Vísir Sunnudagsblað - 01.03.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 01.03.1942, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ fáú.L: „Eg: I raun og veru var kaupa- vinnu minni á Reykjum lokið fyrir rúmri viku. En af þvi að eg liafði að litlu að hverfa i Reykjavík þá hafði eg lofað bóndanum að vera hjá lionum f í tvær þrjár vikur til að hjálpa honum með haustverkin, sem mest kölluðu að, að loknum slættinum, og satt að segja var ekki laust við að eg finndi til stærilætis yfir því að vera svo mjög eftirsóttur, því eg var nú bara á 17. ári, og hafði fremur vanizt þvi að verða að biðjp um að lofa mér að vinna. Þennan dag var starfi okkar að þekja f járhúsin.bóndinnhafði áður skorið torfið, en nú tók eg það úr pælunum og flutti það á fjórUm hestum heim að húsun- um og bisaði því upp á vegginn. Hann tók á móti því og tyrfði þekjur húsanna með mikilli vandvirkni og nákvæmni. Eg tók sérstaklega eftir því hvað' mikla áherzlu hann lagði á það að hafa þekjuna eggslétta. Hann skar af hverja ójöfnu á gömlu þekjunni, og nýja þakið var svo slétt, að livergi sást bunga eða laut. Veðri var svo liáttað um dag- inn að þykkt var í lofti en úr- komulaust. Jörðin var enn græn þó farið væri að hausta, nema þar sem mýrlent var og svo teig- arnir, en nokkuru fjær okkur voru lágir ásar skógi vaxnir; þar var björkin búin að fella blöðin, en viðihrislur, sem voru hér og hvar innan um svarta- viðarkjarrið voru enn í fullum laufskrúða. Klukkan var að ganga fjögur og verkið langt komið. Þá sá eg hvar drengur, 13 ára gamall, sonur bóndans, kom gangandi neðan frá ánni til okkar, með brúsa í hendinni. Hann liafði verið að flytja mjólk til vega- gerðarmanna niðiu- að ánni, því þar höfðu þeir tjöld sin. Þetta var hans starfi, en nú brá svo undarlega við að hann hafði tekið á sig þenna stóra krók til að ná fundi okkar, og eg vissi strax, að það boðaði einhverja nýung. Þegar eg sá framan í drenginn duldist mér ekki, að honum var mikið í hug; hann gekk raklcitt til föður sins og sagði með and- köfum og erfiðismunum frá þvi, að einn maðurinn við vegavinn- una hefði dáið um morguninn af bilslysi. Hann hefði staðið þekki iiiaiiiiiiui" Nmá§ag:a Utan á aurbretti bílsins en misst takið, og oltið undir bíl- inn og það hefði endað á þenn- an dapurlega hátt. Bóndinn inti nú eftir nafni mannsins, því hann þekkti þar flokkstjórann og auk hans tvo eða þrjá menn, en kannaðist ekki við manninn. Hann var kallaður Mangi Ben., sagði drengurinn. En þegar eg heyrði þetta nafn, kannaðist eg fljótt við það, og gaf mig því i samtalið með orðtaki, sem Mangi hafði sjálfur mikið not- að og siðar verður sagt frá; eg kallaði til þeirra og sagði: „Eg þekki manninn.“ Bóndinn spurði mig nú nokkurra sþurn- inga um hagi Manga Ben., og svaraði eg þeim svo stutt sem mér var unnt. En það sem eftir var dagsins var hugur minn fjötraður við endurminningar um hann og samveru okkar og kynningu. Þegar eg var á 15. ári réðisl eg í vegavinnu, ekki þó sem neinn vegagerðarmaður, til þess var eg of ungur og Mr í loftinu, en eg var ráðinn sem kúskur við ofaníburð. Við vorum 5 strákar með 10 hesta og mér þótti þetta dýrðlegt sumar upp við fjöllin, en þetta linoss ldotnaðist mér ekki nema eitt sumar, þvi næsta surnar var sonur flokksstjóráns orðinn nógu gamall til að taka við því af mér. Þetta surnar var eg með Manga Ben. eða Magn- úsi Benóníussyni, eins og liann hét fullu nafni. Fyrst þegar eg sá hann, kom hann mér þannig fyrir sjónir, að eg leit mjög upp til hans og var feiminn við hann. Hann var hár og beinvaxinn; andlitið ekki ófritt en yfir því svo mikill al- vöru- og að mér virtist, festu- blær að mér fannst að maður- inn hlyti að eiga nokkuð undir sér. Hefði bezt getað trúað að hann væri flokksstjóri, en fljótt komst eg að raun unr að svo var ekki. Hann gekk mjög ákveðið og rösklega að verkum sínum, bæði meðan verið var að koma fyrir tjöldunum og eins eftir að hann var kominn á „tippinn" ])ví það vai- hans slarf um sum- arið. Við mig var hann alltaf góður, þó ekki dyldist mér glöggskyggni hans fyrir smæð minni og ófullkomleik. Flokksstjórinn skipaði svo fyrir, að fullorðnu mennirnir skildu hafa einn strák sem 3ja mann i hverju tjaldi. Taldi hann að þá mundi bera minna á ólát- um okkar og' áflogum, og við auk þess læra að ganga sæmi- lega umtjald og matbua í okkur, og það atvikaðist svo, að eg lenti í tjaldi með Manga Ben. Eg leit strax á Manga sem húsbónda i tjaldinu, því þriðji maðurinn var gamall maður, afskipta- og atkvæðalítill. En þegar eg fór að kynnast Manga í húsbóndastöðunni, fór aðdáun mín á lionum þverrandi og það var ekki laust við að undrun kæmi í staðinn. Allir hættir lians þar virtust mér bera vott um hégóxnagirni, hirðuleysi og grant vit. Til dæm- is mátti gamli inaðurinn, tjald- félagi okkar, ekki lireyfa sig, svo það yrði Manga ekki að hláturs- efni, satt áð segja var eg nú svo- leiðis gerður, enda á þeim ár- unum, að sjá það sem skoplegt var í fari manna, en þó sá Mangi margt í fari gamla mannsins og hló dátt að, sem mér fannst ekkert broslegl við. Þegar gamli maðurinn t. d. bauð mér liafra- mélsgraut eða skar kjötsneið á brauðið sitt, þótti Manga þetta svo skrítið að hann veltist um af hlátri. Mataræði sjálfs lians var mér inesta undrunarefni, því helzt vildi hann nærast á sterku kaffi og vinarbrauðum, en Var frein- ur hirðulaus um aðra matarað- drætti. Þó sagðist hann ekki vera lieill lieilsu, enda sáust þess oft merki, þó ekki gæfi hann sér slakt við vinnuna. Það þreytti hann þrálátur magasjúkdómur. Jú, hann hafði leitað læknis, og læknirinn gaf lionum reglur um fæði og skaffaði honum meðöli Meðal annars mátti hann ekki drekka kaffi. En Mangi sagði að það hlytu allir að skilja, að ekki væri nauðsynlegt að fara eftir því nema þegar hann væri mikið lasinn. Sama var að segja um meðölin sem læknir- inn lét honum í té, hann átti að taka þau eftir hverja máltíð, en hann taldi að það væri óþarfi nema þegar hann væri kvalinn, því livað átti sá maður að gera við meðöl sem hvergi fann til. Enda var glasið með meðalinu flesta daga óhreift i rúmhorni lians. En þegar hann fékk kvala- kast, saup liann ómælt og ósvik- ið á glasinu. Úti við fannst mér Mangi jafnan þokkalegur og sæmilega klæddur, og á helgum, er liann fór í bæinn,var hann vel rakaður og þveginn og í góðum fötum. 'En sú snyrtimennska lians náði ekki að rúminu í tjaldi hans, því þar bar allt vott um hirðuleysi og óhreinlæti. Enn var eitt í fari Manga sem eg tók fljótt eftir, en það stóð í sambandi við bíl sem notaður var til aðdrátta og stundum við vinnuna þar sem lengst var að flytja ofaníburðinn í veginn. Þegar Mangi var nálægur bíln- um, var sem á honum væri eins- konar gleðibragur og hinn vana- legi alvörusvipur á andliti hans Iivarf. Ef hann álti leið með bílnum stuttan spöl, sýndi hann fímleik sinn í að standa utaná honum og styðja sig með annari hendi. Væri kaffi drukkið þar sem bíllinn var staddur var Mangi óðar sestur í bilstjóra- sætið. Einn af piltunum var með myndavél. Mangi fékk liann til að taka myndir af sér við bílinn í öllulil stellingum: sitjandi við stýrið, standandi í húsdyrunuiu eða á aurbrettinu o. s. frv. Ekki var liægt að segja, að Mangi neytti mikils áfengis. Sjálfur sagðist hann ekki smakka það nema á afmæli sínu. En einn piltanna spurði hann þá, hvort hann ætti þá af- mæli á hverjum sunnudegi allt sumarið, og tók hann því vel, þó hann áð visu skildi sneiðina. En eg átti eftir að kynnast Manga Ben. meira en þessu ytra hversdagsgerfi hans, og verður nú frá því sagt. Seint í ágústmánuði bar svo við um eina lielgi, að allir vega- gerðarmennirnir fóru heim til sin nema eg og annar piltur til, á mínu reki. Við áttum að vera á staðnum og gæta hestanna sem notaðir voru við vinnuna. Gamli maðurinn sem verið hafði tjaldfélagi okkar Manga var fjarverandi; heimilisástæður höfðu kallað hann heim um stund. Það var orðið skuggalegt um kvöldið og við vorum komn- ir til náða hvor i sínu tjaldi. Hestarnir höfðu verið ókyrrir um daginn og eg var þreyttur. Eg lá i rúmi mínu i tjaldinu og leið óumræðilega vel, þó eg væri þreyttur, fann eg að sú þreyta

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.