Vísir Sunnudagsblað - 26.04.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 26.04.1942, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ meira að segja láta ritsafn Shakespeares góðfúslega í lcaup- bæti, ef tíu þúsund dollarar væru í boði, ekki hvað sízt á tímum sem þessum. — Nei, nei, svarar herra Þriðjudagur. — Það myndi aldrei takast að komast að nein- um slíkum samningum við ung- frú Amalíu Bodkin. Sjáið þér bara til. Við ungfrú Bodkin liöf- um verið mjög góðir vinir alls um fimmtíu ára skeið. Já, við erum meira að segja beztu vinir ennþá. Hún liefir ekki minnstu hugmynd um, að eg sé í þann veginn að rjúfa þessa vináttu. Ef eg geri nú tilraun til þess að kaupa hréfin af henni, myndi það skiljanlega vekja grun hennar. Málið er með öðrum orðum þannig vaxið, að eg verð fyrst að komast höndum yfir bréfin áður en eg skýri henni frá því, að vináttu okkar sé lok- ið og ný viðhorf komin til sögu. Jæja, eg leita svo spænska Jón og Isedore litla uppi þenn- an sama dag. Þar sem um bréf er að ræða, tel eg ekki illa til fallið að æskja eftir þátttöku Eðvarðs Iærða. Vel getur þann- ig atvikazt, að nauðsyn heri til þess, að bréfin séu lesin. Nú eru þeir spænski Jón og Isedorþ litli alls ekki læsir og eg er eirí- vörðungu læs á prentað mál. Við fáum bréfið að láni hjá einum vina minna og náum til Tarrytown fyrir myrkur. Við ökum eftir þjóðveginum gegn- um bæinn samkvæmt/ leiðsögu herra Þriðjudags. Að lokum komum við á staðinn, sem um ræðir, er reynist vera lítið, hvit- litt sumarhús í brekku við ána skammt frá aðalveginum. Lág- ur steinmúr umlykur garðinn með akdyrum að veginum. Þeg- ar eg verð akdyra þessara var, tek eg krappa beygju, og hvað haldið þér þá að fyrir komi? Eg ek bifreiðinni beint á eina steinsúluna við akdyrnar, og bifreiðin leggst saman eins og dragspil. Annars höfðum við hugsað okkur að Ijúka starfinu án tafar með hjálp marghleypna okkar, en þá verður steinsúlan einmitt i veginum. Þegar eg opna aftur augun, ligg eg í ókunnu rúmi' í fram- andi berbergi. Slíkt svefnher- bergi hafði eg aldrei augum lit- ið fyrr. Allt er fingert og fagurt. Hið eina, sem hvimleitt getur talizt og í ósamræmi við um- hverfið, er spænski Jón, er situr við rekkju mina. Spænski Jón skýrir mér frá þvi, að þegar eg hafi legið á ak- veginum með blæðandi sár á hvirflinum, hafi borið þar að kvenbrúðu í fylgd með öldungi, er hafi virzt vera þjónn eða eitt- hvað slíkt. Kvenbrúðan hafði þegar skipað svo fyrir, að eg yrði borinn inn i húsið og búið um mig í herbergi þessu. Þegar eg ligg þarna og ihuga, hvað til bragðs skuli taka, kem- ur alt í einu inn kvenbrúða, sem leit helzt út fyrir að vera nær fertug að aldri. Hún er snotur ásýndum og brosir vingjarn- lega við mér. í fylgd með lienni er náungi, sem eg gat ætlað vera hrakspámann einkum sökum þess, að hann hafði hökutopp og bar litla, svarta tösku í hendi. — O, segir hún. — Það gleð- ur mig, að þér eruð á lifi. Hér er nú Diffingwell læknir kom- inn, til þess að lita á sár yðar. Nafn mitt er ungfrú Amalía Bodkin, og þetta er hús mitt og einkasvefnherbergi. Mér þykir mjög mikið fyrir því, að þér skylduð verða fyrir þessu slysi. — Þér hafið særzt mjög illa, segir hrakspámaðurinn. — Eg sauma nú sárið saman, og svo verðið þér að njóta livíldar og næðis í nokkura daga, annars gæti illt af hlotizt. — Það er bezt að flytja yður þegar í sjúkrahús. alíu Bodkin ekki að. Hún segir, að eg verði þar, sem eg sé kom- inn, og hún kveðst ætla sér að hjúkra mér, þar sem eg hafi slasazt á landareign hennar, i akdyrum hennar. Eg er í fyrstu undrandi yfir þvi, hvað valdi þessari afstöðu hennar. En brátt kemst eg að raun um, að orsök- in er einstæðingsskapur liennar og þörf fyrir að veita einhverj- um aðhlynningu. Auðvitað mæli eg ekki ung- frúnni í móti, því að eg lít þann- ig á, að mér verði auðveldara að koma þessu i kring með bréf- in og silfurmunina, ef eg verði hér kyrr. Eg læzt þvi vera mun veikari en raunin er, enda þótt sérhver, sem þekkir mig frá því, er eg gekk með átta byssu- kúlur í likamanum frá horni Broadways og Fimmlugasta strætis allt yfir að Brooklyn, myndi telja það broslega skritlu, að smáskráma á hvirflinuin legði mig i rúmið. Þegar lokið hefir verið við að sauma sár mitt saman, segi eg spænska Jóni, að bezt muni að þeir þremenningarnir liverfi aftur til New York en liafi þó samband við mig símleiðis, svo að eg geti sagt þeim, hvenær þeir skuli koma aftur. Síðan leggst eg til svefns, þvi að eg er óvenjulega þreyttur. Þegar eg vakna svo um nóttina, vill svo undarlega til, að eg liefi hitasótt og er hara dálítið veik- ur. Ungfrú Amalía Bodkin sit- ur við rúmið hjá mér og held- ur köldu klæði við hvirfilinn, sem er næsta þægilegt. Mér líður strax betur morg- uninn eftir og hefi lyst á morg- unverði, sem hún færir mér á bakka. Mér finnst, að það sé nú ekki svo bölvað að vera sjúklingur, einkum þó þegar kvenbrúða situr við sjúkrabeð- inn og spyr um liðanina í hvert sinn, sem maður opnar augun. Fyrst er eg hefi lokið snæð- ingi, get eg talið ungfrú Amaliu Bodkin á að leggja sig fyrir og í þvi skvni hverfur hún á brott. Meðan hún sefur, silur gamli karlinn, sem virðist gegna þjónsstörfum á heimilinu, inn öðru hvoru til þess að sjá hvern- ig líði. Hann er skrafhreyfur karl, og brátt hefir hann lýst fyrir mér öllum högum ungí'rú Am- alíu Bodkins. Hann tjáir mér, að hún sé heitbundin manni i New York, er sé mikill atvinnu- frömuður og stórauðugur. — Auðvitað dylst mér ekki, að hér er átt við herra Jabez Þriðju- dag, enda þótt karlinn láti aldrei nafns hans getið. — Þau liafa þekkzt árum saman, segir hann. — Hann var mjög fátækur, þegar fyrst tók- ust með þeim kynni, en hún var i efnum og styrkti hann. Hún hefir stjórnað honum og at- vinnurekstrinum svo vel, að nú er þetta orðið stórfyrirtæki. Mér er mætavel um þetta kunn- ugt, þvi að eg hefi verið í þjón- ustu þeirra næstum því frá önd- verðu. Hún er mjög glögg á fjármál og viðskipti, auk þess sem hún er góðlynd og geðþekk. Aldrei hefi eg getað skilið það, Irvers vegna þau hafa ekki gifzt, heldur gamli karlinn á- frám máli sínu — því að um það verður ekki efazt, að þau unnast hugástum. En einhverju sinni trúði ungfrú Amalia Bod- kin mér fyrír því, að sú værí ástæðan, að þau hefðu verið of fátæk til að byrja með og um of í önnum síðar til þess að hugsa um hjónaband. Svo sat allt við hið sama, unz hann gerðist skyndilega auðugur. Síðan hefir inér virzl hann fjar- lægjast hana, en hún gefur þvi engar gætur. Eg er hinsvegar sannfærður um það i hvaða skyni hann hefir talið hana á að draga sig í hlé úr starfinu og flytja hingað. Nú eru liðin noklcnr ár siðan það slceði. En þessari tillögu gezt Am- Ameríska beitiskipið Omaha tólc í haust þýzkl skip á At- lantshafi. Skipverjar á því reyndu að sökkva þvi, en amerisku sjóliðarnir gátu hindrað þá i því, Hér sjást s.jóliðarnir vera að fara um borð.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.