Vísir Sunnudagsblað - 13.07.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 13.07.1941, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ FYRIRSÆTAN Eftir Pétur Benteinsson frá Grafardal Það var ægilegur glæpur, sem eg hafði ratað í. Eg var ungur og saklalis fram á þennan dag, dulur og ómannblendinn. Það væri frekasta rangfærsla, vildi nokkur halda því fram, að horg- arlífið liafi glapið mér sýn og tælt mig út af mínum virðulega námsferli. Eg var staðráðinn i að halda þeirri hraut án veru- legi'a skakkafalla beinustu leið upp i prédikunarstólinn. Eg var sannfærður um, að kirkja guðs væri svívirðilega sniðgengin í landi mínu, sauðirnir úrkynjað- ir, trúarlega séð, og hirðarnir andvaralausir. Eg var staðráð- inn að hefja hásúnu mína til endurkalls hinnar siðiænu tiú- menningar. Þjóðfélagsmæli- kvarðar, sem á ýmsan liátt voru þá falsaðir syndinni til afsökun- ar, báru þess vott, að ástandið var hönnulegt. Fjórða hvert barn, sem þjóðin eignaðist, var getið án lieimildar, bankaþjófn- aðir daglegir smáviðburðir, sem eltki var ómaksins vert að liegna fyrir, áfengisbrugg og leynisala verndað af löggjafanum, land- helgisbrot og spilafölsun grímu- klæddar dyggðir, skipagöngur ungmeyja taldar óverðugar Jjess, að fórnað væri nokkrum bárujárnsplolum til hindrunar þeim, bækur, daghlöð og útvarp lögverndað fyrir óverjandi mál- spjöllum grófustu pennaníð- inga, naumast ófúinn þráður til i okkar sögufræga þjóðfélags- véf. Það var töfrandi lilutverk að berjast áfram til slíkrar köllun- ar sem þeirrar, að verða forustu- maður nýrrár endurreisnar, trú- arhetjan í sporum Jóns Sigurðs- sonar, liins mikla stjórnmála- kappa. Landið hafði fengið sjálfslæði * veraldlegra mála sinna. Þetta sjálfstæði var nú í þann veginn að kippa síðustu stoðunum undan trú og siðgæði þjóðarinnar. Jafnvel prestarriir treystust ekki lengur að afsaka sig, þótt.á þá væru bornar stór- sakir andlegrar glæpamennsku frammi fyrir alþjóð i blöðum og útvarpi. Þú tvistraða hjörð og tálsvæfu liirðar, hversu þungur mundi lúðurhljómur sannleik- ans verða fyrir hlustum ykkar1 Þið munduð ákalla drottinn ver- aldanna, þið munduð falla til jarðar í auðmýkt, þið munduð bölva þeim freistara, sem hefði leitt ykkur á glötunarveginn, refurinn mundi sleppa glímu- tökum af sauðnum og s'auðurinn virða þau landamerki, sem ná- grannar hafa staðfest á milli sín. Áfram þokaðist ganga mín. Aðeins 2 vetur eftir að stund- inni miklu, þegar námsvott- orð Háskólans gæfu mér óskor- uð réttindi til hempunnar. Stað- an yrði tæplega vandfengin, svo þunnskipað var nú orðið kirkjunnar vígða lið. Að vísu var aðstaðan vandhæf til stórvirkja þeim, sem hlytu þau brauð, sem fjærst liggja harta þjóðlífsins. En þó að maður yrði settur nið- ur í Aðalvík eða Grimsey til að. byrja með, væru tök á að aug- lýsa hæfileika sina gegnum Kirkjuritið og Bjarma, jafnvel um Ríkisútvarpið einu sinni til tvisvar á ári. Siðar kæmi til þess að berjast um nýmyndað presta- kall i höfuðstaðnum eða sæti dauðs eða frávikins gamal- mennis. Þeim, sem bjó yfir gáf- um, viljastyrk og þolgæði til mikillar lcöllunar á alvörutim- um, hlaut að opnast vegur til framsóknar. En þó skeði það óliugsanlega. Alla mína skólatið hafði eg dval- ið á heimili föðurbróður míns, Þorvarðar Árnasonar listmál- ara. Kona lians, Þórunn Páls- dóttir, liafði verið mér sem um- hyggjusamasta móðir og vernd- að mig fyrir þeim sárfáu freist- ingum, sem á mig höfðu leitað. Bæri það við, að stúlka gengi með mér um strætið, var eg lát- inn skilja það tvímælalaust, að slíkt gæti verið hættulegt köllun minni. Þórunni var augljóst livað eg ætlaðist fyrir og studdi þann ásetning’með ráðum og dáð. Hún var kona stórlynd, en orðlögð fyrir heiðarleik og kvenlegar dyggðir allar. Lítt var hún gefin fyrir skennntanaflakk og veizluhöld. Hjónabandið var orðlagt fyrir alúð og trú- mennsku. Börnin voru tvö, komin á fermingaraldur. Svo var það veturinn fyrir sýniriguna miklu, sem haldin skyldi vestur í New York til kynningar öllum þjóðum lieims, að einkennileg breyting varð á heimili frænda míns. Siðskipti þessi fóru dult að visu til að hyrja með, líkast því sem uggur tviráðinna drauma sæti fastur í hugum okkar. Einhver sýkill hafði smeygt sér inn í blóðið og fært það úr eðlilegri rás, and- þrengsli kenndust i vitum okkar og samtölin líktust aðdraganda mikilla tíðinda. Þó að eg skildi naumast í fyrstu hvort þessi breyting stefndi til ills eða góðs, varð mér ekki skotið undan þeim grun, að til hins verra mundi draga, þróun til bóta var naumast hugsanleg, svo dýrðleg var bygging þessa heimilis. Eg hafði venjulega fylgst af nokkrum áhuga með störfum Þorvarðar frænda, sem hvorki var dulur á hugmyndir sínar né framkvæmdir. Nú brá svo kyn- lega við, að hann duldi mér störf sín og ætlanir. Eg vissi það eitt, að hann var önnum kafinn frá morgni til kvölds. Nokkuð var honum tíðrætt um sýninguna miklu. Grunaði mig því, að hann mundi ætla sér þar viðkomu, sem ekki var að furða, list hans hafði fengið viðunandi dóma hjá grannþjóðunum. Undarlegri var háttbreytni Þórúnnar húsfreyju. Það var eins og hún skeytti nú engu framar um heiður minn og köllun. Gengi stúlka með mér fram hjá glugganum liennar, átti eg raunar vísar spurningar, svipaðar jieim sem áður tíðkuð- ust. En siðaboðin heyrðust ekki lengur. Eg skildi þetta svo, að mér væri fullkomlega treyst, eftir áralanga reynslu. Dirfska min óx þvi nokkuð af slíkri lin- kind. Um liádegi fyrsta þorra- dagsins, þegar eg fór heim i matinn, var hundslappadrifa, sem fyllti loftið eins og snjóhvít- ir litlir fuglar; hún gerði mig svo djarfan að kveðja skóla- systur mína við garðsliliðið . heima, dálitið kankvís og tvíráð- ur i athöfnúm. Þegar eg kom inn, varð eg að minnast fortið- arinnar — dálitlar ákúrur frá vörum húsmóður minnar, tvi- ræður glainpi frá augum henn- ar, síðan handsöl um yfirbót. En hvað var þetta? I rökkrinu daginn eftir settist eg að í dag- stofunni til að hvila mig um Stríðs-starf? — Borgarstjóri New York borgar Fiorello H. La Guardia gef í skyn að hann kynni að láta af boigarstjóra- störfum til að gefa sig að landvarnamálum. Starfið er álilið vera framkvæmdaráðunautsstarf hjá forsetanum. Myndin er tekin í ráðhúsinu í New York.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.