst af þvi að horfa á kvöldmáltíðina eftir * Leonardo da Vinci. Það er hræðilega lieitt. Svo kemur sím- skeyti og eg er í skyndi kallaður upp á Bernínafjallskarðið. Eg er því neyddur til að leggja strax af stað til að komast til Tirano í kvöld. Við tökum leigubíl og ökum út til bifreiðageymslunn- ar sem liggur utanvert við borg- ina. Það er litill Fiatbíll og það varir ekki lengi unz óþefurinn er orðinn álíka mikill i lion- um og hann var í lierberginu mínu um nóttina. Ertu búinn að drekka fyrir alla peningana, eða keyptirðu þér líka soklva?“ Án þess að mæla orð af vör- um, tekurhann böggul, vafinn inn í silkipappír, upp úr vasa sinum. I honum eru flunku- nýir, hvitir s'okkai*. „Já, en það er á fótunum en ekki í vasanum sem þú átt að haí'a nýju sokkana!“ Jafnframt þvi sem Piffroiter umlar eitthvað niður í barm sér um sparnað og að ekkert liggi á, tekur liann af sér skóna, fer svo úr gömlu hvítu sokkunum sín- um og loks fer hann í þá nýju. Eg svitna eins og í gufubaði. Jafnvel Pétri er ekki rótt því hann tottar pípuna sína af meiri áfergju en áður. Báðir bilglugg- arnir standa opnir, óþefurinn er liræðilegur. Eg segi: „Þú ert svin, kæri Pétur. Sann- kallaður bölvaður sóði.“ „Hvers vegna?“ Þegar hann er kominn í nýju sokkana sína, veit liann ekki hvað hann á að gera við þá gömlu. Hann vefur þeim vand- lega saman og stingur þeim loks undir bólstrað aftursætið í bíln- um. Eg virði bilstjórann fyrir mér, sem einskis ills ræntir og

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.