Vísir Sunnudagsblað - 13.07.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 13.07.1941, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ yfir Bjarneyjaflóa. Og gamla konan hristir liöfuðið þegar hún minnist alls sjóslarksins frá fyrri árum. — En, bætir hún við, þá voru sjómenn hér í eyj- unum, og mig fluttu aldrei nema liinir ágætustu sjómenn. — Það voru mínir menn. Hvað lengi varstu ljósmóðir, og lxvað hefirðu tekið á móti mörgum bömum? Eg hafði starfið á höndum í 60 ár. Eg hefi setið yfir mörg- um konum síðan eg sagði af mér — oftast nauðug. Og stundum varð eg að taka sængurkonur heim til mín eftir að eg giftist, þegar að eg gat ekki farið að lieiman. Mér var ómögulegt að neita öllum sem báðu mig að vera lijá sér, og stundum var tíka engin starfandi ljósmóðir í hreppnum. — Eg hefi tekið á móti 100 börnum liér í Flatey, en um lieildartöluna veit eg ekki. Það skiptir heldur engu máli. — Hve mörg ár voruð þið Jakob í hjónabandi? Við giftum okkur 9. apríl 1894 og vorum 41 ár i hjóna- bandi. Þið hélduð uppi mikilli risnu á heimili ykkar? spyr eg. Já, eg veit nú ekki hvað maður á að kalla það, segir Kristin. En þeir munu hafa verið fáir við- skiptamenn verzlunarinnar sem Jakob minn kom ekki heim með, i hvert skipti sem þeir komu í kaupstaðinn. Þeir fengu alltaf kaffi og stundum mat. Og við höfðum oft „kostgang- ara“ tímum saman. — Þetta var allt nokkuð erilsamt og þreyt- andi, en nú er tími til að hvíla sig. — Svo barst lalið að skáldskapn- um. Eg veit að í ætt Kristínar eru margir sem hafa getað kom- ið saman visu. SJ^ógabræður eru ekki fjarskyldir. En skáldskap sínum vill Kristín ekkert gera úr. Segir líka, að langflestar sín- ar stökur séu löngu gleymdar og grafnar. Nokkurar visur hefir hún þó yfir fyrir mig, og set eg hér nokkrar af þeim, sem sýn- ishorn af kveðskap hennar. Kristín er náttúrubarn og hef- ir haft mikið yndi af fuglum og blómum. Beint á mótveldhús- glugganum hennar er Höfnin í Flatey. Þar er fuglabjarg. Eftir síðsumarshret, þegar Kári liafði banað mörgum dætrum sínum við bjargið og þeytt hreiðrum ritunnar umvörpum í sjóinn, varð þessi staka til: Teygir brimið toppinn sinn, titrar bjargið háa. Flúinn er þaðan fuglinn minn og fallið hreiðrið smáa. Úr kvæði um sólskríkjuna og blómin eru þessar vísur: Ertu komin ástin mín með yndislega róminn. Þegar sólin skæra sldn skrafar þú við blómin. Skógurinn liefir skipt um búning fljótt, í skrúðgrænum runnum þrestir syngja rótt, lóur sig liringa í lyngivöxnum mó, léttfærar krákur flögra bjargs úr tó. hún fer að verpa, máske næsla dag. Lundi og rissa lika sýna sig, þau lita hingað til að gleðja mig. Og krían mín sem kætti huga minn, hún kemur ennþá ein á steininn sinn. Sólskríkju minni sizt eg gleyma má, syngur hún mínu gamla Bjargi1) á> Um hitt og' þetta hjalar hún við mig,. hún lieldur sjálfsagt, að eg skilji sig.. Yið slítum svo talinu. Eg þakka fyrir mig og þykist hafa gert góða ferð að Bjargi, svo sem oft áður. 20. marz 1941. 1) Hús Kristínar lieitir Bjarg- Þau eru risin eins og þú upp af vetrar-dvala. Hér eiga þau hjá þér bú og hvert við annað tala. Þau hafa enga þegið sál þótt hér njóti gæða. En þér hefir gefið minni og mál mildur faðir hæða. Þorlákur sál. Bergsveinsson fyrrum bóndi í Búffeyjum var mérkur maður og afburða for- maður, svo sem hann átti kyn til. Sá var liáttur hans jafnan, að liann stóð við stjórn á opnum skipum þó litil væru. Þessari vísu kastaði Kristín fram ein- hverju sinni þegar hann kom til Flateyjar í vondu veðri, þá kominn á níræðisaldur: Fjöllin okkar svo fríð og tignarlig í fagurbláum unni spegla sig. í hlíðum grænum hjörðin unir fríð, horfinn er vetur, komin sumartíð. Fossar sín syngja, fornu vögguljóð, freiðandi elfur magna þeirra hljóð. Lækirnir smáu iíða iiægt að mar, sem loks að eijiu sameina þau þar. Æðurin komin er með blikann sinn. Hún er að vitja uni sumarbústaðinn, og flýtir sér að færa allt í lag, Þorlákur við stýrið stendur þó stormur sé og hríð. Sá hefur kappi hraustar hendur haft á fyrri tið. Fná eldri tímum, líklega ljós- móðurárunum, eru jjessar vísur um „Baldur": Baldur æðir yfir svæði þara, segl eru bæði reyrð við rá, runnUm klæða líkar þá. Baldur um báru kalda brunar svo undir dunar. Segl eru sett í reglu. — Sverðatýr er við stýri. — Brestur í böndum flestum; breiðir út voðir leiði. Hræðast ei höldar skæðar hrinur sjós, þó ei linni. Svo botnum við skáldskapinn með spánýju kvæði, sem gamla konan fer með fyrir mig að lolcum: Nú roðar sól um sumarmorgun tíð, og sveipar geislum mar og fjallahlíð. Eg vöknuð er af værri næturró, og vendi augum bæði um land og sjó. Nú endurhljómar allt af fuglaklið, inndælu blómin brosa sólu við. Náttdaggarúði er drógst um hæð og laut með dagkomunni horfinn er á braut. HEPPINN LJÓSMYNDARI — ÓHEPPINN NAUTABANI. — Alberto Balderas var til skamms tima — þangað til liann dó — þekktasþ nautabani i Mexiko. — Hér sést naut taka Balderas á hornin og verða honum að bana. Nautið kom aftan að hon- um, þegar hann var að hneigja. sig fyrir áhorfendunum. — Ljósmyndarinn, sem tók þessa mynd, græddi of fjár á hennL

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.