Vísir Sunnudagsblað - 11.05.1941, Blaðsíða 6
6
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
Þarna sá á ljósbláan toppinn á
Selfjalli yfir hæðirnar í suðri
— þarna lá vegurinn, suður alla
heiðina. Þarna var Sandurinn —
og þarna blikaði á rönd af vatn-
inu, sem þau höfðu farið fram
lijá rétt utan við sveitina. Það
var enginn vandi að rata til
baka. Ef hún — ef hún reyndi
nú? Hjarlað barðist ótt. Hún
gat falið sig á bak við einhvern
liáa melhólinn, ef fólkið færi að
leita. Og það mátti ekki vera
lengur en þennan eina dag — á
morgun fór skipið. Þá gæti hún
verið komin heim til Sigríðar á
Stórugrund. Hún mundi varla
fi-amselja hana, ef þeir hefðu þá
tíma til þess að leita eftir henni
alla leið. Já, hún ætlaði — liún
mátti til! Hún hafði enga
minnstu ró. En —■ systkim
hennar? Gunna hugsar um þau
með mönnnu, Gunna er góð
stúlka og þau eru svo lítil og
sakna ekki — nei, þau hlökkuðu
bara til, öll þau eldri. Þau vita
heldur ekki það, sem hún veit,
um sorg og söknuð húsfrú Sig-
ríðar — hún ein veit það allt —
og v e r ð u r að snúa við, heim,
heim! — Hún stekkur ofan af
hlöðuveggnum lítur flóttalega
heim að bænum. Nei -— það tek-
ur enginn eftir henni. Hún Iæð-
ist eins og köttur suður með
vallargarðinum og úl í gegn um
hliðið. Þaðan liggja göturnar
þráðbeint suður holtin. Hún
hleypur sem fætur toga — og
allt af dýpstu göturnar, svo að
lnin sjáist síður. Nú var hún
komin suður af bæjarholtinu og
göturnar lágu þvert yfir dálítið
mýrarsund. Freydís var hrædd
við mýrar og kviksyndi. Kring
um Stórugrund var allt þurrt.
Hræðslan gefur henni vængi yf-
ir troðningana. Þarna hafði
hesturinn hennar sloppið ofan í
með annan afturfótinn — þama
hafði liestur Þorvaldar hnotið.
En hún er lctt og flýgur yfir
allt. Nú er mýrarsundið þrótið
og lág liolt og melar taka við.
Hún sér glöggt slóðir liestanna.
Hún er á réttri leið. Nú gefur
hún sér tíma til að líta við. Bær-
inn á Felli hafði verið í hvarfi á
meðan Iiún hafði verið að fara
yfir mýrina. Nú kemur hann
aftur í Ijós, ógnándi og fram-
andi á svip. Freydís gerir eins
lilið og hún getur úr sér og þýt-
ur áfram, ýmist djúpar eða
grunnar reiðgöturnar. Nú var
hún komin upp á holtið, sem bar
hæst og það varð léttara undir
fótinn suður af. Næst þegar hún
lítur við er Fellsbærinn kominn
í hvarf. Frejrdís hægir ofurlitið
é sér og svipast um eftir felu-
stað, ef hún yrði nú elt. En
framundan eru nú sléttir melar
og grunn lautardrög. Enginn
góðnr felustaður fyr en suður á
heiðina kemur. Þar eru dálitlir
hólar og börð hér og þar og
gömul beitarhús á miðri heið-
inni. En þar myndu þeir nú
leita. Hún ætlaði ekki að felá
sig þar, heldur í djúpum ^iður-
'skorningi á bak við eitthvert
barðið eða hólinn. Áfram, á-
fram! — Hún litur við ennþá
einu sinni, Fellsbærinn sést á
ný, en engin breyting er þar
heima. Fóllcið var sjálfsagt að
drekka kaffið. Hestarnir voru
á við og dreif ofan við túngarð.
Áfram, áfram! O, livað henni
sóttist seint. Þegar liún kom ríð-
andi framan þessar sömu götur
hafði lienni eklci fundizt það svo
sérlega langt, en nú — ó, voru
þessir melar endalausir! Hún
koma að litlum læk og henti sér
niður og draklc, hún var svo
voðalega þyrst. Á eftir mundi
hún verða duglegri. Nú sýndist
ekki alveg eins langt eftir til
heiðarinnar ,og sú leið, sem hún
varbúin að hlaupa. Hún leit sem
allra snöggvast við — þarna
voru einhverjir komnir lil hest-
anna. Nei, það voru bara dreng-
irnir á Felli, sem gættu þeirra.
Þeir liöfðu líka verið þarna þeg-
ar hún fór, en svo niðursokknir
í að tala um einn hestanna og
skoða liann, að þeir tóku ekkert
eftir henni. Á stað, á stað! Aftur
hljóp hún sem fætur toguðu
suður melana og móana. Nú
nálgaðist hún óðum heiðina og
þar voru blessaðir skorningarnir
og börðin. Aflur lækur — en nú
fékk hún sér ekki að drekka,
heldur hóf sig til stökks yfir
lækinn, missti fótanna er liún
kom yfir um og valt ofan í læk-
inn, en hann var grunnur og hún
reif sig upp úr honum.Hún hafði
blotnað löluvert, en livað gerði
það! Henni var vist nógu heitt.
Allt í einu heyrir hún lmndgá —
lítur við og hjarlað lemur
brjóstið. Nú var komin hreyf-
ing á hestana og fólk sást úti á
lilaðinu. Ó, góði guð, hjálpaðu
mér! Látlu þá ekki finna mig.
Eg vil ekki fara — vil ekki fara
— vil ekki fara. Hugurinn end-
urtekur orðin í takt við flýjandí
fæturna. Ilún var búin að fá
hlaupasling en sinnti þvi ekkert
— studdi aðeins hendinni við og
við fast á hjartað, þar fann hún
alt af meira og meira til —- en
hún v a r ð að ná heiðinni,
komast í skjól, fela sig vel, vel
og vandlega. Áfram, áfram! —
Hún dettur um stein, flumbrar
sig á hnénu og finnur sárt til —
en hvað gerir það. Nú styttist
óðum að heiðinni og þá má liún
flejrgja sér niður og kasta mæð-
inni. Þeir mundu þeysa fram-
hjá, eins og þegar útilegumenn-
irnir voru að elta Höllu bónda-
dóttur. Áfram, áfram! Hún var
að fá sog fyrir brjóstið af mæði,
en hægði þó ekki á sér. Það
sindraði fyrir augunum og svit-
inn tók að renna ofan andlitið.
Hún þorði ekki lengur að líta
við, heldur þaut beint áfram,
eins og valelt rjúpa. Þarna kom
ofurlítill mýrarfláki og svo
heiðin — hlessuð Iieiðin. Verst
var, hve troðningarnir voru ó-
Ijósir og krókóttir i mýrinni —
það tafði liana. Allt í einu nam
liún staðar, sökk, sökk. Guð al-
máttugur! Átti liún að drukkna
þarna? f örvæntingunni kastar
liún sér láfram, þrífur í langt
mýrgresið, nær handfestu, liall-
ar sér ennþá betur áfram og nær
fyrst öðrum fætinum, síðan
hinum upp úr ísköldum keldu-
leirnuni. Svo kemst liún á fæt-
ur, — flýgur, fremur en hún
hleypur yfir það, sem eftir er
af þessari liræðilegu mýri. Hún
er komin fram á heiði! Stór-
gerður fjalldrapamór fagnar
henni, eins og verndarvinur. Nú
getur hún fleygt sér ofan í ein-
hvern slcorninginn. Loksins
gefur hún sér tima til að líta við.
Nei, enginn lifandi maður sjá-
anlegur! Hún hlær og grætur af
fögnuði, þrá og þreytu, en —
þ á e r k a 11 a ð!
— Aldrei, hversu gömul sem
Freydís á að verða, mun hún
gleyma þessu kalli og livernig
barnshjarta hennar kipptist við,
eins og smáfugl, sem grimmdar-
kló ránfuglsins hefir læst sig inn
í — djúpt, djúpt. Örið hverfur
aldrei, þó að fuglinn lifi.
Undarlegt er mannlífið. Þeir,
sem lifa í bliðasta skjóli, falla
stundum eins og strá, liversu
lítið sem kular. En lítil stúlka,
*sem hefir hlaupið lengra en
menn fá trúað og er holdvot
orðin af svita, mýrarleir og
lækjarvatni og búin að fá sting
fyrir brjóst, sáran sem sverðs-
odd — og þó ennþá sárari and-
legan áverka — lifir og virðist
ekki verða um ferðina norður
Mesopolamia — eða Irak eða „Landið milli fljótanna“ -— tákna öll sama landið. Þaðan er þessi
mynd. Hún er af loftvarnahermönnum þar í landi, enda þótt mennirnir líkist fremur ræningjum úr
„1001“ nótl en hermönnum nútimans.