Vísir Sunnudagsblað - 22.06.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 22.06.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ mínál. Eg geri ráð fyrir að allir sé heilir á liúfi ... .“¥) Eg lagði frá mér heyrnartól- ið. Sjálfsmorð? Hvers? Eg von- aði að þetta mundi reynast venjuleg slúðursaga íasista- blaðanna. Þær voru margar um þetta leyti. Eg sneri mér aftur að hréf- unum. En tveim klukknstund- um síðar kom einn starfsmanna sendisveitarinnar á harðahlaup- um inn í skrifstofuna með kveldblað i höndunum. Hann var náfölur. „Gamarnik hefir framið sjálfsmorð!“ sagði hann. Hvorugur okkar lét í ljós hin- ar raunverulegu tilfinningar okkar. Rússneskir stjórnmála- erindrekar höfðu lært það, að sýna aldrei tilfinningar síirar, jafnvel ekki hinum heztu vin- um sínum, hvað sem gerðist. Eg las fréttina í blaðinu og svaraði eins rólega og mér var unnt: „Við verðum að híða fréttana frá Moskva. Djöfullinn má vita hvað getur komið fyrir.“ Sama kveldið safnaðist starfs- fólk sendisveitarinnar saman til þess að hlusta á útvarpsfréttirn- ar frá Moskva, eins og venju- lega. Við töluðum saman og reyndum jafnvel að gera að gamni okkar. Enginn þorði að nefna það, sem honum lá þyngst á hjarta. Svo heyrðist rödd út- varpsþulsins i Moskva. Neðan- jarðarbrautinni miðaði vel á- fram, sagði hann. Flokksþing sat á rökstólum. Hann las upp tölur viðvíkjandi liúsbygginga- sókninni og síðustu lieildartölur járnframleiðslunnar. Síðan sagði hann, án þess að hreyta um rödd: „Gamarnik, fyrrum meðlimur miðstjórnar flokks- ins, hefir framið sjálfsmorð af ótta við, að upp mundi komast um and-sovietiskan áróður .... Veðurfregnir .... liorfur á morgun .... “ Svo yfirmaður útbreiðslu- málanna í hernum var dauður. Gamarnik var gamall bolsivikki, stóð framarlega í október-bylt- ingunni og milljónir Rússa þekktu liið langa andlit hans með mikla skegginu. „Horfur á stormi í Moskva,“ sagði þulurinn að lokum. Mér fannst liann segja meira en satt. Næstu daga varð eg betur var við hinar yfirvofandi ógnir. Frá Moskva komu verri fréttir. Tukhachevsky, markskálkur, og sjö frægustu hershöfðingjarnir *) Hinir þrír undirráðherr- arnir voru skotnir liver á fætur öðrum næsta misserið eftir sjálfsmorð Gamarniks. voru skyndilega liandteknir. Það var tilkynnt opinberlega, að réttarhöld liefði farið fram fyrir luktum dyrum, mennirnir dæmdir fyrir landráð og teknir af lífi. Við heyrðum þul Moskva-úlvarpsins lesa upp á- lyktanir samþykktar af fjölda funda verkamanna, listamanna, vísindamanna og námsmanna. Gamla tuggan frá fyrri réttar- höldum var þarna komin aftur. Hinir líflátnu voru „fasistasvik- arar“, „óðir liundar“, „úrhrök mannfélagsins“ og „óþrifadýr.“ Eg vissi betur. Eg hafði þekkt flesta liinna líflátnu manna. Síðustu árin höfðum við Tuk- haclievsky, sigurvegari Kolch- aks, aðmíráls, og yfirhershöfð- ingi gegn Pólverjum, verið nán- ir vinir. í Moskva liafði eg haft nána samvinnu við hann. Mér þótti vænt um og bar mikla virð- ingu fyrir Ouborevich, sem vav ef til vill mesti snillingurinn af þessum ágætu hermönnum. Haiyi hafði sigrað Denikin árið 1920 og síðustu livítu hersveit- irnar í Síberíu árið 1922. Hann var sá fyrsti, sem stakk uþp á að Rauða liernum væri fengin vélahergögn. Þeir voru fleiri — Yakir, Primakov, Eydeman og Korlc. Allir höfðu getið sér góðan orðstír í byltingunni og horgarastyrjöldinni: Nú ásakaði Stalin þá fyrir landráð, fyrir að hafa staðið í samningamakki við Þýzkaland. Hugur þeirra og föðurlandsást voru mér of vel kunn, til þess að eg tryði þessum ótrúlegu ásökunum. Nokkrum dögum síðar kom emhættismaður í utanríkisráðu- neytinu, gamall vinur minn, frá Moskva. Hann sagði mér frá ýmsu, sem hlöðin höfðu ekki hirt, Eg frétti að yfirmaður minn fyrrverandi, Hekker, hers. höfðingi i landvarnaráðuneyt- inu, væri horfinn. Að um 20 liinna yngri hershöfðingja, sem stjórnuðu ýmsum deildum lier- foringjaráðsins og voru skóla- hræður mínir frá herskólaniun í Moskva, hefði að sögn verið teknir af lífi. Að hundruð liátt- setlra herforingja, tengdir hin- um myrtu böndum margra ára samvinnu, hefði verið teknir höndum. Einu hershöfðingjarnir, sem eitthvað kvað að og enn voru á lífi voru markskálkarnir Yegor- ov og' Blucher, Orlov aðmíráll, Alksnis, hersliöfðingi, j’firinað- ur flugliðsins, og Mouklevich, fyrrverandi flotaforingi. (Þegar eg rita þetta hafa þeir allir verið skotnir eða hafa liorfið). Næstu dagana eftir aftöku liinna 8 hershöfðingja minntist enginn í sendisveitinni á þenna harmleik einu orði. Eg gat ekki framar sofið. Mér liefir aldrei fundizt himininn eins þungbú- inn og'liinn heiði himinn Grikk- lands. Eg vissi að enginn vafi var lengur mögulegur. Mála- ferlin reyndust ekki, eins og vonað hafði verið, á enda, lield- ur var þctta aðeins byrjun þeirra. Stalin var staðráðinn í þvi að uppræta allt, sem minnti á byltinguna, sem liann liafði átt svo lítinn þátt í. Hann gat þetta aðeins með einu móti — með því að uppræta alla gömlu bolsivikkana, sem þekktu for- tíðina, og grafa með því hina sósíalistisku drauma, sem hald- ið höfðu lífi og fjöri í gömu bolsivikkurium. . Nokkurum vikum áður liafði eg' verið að ræða við gríska stúlku, húsameistara í Aþenu- borg, sem mér þótti vænna um en nokkra aðra manneskju, um framtið okkar í Rússlandi. Hvernig gat eg gert henni skilj- anlegt, að allar framtíðarvonir minar væri að engu orðnar? í sendisveitinni gekk allt sinn vanagang. En loks gat eg ekkí stillt mig lengur og eitt kveldið sagði eg skyndilega við einn starfsmanninn: „Hvað er eigin- lega að gerast þar? Þetta er liræðilegt. Bezlu mennirnir — blóml liersins — teknir af lífi!“ Eg reyndi að stilla mig. „Við skulum taka okkur göngu.“ Eg greip í handlegg honum og við fórum út. Á göngunni sagði eg lionnm frá öllu því, sem kunningi minn í utanríkisráðu- neytinu hafði sagt mér. Eg minntist á, þegar Tuk- hachevsky hefði komið opinber- lega fram í síðasta skipti. Það var við*hersýninguna á Rauða torginu 1. maí, sex vikum fyrir dauða lians. Tukhaclievsky var þá nýbúinn að frétta, að hann ætli ekki að vera fulltrúi Soviet- ríkjanna í London við krýningu Játvarðs konungs 8., eins og fyrst liafði verið ákveðið. Orlov, aðmíráll, átti að fara í lians stað. Þetta var dómurinn yfir Tuk- liachevsky. Það var öllum ljóst. 1. mai liafði hann gengið þreytu- lega yfir Rauða torgið. Hann stóð einn út af fyrir sig á pall- inum, sem ællaður var mar- skálkunum, til liægri við graf- reit Lenins. Enginn virti hann viðlits. Enginn liinna viðstöddu foríngja þorðu að liætta á að tala við yfirhershöfðingjann, sem hafði fallið í ónáð hjá Stalin. Hann var fölari en venja var til, þar sem hann stóð þarna lireyfingarlaus á pallinum. Hann sá liermenn Rauða hersins, sem liann liafði lijálpað til að skapa, ganga framhjá í síðasta skipti. Skömmu eftir þetta skýi'ðu blöðin frá því, að Tukhachevsky liefði látið af störfum sem að- stoðarmaður Voroshilovs og hefði verið gerður herforingi Volga-héraðsins. Jafnskjótt og liann var kominn til aðseturs- Rússneskir hershöfðingjar heilsa „Rauða hernum“ á hersýningu í Moskva. Flestir þessara hershöfðingja hafa verið drepnir. Annar maður frá hægri er Voroshilov: Þriðji inaður frá hægri er Budjonny. Annar maður frá vinstri er Tukhachevsky.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.