Vísir Sunnudagsblað - 04.05.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 04.05.1941, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ THEODOR ARNASON: MEIRA UM SPORA Eg þóttist verða þess var, að ýmsir liöfðu gaman af sögu- lirafli, sem birtist hér í „Sunnu- dagsblaði Vísis“ í fyrravetur, af „Spora“ — fallegum og skemmtilegum hundi, sem eg átti einu sinni. Sumir vildu Iieyra meira um Spora, og er það útlátalaust, því að af miklu er að taica. Það leið varla svo dagur, á hans stuttu hundsæfi, að hann gerði eklci eittlivað, sem ýmist var broslegt eða að- dáunarvert, -— af því að hann var nú bara Iiundur. . Hér fer nú á eftir ofurlítill viðbætir. Ekkert var barn á lieimili okkar, þegar eg eignaðist Spora litla. Var horium \ þess vegna sinnt mun meira, en ella hefði gert verið, — leikið sér við hann, stundum, og „dekrað“ við hann dálítið, og ef til vill meira en gert er við hunda yfirleitt. En af þessu og þvi, hve fámennt var á lieimilinu, var hægra að skilja Spora, — og honum reyndist þá líka auðveldara að skilja okkur. Enda var það svo, að hann virtist fylgjast ná- kvæmlega með öllu, sem gerð- ist á heimilinu, eftir að hann fór að síálpast og skilja fyrst og fremst það, sexn við hann var sagt, og oft það, sem, við hjónin töluðum okkar á millí, eða svo fannst okkur, •— að minnsta kosti gerði liann sér mikið far um að reyna að skilja, einkum ef hann var eitthvað nefndur. Var það venja hans, þegar við sátum í stofu og vor- um eitthvað að skrafa saman, stafaði af þvi, að flugmennirn- ir skildu ekki liverng draumur- inn var til kominn, og kunnu þessvegna ekki nægilega að meta gildi þessarar aðvörunar. 14. apríl. Helgi. Pjeturss. að setjast á gólfið fyrir framan okkur, með uppspert eyru og forvitnislegu aunaráði og 110143 á okkur á víxl, eftir því, hvort okkar talaði. Þetta var stundum býsna spaugilegt, — þegar liann þurfti að hafa liraðann á að víkja til hausnum. Það var eins og hann kæmist frekast að nið- urstöðu, ef liann sæi framan í þann, sem talaði. Oft varð hann auðvitað að gefast upp. Stóð hann þá upp, hristi sig og liljóp upp í stólinn, sem honum var ætlaður, út við gluggann, og lét sem sér kæmi ekkert við okkar tal. Sumar setningar skildi liann þó( áreiðan'lega, þó að sagðar væri í miðju samtali, og hann ekki nefndur á nafn. T. d. ef annaðhvort okkar sagði „Eig- um við ekki að koma út að ganga!“ Þá hoppaði hann strax upp og dansaði fram að dyrum. Ekkert þótti lionum jafn- skemmtilegt, og að fá að vera með okkur úti. — Og þegar liann var að hlus'fa á okkur, var liann eins og að bíða eftir slik- um setningum. En svo verður dálítil bylt- ing á þessu litla heimili. Við tök- um stúlkubarn, aðeins fárra, mánaða, í fóstur, á meðan móð- ir þess er á sjúkraliúsi. Þegar komið var með þennan „bögg- ul“ og tillieyrandi farangur, svo sem smárúm og fleira, gerðist Spori ærið forvitinn. Hann vappaði til og frá, álengdar, á meðan verið var að taka utan af bögglinum umbúðirnar. En þá kom liljóð úr horni og Spori færði sig nær, með uppsperrt eyrun og allur eitt spurningar- merki. Litla stúlkan var að gráta. Og nú tók kona min við henni og fór að gæla við hana. En þá varð Spori alveg trylltur. Það var eins og liann skildi strax á stundinni, að þarna væri kominn einhverskonar keppi- nautur hans um vinsemd hús- freyjunnar. Annað gat þetta ekki verið. Og okkur þótti furðulegt, liversu fljótur hann var að átta sig á þessu. Aldrei kom það fyrir, að bann léti svo óhemjulega innanhúss* og í þetta sinn. Hann urraði og gelti frekjulega og dansaði fyrir framan konuna, — en var svo látinn út. Næstu daga var urgur í Spora og einkum varð hann úrillur, þegar hann sá, að konan tók litlu stúlkuna upp úr rúminu. En þetta jafnaðist auðvitað fljótlega og urðu þau góðir kunningjar, litla stúlkan og hundurinn. Aldrei urðu þau þó leikfélagar, því að Spori skildi það furðu fljótt, að við vildum ekki, að liann gerði sig heima- kominn við barnið, — og hann gegndi því, og liélt sig álengdar. En við tókum brátt eftir því, að liann vildi alltaf vita, hvað Gunnu litlu leið. Þegar liann hafði verið úti, sótti hann jafn- an á það, að komast sem fyrst inn, þar sem hún lá í sínu litla rúmi, og gægjast upp fyrir rúm- stokkinn hennar, veltandi vöng- um, eins og til að ganga úr skugga um að allt væri í lagi með hana. Og þegar farið var að láta litlu stúlkuna niður á gólf, uridi Spori heima öllum stundum. Iiann ætlaði þá að verða nokkuð nærgöngull við bana fyrst i stað, og vandlega þurfti liann að virða liana fyrir sér. En hann sætti sig brátt við það, að vera álengdar, þegar Gunna var að brölta á gólfinu. Og nú fann hann sér sjálfur lilutverk, sem hann rækti dyggi- lega. Hann gerðist vörður og verndari litla barnsins. Stofan, þar sem Gunna litla hafðist oft- ast við, var lilýjuð með kola- ofni. Spori vissi það af eigin raun, að þetta var hættulegur gripur. Sjálfur flatmagaði hann venjulega úti í einhverju stofu- liorninu og fylgdist með öllum athöfnum Gunnu. En ef honum fannst hún vera komin ískyggi- lega nálægt ofninum, stóð hann. upp, lötraði til hennar, beit lauslega aftan í kjólinn liennar og dró hana úr hættunni, fram á mitt gólf, — en strunsaði svo á sinn stað aftur. Einu sinni sem oftar voru þau tvö ein í stofunni, Gunna og Spori, — en eg var i næsta her- bergi og opnar dyr á milli. Litla stúlkan sat uppi i rúmi sínu og var að horfa á Spora, en hann var að leika einhverjar listir á miðju gólfi, — mér skildist helzt, að hann vera að eltast við flugur, og Gunna litla var á- kaflega athugul. En allt í einu gea-ast einliver ósköp, stúllcan litla gepir og Spori geltir við snöggt og tekur viðbragð.------ Vinnukonan hafði ætlað að fara að þvo gluggakarma í stofunni, komið inn með slatta í fötu af volgu vatni, — gleymt ein- hverju frammi og sett frá sér fötuna á gólfið, rétt fyrir fram- an rúm Gunnu. En svo liafði Gunna liaft mikinn hug á leik Spora, að hún hafði víst ætl- að að standa upp í rúminu, en stakkst þá fram úr — og beint ofan í fötuna. En Spóri þaut eins og elding að fötunni og velti henni, áður en til greina gat komið „yfirvigt“ af Gunnu sjálfri. Bamið sakaði ekki, — en auðvitað varð af þessu ákaf- lega mikið „uppistand“ og grát- ur. Eg sá þetta út undan mér úr sæti mínu, um leið og Spori, en varð auvitað langt á eftir honum á vettvang. Og svo er hér að lokum ein saga um okkur tvo, — mig og Spora. Kvöld eitt sátum við að spil- um heima lijá mér, eg og þrír kunningjar mínir. Eg liafði átt einhverja lögg á flösku, en það var Iapið og þótti ekki nóg. — Skammt var til næsta sprútt- sala, og brá eg mér út í þeim erindum, að fá hjá honum, lítils- liáttar viðbót. Spori hafði verið útivið, og kom þegar dansandi á hæla mér. Maðunnn, sem eg ætlaði að hitta, átti heima í bakhúsi, og kolsvart sund þang- að heim. Einhvemtíma hafði Spori verið mér samferða þang- að áður, og þegar eg beygði af götunni inn í svarta sundið, varð hann hamslaus. Fyrst hljóp liann fram fyrir mig og- flaðraði upp um mig, en síðan þvældist hann flatur fyrir fót- um mér og loks tók hann að gelta og urra að mér og láta ófriðlega, hoppandi í kring um mig. Seinast var hann orðinn svo æstur, að hann fór að glefsa í mig. Ekki mun hann þó hafa viljað bíta mig, — en það varð samt. Honum varð það á, að taka lieldur djúpt i aðra buxna- skálmina mína, svo að eg fann til tannanna og liljóðaði við. Þá var sem hann áttaði sig sam-, stundis. Hann hætti að urra og gelta, — gerði eina tilraun til að sleikja á mér aðra hendina, en hvarf mér svo í myrkrið, — en eg lauk mínu erindi. Mér var sagt, að hann hefði verið undur lúpulegur, þegar hann kom inn, — bakdyrameg- in, en þá leiðina fór hann sjaldnast, — og ef eg kom fram í eldhúsið um kvöldið, bærði hann ekki á sér og lézt sofa. — Næsta dag vorum við báð- ir lúpulegir. En svo gleymdist þetta. Eg hefi engar skýringar með þessari sögu. En mér er hún minnisstæð.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.