Vísir Sunnudagsblað - 26.04.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 26.04.1942, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Fyrst í stað kom hann hingað oft, en smám saman tók að líða lengra á milli heimsókna hans, og nú orðið má hann teljast sjaldséður gestur. — Já, þannig er lífsins gangur. En ungfrú Bodkin heldur ávallt að hann elski sig og starfsönnum einum sé um það að kenna, hve sj'ald- an hann heimsækir hana. Um kvöldið har svo við, að eg lá og lézt sofa, en ungfrú Amalía Bodkin var inni hjá mér. M verð eg þess skyndilega var, að hún lýkur upp einni dragkistuskúffunni og tekur fram tiglaöskjur og setur þær á borðið hjá lampanum. Hún opnar öskjurnar og tekur að lesa nolckur gömul bréf. Meðan hún situr þarna og les bréfin, virði eg hana fyrir mér, svo að lítið her á. Hún brosir öðru hverju, en við og við streyma þó tár niður vanga hennar. Skyndilega verður henni litið á mig og sér, að eg er glaðvak- andi. Hún roðnar við, en lilær síðan. — Gömul ástabréf, segir hún og strýkur öskjurnar. — Þau eru frá gömlum unnusta mín- um. Eg les nokkur þeirra á hverju kvöldi. Finnst yður það ekki heimskulegt og teprulegt af mér? Eg gef ungfrú Amaliu Bodkin það í skyn, að reyndar finnist mér þetta hátterni hennar bera vitni Um nokkurn tepruskap. Hins læt eg ekki getið, hversu heimskulegt það sé af henni að láta mig sjá, hvar hún feli bréf- in, þvi að raunverulega er eg hinn ánægðasli yfir því að vita af samastað þeirra. Eg trúi ung- frú Amalíu fyrir því, að sjálfur skrifa eg aldrei ástabréf og hafi ekki einu sinni séð, livernig ástabréf líti út, sem satt var. Þá ldær ungfrú Amalía við og segir: — Þér virðist vera mjög ó- venjulegur maður. En nú skal eg lesa yður nokkur hinna dá- samlegustu ástabréfa, sem í letur hafa verið færð. Það getur ekkert komið að sök, því að þér þekkið ekki sendandann, og nú megið þér ekki ætla, að eg liafi um þessar mundir verið gömul og ljót, eins og eg er nú, heldur ung og dálítið álitleg. Hún opnar eittJjréfið og les það hátt. Rödd hennar er lág og mild, en hún litur vart á bréfið, svo að eg sannfærist um að hún kann það næstum þvi utanað. Mér er það einnig ljóst, að liún álílur bréf þetla hið mesta meistaraverk, enda þótt eg telji það hið mesta þvaður. — Elskan mín, stóð í bréfmu. — Eg hugsn um þig án afláts eins og þú Ieizt út, er þú stóðst utan við húsið í gær með sól- skinið á svartjörpu hárinu, svo að það glóði eins og brons. Ó, eg elska háralit þinn. Eg er svo glaður yfir þvi, að þú ert ekki Ijóshærð. Eg hata ljóshærðar stúlkur; þær eru svo vitgrann- ar, illgjarnar og refjóttar. Svo eru þær einnig svo skapbráðar. Eg treysti ekki Ijóshærðri stúlku stundinni lengur. Auk þess lita þær flestar liárið. — Fyrirtækið gengur ágætlega. Pylsurnar hækka í verði. — Eg elska þig, nú og ávallt, dísin mín. Sum önnur hréfin voru þó mun lieimskulegri. Hann nefndi hana heitmey sína, djásnið sitt, ástmey sína, gullið silt, engil- inn sinn og öðrum slíkum nöfn- um. í nokkurum bréfanna var um það rætt, hvernig þau skyldu búa um sig, er þau væru gift. Það varð ekki um það efast, að þetta voru bréf herra Jabez Þriðjudags. — Mig undraði ekki, þótt hann vildi gjarna komast höndum yfir bréf þessi, þar sem hann var á hnotskóg eftir ástum annarrar konu. Jæja ,næsti dagur er laugar- dagur og þá hlaut hinn dagur- inn óhjákvæmilega að vera sunnudagur. Eg hafði sent fé- lögunum boð um það símleiðis, að koma og sækja mig, því að eg var tekinn að þreytast á sjúkralegunni. Þeir konni í heimsókn á laugardaginn og hétu að koma aftur á sunnu- daginn að sækja mig. En áður en þeir komu á sunnudagsmorg- uninn, bar lierra Jabez Þriðju- dag að garði i stóru bifreiðinni sinni, og var hann mjög árla á ferð. Þegar hann gekk inn í húsið klæddur síðjakka með liatt á höfði, tók hann ungfrú Amalíu Bodkin í faðm sér og kyssti hana — samkvæmt upplýsing- um þeim, sem gamli karlinn, er eg áleit vera þjón, sagði mér. Eg heyrði ungfrú Amalíu Bod- kin gráta af móði uppi á loft- inu. Síðan kvað hin hvella og alúðlega rödd herra Jabez Þriðjudags við. — Svona, svona, gæzkan, segir hann. —■ Gráttu ekki á nýja vestið mitt, dúfan. Reyndu nú að vera glöð og kát. Hluslaðu á, hvaða ráðstafanir eg hefi gert varðandi undirbúning brúðkaups okkar á morgun og brúðkaupsferðar oldkar lil Kan- ada. Gefðu mér einn koss enn, elskan, og svo skulum við setj- ast niður og ræða málin. Það virðist allt benda til þess, að hann fái kossinn. Eg heyri þau rpnða saman um alla héima og geima óratíma i dagstofunni. Þar kemur að lokum, að eg heyri herra Jabez laka þannig til orða: — Yið tvö eigum saman, þvi að við erum sömu stéttar. Eg er dauðþreyttur á fólki, sem læzt vera tigið en er þó blásnautt eins og kirkjumýs. Það kann ekki einu sinni algengustu mannasiði. í gærkvöldi til dæm- is heimsótti eg tigna fjölskyldu í New York, Scarwater að nafni. Þar var mér sýnd hin frekasta móðgnn, án minnsta tilefnis, af einni dótturinni og hlátt áfram rekinn á dyr. Slíka meðferð hefi eg aldrei lilolið á ævi minni. — Elsku Anralía mín, gefðu mér einn koss ennþá og reyndu að finna kúluna á liöfðinu á mér. Herra Jabez Þriðjudagur var, sem gefur að skilja, undrandi vfir því að hitta mig hér fyrir. Þós lézt hann engin kennsl á mig bera. Brátt koma félagarn- ir í bifreið að sækja mig. Eg þakka ungfrú Amalíu Bodkin velgerning hennar og vinsemd mér til handa. Hún og herra Jabez Þriðjudagur standa úti á grasvellinum, þegar við höldum brott, og veifa til okkar í kveðjuskyni. Ungfrú Amalía Bodkin virðist vera frámunan- Iega hamingjusöm, þar sem hún hjúfrar sig að herra Jabez Þriðjudegi. — Eg er alls hugar glaður yfir þvi ,að eg skyldi tefla þeim djarfa leik, að ganga að því sem vísu, að ungfrú Va- lerie Scarwater væri Ijóshæi'ð, þegar eg sendi Eðvarð lærða á fund hennar, til þess að lesa lienni hréfið, þar sem herra Þriðjudagur gerir ljóshærðu stúlkurnar að umtalsefni, En auðvitað tekur mig j)að sárt, að þetta bréf og önnur, sem eg fól Eðvarði að lesa henni, skyldí gera hana svo reiða, að hún kastaði duftbauknum sínum í höfuð honum jafnframt því, sem hún vísaði honum á dyr. Þá má heita, að sögunni sé lokið, segir Harry Hestur. — Nú erum við í leit að Goldfobb- er dómara, til þess að fela hon- um að höfða mál gegn Jabez Þriðjudegi. Raunar greiddi herra Þriðjudagur tíu þúsund dollarana með skilum. En hann kom í veg fyrir það, að við hefðum á burt með okkur silf- urmunina, sem um var rætt. Við komumst ekki einu sinni höndum yfir PauÞRevere te- könnuna, sem hann kvað svo verðmæta. Þegar við liérna um kvöldið komum á heimili ung- frú Amalíu Bodkins í því skyni að safna þessum munum sam- an, miðar gamli karlinn, þjónn- inn sem virtist vera, að okkur skotvopni og hagar sér í hví- vetna eins og óður maður. Nú hyggjumst við, lýkur Harry Hestur máli sínu — að lcynna okkur, hvort þess sé ekki kostur að fá Goldfobber dóm- ara til þess að höfða mál gegn lierra Jabez Þriðjudegi fyrir samningsrof. H. S. þýddi. Bandaríkin hafa nú nákvæmt eftirlit með eyjunni Martin- ique i Yestur-Indíum, sem er frönsk nýlenda. Efst t. v. er greini- legt kort af eýnni, en t. h. sýnir afstöðu hennar til næstu c.yja og neðst afstöðuna til helzlu staða i Vesturheimi, Afríku og Gibraltar,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.