Vísir Sunnudagsblað - 25.05.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 25.05.1941, Blaðsíða 6
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Konungsfjölskyldan danska hyllt. skorls á hráefnum og matvæl- um, sem Danmörk er nú rænd. Þjóðverjar eru að hefna sín fyrir það, að þeir telja Dani hafa efnast á sér árin 1914—18. Og Þjóðverjar hafa undirhúið þetta vel í Danmörku sem annars- staðar. Danir vita það, að þegar húið er að taka frá þeim nautgrip ina, svínin, hænsnin og hestana, þá er land þeirra eyðilagt. And- úð danskra bænda fer því vax- andi. Spurningin er þvi þessi: Hversu lengi munu Þjóðverjar halda áfram að koma „vel" fram við Dani? Svarið er: Með- an þeir geta látið af hendi það, sem Þjóðverja vanhagar um. Þegar sá dagur kemur, að Dan ir geta það ekki lengur — og hann er ekki langt undan — þá munu Þjóðverjar kasta grím- unni og koma fram eins og í Noregi og Póllandi. Þýzkaland alið. Ástandið i borgunum fer hrið- versnandi og mörg fyrirtæki hafa orðið að hætta vegna hrá- efnaskorts. Atvinnuleysi hefir aukizt um 50% og skattar hafa hækkað um 50% eða meira, og verðlag þýtur upp úr öllu valdi, þrátt fyrir allar tilraunir stjórn- arvaldanna til að halda því niðri. Þ. 8. nóv. var smjör skammt- að, svo og egg og flesk, sem Danmörk hafði þó áður fram- leitt til útflutnings i stórum stíl. En þótt Danir verði að sætta sig við skömmtun á fjölda mörgum nauðsynjum, nær hún ekki til Þjóðverja. Hermenn- irnir fá flestir 4—6 mörk á dag (8—12 kr.) og þeir þurfa enga skömmtunarseðla til þess að kaupa brauð, kornvöru, sykur, ost, smjör og fatnað, sem þeir senda heim til Þýzkalands. Það er lika Dönum gremju- efni, að sjá hermennina standa fyrir utan mjólkurbúðirnar og háma í sig hálf og heil pundin af smjöri, sem dönsk börn verða að vera án. Þar við bæt- ist, að margir Þjóðverjar voru teknir til fósturs í Danmöku eftir 1918 og forðað þannig frá hungurdauða. Dönum er ljóst, að þá ólu þeir nöðru við brjóst sér. En rán Þjóðverjanna er líka broslegt að einu leyti. Þegar þeir kaupa fatnaðarvörur o. þ. h. heimta þeir að vörurnar sé MADE IN ENGLAND og hafna öllu, sem framleitt er í das Vaterland. Danskur vinnukraftur í Þýzkalandi. Þúsundir atvinnuleysingja Á innsiglingu til Kaupmannahafnar. hafa farið til vinnu í Þýzka- landi, en vinnutíminn er langur og allur aðbúnaður slæmur. Þeir vilja fæstir fara til Þýzka- lands, en þegar þeir koma til skráningar, eru þeir spurðir hvers vegna þeir fari ekki þang- að — þar sé næga vinnu að fá. Jafnframt er þeim sagt, að þeir eigi á hættu að hætt verði að greiða þeim styrk, ef þeir fara ekki. Menn fara því þangað til þess- að þurfa ekki að svelta. Hver verkamaður fær að senda 125 mörk mánaðarlega heim. í stað þess að borga manninum 100 kr. mánaðarlega í atvinnuleysis- styrk, verður danska ríkið því að borga 250 kr. fyrir að hann var fluttur úr landi. Þar bætist ekki svo lítiö við það, sem Dan- ir eiga hjá Þjóðverjum, og þeir fá seint borgað. Það' er ekki ýkja langt síðan Christmas Möller skýrði frá því, að skuld* Þjóðverja við Dani hefði aukizt um 800.000.000 kr. fyrstu fjóra mánuðina eftir inn- rásina. Hann kvaðst ekki búast við því, að neitt af þeirri upp- hæð fengist greitt. Eftir þessi ummæli varð Christmas Möller að fara úr stjórninni. Byggingarvörur til Reykjavíkur. I Esbjerg sömdu Þjóðverjar um byggingu herspítala fyrir þá hermenn, sem höfðu bækistöð sína í þeim hluta landsins. Danska félagið, sem tók að sér verkið, varð brátt að tilkynna Þjóðverjum, að það vanhagaði um margt, sem þurfti til að ljúka verkinu. Þjóðverjar létu ekki standa á sér. Þeir sendu þegar í stað þau tæki, sem vant- aði, frá Þýzkalandi, og þegar þau komu, stóð REYKJAVIK á umbúðunum. Kannske hafa Þjóðverjar ekki komið öllum ráðagerðum sínum í frairí- kvæmd. Berlínarfréttir. Þýzk ritskoðun er á öllum sviðum og eingöngu má birta fregnir frá Berlín, sem segja frá sigrum Þjóðverja. En Danir fá- þó aðrar fréttir með ýmsum brögðum. Bretar fá mikilsverðar upp- lýsingar þaðan, eins og frá öll- um öðrum hernumdum lönd- um. Því til sönnunar er sagt frá loftárás á olíugeyma hjá Ny- borg á Fjóni. Brezku flugmenn- irnir eyðilögðu nokkra olíu- geymanna, — þeir, sem höfðu verið skildir eftir, höfðu verið tómir. Nýhorgarar tóku þessari árás með hrifningu, enda þótt hundi*- uð gluggarúða i bænum brotn- uðu, og sama er að segja þegar Bretar réðust á verndarana ann- arsstaðar'í Danmörku. Þeir vita að Bretar verða að sigra, ekki aðeins vegna Danmerkur og Noregs, heldur vegna alls heimsins. Danskir nazistar fá hjálp. Danir óttast mest að nazistar nái öllum völdum í landinu. Margir „efnilegir" Danir hafa veriff sendir í foringjaskóla í Austurríki, til að fullnemast i nýju skipuninni. Þessir „út- völdu" fá allan stuðning Þjóð- verja, en þeir hafa gert eina vitleysu. Þeir hafa dregið nafn Kristjáns 10. inn í stjórnmála- þræturnar og aukið þar með andúðiua á sér um helming. Fyrir nokkuru hélt formað- ur íhaldsflokksins ræðu á fundi í Odense, þar sem 2300 íhalds- menn voru samankomhir. Hann var ómyrkur í máli og sagði, að Danmörk hefði sloppið vel til þessa, og þjóðin yrði að standa saman til þess að vei;jast erfiðleikunum. Að lokum sagði hann, að nazistar Fritz Claus- ens gerðu landinu mikla bölv- un. — Þó að Danir hati og fyrirlíti Þjóðverja, er þó andstyggð

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.