Vísir Sunnudagsblað - 11.05.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 11.05.1941, Blaðsíða 8
, VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ I ti á tiini VeöriS er hlýtt, tún oröin græn og hví skyldi maöur ekki fleygja sér niöur í grasið og lesa Vísi? — Á myndinni sjáið þiö Jón Magnússon skáld niöursokk- Jnn í lestur er- lendra frétta Vís- is, sem eru greini- legri og áreiöan- legri en í nokkuru ööru blaöi ís- lenzku. §ÍBM Hið sigraða Frakklartd verður að lejTsa mörg vandamál. Eitt- hvert hið mesta er, að þjóðinni fækkar stöðugt. í Bretlandi, Þýzkalandi, ítalíu og Japan eru fæðingar fleiiú en dauðsföll. En Fraltkar vilja annaðhvort engin hörn eða í mesta lagi eitt eða tvö. Og þetta liefir þegar komið Frökkum í koll. Árið 1815 var Frakkland þéttbyggðasta land álfunnar, 29.500.00 manna byggðu þá Frakkland. Árið 1870 — rétt fyrir styrjöldina við Prússland, var íbúatala Frakk- lands 38.300.000. En jiegar Hitler skipaði vélahersveitum sínum að ráðast á hvert landið á fætur öðru og m. a. á Frakk- land, var það veikast fyrir allra stórveldanna, að því er mann- afla snerti. Frakkar áttu þá fyrst að verjast 80 milj. Þjóð- verja og síðar 43.300.000 Ítöl- um. Japanir eru 71 milj. talsins og íbúatala Bretlands er 47.290.000. Árið 1937 jókst íbúatala Bretlands um 126.000, Þýzkalands um 278.000, Ítalíu um 376.000 óg Japan um 800.000. En í Frakklandi voru dauðsföll 12.000 fleiri en fæð- ingar. — Árið 1937 voru fransk- ir leiðtogar farnir að hafa mikl- ar áhyggjur af þessu. Það ár fæddust 616.000 hörn í Frakk- landi, 724.000 í Bretlandi, 992.000 í Ítalíu, 1.410.000 í Þýzkalandi og 1 milj. í Japan. I sumum héruðum Frakklands vofir yfir eyðing. Sumstaðar er íbúatalan að eins 45% af því, sem áður var. Mest hefir barns- fæðingum fækkað í París og héruðunum þar i grennd, Bor- deaux, Miðjarðarhafsströndum og í Rónardalnum. í sumum horgum úti á landi er allt að komast í kalda kol. Þar er að eins gamalt og miðaldra fólk að kalla má. — Fæst hjón í Frakklandi eiga 2 börn, mörg eitt eða ekkert. Fyrir einni öld voru að meðaltali 4 börn i hverri fjölskyldu í Frakklandi, um 1890 þrjú. I Frakklandi er tiltölulega fleira gamalt fólk en í nokkuru öðru landi. 14% ibú- anna eru yfir sextugt. — Eftir- lit með þvi, að óheimilaðar fóstureyðingar eigi sér ekki stað í Frakklandi er nauða lélegt. I öllum borgum er mergð skottu- lækna, sem vinna óheillaverk sitt, án þess verðir laga og réttar hafi nokkur afskipti af að ráði. Frakkland rís aldrei upp nema það verði aftur land unga fólks- ins. (La Petite Gironde, Bor- deaux). • Þegar Cook kapteinn steig á land i Ástralíu, spurði hann einn Ástralíunegrann livað þeiv kölluðu einkénnileg dýr, sem fóru hoppandi stað úr stað. Negrinn svaraði „kan-ga-roo“, sem þýðir, „eg veit það ekki“. — Cook hélt, að þetta væri nafn- ið á dýrunum, og síðan hefir það loðað við þau. Þegar Spánverjar komu til landsins „fyrir norðan Niagara" til þess að leita að gulli og silfri, en fundu enga dýrmæta málma, sögðu þeir vonsviknir og af fyr- irlitningu „Acanada“, þ. e. „Hér er ekkert“. Frakkar héldu, að þetta væri nafn héraðsins eða landsins, og kölluðu það „Can- ada“. Sálfræðingurinn frægi, dr. Jung, segir, að litlum mönnum sé það hvatning að komast á- fram að settu marki, er þeir verða þess vai’ir, að þeir sem hávaxnir eru „líta niður á þá“, og það hafi þroskandi og stæl- andi áhrif á skapgerð þeirra og metnað. Það eru ótal mörg dæmi þess, að ýmsir þeirra, sem lengst hafa komizt, eru litlir menn, og alkunna er að afköst og dugnaður fara ekki eftir stærð manna. Allir einræðis- herrarnir, Mus$olini, Hiller og Franco eru litlir vexti. Enginn seinustu þriggja ríkisforseta Svisslands hefir verið yfir 5 ensk fet, Júlíus Cæsar var 5 fet og 2 þml., Napóleon Bonaparte 5 og 1, Alexander mikli 5 og 3, Lenin að eins 4 og 11, Sun Yat Sen 5 og Botha hershöfðingi 5 •og 1. (Eitt enskt fet er 30^ cm.) — í Japan, Indlandi og við- ar eru litlir menn taldir meiri andans menn og viljasterkari en stóru mennirnir. — í Holly- wood eru margar frægustu stjörnur i 5 feta flokkinum —- þær hafa verið duglegastar að koma sér áfram eða eru meiri hæfileikum gæddar en hinar, nema hvorttveggja sé. Meðal „litlu stjarnanna“ eru Merle Oberon, Yivien Leigh, Anna- bella, Janet Gaynor, Joan Benn- ett, Sonja Henie o. m. fl. • Tveir nýliðar hófu tal saman. ,Hvaðan ert þú?“ „Frá Skotlandi.“ „Réttu mér höndina. Eg er frá Skotlaildi lika, — og livaðan frá Skotlandi ertu?“ „Aherdeen.“ „Réttu mér hina höndina lika, maður sæll. Seinasti Aber- deenmaðurinn, sem eg liitti, stal úrinu mínu.“ • Það er iðulega talað um Spit- fire-flugvélarnar brezku — or- ustuflugvélanrar frægu, sem hafa reynst svo vel, að hrezkir flugmenn eru ósmeykir við að ráðast á þýzkar flugvélar, þótt við mikinn liðsmun sé að etja. En það er minna talað um manninn, sem fann upp Spit- fire-flugvélina, og vann að því í 25 ár að fullkomna hana, en þessi maður lézt þremur árum áður en Spitfire-flugvélarnar urðu á allra vörum. Þessi mað- ur var Reginald Joseph Mitchell og hann lézt 1932, að eins 42 ára gamall. Bretland missti þar sinn hezta mann á þessu sviði — ef lil vill hinn slyngasta upp- fundningamann á þessu sviði, sem uppi hefir verið. Seinustu árin, sem Mitohell lifði var hann veikur, en hann vann stöð- ugt að endurbótum á flugvél sinni. Hann var maður ákaflega hlédrægur og var illa við blaða- skrif og lofsyrði. Hann hætti skólanámi 16 vetra gamall, en hélt áfram sjálfsnámi. Gerðist hann slarfsmaður hei’gagna- ráðuneytisins, en er Heims- styrjöldin hrauzt út, vildi liann gerast hermaður, en ráðuneytið vildi ekki láta hann fara. Menn vissu þá þegar livaða hæfileik- um hann bjó yfir. Þessi ákvörð- un í’áðuneytisins liafði engin áhrif að því er snerti styi-jöldina 1914—1918 — en þeim mun meiri í styrjöld þeiri’i, sem nú geisar. Spitfireflugvélin er mesta afrek Mitchells, en það var einnig afburða lxæfileikum hans að þakka, að Bretar eigxx- uðust margar aðrar gex’ðir flug- véla og flugbáta, sem liafa reynst framúrskarandi i styrj- öldinni. • Einhvei’sstaðar stendur skrif- að, að í rússneskum ski’ítlum og kýnxnisögunx sé eiixs mikill sannleikur og kýmni. — Þannig er sagt frá þvi, að brjóst- góður spoi-vagnsstjóri í Moskva kallaði til gamallar konu, sem staulaðist áfram með þunga byi’ði, unx leið og lxaixn stöðvaði spoi’vagninn: „Babuslxka, — viltu sitja í?“ „Nei, þakka þér fyrii’,“ sagði gamla konan, „eg er að flýta mér.“ Kristján X. Danakonungur veitti því athygli fyrir nokkuru, að hakaki’ossfáninn liafði verið dreginn við hún á einni stjórn- arbyggingunni í Kaupnxanna- höfn. Konungur leiddi athygli þýzks yfirforingja að því, að þetta væri óheimilt, samkvæmt „samkomulagi“ Danmei’kur og Þýzkalands. Yfirforinginn sagði, að fáninn hefði verið dreginn upp samkvæmt skipun frá Ber- lín. „Það verður að di-aga fánann niður fyrir klukkan tólf,“ sagði konungurinn. Þegar ldukkuna vantaði 5 mínútur í tólf var fáninn enn uppi. Konungur kvaðst nxundu senda hermann til þess að draga fánann niðui’. „Hermaðui’inn vex’ður skot- inn,“ sagði yfirforinginn. „Eg er hei’maðurinn,“ sagði konungur. Hakakrossfáninn var dreginn niður. (Ovei’seas News Agency).

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.