Vísir Sunnudagsblað - 29.10.1941, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
S
sinnum stærra en vatnið sjálft,
svo að það getur tekið mánuði
eða jafnvel misseri sé um snjó
að ræða, að úrkoma þess nái að
valda hækkun í Kleifarvatni.
(Sumt af úrkomunni kemst
þangað auðvitað ekki, en gufar
upp).
Það eru því miður engar mæl-
ingar til af vatnshæð Kleifar-
vatns árin 1928—29, þegar úr-
koman var lægst á Eyrarbakka,
en liins vegar er mönnum það í
fersku minni, að árin 1928—32
var vatnsborð Kleifarvatns
lægra en það liefir verið síðan
og um langt skeið á undan. Það
er því einnig samræmi í línu-
ritunum yfir þessi ár.
Aðalástæða fyrir hinum miklu
breytingum, sem verða á vatns-
hæð Kleifarvatns, eiga fyrst og
fremst rót sína að rekja til hinn-
ar allstórfelldu úrkomu, sem oft
á sér stað á Reykjanesfjallgarði.
Fjallafaðmur Kleifarvatns,
stendur þar opinn fyrir úrkom-
unni, sem kemur með suðlæg-
um vindum af hafi. En fjöllin
draga úrkomuna til sín, þegar
vindarnir kólna á leið sinni yfir
þau. Það er því eðlilega miklu
meiri úrkoma við Kleifarvatn
en t. d. við Rauðavatn. Að sinu
leyti eins og ineiri úrkoma er
sunnan í aðalliálendi íslands en
norðan í þvi.
Hins vegar er svo uppgufun-
in, sem sífellt vinnur i öfuga átt
við úrkomuna. Uppgufunin er
sjálfsagt allmikil þarna, þegar
hlýtt er og góðviðri i skjóli við
háan fjallahring. Syðst í vatninu
er og nokkur jarðhiti, sem hefir
ef til vill örfandi áhrif á upp-
gufun þess. Svo þegar liátt er i
vatninu og það gengur upp á
engjarnar í Krýsuvík, myndast
þar gi-ynningar, sem hafa til-
tölulega meiri uppgufun en
vatnið sjálft. Þá er Lambliaga-
tjörn norðan við vatnið með
miklu flágrynni, en ekki djúp.
Tjörnin er enn þá inniluktari en
vatnið, því að hár höfði, Lamb-
hagi, er á milli. Á tjörninni er
stundum hlýtt og „slétlur sjór“,
þó að kul og alda sé á vatninu.
Þar ætti því einnig að vera tals-
verð uppgufun og tiltölulega
meiri en úr vatninu. Þá vinnur
og niðurrennsli, ef á sér stað,
að lækkun i vatninu eins og
uppgufunin, svo sem fyrr er
greint.
IV.
Hér á undan hefi eg leilazl
við að sýna fram á, að hækkun
og lækkun í Kleil'arvatni slafaði
aðallega af úrkomu og uppguf-
un, og það væri úrkoman, sem
aðalbreytingunum ylli. Það ætti
því að vera vaxandi úrkoma,
sem veldur því, að Kleifarvatn
fer smáhækkandi ár frá ári um
langt skeið, jjó að stundum smá-
lækki á milli, og svo aftur
minnkandi úrkoma, sem veldur
þvi, að vatnið fer lækkandi um
mörg ár, unz hækkun hefst að
nýju, og svo koll af kolli. Til
þess að geta gengið úr skugga
um þetta, vantaði enn tilfinnan-
lega úrkomumælingar frá.Kleif-
arvatni, eða fjallgarðinum þar
í grennd, úrkomumælingar, sem
næðu yfir marga tugi ára, helzt
tvö eða fleiri timabil að jafn-
lengd við þau, sem Kleifarvatn
á að þurfa til þess að hækka og
lækka, svo að hera mætti saman,
hvort nokkur slík sambærileg
hækkunar og lækkunar timabil
væru í úrkomunni. En nú var
elcki liægt að nota úrkomumæl-
ingar frá Eyrarbakka eða öðr-
um veðurstöðvum í svipaðri
fjarlægð frá Kleifarvatni, ann-
aðhvort vegna þess, hve þær
náðu skammt aftur í tímann eða
af því, hve þær voru slitróttar.
Það voru úrkomumælingar fiá
þremur stöðvum, sem kom til
greina að nota, sem sé frá Teig-
arhorni við BerUfjörð, Vest-
mannaeyjum og Stykkishólmi.
Þó að hins vegar mælingar
á þessum stöðvum næðu ekki
eins langt aftur i tímann og
æskilegt væri. Úrkomutöl-
urnar frá þessum þremur
slöðvum, sem meðfylgjandi
línurit byggjast á, eru sumpart
fengnar frá Veðurstofunni í
Reykjavik en sumpart teknar
eftir Meteorologisk Aarbog. fs-
lenzkri veðurfarsbók og ,Veðr-
áttunni". Punktarnir í linúrit-
uni þessum tákna heildarúr-
komu ársins á hverjum stað, en
strikin, sem dregin eru í gegn-
um linuritin, sýna meðalúr-
komu staðárins,1)
Þegar litið er á línuritin yfir
1) Tölurnar, sem meðalúr-
komulínurnar hyggjast á, eru
teknar eftir: Um úrkomu á ís-
úrkomuna á þessum þremur
stöðvum, koma tímabil greini-
lega í ljós. Fyrst er úrkoman í
stórum dráttum að smáaukast,
unz hún hefir náð hámarki, en
úr þvi fer hún að smáminnka,
unz hún kemst aftur í lágmark,
liliðstætt við hækkunina og
lækkunina i Kleifarvatni. f þess-
um límabilum, sem vara ára-
tugi, eru svo aftur smærri tima-
bil, sem taka nokkur ár, stund-
um 11 ár (t. d. í Stykkishóhni),
stundum fleiri eða færri, en ekki
skal frekar farið út í þau. Tíma-
bilin þekkjast á því, að nálægt
þeirn miðjum eru fleiri eða
færri ár i röð, sem hafa meiri en
meðalúrkomu, og eru þau að
jafnaði einna úrkomuhæst á
tímabilinu. En þar, sem tíma-
bilin mætast, eru hins vegar
nokkur ár samfleitt með úr-
komu undir meðallagi. Úrkomu-
mælingar hafa enn varað svo
skamma stund hér á landi,
að ekki nema eitt timabil
kemur fram frá hverjum hinna
þriggja staða. Greinilegast
kemur tímabilið í ljós i úrkom-
unni í Stykkishólmi, enda ná
mælingar þar langlengst aftur i
tímann.Hinsvegar sést ekki eins
greinilega, hvað timabilin á
Teigarhorni og í Vestmannaeyj-
um ná langt aftur, vegna þess.
hvað mælingarnar byrjuðu þar
seint.
Tímabilið i Sfj’kkishólmi
hefst upp úr 1881, nær liámarki
á árunum 1896—1901 og er lok-
ið 1916, eða eftir 35 ár. Þá hefst
svo nýtt timabil. Helzt litur út
fyrir, að þetta nýja timabil hafi
náð hámarki árið 1933 eða þar
um kring. En þessu timabili er
enn ekki lokið.
Ekki kernur timabilið á Teig-
arhorni eins skýrl í ljós, meðai
annars vegna þess að mælingar
ná þar miklu skemmra aftur, og
andi eftir Þorlcel Þorkelsson.
BÚnaðarrit, 38. árg.
er því erfitt að glöggva sig á,
hvar það tímabil byrjar, en liá-
mark þess virðist vera á árun- |
um 1901—1906,og er tímabilinu 1
lokið 1917. Að því búnu hefst i
svo nýtt tímabil, sem stendur
enn þá. Á því tímabili er mikil 1
úrkoma árin 1926—35, og er liá-
mark þess sennilega um það
leyti.
Að lokum eru Vestmanna-
eyjar. Þar sem úrkomumæling-
ar ná skemmst aftur i tímann á
þessum þremUr stöðvum. Það
er þvi hér eins og á Teigar-
horni ekki hægt að segja með
vissu, hvar tímabilið liefst, þó er
það að likindum nálægt 1885.
Hámark þess er svo á árunum
1903—14, og árið 1932 er því
lokið. Þá hefst svo nýtt timabil,
en ekki er urnt að segja að svo
stöddu, livort það eða þau önn-
ur, sem nú eru að liða, munu
vara sömu eða svipaða tíma-
lengd og hin, er á undan gengu.
V.
Vegna þess, hvað vatnshæðar-
mælingar á Kleifarvatni ná
skammt aftur í tímann, liefi eg
aflað mér Upplýsinga hjá mönn-
um, kunnugum vatninu, um
hreytingarnar á yfirborði þess
fyrr á timum, og hefi eg borið
þær saman við úrkomuna í
Vestmannaeyjum.
Jón Magnússon, sem bjó i
Krýsuvik á árunum 1907—14
hefir tjáð mér, að þegar Árni
Gíslason sýslumaður fluttisl
þangað um 1880, hafi verið að
korna slægja á Nýjalandi, en svo
heitir engjaflæmi, sem Krýsu-
vik á við suðurenda Kleifar-
vatns, og vatnið flæðir yfir að
meira eða minna leyti, er hátt
er í þvi. Nýjaland kvað hafa
gefið af sér um 600 hesta, þegar
bezt var. Jón segir og, að árið
1907, þegar hann fluttist þang-
að, hafi verið síðasta árið, sem
hægt var að heyja á Nýjalandi
um langt skeið, vegna þess livað
þá var orðið liátt í vatninu, og
hafi aðeins kragi af Nýjalandi
verið upp úr, enda ekki heyjaðir
nema um 100 hestar það ár.
Sama ár er haft eftir Guðmundi,
sem þá bjó í Nýjabæ og hafði
búið að undanförnu, að hann
hefði aldrei séð vatnið eins mik-
ið og þá, en þó segir Jón Magn-;
ússon, að hækkaði hafi í því;
eftir það. Um 1912 kvað svo (
hafa verið hæst í vatninu á þeim t
tirna, sem Jón Magnússon var í [
Ki-ýsuvik, og mun það þá hafa >
flælt hér Um bil yl'ir Nýjaland.;
Skömmu síðar fór svo vatnið að [
lækka og hefir yfirleitt farið
lækkandi fram til ársins 1932, ;
en úr því fór það svo að liækkal
Frh. á 7. siðu.