Vísir Sunnudagsblað - 25.05.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 25.05.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn 25. mai 21. blað S. ABIASOIV: EDISON ISLENDINGA íslenzkur faugiiÉsniaðui' í Bandaríkjunum. Það var laugardaginn 17. ágúst, eitthvað um kl. 5 e. h. að við lögðum af stað frá heimili minu i Wilmette; ferðinni var heitið til „Rock Island", Wis- consin, til Mr. C. H. Thordar- sonar frá Chicago. Hann hafði hoðið Th. Thorkelson og hans fjölskyldu að heimsækja sig í tveggja vikna fríinu, sem hann fékk frá vinnu sinni; (hann er hókhaldari í verksmiðju Mr. Thordarsonar). Og hann gerði mér boð að slást i förina með fyrir nokkra daga. Þáði eg það hoð með þökkum. Þó eg aðeins hefði þrjá daga til ferðarinnar, varð eg strax ungur við tilhugs- unina um að létta mér upp og gleyma öllu daglegu vafstri i heila þrjá daga. Við ókum eins og leið liggur norður með Michigan vatni til Milwaukee; áðum við þar í nokkurar mínútur; ekki svo að skilja að fararskjótinn væri þreyttur, það þurfti aðeins að gefa honum að drekka af þess- um dýrmæta lög, sem knýr hann áfram viðstöðulaust. Svo "var líka önnur ástæða til þess að við höfðum þar viðdvöl. Okkur Mr. Thorkelson munaði i eina eða tvær ölkollur, því heitt var og þungt loft; líka var okkur forvitni á hvernig öl Wisconsin-búa væri á bragðið; i það minnsta fannst okkur það góð afsökun fyrir viðdvölinni. Héldum við síðan af stað hressari í. hragði; urðum við fegin að komast út úr bænum, svo við gætum skellt á skeið og Tlýtt förinni. Milwaukee sýnist hreinlegur bær, og mun víða fallegt þar meðfram vatninu. Bærinn hefir hátt upp í 600.000 íbúa. Áfram héldum við svo í eina tvo klukkutíma; stönzuðum við Hjörtur Thordarson. þá í litlum bæ, sem heitir Mani- towak, að mig minnir og mun það nafn úr Indíánamáli; man ekki betur en að Manitou sé nafn á guði Indíána. Enga guði sáum við þar samt, ekki Indíána heldur, en nóg af „skandinövlun". Höfðum við \ þar kvöldvei'ð og hvíld í nokkur- ar minútur. Nú var orðið aldimmt og helli- rignyig komin, en ekki var til setunnar boðið, þvi langt var til áfangastaðar þess, er við settum okkur, áður en á stað var lagt, en það var Sister Bay; mun það um 300 mílur frá Chi- cago. Var því lagt út i dimm- una; kemur það sér þá vel að vegir eru vel merktir, svo mað- ur getur lesið sig áfram, þó hægara verði að fara, en í dagsbirtu.Fannst mér svodimmt stundum, að maður gæti ekki séð út úr augunum á sér, eins og eg heyrði fnenn segja stund- um í ungdæmi mínu á íslandi. Dettur mér og þá til hugar ferðalag mitt eitt sinn yfir f jallveg á gamla landinu í nátt- myrkri og þoku svo dimmri, að eg sagði fólkinu þegar heim kom, að eg hefði ekki séð fram yfir makkann á hestinum er eg sat á, en hann hafði haldið veginum, án minna afskipta. En hræddur er eg um að bíllinn hefði ekki haldið veginum án afskipta Mr Thorkelssonar; hafði hann því lif okkar i hendi sinni það sem eftir var ferðar- innar það kvöld. Allt gekk vel, engir árekstrar, bauðst eg nokkurum sinnum til að keyra bilinn, en Mr. Tlior- kelsson kvaðst óþreyttur, og svo væri hann kunnugur veg- inum. Þótti mér undir niðri vænt um að losast við að stýra; hafði því hvíld og næði til að virða fyrir mér það sem fyrir augun bar, sérstaklega meðan dagsbirtan entist; mátti víðá sjá blómleg bændabýli, upp- skera sýndist vera goð á korni og maís, ef hægt er að fara eftir hvað þéttar hrúgur eru á akri. LandiS er víða öldu- myndað og mjög fallegt útsýni eins og víða í Wisconsin. Vatn- ið höfðum við á aðra hönd, og sáum grilla í það af og .til, þannig þutum við áfram yfir hæðir og lægðir með frá 40—50 mílna hraða á klukkutíma, í gegn um myrkur og regn, og sáum lítið annað en lítinn spöl af brautinni fram undan og svo þéssi glóandi augu i bílunum sem voru að mæta okkur, kom- andi með jafn miklum hraða á móti okkur, þjótandi i öfuga átt. Getur varla hjá þvi farið undir svona* kringumstæðum að manni detti til hugar hvað skammt er á milli lífs og dauða stundum; ekki nema örfáir þumlungar á milli bílanna þegar þeir skjótast hver fram hjá öðrum; enda eru slysin mörg og oftar en hitt af óað- gætni. Við komum til Sister Bay milli kl. 12 og 1 um kvöldið. I miðjum bænum^ sem er nú ekki stór, eru tvö hótel, sitt hvoru

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.