Vísir Sunnudagsblað - 01.03.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 01.03.1942, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Iiöllinni, sem eflaust hefir verið búið að segja honum eitthvað um. Og það var síður en svo, að hann kviði fyrir, þó að vafa- laust megi telja að hann hafi skilið það, svo skýr sem hann var, að mikið var í húfi. Loks rann liann upp, þessi hátíðis- og merkisdagur. Þrem stundum fyrir hádegi var skrautvagni ekið að dyrum gisti- liússins, þar sem Mózart bjó með fjölskyldu sinni og í lion- um einn af hirðmönnum keisar- ans, Stauffen baron, sem bauð þeim lil sætis í vagninum. Ekki var trútt um það, að Wolfgang litli væri dálítið óvær á leiðinni lil keisaraballarinnar, og þó einkum á meðan beðið var i forsölum keisaradroltningar- innar. Var þarna mikill ys og þys, og margt nýstárlegt sém fyrir augun bar. En biðin varð ekki löng. Vængjahurðirnar að liljómleikasalnum voru opnað- ar. Æðsti lierbergisþjónn há- tignarinnar stóð í dyrunum og benti Mozart og fólki hans að koma inn, og augnabliki síðar stóðu þau öll frammi fyrir keis- arahjónunum, Mariu Theresíu og Franz fyrsta, en hirðfólkið stóð að baki þeim. Auðvitað hafði Wolfgang litli aldrei áður séð slikt skart, sem þarna gaf á að lita. Salur- inn var mikill og fagurlega skreyttur, silldtjöld á veggjum, glampandi speglar í glóandi gylltum umgjörðum, glugga- tjöld úr húðþykku silki og gólf- ið lagt gljáfægðum viðartígluxn. I miðjum salnum sat tíguleg kona og skrautlega búin, í há- um bríkastól. Það var keisara- drottningin. Við hlið hennar stóðu synir hennar og dætur, en þar utar keisarinn, mikill vexti og göfugmannlegui', og hallaði sér upp við slaghörpuna. Wolgang litli leit fyrst fljót- lega í kringum sig, yfir alla þessa dýrð, eins og hann væri að átta sig á því hvort hann væri nú raunverulega valcandi. Síðan beindi hann athyglinni að drottningunni og virti liana lengi fyrir sér með lotningu og bamslegum innileik. Við hlið hennar sat Maiúa Antoinetta, dóttir hennar og hallaði hár- prúðum kollinum upp að hrjósti móður sinnar, og horfði for- vitnis-augum á drenginn. Þannig liðu nokkurar minút- ur. En þá gekk keisarinn til Wolfgangs og leiddi liann til drottningarinnar, en hún heils- aði honum blíðlega. „ Hún var þá kona hálffimmtug að aldri, en mjög fögur sýnum, og ástúðlegl og ljúfmannlegt viðmót hennar hafði þegar mik- il áhrif á unga listamanninn. Hann fann það ósjálfrátt, að henni gat hann treyst. „Er það nú víst, að þú sért sá dæmalausi snillingui', sem búið er að telja okkur trú um?“ spurði hún í góðlátlegu gamni. „Það vona eg,-------yðar há- tign!“ Það var nú svo sem búið að kenna honum einhver undir- stöðuatriði í hirðsiðum, en það lá við, að sú kunnátta færi út um þúfur sti-ax. Honum fannst svo vandalaust að tala við þessa konu. „Eg er nú bara litill dreng- ur,“ hélt hann áfram, — „en mig langar ákaflega mikið til að sýna yður, livað eg get.“ Hirðfólkið stóð alveg á önd- inni drengsins vegna. Það var óvant því að di’ottningin væri ávörpuð svona hispurslaust. En sjálf tók bún vel hinu barnslega svari og frjálsmannlegri og glaðlegri framkomu drengsins. „Jæja drengur minn,“ rnælti liún góðlállega. „Þú virðist vera nokkuð viss í þinni sök. En nú verður að segja þér eins og er, að hér hjá okkur er maigt fólk, sem vel hefir vit á tónlisl og nú verða sannarlega hafðar gætur á litlu fingrunum þínum.“ „Er það þelta fólk?“ spurði Wolfgang og snéri sér um leið við, til þess að virða hið tigna liirðfólk fyrir sér. Eftir stund- arkoi’n vék hann sér aftur að drottningunni, hristi höfuðið og sagði: „Þér verðið að fyrirgefa, ------yðar hátign, en eg kem ekki auga á nokkura mann- eskju, sem eg gæti hugsað mér að væri tónlistarmaður.“ „Og því ekki það?“ spurði drottningin og gat varla varizt brosi. „Lítið þér aðeins sjálfar á fólkið. Það er allt of drembilegt' til þess,“ svaraði Wolfgang hik- laust. Drottningin lét það eftir sér að skellihlæja að þessu látlausa og einarðlega svari, en hirð- fólkið tók að ókyrrast. Drottn- ingin hélt áfram að hlæja — og hirðfólkið að taka undir hlátur- inn, en hlátur þess var siður en svo hjartanlegur. Voru margir móðgaðir af þessum dómi drenghnokkans. „Þú ert spaugilegur náungi!“" varð drottningu loks að orðí, þegar hún gat talað fyrir hlátr- inum, og klappaði á kollinn á Wolfgang. „Eg gæti trúað, að hann væri undrabarn í fleiri greinum en tónlistinni einng“‘ hélt hún áfram og beindi því tali til keisarans. „Hann ætti að verða stjórnmálamaður, svo glöggur sem hann virðist vera á svipbrigði fólks.“ „Ekki vantar hann einurð- ina,“ svaraði keisarinn hlæj- andi. „Æ, má hann ekki vera hér kyrr hjá okkur?“ sagði María Antoinetta keisaradóttir, um leið og liún reis upp í sæti sinu og leit til Wolfgangs stórum, blíðlegum augum, „hann er svo fallegur og skemmtilegur.“ „Það gæti eflaust verið gam- an að þvi fyrir okkur öll, að fá að hafa liann liér hjá okkur,“ svaraði drottningin. „Og vafa- laust gæti liann kennt ykkur á píanó.“ „Nú eigum við eftir að lieyra, livort liann er svo mikill snill- ingur sem af er látið,“ varð Maríu Anloinettu að orði. „Mig langar svo ákaflega mikið til að lieyra lil hans.“ Þarna var nú farið að víkja að erindinu, og Wolfgang litli komst allur á loft. Og eftir það, sem nú var á undan gengið, mun lionum vissulega hafa þótt nokkurs um það vert, áð standa sig nú sem allra bezt í áheyrn þessa fólks, og ekki sízt keisaradótturinnar. Gekk hann nú keikur að hljóðfærinu og ællaði að setjast við það. En keisarinn gekk í veg fyrir liann og mælti: „Það mátti skilja það af því, sem þú sagðir áðan, að þér litist ekki svo á, sem neitt af þessu fólki, sem hér er við- statt, myndi geta dæmt um kunnáttu þína. Hver á þá að vera dómari þinn?“ „Er Wagemeil staddur hér? Mér liefir verið sagt, að hann hafi verið söngkennari drottn- ingarinnar, og hann er^sannur tónlistarmaður. Hans dómur er meira virði en þessa fólks, sem eg sé hér.“ Wolfgang sagði þetta svo viðstöðulaust, að þess er getið til, að faðir lians hafi verið búinn að undirbúa liann, «f atvikunum skyldi liaga þanri- ig, sem nú varð raunin á. „Eg skal láta sækja hann,“ sagði keisarinn og skipaði fyrir um að svo yrði gert. En Wege- meil þessi var mikils virt tón- skáld og píanósnilhngur. En á meðan beðið var eftir honum gekk Wolfgang til syst- ur sinnar, tók hana við hönd sér og leiddi fyrir drottning- una.“ „Sjáið þér, -----yðar hátign, ]jetta er hún systir mín, hún Nannerl. Og hún leikur alveg eins vel á píanó og eg.“ Drottning hafði gaman af þessu uppátæki drengsins, heils- aði Nannerl alúðlega og mælti einhver hlýleg orð við hana. Síðan benli hún Mózart að koma nær og ræddi við liann stundar- korn urii börnin. En á meðan töluðu þau systkinin, Wolfgang og Nannerl, við keisarasynina, og hrósaði Wolfgang svo mjög hæfileikum systur sinnar, að drottningin leit snögglega við og greip fram í fyrir honum: „Heyrðu, Wolfgang minn,“ sagði liún, „þykir þér nú í raun og veru svona ákaflega vænt um hana systir þína, eins og náða má af tali þínu?“ ,Já, drotlning, — það veit heilög hamingjan,“ svaraði Wolfgang litli með miklum ákafa. Og nú fóru allir „hirðsið- ir“ út í veður og vind, þvi að Wolfgang gleymdi sér alveg, og þreif hönd drottningar. „Mér þykir ákaflega vænt um liana. Og mér þykir líka ákaflega vænt um yður, af því að þér haf- ið verið svo góðar við mig.“ „Þetta er gaman að lieyra — og þelta er. mikið liól í minn garð,“ svaraði drottningin og brosti við. „En hvernig færir þú nú að sanna það, að þér sé þetta fullkomin alvara?“ „Með því að kvssa yður,“ svaraði Wolfgang liispurslaust. Og áður en nokkurn varði hljóp hann upp i kjöltu drottningar, vafði handleggjunum um liáls- inn á lienni og rak að henni rembings koss. Drottningunni kom ekki til liugar, að misvirða þetla tillæki drengsins, lieldur hló hún hjarlanlega. Keisarinn og keisarabörnin hlóu líka svo dátt, að þeim vöknaði um augu. Og hirðfólkið varð líka að híæja, eða gera sér upp hlátur, þó að sumum hinna dramblátu karla og kvenna lægi fremur við yfirliði, af þvi að vera sjónar- vottar að þessum aðförum hins djarfa alþýðudrengs. Slíkan sjónleik sem þann, er nú hafði leikinn verið, höfðu menn ekki séð eða heyrt í manna minnum við keisarahirðina. En nú kom Wagemeil og þeg- ar keisarinn var búinn að kynna drenginn fyrir honum, bað liann Wolfgang að setjast við hljóð- færið og láta nú heyra til sín. Það stóð ekki á lionum. En fyrst kyssli hann báðar hendur drottningarinnar, og flýtti sér siðan að hljóðfærinu og settisl fyrir framan það. „Mér þykir ákaflega vænt um, að þér voruð svo vænn að koma hingað,“ sagði Wolfgang við Wagemeil. „Og eg ætla að byrja á þvi, að leika lag eftir yður sjálfan, og þér gerið svo vel að snúa við blaðinu fyrir mig.“ Wagemeil færði sig nær hljóðfærinu brosandi. Wolf- gang lék fyrst stutt forspil, — og svo hófst lagið. Ilvílík tindur! Wolfgang gerði miklu meira en að fullnægja

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.