Vísir Sunnudagsblað - 31.05.1942, Blaðsíða 5
5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
Hann í huga leiddi
hvað til gera ber,
biskup fann, og beiddi
bezt við duga sér;
á því liafði’ liann alla von,
aS efla mundi liann áheit sitt
Árni Þorláksson.
biskups vald og vizkan fín
alt framkvæmdi, ....
Er svo Árna beggja
afreksverk og dáð,
eptir sögu seggja
samin rétt og skráS;
meSan þeir sköptu mig til ranns,
f jörumarkið mitt er Á,
sem merki sannleikans*).
Endurbyggingar kirkjunnar á
Strönd og tilraun til flutnings.
Kirkjan á Strönd liefir vafa-
laust oft verið endurhyggð frá
fyrstu tið, og fram að þeim tíma.
sem til er lýsing á henni, eða
mikið á þriðju öld. T. d. er þess
getið, að Erlendur lögin. hafi
endurbyggt hana. Elzta lýsing
á Strandarkirkju sem nú er til,
er frá árinu 1624. Oddur Einars-
son var þá biskup í Skálholti,
en andaðist nokkurum árum
isíðar. Kirkjan var þá nýbyggð
af Grími Einarssyni, föður
Tófu-Munda.
Lýsingin er svona: „Kirkjan
nýsmiðuð: fimm biíar á lofti að
auk stafnbitanna, kórinn al-
þiljaður, lasinn prédikunar-
stóll; öll óþiljuð undir bitana,
bæði í kórnum og framkirkj-
unni, einninn fyrir altarinu, ut-
an bjórþilið. Þar fyrir utan blý-
þak ofan yfir bjórþilið, og ofan
á öllum kórnum er sagt sé blý-
lengja, hvorumegin, og ein ofan
yfir mænirnum, líka svo á fram-
kirkjunni.“ Þessi kirkja stóð til
1670. 22. sept. það ár er kirkjan
sögð nýbyggð, í visitazíu Brynj-
jólfs biskups Sveinssonar. í
þeirri visitaziu er fyrst getið um
landspjöll á Strönd af völdum
uppblásturs, og þá er sóknar-
mönnum fyrirskipað að halda
vel uppi kirkjugarðinum, svo
að kirkjan verjist .fyrir „sand-
fjuki“.
Þó jörðin færi í eyði, stóð
kirkjan af sér hamfarir eyði-
leggingarinnar. Hún sat ein eft-
ir á sandinum. Að vísu fór svo
ef tímar liðu, að sandurinn fór
að skemma liana bæði að utan
og innan.
Árið 1703 fyrirskipar Jón
biskup Vídalín að byggja ldrkj-
una upp, og var það gert. Og
1735 skipar Jón Árnason bisk-
*) þ. e. að kirkjan eigi rekann.
Líklega er fjörnamarkið það
sama enn.
up að byggja kirkjuna enn upp.
Virðist svo sem kirkjurnar frá
1670, og 1703, hafi annaðhvort
ekki verið vel byggðar, eða enzt
illa, eða hvortlveggja, því þær
standa ekki nema i rúm 30 ár
hvor. Kirkjunni, sem byggð var
1735 er lýst svo næsta vor á eft-
ir af Jóni biskupi, að hún sé
gerð „af nýjum og stei-kum við-
um, svo hún er nú bæði að
veggjum væn og vel standandi;
að því leyti betur á sig komin
en hún hefir nokkurntíma áð-
ur verið, að svo er um liana bú-
ið að utanverðu, að sandurinn
gengur ekki inn í hana; hennar
grundvöllur liefir og svo verið
mikið hækkaður, að hún verst
langtum betur en áður fyrir
sandinum að utanverðu-“
Árið 1747 varð Ólafur Gísla-
son prófastur i Odda, biskup í
Skálholti. Hann visiteraði
Strandarkirkju 1751. Biskup
segir þá, að kirkjan (sem var
aðeins 16 ára gömul) sé stæði-
Ieg að veggjum, en súðin og
grindin sé víða fúin. Síðan bæt-
ir biskup við: „Húsið stendur
hér á eyðisandi, svo hér er mik-
ið bágt að fremja guðsþjón-
ustugerð í stormum og stórviðr-
um; er því mikið nauðsynlegt,
að liún sé flutt i annan hentugri
stað.“
Er hér í fyrsta sinn að því
vikið, að. flytja- Strandarkirkju.
Ungur prestur, Einar Jónsson
að nafni, þjónaði Selvogsþing-
um Um þessar mundir. Hann
grei]i orð biskups ó lofti, og
sótti fast að fá kirkjuna flutta
heim til sín að Vogsósum.
Þrir valdamenn þurftu að
fyrirskipa flutninginn, eða
samþykkja liann, en það voru
prófasturinn í Árnesþingi,
biskupinn í Skálholti og amt-
maðurinn á Bessastöðum. (Svo
er að sjá, sem samþykkis safn-
aðarins hafi ekki verið leitað).
Hinn 3. nóv. 1751 höfðu þessir
menn allir samþykkt að kirkjan
skyldi flutt að Vogsósum, og að
bygging hennar þar skyldi full-
gerð á tveimur næstu áruin
(1752—1753).
En flutningurinn átti ekki að
ske, því'áður en til flutnings
kom, voru allir þeir menn, er
að flutningnum höfðu staðið, úr
sögunni.
Einari presli varð ekki vært
i Selvogi eftir þetta, — líklega
vegna andstöðu sóknarbarna
við flutninginn, eins og síðar
kom á daginn — og flosnaði
hann þar frá prestskap 1753.
Illugi Jónsson prófastur í Hruna,
og Ólafur Gíslason biskup voru
báðir látnir, en Pingel amtmað-
ur var orðinn valdalaus, því
liann missti embætti sitt vegna
vanskila vorið 1752.
Strandarkirkja stóð óhögguð
á Strandarsandi.
A’arla þarf að draga í efa, að
fólki í Selvogi og viðar, hafi
fundizt guðleg ráðstöfun standa
hér á bak við. Helgi kirkjunnar
hefir vaxið við þetta, og tryggð
safnaðarins við liana.
Tvívegis eftir þetta liefir ver-
ið gerð tilraun — þó eigi veiga-
mikil, að því er séð verður —
til þess að flytja lcirkjuna. í
fyrra skiptið 1756 af Finni Jóns-
syni, er þá var orðinn biskup í
Skálholti. Sú tilraun strandaði
bæði á sóknarpresti (séra Jóni
Magnússyni), og sóknarfólki, er
hafði fyrirskipanir Finns bisk-
ups um flutning að engu.
í siðara skiptið fór séra Jón
Vestmann fram á flutning ná-
lægt 1820, en Selvogsmenn
sögðu enn nei. Þeir vildu hafa
kirkjuna á sínum gamla slað.
Siðan hefir ekki komið til orða
að flytja Strandarkirkju, og
kemur væntanlega aldrei.
Þegar lilraun Finns biskups
um flulning mistókst, sá hann
ekki annað ráð en slcipa svo
fvrir, að viðgerð skyldi fara
fram á kirkjunni þar sem liún
slóð. Fór viðgerðin fram 1758,
og aftur fór viðgerð fram 1763,
og svo koll af kolli þangað til
1848, að kirkjan frá 1735 var
rifin af séra Þorsteini Jónssyni
frá Reykjaldið, er reisti kirkju
úr timbri í staðinn. Hafði sið-
asla torfkirkjan þá staðið í 113
ár. Frá kirkjubyggingunni 1848
er sögð þessi saga:
Þegar átti að fara að reisa
grindina kom í ljós, að þau mis-
tök höfðu á orðið bjá yfirsmiðn-
um, að allir bitdr reyndust of
stuttir. Ekkert efni var til í nýja
bita, og ætlaði presturinn því að
fara austur á Eyrarbakka og út-
vega efni i bita. En áður en
hann lagði af stað, gekk- bann
ofan að vík (Engilvík) fyrir
neðan kirkjuna, en þar átti
lu'm reka. Og sjá! Á sömu
stundu og prestur kom þangað,
var kanlað stórtré að landfesta
sig þar. Var því strax velt und-
an sjó og flett, og reyndist það
nægilegt í bitana. Svona var
kirkjan bamingjurík að hún
bætti sér á svipstundu þann
skaða er yfirsmiðurinn hafði
bakað henni.
Kirkjan, sem nú stendur á
Strönd, var byggð 1888, svo að
fyrsta timburkirkjan hefir stað-
Það mun ekki vera öllum
kunnugt, að aðrar auðugustu
tinnámur jarðarinnar eru í
Bretlandi og að tinnám er
elzta málmnám þar í landi.
Námur þessar eru á Corn-
wallskaga og var unnið í
þeim þangað til ofanjarðar-
námurnar á Malakka-skaga
fundust. Þar var vinnuafl
svo ódýrt, að tinnám lagðist
niður á Englandi, stóðst ekki
samkeppnina. Nú eru Bretar
farnir að vinna aftur i tin-
námunum á Cornwall og liér
sást tveir menn að störfum
þar. Tinið er 1700—1800 fet
undir yfirborði jarðar.