Vísir Sunnudagsblað - 22.06.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 22.06.1941, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 staðai* síns, Saratov, var liann handtekinn og fluttur aftur til Moskva í fangelsisvagni. Að sögn blaðanna voru átt- menningarnir skotnir nóttina eftir yfirlieyrzlurnar. Erlend blöð sögðu frá því, að Tuk- liachevsky liefði verið horinn særður á sjúkrabörum inn i réttarsalinn. Að líkindum er þetta allt tilbúningur. Eg efast um að réttarhöld liafi nokkuru sinni farið fram. Stalin mundi varla hafa þorað að leiða ])essi fórnardýr sín* fyrir hræður þeirra i hernum og skipa þeim að dæma þá til dauða.*) Eg talaði um önnur atvik i sambandi við fall Tuldiachev- skys: Dóttur hans, tólf ára gam- alli, hafði elcki verið sagt frá afdrifum föður síns. Þegar til- kynningin um líflát lians var birt, létu bekkjarsystkini liennar skammirnar og svívirðingarnav dvnja á henni. Þau vildu ekki sitja' í sömu skólastofu og dótt- ir fasistasvikara. Litla stúlkan fór lieini og hengdi sig. Móðir hennar, er var handtekin næsta dag, varð brjáluð og var flutt til Uralhéraðsins í spennitreyju. Landvarnaráðuneytið var elcki eina stjórnardeildin, sem fékk að kenna á hreingerningunni. Ofviðrið æddi um utanríkis- ráðuneytið okkar. Krestinsky, aðstoðarnáðherra, gamall félagi Lenins, hvarf. Helztu fulltrúar og sendiherrar voru handteknir og skotnir í tugaláli. Hreingern- ingunni i utanríkismálaráðu- neytinu var stjórnað af GPU- manninum Korjenko, sem hafði umsjón með starfsfólkinu. Varla nokkur yfirmaður slapp. You- reniev, Rosenberg, Davtian og aðrir sendilierrar hurfu á dular- fullan hátt úr stöðum sínum í öðrum löndum. Þúsundir •*manna í öllum deildum stjórn- arinnar urðu fórnardýr hrein- gerningarinnar. Þetta var brjál- æði og hafði engan tilgang .... Mér lélti við að tala við þenna starfsbróður minn, sem virtist vera á sömu skoðun og eg. En þegar eg leit á eftir honum nið- ur eftir götunni, náði skynsem- in aftur tökum á mér. „Vinur minn,“ sagði eg við sjálfan mig, „þú hefir verið of lausmáll í kveld.“ *) Þegar eg rita þetta, er Budjonny, marskálkur, sá eini dómaranna níu, sem á lifi er. Blúclier og Yegorov, marskálk- ur, Orlóv, aðmíráll, Alksnis og Kashirin, hershöfðingjar, og fleiri höfðu verið skotnir eða voru horfnir, áður en ár var lið- ið. Stalin, Voroshiloff og Kalenin. II. Fáeinum dögum síðar var starfsmaðurinn, sem eg hafði talað við, kvaddur heim. Við kvöddumst í skrifstofunni minni og minntumst ekki á sam- tal okkar. Þegar við tókumst í hendur, fór eg að velta því fyrir mér, hvort hann hefði verið kallaður heim samkvæmt eigin ósk, til þess nð gefa skýrslu. Slcömmu eftir þetta liætlu vinir minir i utanríkismálaráðu. neytinu í Moskva að skrifa mér. Kobetsky, sendiherra, hafði lát- izt í sjúkrahúsi í Moskva og Litvinov svaraði ekki bréfum mínum þar sem eg óskaði fyrir- skipana. Eg hafði innsiglað skrifborð Kobetskys og spurzt fyrir um það í Moskva, hvað eg ætti að gera við skjöl hans. Dag einn kom Loukianov, sem gekk næstur mér, inn i skrifstofu mína og hélt á simskeyti frá Potemkin, aðstoðarmanni Lit- vinovs. Hann var dálítið vand- ræðalegur. „Mér liafa rélt í þessu borizt skipanir frá Potemkin,“ sagði liann, „um að innsigla öll skjöl Kobetskys og senda þau til Moskva. Hvað á eg að gera?“ Þar sem eg var fyrir sendi- sveitinni liefði átt að senda mér þessi fyirmæli. Þetta var algert brot á öllum venjum i þessum efnum og gat ekki verið óvilja- verk. „Þér eigið að hlýða skipunum iiáðuneýtisins,“ svaraði eg' stutt- aralega. Eg verð að segja það, að um þessar mun'dir var eg búinn að missa allan áhuga fyrir starfi mínu og var næstum alveg hætt. ur að umgangast starfsbræður mína og kunningja í Aþenu. Eg tók ekki þált í veizlum og liafn- aði næstum öllum heimboðum. Ef eg hefði getað fahð mig á einhverri eyðimörku mundi eg hafa gert það. Hvað gat eg sagt við erlenda stjórnmálaerind- reka, er spurðu kurteislega hvað væri að gerast i Rússlandi? Eg hefði getað svarað eins og ætlazt var til: „Rauði herinn er vold- ugri en nokkuru sinni, siðan upp komst um svikarana. Herra minn, við þurfum eklcert að óttast, meðan snillingur á horð við Stalin stjórnar okkur“. En eg gat bara ekki sagt þetta. Mér flaug í liug spakmæli, sem liaft var eftir vini minum Dovgalevsky, fyrrum sendiherra oklcar í París: „Stjórnmálaer- indrekinn er aðeins að einu leyti frábrugðinn vitni við réttarhöld — liann verður að segja sann- leikann og ekkert nema sann- leikann, en liann má aldrei segja allan sannleikann . . . .“ Sann- leikann — eg gat alls elcki sagt sannleikann lengur! Mér var ekki lengur mögulegt a'ð þjóna stjórn Stalins. Eg skrifaði til Moskva og óskaði þess að vera lcvaddur heim. En þá skaut annað vandamál upp höfðinu. Hvaða örlög biðu mín? Það voru engin hugsanleg sönnunargögn gegn mér. En eitthvað illt hlaut að koma fyrir. Fangelsi ? Eða hara útlegð til einlivers afkima landsins? Gat eg snúið aftur með konuna, sem eg liafði kynnzt í Grikklandi og átti að verða konan mín? Hún var í París, á liúsameist- araþingi, og eg skrifaði henni urn hina væntanlegu för mína til Rússlands og sagði lienni að um stundarsakir yrði hún að hætta að hugsa um að fara með mér. Eg sagði henni, að hún skyldi ekki láta það koma sér á óvart, þótt eg skrifaði ekki. Hversu löng sem þögnin yrði, mætti hún eklci tapa trúnni á mig. Svo gæti farið, að við hittumst ekki aftur fyrr en eftir mörg ár. Eg varð áhyggjufyllri eftir þvi sem lerigra leið án þess að eg heyrði frá Litvinov. Þess sá- ust þó ýms merki, að eg væri ekki gleymdur í Moskva. Einn júlí-morgun, er eg kom fyr til skrifstofunriar en venjulega, kom eg að skrifara, sem var að leita í skrifborðinu mínu: „Eg var að leita að símskeytinu, sem konia í gær um vegabréfaárit- un,“ stamaði hann og forðaði sér út. Fáeinum dögum siðar kom eg að Loukianov, er hann var að rannsaka skjalaíösku mina. Hvorugur sagði neitt, því að ekkert var að segja. Mér gekk erfiðlega að eyða kvöldunum einn. Þann 16. júni ákvað eg að fara um kveldið í stutta veiðiför með Georg, hróð- ur unnustu minnar. Eftir liádegið liringdi verzl- unarfulllrúinn okkar til mín. Við röbbuðum um hitt og þetta og að lokum sagði hann: „Jæja, við verðum þá bráð- lega samferða um borð, Alex- ander Grigorievitch. Má eg sækja yður um kl. 7?“ „Um borð hvar?“ spurði eg. Þá komst eg að þvi, að Soviet- skipið Roudzoutak væri nýkom- ið lil Pireus og án þess að vita af þvi, hefði eg tekið boði um að koma um borð í skipið. Eg komst að þessu frá þriðja manni, enda þótt skipstjórinn hefði átt, samkvajmt venju, að koma fyrst á fund minn. Mér liafði ekki einu sinni verið sagt frá komu skipsins. „Eg get ekki komið,“ sagði eg fulltrúanum. „Eg er upptekinn i kveldi.“ Tíu minútum síðar liringdi skipstjórinn á Roudzoutak frá PireUs. Hann bað afsökunar á því að liafa ekki lcomizt frá borði vegna nauðsyrilegra við- gerða, og bað mig um að koma. Hann kvaðst langa til að kynna mig tveim nýjum yfirmönnum,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.