Vísir Sunnudagsblað - 08.03.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 08.03.1942, Blaðsíða 1
mmm 1942 Sunnudaginn 8. marz 3. blaö HALLGRÍMUR HELGASON: Þjóðlagið hefir að sínu leyti sama gildi fyrir þjóðareinstak- iinginn og móðurmjólkin fyrir reifabarnið. Alveg eins og barn- íð drekkur í sig lyndiseinkunn- ir, eðlishætti, tilfinningar og hugsanir feðra sinna með móð- urmjólkinni, að sama skapi til- einkar þjóðareinstaklingurhm sér innsta eðli og innræti, tungu og tóna forfeðra sinna og gjör- vallrar þjóðarinnar i gegn um þjóðJagið. Hinar minnstu hrær- ingar þjóðarsálarinnar, hin hljóðustu æða-' og hjartaslög þjóðlífsins birtast i einfaldleik þjóðlagsins, í því felst mynd af andlegu lífi þjóðstofnsins. Af þessu leiðir, að þjóðlagið er jaf n- nauðsynlegt fyrir mótun skap- gerðarinnar og næringin er fyr- ir barnið, sem er að stálpast. Ef barnið nærist ekki á hollri, kraftgóðri og einfaldri fæðu, bíður það líkamlegt tjón i upp- vextinum, þróttur þess þverr og lífsorkan lamast; og maður, sem aíizt hefir upp án þess "að hafa nein kynni af þjóðlagi lands sins, hlýtur ávallt að verða átthagalaus alheimsborgari, skapgerðarlaust sníkjudýr, sem gerir sér að góðu það, sem fram- andi og máske óskyld menning miðlar honum af handahófi Hin menningarlega nauðsyn þjóðlagaiðkunar verður augljós jafnskjótt og skyggnst er inn i hið almenna tónlistarlíf. Og þá verður því tæplega neitað, að of lítið er gert að því, að sýna fram á kosti þess, að hafa um hönd lög feðranna og forfeðr- anna. Með einföldum og aUðskild- um orðum og látlausum og kjarngóðum lögum, mynd- ast af sjálfu sér traust- ur varnargarður gegn skaðleg- um tónlistaráhrifum. Það er of t talað um það, að við eigum eng- in þjóðlög, sem vert sé að halda á lofti, en slík ummæli hljóta að missa marks, ef litið er á þjóð- Sið;»ukði*iiiiiilial<l þjóðlagrsms lagaútsetningar Bjarna Þor- steinssonar, Sigfúsar Einarsson- ar, Sveinbjörns Sveinbjörnsson- ar, Karls Runólfssonar, Páls ís- ólfssonar og EmiIsThoroddsens. Það er margt, sem stuðlar að því, að veikja móttækileika á- heyrenda fyrir sönnum einfald- Jeik þjóðlagsins. Hver einasti „song" jazzsöngvaráns er atlaga gegn þjóðiaginu, hann veikir þá undirstöðu, sem, það sjálf t myndar, og „jazzinn" vill koma í stað þjóðlagsins, sem jafnoki þess. Sá, sem hefir skilið þetta og sér hið raunslcakka i þessu viðhorfi, hlýtur með ráðnum hug og fyllstu sannfæringu að beita sér fyrir útbreiðslu þjóð- lagsins. i Siðan að prófessor Bjarni Þorsteinsson, fyrrum prestur á Siglufirði, gaf út þjóðlagasafn sitt, 1909, hefir lítið sem, ekkert verið unnið að því, að bjarga íslenzkum þjóðlögum frá glöt- un. Gömlu kvæðamennirnir víðsvegar á landinu hafa margir farið með rímnalögin sín með sér í gröfina, og nú er rímna- kveðskapur, illu heilli, sem óð- ast að deyja út. En langstærstur hluti íslenzkra þjóðlaga, og um leið, ef til vill, sá merkilegasti, er einmitt rímnalögin eða stemmurnar. Er það lífsnauðsyn fyrir fram- tiðarþróun íslenzkrar tónlistar, að þjóðlögunum. sé gaumur gef- inn, þvi að þjóðlagið er meðal allra þjóða upphaf alls söngs og annarra tónlistariðkana; það er fyrsti vísir að skapandi músikgáfu, og í þjóðlaginu blundar þvi kím vaknandi g vaxandi tónmenningar, sem hlýtur að beinast inn á þjóðleg- ar brautir. HALLGRÍMUR HELGASON. Hið stórmerka þjóðlagasafn prófessors Bjarna ber fyrst og fremst að skoða sem heimildar- rit. Það getur ekki komið öllum, þorra f ólks að gagni, vegna þess, hve fyrirferðarmikið það er og að sumu leyti óaðgengilegt. Lögin í safninu eru og velflest óraddsett og geta í þeirri mynd aldrei náð neinni verulegri út- breiðslu. Á þessu langar mig að iráða bót, með því að gefa út íslenzk þjóðlög í alþýðlegum og aðgengilegum en þó vönduðum búningi, svo að allur almenn- ingur fái tækifæri til þess að meta þessi lög og sýna þeim rækt og sóma; en Sigfús Einars- son sagði 1912, er hann gaf út þjóðlagasafn sitt með 17 islenzk- um þjóðlögum, að þjóðlögin okkar væru olnbogabörn, og við hefðum borið þau út — allflest, en þá óhæfu yrði að bæta fyr- ir. Af löngun til þess varð þetta hefti hans til. Slíkar útgáfur geta stórum bætt tónlistar- smekkinn og vakið áhuga fyrir þvi, sem til hefir orðið og þró- azt í Iandinu sjálfu. Mestur hluti þeirra þjóðlaga, sem varðveita þarf, er rimna- lög; en gömlum sálmalögum og vikivakalögum, þarf einnig að halda til haga, og máske síðast en ekki sizt lögum, sem enn verða til manna á milli. Af rimnalögum eru skráð um 300, en tala þeirra rímnalaga, sem hrærast með þjóð vorri í munnlegri geymd, er óútreikn- anleg. Þegar öllu þessu mikla safni væri safnað og búið væri að flokka það og skipuleggja, mundi efalaust margt það k'oma í Ijós, er gæfi nákvæmari upp- lýsingar um sérkenrii íslenzks tónlistareðlis en mögulegt er að afla sér úr því, sem enn er fyrir hendi. En i hverju íslenzkt tón- listareðli er aðallega fólgið, er enn algjörlega órannsakað, og er þvi varla um annað en slag- orð að ræða, þegar sagt er, að þetta eða hitt tónverk eða lag sé svo „íslenzkt". Hér bíður mikið verkefni lausnar, og mundi það stórlega geta bætt allt tónlistarlíf í land- inu, ef vel væri af hendi leyst. Notkun þjóðlaganna er tengd margvíslegum möguleikum, ef rétt er á haldið, og mundi þá fara svo, að eftirsókn yrði að hinum ómetanlega þjóðlagaf jár- sjóði, sem enn hefir allt' of lítið verið hirt um. Slik eftirsókn ætti að geta orðið trygging fyrir blómlegu tónlistarlifi, sem, yxi upp úr frjórri gróðurmold landsins sjálfs og tæki þaðan til sín alla þá næringu, sem það þarfnaðist s'ér til vaxtar og viðgangs.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.