Vísir Sunnudagsblað - 11.05.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 11.05.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn 11. maí 19. blad GUÐMUNDUR FRIÐJONSSON: Á VÍÐ OG DREIF. Timarit Máls og menningar er hávært um það, að Mennla- ¦ málaráð beri fyrir borð hlut „beztu skáldanna" í landi voru. Beztu skáldin eru að þess dómi i flokki rauðliða. En mér er spurn: Eru aðstandendur þessa tíma- i its handhafar þeirra metaskála eða reizlu, sem skiáld — eða sál- ir skálda og andagift, verði vegin á, svo að óskeikult sé? Ekki er eg handhafi slikrar vogar. En eg get drepið á þann mælikvarða, sem eg nota, þegar eg á að gera grein fyrir því, að kvæði eða saga sé góður skáld- skapur. Ef eg öfunda höfund fyrir það, að hafa gert kvæði, eða sögu, tel eg hann meðal beztu skálda; annars ekki. En eg á enga heimtingu á, að þetta mat mitt sé talinn dómur hæsta- réttar. Mér getur skeikað. Ef aðstandendur tímaritsins, sem eg nefndi, hafa í fórum sín- um vog, sem vegur skáld og hstamenn, þá er hún fengin frá Rússlandi Lenins og Stalins, morðingja í hásæti. Lenin myrti, eða lét myrða, á aðra miljón mætra manna til að tryggja völd sín. Stalin hefir teflt fram á blóðvelli í styrjöld- inni við Finna — sér til gamans — eigi f ærri f órnar-mönnum og þar að auki drepið samherja sína með köldu blóði. Þessir tveir náungar Raspútins hafa smíðað vogina, sem rauðliðarnir í Reykjavík hafa fyrir gullvog, þegar þeir draga í dilka skáldin og skilja, á sína vísu, sauði frá höfrum. En þessi vog er hvikul og mörkin á henni eru færð til eftir því, sem henta þykir í það og það sinn. Á öndverðum dögum Rauðra penna, þótti sá skáldskapur „ilmandi" í Rússlandi og í her- búðum Rauðra penna, sem þj óðnýtingar-samvinnuhugir gerðu úr garði, með þvi móti, að þrír menn eða fleiri lögðu saman við að gera kvæði og sögur. Þegar svo er teflt, er skáld- gyðjan leikin því líkt, sem kven- snift, er margir durgar hafa að leikfangi, í sömu andná, svo að kalla, þar og þá er enginn sér- stakur faðir barnsins. Á duggarabandsdögum þess- ara vændismanna, þóttu i Rúss- landi þjóðleg verðmæti hégóm- leg. Bergmál þeirra radda kvað við í „Fjalakettinum" og útibú- um hans. Svo leið og beið nokkur tími, þar til rússneska metaskálin mat þjóðerni og verðmæti erfða- minja til dýrinda. Þá var undir- eins snúið við blaðinu í „Fjala- kettinum" og „arfur" þjóðar vorrar hafinn til skýja. Metaskálarnar þar eru hvik- ular. En þó að þjóðleg verðmæti sé að nafninu viðurkennd, telja mennirnir, sem gengið hafa á mála hjá Stalin, þann skáldskap ilmandi — einungis hann — sém gerir hraklega alla viðleitni, sem framkvæmd er á sjó og landi voru til lífsbjargar og menningar einstaklingum og þjóðfélagi, bæði í fornum stíl og nýjum; grasrót sveitanna er gerð að ormabæli, sjávarmöl að slor-vilpu. Eg var eitt sinn samferða á skipsfjöl Jóni Baldvínssyni alþm. og áttum við tal saman. Ræða okkar kom niður, þar sem sá skáldsagna-andi var að verki, sem hagar sér þannig, að hver karlmaður er úrþvætti, en meydómur hverrar stúlku flosnar upp, ef strákur kemst í skotfæri við hana. — Jón mælti þá: „Þessi hugsunarháttur er ó- þrifinn. Hann hefir lag á því, að vaða drulluna í klof, þar sem hún er þó ekki nema í skóvarp í raun réttri." Mér eru þessi orð minnisstæð, m. a. fyrir þá sök, að eg hugði, að hæfileikar Jóns Baldvinsson- ar væru fótvissari iá öðrum svið- um, en skáldskaparins. Getur það staðist að ilmandi skáldskapur sé getinn, fæddur og uppalinn, þar sem „drulla er vaðin i klof"? Hver einstaklingur svarar fyrir sig og sína þessari spurn- ingu. Börn i lögum eru þess um- komin eigi síður- en lærðu mennirnir. Hjartað kann að tala. Og svara fyrir sig. „Jón sjálfur". Sumir menn geta gert öðrum bjarnargreiða stundum. Hér greini eg eitt þess háttar dæmi úr sjálfu lífinu. Jón hét merkisbóndi sem bjó á M... Annar Jón,smali,eða vinnu- maður, var þar á bæ. Jón bóndi fékk þær góðgerðir úti látnar meðal f ólksins og nágrannanna, að hann var kallaður „Jón sjálf- ur". Þegar liðlétting á heimili Jóns eða letingja skyldi áminna, sagði sá, eða sú, sem lét til sín taka slælega framgöngu hð- leskjunnar: „Hvað heldurðu að Jón sjálfur segði, ef hann sæi í þér slæpingsháttinn ? Ef þú þæt- ir ekki náð þitt, skal eg láta „Jón sjálfan" vita að þú svíkst um." .... Jón bóndi var heim- ilisrækinn og fór sjaldan á bæi. En ef hann kom til granna sinna, hitti að máli á hlaðinu vinnumann eða vinnukonu, ell- egar léttadreng, sem gekk síðan inn og sagði húsbónda, eða hús- freyju, að Jón á M..... væri kominn, þá kom þessi spurning móti boðberanum: „Er það Jón sjálfur?" Bóndi þessi bar fyrir brjósti „aristókratiskan" hugsunarhiátt, var þannig gerður, og alinn upp við hann, því að faðir Jóns og afar voi'u óðalbornir. — En þó að Jón sómdi sér allvel í sinni sveit og á heimili sínu, var hon- um engin þörf á þessum dyn, sem kvað við umhverfis hann. Aðvífandi háðfuglar myndu hæða báða aðilja fyrir háttern- ið, ef þá hefði borið á þessar stöðvar. En sveitin sú var af- skekkt og siátu hleypidómarnir þess vegna á friðstóli. En mörg saga endurtekur sig. „Sjálf ur Sigurður Nordal". Ávallt er eitthvert líf i tusk- um rauðliða. — Tímarit þeirra (Máls og menningar) kemur víða við. Höfundar ritgerða þéss bíta í skjaldarrendur og æpa heróp, hver i kapp við annan. Þegar herópin þau og horna- blásturinn bergmiála á álfaberg- köstulum lands vors, kemur sumum mönnum i hug visan gamla: „Sigurður Gíslason kvað margt, sá var skáld í Dölum; sumt var gaman, sumt var þarf t, um sumt vér ekki tölum." Fyrsta hefti þessa árs, Máls og menningar (tímaritsins) flytur grein eftir ritstjórann — ávítur til ýmsra manna fyrir viðhorf þeirra til bókmennta. Þar kennir grasa mjög margra og eru sUm þeirra skyldari skollafingrum en lífgrösum. Eg drep hér á eitt atriði, eða tvö; en af miklu meira er að taka. Ritstjórinn ber fyrir brjósti hirðskáld Stalins H. K. L., enn sem fyrr og hefir á (tungu)odd- inum „sjálfan Sigurð Nordal". Hann hefir sagt í ritdómi (í Lesbók Mbl.) um Ólafs sögu Ljósvikings, að H. K. L. sé skáld, því líkt sem fremstu skáld- sagna höfundar úti í þjóðlönd- unum. Hvað ætli vér þurfum þá framar vitnanna við? Nú vill svo undarlega til, áð í þessu sama hefti Timarits máls og menningar er ritdómur eftir rauðliðann Björn Franzson, um bók Nordals „Líf og dauði". Sá ritdómari lætur i veðri vaka, að S. N. vaði reyk í grufli sínu um eilif t líf mannsins og komizt eða

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.