Vísir Sunnudagsblað - 11.05.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 11.05.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSlR SUiNNUDAGSBLAÐ lendi í mótsögn við sjálfan sig, í sumum atriðum máls síns. Þess vegna drep eg á þetta, að þessi dæmi sýna það, hve mis- jöfnum augum menn líta á silfr- ið, einn telur grásilfur, það sáma, sem annar telur slcýran málm. Þegar ritstjóra Tímarits Máls og menningar liggur lífið á, að beita fyrir sig málsmetandi manni til styrktar sinni fullyrð- ingu um það, að H. K. L. sé stór- skáld — þá er „sjiálfur Sigurður Nordal“ óyggjandi dómari. En ])Cgar S. N. talar um líkindi fyrir eilífu lífi, þá er „sjálfur Sigurð- ur Nordal“ hversdagsmaður, sem stendur liöllum fæti, að dómi ritdómara, sem ritstjór- inn virðist vera samþykkur. Það er að vísu álitamál, þeirra sem teljast hlustendur og áhorf- endur, hvort einn eða annar er fær um að dæma um mjálefni og menn. Ritliöfundar Tíma- rits máls og menningar geta sagt, að eg liafi ekki vitsmuni til dómsúrskurðar um bók- menntaefni. Og slíkt hið sama get eg sagt um þá. Þeir geta rétt upp finguma og hrópað: Klipt! Eg get sagt: Skorið! Þá væri herrnt eftir kerlingunum nafn- toguðu, sem lentu i dýinu. Af mér er það að segja, að mér virðist Sigurður Nordal vera miklu djúpskyggnari og háfleygari í hugsun og rök- semdafærzlu, í hókinni um „líf og dauða“, en í Lesbókarrit- dómnum um Ólafssögu Ljós- vikings. Mér kemur Nordal fyr- ir sjónir i hókinni sem þungur maður á metum, en í ritdómn- um þykir mér hann vera augna- bliksmaður og heldur léttvægur í röksemdafæi'slu. Það sannar minna en ekkert, að fullyrða um rithöfund, að bókagerð hans sé „ihnandi skáldslcapur“. Aðrir stórvel gefnir menn, en S. N. hafa þveröfuga skoðanir á þess- um liöfundi. Og hvoragir geta sannað mál sitt, vegna þess, að það er tilfinninga- og álitamál, hver sé verulegt skáid, eða miðlungsmaður (skáld). Orð- slyngir menn geta sótt þau mál og varið, svo kænlega, að livítt verður svart og svart hvítt, á svipaðan hátt, sem lögfræðingar geta ásakað afbrotamenn, eða borið í bætifláka fyrir þeim, og fer sú málfærsla eftir því oft og tiðum, hvort til mikils fjár og frama er að vinna, eða lítils. Mat á skáldum, svo sem t. d. stjói'nmálamönnum, fer mjög mikið eftir því, hvort samúð er að verki eða þverúð. (andúð). Eg nefni dæmi, sem ekki verður véfengt. .Tón Ólafsson, sá fluggáfaði maðUi', ritaði um fyi’stu útgáfu ljóðmæla Gx'íms Thomsens og dæmdi lxann Grím leirskáld, eða þvi sem næst. Þeir voru á önd- vex'ðum stjórnmálameið, og þær væringar ollu, undir niðri, dauðadómi Jóns Ólafssonar. Nú ber engi maður brygður á það, að Grímur sé lxöfuðskáld, þó stirðkvæður sé stundum. Jón Ól. óx upp úr unghngsbuxunum og má sanna það með þvi, að liann har lof á Einar Hjöi'leifs- son fyrir „Ljóðmæli“ í sömu andránni, sem þeir hárust á hanaspjót út af þjóðmálum — ritstjórar Heimskringlu og Lög- bergs. Úlfúð út af þjóðmálum, eða trúmálum, veldur þvi sífellt, að skáld fiá eigi að njóta sannmæl- is. Á liinn bóginn veldur þjóð- mála- og trúmálafóstbræðralag oflof um skáld, svo að gallagx-ip- ir eru gerðir að lárviðarskáld- um, sem ilminn leggur af — i vit þeirra manna, sem samherja- dómurinn hefir gert að lilægi- legum loftungum. Tvö bókmenntafélög ætla nú að spreyta sig á, að rita og gefa út sögu þjóðar vorrar og lands- ins, sem vér húum á. Hvor sagan um sig mundi vega klif, en báðar hestburð, ef að líkindum lætur. Þessi ráðagerð vekur upp endurminning um austurlenzka dæmisögu: Soldán einn lagði fyrir til- tekna spekinga — að tilstuðlan í-áðgjafa sinna — að rita sögu ríkisins, er hann réði og skyldi vera öldum mönnum og óboi’n- um til fullnægju. Soldáninn var ungur, þegar lxann gerði þessa tilskipun. Nú liðu mörg ár, þar til söguritarai’nir komu með handritið. Eigi man eg livort heldur það var fullur asnaburð- ur eða úlfalda. Soldáninn leit á liandi’itið og þótti lionum meira en nóg um fyrii'ferðina. Hann ráðfærði sig við ráðgjafa sina og kom þeim og soldáni sarnan urn, að visa rithöfundunum lieim og skyldu þeir rýra hand- ritið að miklum mun, svo að það mætti verða væntanlegum les- endum meðfærilegt. Sögurilar- ai’nir fói-u þá sina leið. Og nú liðu mörg ár, þangað til þeir konxu með liandrit, sem jafn- gilti að þyngd einni ldif (hálfum hestburði eða asnaburði). Soldáninn og í’áðgjafaniir settust enn á rökstóla og kom þeim saman um það, að enn væri sagan ofurefli lesendum og skyldu höfundar hennar minnka söguna enn á ný. Þeir drupu höfðum, en urðu að hlýða og hypjuðu sig á burt með „doð- rantinn“. Árin liðu i aldanna skaut. Soldáninn varð gamall maður. Þá komu sagnaritarai’nir nxeð handritið og hélt einn þeirra á þvi undir liendimxi og var þó mikið fyxárferSar. Þá var sold- áninn lagstur í banasótt. Þó veitli liann söguriturunuin á- lieyrn, leit á handritið og niælli: Eigi verður mér auðið að lesa þessa sögu, þvi að nú verð eg að sinna öðrum mjálum. Fai’ið lieirn og athugið enn liandritið vand- lega. Hann gat eigi fleira mælt af því að sóttin tók fyrir nxál lians. Eix rithöfundarnir fóru lieinx til sín. Og bókixx hefir ekki konx- ið út. Eg drap á það, að mat á stjórnmálamöxmum færi oft eftir því, hvort andúð væri í dóixiarasæti eða samúð. Dómar manná urn skáld sýna það og sanna. Lífsskoðanir og trúax’- 5 skoðanir og þjóðixxála-aðstæður valda þeirri samúð, eða andúð, pei-sónuleg vinátta, eða óvinjan, og skyldleiki. Það er eigi fátítt, að Pétur telur N. N. höfuðskáld en Páll sem er jafngáfaður Pétri, telur sama N. N. smáskáld, eða jafn- vel bögubósa. Eg nefni dæmi: Sigui’ður Einarsson segii' i rit- dómi um „Ljós .heimsins“ — fyrsta þátt Ólafs sögu Ljósvik- ings — að lengx-a, þ. e. liæi'ra muni varla verða komist í skáldsagnagei'ð. Sigurður Nor- dal tekur svipað til oi'ða unx þenna skáldsagnabálk í Lesbók. Arnór frændi Sigurjónsson langar til að samsinna þessum nöfnum í Nýju landi, en er í klípu staddur, af því að lianix strýkti H. K. L. eitt sinn fyrir „Sjálfstætt fólk“ og var sú ádeila leikandi vel sanxan sett. Gunnar skáld Gunnarsson segir unx H. K. L. i útvarpserindi, að hann riti besta íslenzku allra nxanna, sem í’itað liafi ájslenzka tungu. Jónas Jónsson, Árni Pálsson, Sigurður Guðnxundsson, Sigur- jón Jónsson og sira Benjanxin og fleiri gafumenn, harla vel rit- færir, hrista lxöfuð sín yfir því furðulega lofi, sem aðdáendur H. K. L. bera á hann, og telja liann gallagrip, en þó skáld, orð- fiman í aðra röndina, en á hinn hóginn hroðvirkan. Og fleiri skáld en H. K. L. sæta misjöfnu mati. Sigurjón Friðjónsson hef- ir fengið lofsamlega einkunn í Óðni, sem Þorsteinn Gíslason lét honum — S. F. — i té. Björn Sigfiisson magister, Jakob Smári, Sigurður Skúlason og Helgi Hjöi-var hafa allir lyft Sigurjóni til vegs og virðingar. Guðmundur Björnsson land- læknir, fluggáfaður nxaður og orðhagur í hezta lagi, hæði í samföstu máli og sundurlausu, sagði í bi’éfi til nxín eitt sinn: „Eg var i dag að lesa kvæði, i Óðni, eftir Sigurjón bróður þinn. Hann er forkunnar vel skáldmæltur'4. En fimnx gáfumenn í Mennta- málanáði, skáldmæltir og ritfær-' ir — þeir meta í fyrra vetur Sig- jón ekki annai’arhandar mann Ólafs Friðrikssonar og Teó- dórs Friðrikssonar. En á n. 1. áramótum er Sigurjón dæmdur til dauða, í róðinu, sem þó er vel skipað mönnum. Ef lil vill hefir Sigurjón látið undir höfuð leggjast að sækja (um uppreist). En það er engiix vörn í nxálinu. Nefndin hefir ánafnað styi'lc skáldum, senx ekld hafa sent umsókn. Það má sanna. Þessi dænxi, sem eg hefi valið, sýna og sanna, að gáfuðunx mönnum sýnist silt hverjunx ujix skáld. Metaskálarnar halla undir flatt. „Sínum augum silfrið 4 sérliver jafnan lítur.“ Þegar Passíusálmarnir konxu út í fyrsta sinn, fluttu þeir i eftirdragi sálmasafn, sem var gullkornalaus leirburður. Guð- rækni þeirrar tíðar var svona sjónlaus. Nú er póhtíkin eigi betur sýnd — hefir vagl á báð- unx augunx, liefir að visu nænxa heyrn, en heyrir þó eigi gras spretta — nema skollafingur — í líkingum talað. — Gáfaða menn greinir á um það: hvað sé skáldskapur. St. G. St. segir: „Hann er djúpur eldur í ösku grunnri falinn“. H. K. L. segir í „Gerslca æfin- týrinu“ (ef eg man rétt, bókina hefi eg ekki tiltæka): „Ef til vill er skáldskapur og „bai'hai’í“ ■— þ. e. a. s. siðleysi — eitt og hið sanxa“, og enn frenxur: „Skáld- skapur er upphafning hins ein- staka til þess almenna“. — Hver skilur þetta og annað eins? Eg veit eigi til fulls unx það, hvort skripamyndasmiðir eru taldir listamenn, þeir senx gera sýnilegar myndir handa hlöðum afkiáraháttar. Skáldsagnahöf- undar, senx gera fólk að skríp- unx, eni jafningjar hinna, sem gera handa hlöðunx afskræmi- legar myndir. Fólk sem er ná- tengt grasrót ihnandi stráa, fuglum og fénaði, metur einskis

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.