Vísir Sunnudagsblað - 01.03.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 01.03.1942, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 9 þeim hugmynduní sem menn höfðu gert sér um hann. Það varð dauða-þögn í salnum. Hann lék með slikum eldmóði og á- kafa, festu og frábærri leikni, að áheyrendur féllu í stafi af undrun og aðdáun. Og sannar- lega voru „liafðar gætur á litlu fingrunum“. Fólkið hafði ekki augun af þeim. Og þó voru eng- ir athugulli en keisara-fjöl- skyldan. En sjálfur virtist Wolfgang nú ekkert vita af fólkinu sem umhverfis hann var. Lagið var á enda. Síðustu hliómarnir voru að deyja út, og fólkið hélt, að Wolfgang mundi nú láta þar staðar numið. En hann var ekki á því. Hann byrj- aði á öðru lagi og lélc enn góða stund. Svo fullkomið vald hafði hann á hljóðfærinu, að það virt- ist vera honum leilcur einn að lýsa hverskonar skapbrigðum, og leiknin var svo fáguð, skýr og töfrandi að hið tilbreytinga- auðga tónamagn virtist sfreyma undan höndum hans eins og silfurtær lækur úr berglind. Hann „lauk máli sínu“ með föeru og flúruðu eftirspili, stökk síðan ofan af stóInUm og leit brosandi til áheyrendanna. En þeir voru sem dáleiddir, og voru dálitla stund að jafna sig, Það var drottningin sem fyrst rauf þögnina og lét i ljós einlæga og ótvíræða aðdánn sína og fögnuð yfir því, að hafa átt kost á að njóta þessarar ánægju- stundar. Tóku siðan aðrir und- ir og kepptist hver við annan að láta aðdáun sína i Ijós. Og jafn- vel Wagemeil, sem þótti hálf- gerður þumbari, og var yfirleitt seinn til að hæla tónlistarmönn- um, tók fyllilega undir hrósið, sem Wolfgang var horið. En Wolfgang tólc þessu öllu með mestu hógværð. Honum þótti sýnilega vænt um lofsyrði Wagemeils, en þegar til kom, mun honum þó hafa þótt mestu máli skipta, hvað drottningin sagði um frammistöðu lians. Og liún hélt lika ofurlitla ræðu yfir honum: „Eg dáist mikið að þvi, hvað þú ert þegar orðinn mikill snillingur, svo korn-ungur drengur. Og vér vonlim öll og óskum þess af heilum hug, að þér megi auðnast að halda áfram að dafna og þroskast i list þinni, svo að þú náir að lokum sannri fulIkomnun.“ „Með guðs hjálp vona eg, að það verði,“ svaraði Wolfgang með alvörusvip. „Eg ætla að vera iðinn og mig langar til að gera það sem eg get, til þess að þessar góðu óskir yðar rætist.“ Nannerl varð nú lika að leika á hljóðfærið. Hún var að vísu ekki jafnoki hróður sins, en miki^ þótti þó til snilli hennar koma, og var henni ldappað ó- spart lof i lófa. „Eg óska yður lijartanlega til hamingju með börnin yðar,“ mælti drottningin við Mozart að Ioknum hljómleikunum. „Slíkir dýrgripir eru sjaldgæfir. Og yðar vandi er mikill, að ala jiessi börn ve! upp, lilúa að og þjálfa frábærar gáfur þeirra, svo að þær fái að njóta sin.“ Þegar Mózart var að leitast við að fullvissa drottninguna um, að hann myndi einskis láta ófreistað til þess að reyna að láta börnunum liða vel og afla þeim svo góðrar menntunar, sem föng væri á, gall við skelli- hlátur rétt hjá þeim. Drottning- in snéri sér við með þykkjusvip, en keisarinn kom þá til hennar og mælti: „Hann er alveg dæmalaus, þessi drengur! Þegar eg spurði hann, hver væri mesti tónsnill- ingur fornaldarinnar, svaraði hann: „Lúðurþeytarinn, sem blés niður borgarmúra Jerikó- borgar!“ Drottningin brosti nú lika að þessu svari, en keisarinn hélt áfram: „En honum skal ekki verða lcápan úr því klæðinu. Við verð- um að reyna að kveða hann i kútinn. Heyrðu nú, Wolfgang litli. Við viðurkennum öll, að þú leikur ágætlega á pianó. En þú notar þó alla tiu fingurna, og það er þá í raun og veru ekki meiri vandi en það, að þetta geta inargir. En sýndu okkur nú, hvað þú getur með einUm fingri, — eða, og það er þó ef til vill erfiðara, þú skalt leika á ldjóð- færið blindandi, þannig, að breidd sé yfir ])að ábreiða.“ Þetta voru að visu hálfgerð skrípalæti, en Wolfgang var slrax til í að reyna þetta, til þess að þóknast „hans hátign“. Hann lék á hljóðfærið með einum fingri, svo að vel líkaði, og síðan var breidd áhreiða yfir það, og hanri lék á það blindandi ýms smálög. Þetta þótti prýði- leg skemmtun. og ekki sizt vegna þess, hve hiklaust Wolf- gang gekk að þessu og án þess að láta sér fipast. „Hann er göldróttur," sagði keisarinn hlæjandi. „Þetta er erki-galdrakarl, sem menn verða að vara sig á og bera virð- ingu fyrir.“ Nú var þessi áheyrnarstund á enda og keisarafjölslcyldan kvaddi Mozart og hans fólk með mikilli blíðu. Gaf drottning þeim Wolfgang og Nannerl sinn demantshringinn hvoru að skilnaði. „Börnin yðar hafa veitt mér ógleymanlega ánægjustund," sagði hún við Mózart, að skiln- aði, „og eg vona, að eg fái að sjá ykkur aftur innan skamms." Mozart var mjög glaður og ánægður yfir þvi, hve giftusam- lega hafði tekizt þessi heimsókn. Má nú samt nærri geta, að ekki liefir honum liðið vel stundum, á meðan á heimsókninni stóð. Það var aldrei á það að ætla hverju Wolfgang litli gat fund- ið upp á. Og framkoma lceisara- fjölskyldunnar, og þá einlcum drottningarinnar, var svo alúð- leg, að Wolfgang gleymdi þvi alveg hvar hann var, gleymdi öllum „hirðsiðum“, sem búið var að lcenna honum, eða svo til, og var þess vegna „alveg eins og heima hjá sér“. Og ef til vill var það einmitt þessi eðlilega og frjálslega framkoma hans, sem mestu réði um það, hve hugþekkUr hann varð þessu tigna fólki, að ógleymdum hin- um frábærlegu tónlistarafrek- um. Og þetta fór allt vel. Og þetta var mikill sigur, því að keisarah jónin voru bæði einlæg- ir unnendur góðrar tónlistar, og vel að sér i þeim efnum. Fyrir nokkuru birti Vísir mynd af þessum stærsta flugháti i hejmi, sem smíðaður var í Bandarikjunum. Þessi mynd var lekin, þegar nýbúið var að renna honum á flot, en mikið var um dýrðir í sambandi við þá athöfn. Báturinn — stærðin réttlætir eiginlega, að hann sé íjefndur „skip“ — hlaut nafnið Marz. Hann kostaði 16—17 milljónir króna og getur flogið viðkomulaust frá New York tij Englands og heim aftur.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.