Vísir Sunnudagsblað - 05.10.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 05.10.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ið og örtröð, sem at' því hefir hlotizt, ráðið nær eingöngu um. At' Jarðahók Árna má ráða, að þá þegar sé fyrirsjáanleg eyðilegging sveitarinnar og að tæplega muni hjá því komist, að þessi undurfagra og áður svo gróðursæla byggð, leggist fyrr eða síðar í auðn. Um flestar jarðir sveitarinnar segir Árni, að þar spilli blástur- sandar, „sýnist jörðin innan margra®ára muni foreyðast,“ eða „blásturssandur tekið þriðj- ung haglendis, mest undanfar- in þrjátíu ár,“ eða „fyrir 42 ár- um óblásið, nú þriðjungur af beitilandi komið í sand. Liggur undir skemmdum. Málnytu spillit- stórlega sandfjúk í veðr- um á sumar, lika útigangspen- ingi endranær, þar til fordjarf- ast hgy i görðum og mjólk í hús- um.“ Á þessa lund er flestum, jörðum Landsveitar lýst. Um jörð, sem í eyði hefir lagst, segir Árni m. a.: „Eyði- lagðisl fyrir 19 árum. Kann aldrei aftur byggjast, vegna blásturs, því tóftir, tún og land- ið, sem grasivaxið var þar ná- lægt, er kafið sandi.“ Landþröng er á sumum bæj- um svo mikil á dögum Árna, að á einni jörðinni verður að „brúka lim til fóðurs nautpen- ingi, til léttis við hey.“ Um aðra jörð sveitarinnar segir Ární: „Öðru af kvikfénaði verður ekki liey ætlað og lifir á liögum, þeg- ar ei tekur fvrir jörð.“ Á þeirri þriðju verður að fóðra nokkuð af nautpeningnum á útbeit, skógi, grávíði og aðkeyptu beyi. Á fjói’ðu jörðinni, Járnlaugar- stöðum, eru „engjar engar fyrír utan blöðku og lauf, sem ábú- andinn brúkar, þegar sandfjúk hamlar ekki.“ í He)rsholti er landþröng __svo mikil, að „ábú- andi hlýtur að hefta kvikfénað (kýr og hesta) um nætur.“ Meðal þeirra jarða, sem nú eru komnar í eyði, er Klofi, hið fagra höfuðból Toi’fa. Á dögum Árna Magnússonar var Klofi ein stærsta jörð sveitarinn- ai\ 60 hundruð að dýrleika, og var liægt að fóði’a á heyjum heimajarðai’innar átta kúa þunga, en undir Klofa lágu þá hjáleigurnar Kollakot, Litli- Klofi og Boi-g. Um Klofa segir annars i Jarðabók Árna: „Landi jarðar- innar spillir stórkostlega blást- urssandur, so meining manna er, að helmingur úthaganna sé eyddur, það eftir er liggur undir spjöllum og foreyðing. Slægjur nokkrar, sem utan túns voru, eru sandi kafnar, túninu er og mjög hætt fyrir sandblásti’i, þegar vindar standa á þvera sandgarðana. Á sumrum spillir sandrokið stórum málnytu, en útigangs- peningi um vetur.“ Klofi mitn hafa lagst alveg í eyði árin 1878—79. Á dögum Árna Magnússonar og fyrir hans daga munu kirkj- ur í Landsveit hafa verið á Skarði, Stóruvöllum, Klofa, Fellsmúla og Leirubakka. Nú er aðeins ein kírkja til í sveit- inni; stendur hún að Skarði. Landsveitungar telja að upp- blásturinn hafi aðallega gerzt á tveimur tímabilum, öðru frá 1835—’40, en hinu frá* 1874— ’88. Eitt mesta skaðaveðui', sem sögur fara af, gerði þar 24. nóv- embermánaðar 1835 og stóð yf- ir í heila viku. Var það land- norðan fárviðrí, og segir í Sunn- anpóstinum, frá 1836, að veður þetta hafi eyðilagt liaga, tún og skóga meira og minna á 32 býl- um á Landi og Rangárvöllum. Sandfokið svarf viða af alla grasrót og þök af húsum og' lamdist svo inn í útifénað, að sauðfé gat varla borið sig, fyrr en sandurinn var mulinn úr ull- • inni. Malarsteinar, sem veðrið feykti með sandinum, vógu 6 lóð og þar yfir. Var talið, að um 12 jarðir í Landsveit mundu ekki ná sér aftur eftir þetta veður, og i næstu fardögum á eftir fækkaði álta ábúendum í sveitinni, og voru þar á meðal ýmsir efnaðri hændur, sem vildu fá sér hetra jarðnæði og komast burt úr þessari örtröð. Komust þó færri hændur burt en vildu, sökum erfiðleika á að fá jax’ðnæði. Veturinn 1880—’81 er annar harðasti vetui’, sem komið hefir yfir Landsveit á 19. öld .Þá er sagt að norðanveður liafi flutt svo mikið af sandi og vikri á mikinn hluta sveitarinnar, að allt hafi verið svart yfir að líta i fardögum þá um vox-ið. Og þar .sem ekki lá sandur, þar var öll grasrót lamin af. Aðeins lautir, þar sem svell hafði legið á, voru lausar við sand, en í þess stað voru þær snjóhvítar af kali og ónýtar með öllu. Heyskapur varð þá um sumarið svo fá- dæma lélegur, að á 15 jörðum, með 21 ábúanda, heyjuðust ekki nema 10 hestar á livern búanda, og á 6 jörðum heyjaðist yfir höf- uð ekki neitt. Varð af þessum á- stæðum að skera niður mikinn liluta fjárstofnsins. III. En þótt sandfokið sé langsam- lega mikilvirkasta eyðilegging- araflið, sem lierjað hefir á Land- sveit, þá hafa bæði jarðskjálft- ar og eldgos gert sitt til að tæma bikar eyðileggingarinnar á þess- um slóðum. Það er ekki lengra en 45 ár frá því, að jarðskjálftar lögðu 28 bæi sveitarinnar af 35 i rúst- ir og eyðilögðu % allra bygginga i hreppnum. Og Hekla — eitt af frægustu eldfjöllum jarðarinn- ar — gnæfir hér upp í næstu ná- lægð og ber ægihjálm yfir þetta fagra en auðnulausa umhverfi. Segir það sig sjálft, að úr Land- sveit hefir oft gefið að lita ægi- magnaða sýn, þegar Hekla liefir brotist um í tryllingskenndum andköfum og spúð eldi og eim- vrju óravítt yfir landið. Ekki er ólíklegt, að oft hafi verið liorft með ótla og skelfingu á þau unv brot, því álirif þeirra hafa ávait vei’ið örlagaþrungin, þótl stund- um hafi jafnvel mátt búast við þeim enn stórfelldari og hræði- legri, en raun hefir á orðið. Sem dæmi um hamfarir Ileklu á umliðnum öldum má geta þess, að í gosinu 1294 fór- ust nokkrir menn, lnxs hrundu í jarðskjálftum, jarðsprungur mynduðust og hverir hurfu og mynduðust víðsvegar um Suð- ui’land. í Flaghjarnai’holti í Landsveit var vatnið í brunn- unum marga daga hvítt sem mjólk, hægt var að ganga þurr- um fótum yfir Rangá og eftir Þjórsá flaut svo mikið af vikri, að það sá ekki fyi’ir vatni í ánni. Sex árum seinna kom annað gos, miklu ægilegra, og stóð það yfir í nærri tólf mán- uði. Þá þyrluðust heil björg upp úr giggapinu, likast kolaryki úr strompi, og þegar björgin skelltust og skullu saman, voru dynkirnir svo miklir, að þeir heyrðust alla leið norður á land. í Næfurholti féll svo mikið af hrennandi vikri, að það kvikn- aði í húsaþökum. Um haustið gerði svo mikla jarðskjálfta, að bærinn á Skarði1) féll, svo ekki stóð steinn yfir steini. í Skarðs- kirkju hékk kerald eitt úr málmi, og það slöngvaðist með svo mildu afli mót þaki kirkjunnar, að það brotnaði i sundur. Tvær líkkistur, sem stóðu í forkirkjunni, skullu svo fast saman, að þær brotnuðu báðar í spón. I þessu Heklugosi dóu 509 manns, aðallega úr liungri, því að fé féll og liung- ursneyð varð í landinu. í Heklugosinu 1341 er getið um öskufall svo mikið, að und- ir Eyjafjöllum var það 16 sin. á þykkt, og á meðan á gosinu stóð, var myrkur eins og a svörtustu vetrarnóttum. Þá er sagt að menn hafi gengið upp að gígnum og séð þar niðri fugla f'ljúga, sem þeir þóttust full- vissir um að væru glataðar sálir á leið til Helvítis. Drunur og dynkir voru svo miklir niðri í gígnum, að það var því líkast, sem lirært væri í björgum og þeim bylt með djöfulæði milli gigbarmanna. I gosinxi 1436 spilltust 18 jai’ð- ir, en 1510 er sérstaklega getið um grjótflug úr Heklu. í Skál- holti rotaðist maður af völdum slíks steins, og á Mörk í Land- sveit var maður með konu sinni og fylgdarmanni á ferð. Hraun- steinn lenti á fylgdarmanninum og rotaði liann, annar lenti á eig- inmanninum og sæi’ði hann all- nxikið; samt tókst honunx að komast lil bæjar, eftir að hann 1) Má vera að þetta hafi ver- ið á Skai’ði eystra, á Rangár- völluixx. Innan Merkurgiröingarinnar hefir nxelgresiö -náö aö gróa i friði fyrír ágangi sauðfjár. Er það hvorttveggja í senn fögur sjón og sérkenni- leg, aö sjá hávaxna nxelgrastoppana gnæfa upp af svörtunx sandin- um, með hinni undurfögru Heklu í baksýn.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.