Vísir Sunnudagsblað - 26.04.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 26.04.1942, Blaðsíða 6
VÍSIR S UNN UDAG-SBLAÐ BJORN GUÐMUNDSSON: Gömlu mennirnir. Það er alþekktur og nokkuð algengur ljóður á ráði okkar gömlu mannanna, sem höfum tapað svo miklu af líkamsþrek- inu, að við erum ekki lengur liðtækir við heimilisstörfin, að við verðum afskiptasamir um hússtjórn og bússtörf, höfum nefið niður í hverjum dalli, setjum út á allt og einkum alla þá, sem hera hita og þunga heimilisannanna. Við ermn si- fellt önugir nöldrunárskrjóðar, og sá húskross, sem yngra fólk- inu leiðist, að liafa hangandi yfir sér, með leiðbeiningar og ráðagiftir, sem enginn hefir beðið okkur um, og enginn vill fara eftir. Unga fólkið á það meira að segja til, að vera svo „óörtugt“ og vanþakldátt, að segja, að við göngum í barn- dómi, og að það eina, sem ætl- ast er til af okkur sé, að við tefjum ekki fyrir og skiptum okkur ekki af neinu, utan- og innanbæjar, aðeins biðum í ró og næði, þar til að okkur kem- ur, að taka pokann, cins og sjó- mennirnir kalla það. Það er raunalegt, hvernig þetta unga fólk skapar sig. Það merkist ei, að það beri nokkura virðingu fyrir gráu hárunum okkar eða æruverðum skallanum, fyrir þeklcingu okkar og lífsreynslu, fyrir umhyggju okkar og tryggð við heimahagana, löngu úrelt- ar skoðanir og búskaparlag. Það er að engu metið, að við vorum ef til vill einhvern tíma meðhjálparar, eða í hrepps- nefnd og nutum þá þeirrar virð- ingai', sem slikri trúnaðarstöðu sæmdi. Nú þykist það gela — og vita allt, miklu betur en við. Það vantar minnst til, að við séum settir út i horn, eins og gamall gagnslaus hlutur. Hvað eigum við eiginlega af okkur að gcra? Ættum við máske að fara að rifja upp og rita niður, gönnil „hugarfóstur*'1), sem við höfum gengið með, i sex ár eða lengur? Sumir af okkur hafa tekið það fyrir, að skrlfa og skrifa í belg og biðu, og senda alll frá sér, jafnharðan og það verður til, í prentsmiðjurnar, og ein- staka sinn hefir okkur tekizl, að komast í útvarpið. Ennþá hafa ritstjórár og bókaútgefend- ur, af einskærri eftirlátssemi, tekið allt sem við sendum þeim 1) Allar eftirfarandi tilvitn- anir eru auðkenndar af mér, — B. G, til birtingar, enda þótt þeir rífi af sér hárin í örvæntingu út úr, að evða öllum þessum dýrmæta pappír og prentsvertu, sem til þess gengur, sem gagnlegra væri að nota til annara hluta. En það er nú eins og hver önn- ur firra. Hvað getur verið til gagnlegra fyrir þjóðina að lesa en einmitt það, sem við skrif- uin? En fyrst okkur er sama sem bannað að lala orð heima, verða „hugarfóstrin“ að fá út- rás á annan liátt, þangað til að upp verður tekin sú regla, að horga okkur fyrir að þegja. Þó sú hætta sé ef til vill ekki yfir- vofandi, að svo stöddu, að okk- ur verði með öllu meinað máls, grunar mig, að önnur hæfta sé til, sem er jafnvel farin að gera vart við sig með þeim, sem dug- legastir hafa verið að prédika og hún er sú, að hugkvæmni þeirra komist í þrot með góða nothæfa texta. Mér virðist það vera farið að bera á hugarfóst- ursþrotum hjá okkar snjallasta manni, ef hann skyldi nú ekki eiga eftir neinn texta lil að leggja út af, sem lifandi menn varðar, ef hann skyldi hér eftir neyðast til að beina orðum sín- um að dauðum mönnum. Eg kalla það neyðarúrræði, því ennþá hefi eg ekki getað áttað mig á að það hafi nokkura praktiska þýðingu að gera til- raun til að kenna þeim að vanda um við þá fyrir það, sem þeir lmgsuðu, sögðu og gerðu i þessu lifi. Það, sem er þýðingarlaust hefi eg álitið að vera tilgangs- laust fyrir okkur að skipta okk- ur af, og mundi vera réttast í því efni, að láta þá dauðu vera fyrir utan okkar verkahring. Þeir geta sjálfir átt við þá, sem það tilheyrir, að yfirheyra þá oa lcenna þeim nýia og betri siði. En hér skilia leiðir og skoð- anir eins og títt er með okkur íslendingum. Guðmundur Friðjónsson, skáld og rithöfundur á Sandi, sá er talinn mun vera vitrastur með mönnum og Ásum, hefir nú tekið sér fvrir hendur að segja þeim dauðu til syndanna, og leggur út af textanum .,skreytni“ i prédikun, sem ný- iega birtist i , Su.inudagsblaði VísiS. Meðaþannars lekur hann bar til athuöunar Endurminn- inaar Friðriks Guðmundssonar hróður míns. Friðrik hefir nú legið — svo sem það venjulega er kallað — sjö ár í gröf sinni, svo það er. eftir minni hyggju, helzt til seint að segja honum til og að lasta hann fyrir ýkjur og rangfærðar frásagnir í Endurminningun- um. Sem ramma utan um Frið- rik, stillir Guðmundur upp ein- hverjum „lygalaup, selaskyttu og Gísla“ afabróðir sínum. Mundi ekki vera tilhliðilegast, að Guðmundur læki sér sjálfur sæti, við hliðina á afabróðurn- um, því eg get ekki betur séð en að honum kippi mjög í kyn- ið, með raup og ýkjur. Eg hefi þéttskrifað þrjár kvartsiður af vitleysum og rangfærðum frá- sögnum, aðeins úr Vísisblaðinu. Það væri óvinnandi verk, að lelja það allt fram, sem finnast mundi í hinum uíiifangsmiklu ritverkum Guðmundar. Þar morar um allt, í yfirlæti, „stíl- færðum, fituðum og rangfærð- um frásögnum“ og fullnotuðu „skáldaleyfi“. T. d. má nefna bókina „Ólöf í Ási“. Mig minnir að standi á tililblaði hennar: „færð til betra máls af Guð- mundi Friðjónssyni“ Eg liefi ekki séð þá bók, síðan stuttu eftir að hún lcom út, og man ekkert úr henni, utan eina setn- ingu, sem eg hefi ekki getað gleymt, af því hvað liún er af- káraleg. En eg man ennþá hvað mér fannst um bókina. Er nóg að geta þess, að mér virtist hún ekki lofa neinu um verðandi skáldfrægð höfundarins. Það er líka gott, að verða ekki fyrir neinum vonbrigðum, að liafa ekki gjört sér neinar tálvonir. Eg lieyrði Þorstein Arnljótsson tala um bókina, og veit eg fyrir víst, að hjá honum hefði Guð- mundur ekki einu sinni fengið einkunn ina: „hálf drættingur“. Eg hefi heyrt ýmsa menn aðra minnast á frásagnir og ritverk Guðmundar, sem voru sam- mála um, að hann væri vægast sagt leiðinlegur, vegna þessa orðaflúrs og rembingslega rit- háttar sem hann hefði tamið sér. Það er ósatt hjá Guðmundi, að „Friðrik gjörðist kvæða- smiður eftir að hann flutíist til Vesturheims, fulltíðamaður“. Eg held þvert á móti, að hann hafi gjört talsvert minna að kvæðasmíðum vestra, en hér heima, en hann sendi ]iað ekki allt jafnliarðan í prenlsmiðj- urnar. Eg veit að Friðriki var vel ljóst sjálfum, að skálskapur lians var ekki mikilsvirði og hann gjörði engar kröfur til við- urkenningar og launa, sem skáld. Getgátur Guðmundar um á- stæðuna til þess, að Friðrik hóf að skrifa Endurminningar sín- ar, eftir að hanu missti sjón- ina, lel eg vera ómaklegan þvætting. Friðrik var sjónlaus síðustu sjö árin. Þá þraut varð hann að þola, eftir allar þær raunir, sem hann leið, frá ung- um aldri. Vill Guðmundur reyna að setja sig í spor þess manns, sem lifir sjö ár i órofa myrkri? Er það ekki fremur kuldalegt, að kasta leirköggl- um að leiði harmkvæla manns- ins, sem elcki hefir annað til saka unnið en revna að skrifa og vrkja sér til hugarhægðar? Það neitar því víst enginn, að það væri djarft af Friðriki, að ráðast í að rita svo stóra bók, án þess að eiga þess nokkurn kost, að geta sjálfur glöggvað sig á, hvað var kornið og hvað þurfti að lagfæra og umrita, en þrátt fyrir þessar þvinæn ókleyfu lorfærur, tókst það umfram allar vonir og ekki miður en svo, að dr. Rögnvaldur Pétursson, náfrændi síra Arnljóts, tók Endurminningarnar til birting- ar í dálkum Heimskringlu, greiddi Friðrik einliver ritlaun og gaf síðan út sérprentunina á eigin kostnað. Dr. Rögnvaldur áleit víst ekki, að Friðrik færi óvildarorðum um síra Arnljót, og eg get ekki betur séð, en að það komi skýrt í ljós, að hann hafi metið og virt síra Arnljót, öllum mönnum meira, sem hann kynntist á lífsleiðinni. Sístarfandi hugur Friðriks gat afborið þrautir sjónleysis- ins aðeins fvrir það, að hann komst upp á að nota blindra rit- vélina. Aðeins með því móti gat hann afborið sikveljandi ein- veruna í myrkvastofu sinni, og að mestu leyti leyst af hendi, ef til vill, eitthvert mesta þrekvirki sinnar tegundar, sem dæmi eru til. En svo kemur Guðmundur og dæmir um bókina, eins og hún hefði verið samin við venjulegar kringumstæður, og leitast við að gjöra Friðrik blátt áfram að montnum einfeldn- ingi. Hann dregur að visu úr niðrandi ummælum sínum, á tveimur eða þremur stöðum, en það verður ekki reiknað honum til innleggs, þó hann látist klappa, með annari liendinni, eftir að hafa slegið með hinni. Fyrst þegar eg las þessa rit- smíði Guðmundar, áleit eg hann ekki vera þess virði, að svara henni með öðru en því, að benda honunl á í einkabréfi, að það væri tilgangslaus framhleypni, að fara nú að vánda um við Friðrik svo löngu eftir andlát lians, en eg varð þess brátt var, að vinir hans hér í Reykjavík vildu ekki sætta sig við, að ekki kæmi opinberlega í ljós, hvað okkur Guðmundi færi á milli.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.