Vísir Sunnudagsblað - 31.05.1942, Blaðsíða 4
\
4
VÍSIB SUNNUÐAGSBLAÐ
ið aðeins i 40 ár. Þótt núverandi
kirkja hafi staðið yfir hálfa öld,
er hún í. ágætu ásigkomulagi,
bæði utan og innan, enda hefii’
henni verið mjög vel haldið við,
svo sem vænta má. Og sjálfsagt
hefir verið vel til hennar vand-
að í upphafi. Eg tel liana með
fegurstu kirkjum í sveit, sem
eg hefi séð, og á liið góða við-
hald mestan hlut að því.
Kirkjan á prýðilega gripi; má
þar nefna kaleikinn forna er
Ivar Hólm gaf henni, tvær
klukkur, aðra nærri þriggja
alda gamla, er Tófu-Mundi
(Ingimundur Einarsson) gaf
henni 1646, og stendur á henni
nafn hans og ártalið. Hin er
tveggja alda gömul, frá 1740,
og stendur það ártal á henni,
en ekki sézt hvort hún er gefin
eða keypt. Þá á kirkjan fögur
altarisklæði og hökul, Ijósa-
stjaka, hjálm, altaristöflu, org-
el, o. fl.; allt ágæta gripi. En að
engu mun nú orðið skriftasæt-
ið, er Bjarni riddari Sívertsen
i Hafnarfirði (ættaður frá Nesi
í Selvogi) gaf henni 1778. Hann
var gæfu- og sæmdarmaður alla
tíð. Með góðu viðhaldi, m. a.
málningu oft utan og innan,
ætti þessi kii'kja að geta staðið
enn allt að aldarfjói’ðungi. Að-
eins vildi eg — væri eg ráða-
maður um hennar málefni —
láta byggja við liana forkirkju,
og setja turninn upp af henni.
Vitanlega þyrfti að vera nokk-
ur smekkvísi í sambandi við
þessa breytingu, t. d. mætti for-
kirkjan hvorki vera of stór, eða
of lítil, í samanburði við kirkj-
una sjálfa, og turninn fxækar að
vera til prýði, en óprýði, eins og
sumir turnar eru.
í þessu sambandi get eg ekki
annað en getið þess, að í min-
um augum eru flestar nýjar
kirkjur og kirkjuteikningar hér
á landi, er eg liefi séð, ekki
fallegar. Það er dálítill ann-
ar, fegurri ög tignarlegri svp-
urinn á kirkjum landa okk-
ar í Winnipeg, F.yrstu lúl-
ersku kirkjunni, og kirkju
„Tjaldbúnaðarsafnaðai’ins“, jsr
Fyrsti lúterski söfntiðurinn
keypti 1921, og er „veglegasta
kii-kja íslendinga vestan hafs“.
Þegar verið er að bygga kirkj-
ur úr stáli og steini, sem eiga að
standa jafnvel um aldir, á að láta
fara fram samkeppni meðal
^ygfiingameistara um teikning-
ar, eins og aðrar. byggingar
framtíðarinnar. Hitt er of ein-
hæft, að láta eirin mann setja
stimpil sinn á allar kirkjubygg-
ingar í landinu, um langa tíð.
Þá virðist og sjálfsagt, að eitt-
hvað af kirkjum framtiðarinnar
hér á landi, verði að innri til
högun líkar kirkjum Islendinga
í Winnipeg, þannig, að oi'gel og
söngflokkur, sé innst í kirkj-
unni, og því sýnilegt öllum er
kirkju sækja. Er þá vandað þar
til umbúnaðar, svo kirkjan geti
einnig orðið sönghöll, — must-
eri tónanna.
Þegar kemur að endurbygg-
ingu Strandarkirkju, vei’ður
vonandi byggð þar fögur kirkja,
en ekki stærri en svo, að hún
vei’ði hæfilega stór fyrir söfnuð-
inn, — en ekki horfið að sama
ráði og í Saurbæ, — þó að nægi-
legt fé væri fyrir hendi.
Áheitin.
Áheit á Sti-andarkii’kju liafa
líklega byrjað skömmu eftir að
hún var byggð í uppliafi. Og
lildegt er, að hin dásamlega sögn
um uppi’una -hennar, hafi þar
miklu um valdið. Helgi kirkj-
unnar hefir þegar í öndverðu
orðið nxikil hjá fólki er þá sögu
lieyrði, og um aldaraðir hefir
hún boi’ið yfir allt. Það hefir
þótt bera á því, að þeir sem að
henni hlyntu, og gefið liafa
henni gjafir, liafa verið ham-
ingjuríkari á eftir, eins og t. d.
Bjarni í’iddari Sívertsen.
Frá fyrri öldum er engin
skýi’sla til um áheit á kii'kjuna,
sem ekki er við að bixast. I Vil-
cinsmáldaga frá 1397 er þess
getið, að kona að nafni Halla
Jónsdóttir hafi gefið kirkjunni
„tvö hundruð og fimm aura fyr«
ir skreiðartíund, sérdeilis fyrir
heitfiska, svo margir sem þeir
verða“. Á fyrri tímum fékk hún
ýmsa muni að gjöf frá merkum
mönnum, t. d. er getið um hök-
ul er Hartmann kaupmaður á
Eyrbakka gaf henni 1774.
Ekki er ólíklegt að áheitin
hafi í upphafi verið fiskur, t. d.
er sjómenn liétu á liana til þess
að afla vel.
í kvæði síra Jóns Vestmann,1)
sem áður er getið um, eru taldar
upp gjafir og áheit er lienni bár-
ust frá 1824—1843. Á þessum
20 árum nam upphæðin 162 rik-
isdölum og 12 skildingum. Um
þetta leyti gaf Bjarni Jónsson
bóndi i Garðbæ hjá Eyrarbakka
1) Síra Jón Vestmann hinn
merki Selvogsprestur var fyrsl
aðstoðarprestur i Flatey á
Breiðafirði, þá prestur á Kálfa-
felli í Fljótshverfi, og síðar i
Keldnaþingum á Rangárvöllum.
Siðast, er hann var á 74. aldurs-
ári fékk hann Kjalarnesþing.
Þessi visa- hans bendir til, að
hann hafi saknað Selvogsins;
Sakna eg úr Selvogi
sauðanna minna og ánno,
silungs bæði og selveiði,
en sárast allra trjánna.
kirkjunni hökul „samin af list“,
„með silfurskildi“ og áletrað:
„haf í minni á krossi Krist“, og
Sveinn „blóðtökumaður” á
Gerðum (í Garði) gaf lienni
„stóra slaung, Stafnesmiðum
frá, veðurvita fjóra, vænu kross-
tré á“.
Meðal áheitenda á þessu tíma-
bili eru: síra Jón Austmann i
Vestmannaéyjum, og Þuríður
formaður.
Lengi liafa áheitin verið mjög
smáar upphæðir, 25 og 50 aurar,
1 kr. o. s. frv. Fyrir 23 árum átti
kirkjan í sjóði aðeins 7.122 kr.
Áheitin 1919 námu 355 kr. og
1921 301 kr.
1935 eru áheitin komin upp i
4.800 kr. og síðasta ár (1941)
voru þau kr. 15.071.10, og þaU
munu vera hlutfallslega lík á
þessu ári. Þetta talar sinu máli.
Um áramótin siðustu átti kirkj-
an í sjóði, tvö hundruð og tíu
þúsund, fjögur hundruð og
fjórtán krónur, sextíu og sex
aura.
Líklegt þykir mér, að allveru-
legur liluti af hinum miklu á-
heitum á s. 1. ári (og eins á því
yfirstandandi) sé frá sjómönn-
um og þeirra nánustu. Það er
ekki ólíldegt að sjómönnUnum
— sem á hverju augnabliki geta
búist við að lenda í lífsháska,
frá því er þeir láta úr liöfn, og
þangað til að þeir koma til hafn-
ar aftur — og ástvinum þeirra,
verði hugsað til livítklædda eng-
ilsins, sem forðum birtist Árna
i Engilvik lijá Strönd, i nauðum
hans og benti honum til liafnar,
og að hann eða sá er hann sendi,
vilji og geti, eins og þá, bægja
liæltum frá, og bjarga i neyð, sé
beðið og strengd heit, af einlæg-
um liug og hjarla.
Að síðustu vil eg tilfæra þrjú
erindi úr kvæði sira Jóns Vest-
mann, er hann yrkir í orðastað
Strandarkirkju:
1. “ Happaverk er lialdið
heit að efna mér,
og að sá alvaldi,
umbuni þar fyrer;
margir dæmi muna þaug,
frá eldri bæði og yngri tíð,
sem alræmið ei laug.
2. Alla blessi yður,
eilíf drottins náð! •
heilsa, heiður, friður,
heppin búsumráð
yður skapi gæfu gnægð!
Eðallyndis verk mér veitt,
viðar skulu frægð.
3. Berast eiga bögurnar,
um byggðir alla vega
og velgjörurum verka þar,
vegsemd ódauðíega.
Lofi lialda á loft er mitt,
lífs um aldaraðir,
endurgjalda það er þitt,
þú, alvaldi faðir!
Margir rússnesku hermannanna,
sem veittu Þjóðverjum eftirför, not-
uðu amerísk skí'Öi. Eru skíði þessi .
smi'öuð í fylkinu Maine, þar sem
skíöaíþróttin hefir lengst veri'ö
iðkuð þar í landi.
•
Borgarbúar í Veronia í Oregon-
fylki (U.S.Ar) gáfu fyrsta flug-
manninum, sem varpaÖi sprengjum
á Tokyo ioo dollara stríðsskulda-
bréf.
•
Bóndi einn í Conway-héraði í
S.-Carélina í Bandaríkjunum var
að velífc því fyrir sér, hvað hann
ætti að láta tviburatelpurnar sín-
ar heita. Honum varð þá litið á
blað, þar sem sagt var frá árásinni
á Pearl Harbor. Hann ákvað að
láta aðra telpuna heita „Pearl“ og
hina „Harbor".
g
„Hurri-
Bomber.“
Þetta er mynd
af Hurrycane-
flugvél, sem. er
notuð eins og
sprengjuflugvél.
Húh hefir varp-
áð sprengju, er
kom niður
skamrnt frá
þýzkum skrið-
dreka,
i