Vísir Sunnudagsblað - 31.05.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 31.05.1942, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Sfl>A\ Lítil stúlka hafði orðið fyrir mjög miklum áhrifum af ræðu prestsins. Hann hafði sagt að mennirnir væru sauðir guðs og jþess háttar. Að kvöldi þessa sama dags, þegar litla stúlkan var háttuð ofan i rúmið sitt, heyrði mamma hennar að hún há-grét. „Af hverju græturðu, harnið mitt?“ spurði móðirin. „Eg er svo hrædd uin, að eg sé sauðkind og komist aldrei til himnaríkis.“ „Elskan mín,“ sagði móðir hennar, „þú ert bara ungt og saklaust lamb og guð tekur allt- af á móti þér.“ Orð móðurinnar höfðu áhrif á litlu stúlkuna og hún sofnaði. Næsta kvöld fór litla stúlkan afl- ur að gráta, þegar hún var kom- in upp í rúmið sitt. „Af hverju græturðu nú, barnið mitt?“ spurði hin umhugsunarsama móðir. „Það er aftur út af sauðkind- unum,“ svaraði litla stúlkan. — „En eg hefi sagt þér, að þú sért bara ungt og saklaust lamb, - sem kemst alltaf til himnaríkis. ‘ „Já, mamma — eg veit það, en eg er svo voðalega lirædd um að þú sért sauðkind, því þú ert svo gömul.“ Minni. Þegar Toscaniiii var forstjóri La Scala óperunnar, kom ein- hverju sinni ómenntað tónskáld með handrit að operu og hað Toscanini að líta á það og taka það til meðferðar, ef honum geðjaðist að þvi. Óperu þessari var visað frá. Tíu árum seinna mætlust Töscanini og tónskáld- ið i New York. „Jæja, herra minn, mig lang- ar til þess að segja eitt við yður út af óperunni minni, sem þér neituðuð að sýna í La Scala ó- perunni fyrir 10 árum síðan,“ sagði tónskáldið. „P2g er viss um, að þér lásuð aldrei handritið og getið þess vegna ekkert um óp- eruna sagt.“ „Vitleysa,4' sagði Toscanini, „eg man vel efth' þessari óperu.“ Þessu næst settist Toscanini að píanóinu og spilaði mörg lög úr óperunni, sem hann hafði neitað að taka fyrir 10 árum. „Nei, þetta er ekki gott,“ sagði hann um leið og hann lék, „þessi Hið fórn-- andi eðli kon- unnar skapar fegur'Ö henn- ar, miklu meir en andlits- drættir eða lik- amsbygging. Ekkert er til fegurra en móðurást eða fórnarlund göfugrar konu — og heldur ekkert ljótara en geðvonzka, sérdrægni og harðlyndi í skapgerð kven- fólks,- Hjúkr- unarkonan . er ein af þeim konum, sem fórnar sér í þágu göfugrar hugsjónar og göfugrar starf- semi: Að hjálpa og likna þeim, sem bágt eiga og draga úr kvölum þeirra, sem líkamlega eru þjáðir. Plérna eru tvær hjúkrunarkonur á leið til starfa sinna, — starfa, sem eru einhver hin göfugustu og fegurstu, sem ein manns sál getur innt af hendi. Landspitalinn er í baksýn. Fóruandi konur ópera er fyrir neðan allar hell- ur.“ Hollendingur sat að snæðingi i borðsal þýzk.rar járnbrautar- lestar. Þegar veitingaþjónninn fór út úr salnum að horðhaldi loknu, sagði hann „Heil Hitler,“ eins og títt er í Þýzkalandi nú til dags. Hollendingurinn svar- aði þessu engu. „í hvert skipti, sem eg segi „Heil Hiller“ við þig,“ urgaði í þjóninum, „átt þú að segja „Heil Hitler“ við mig.“ „Hitler? Hann hefir ekkerl að segja í Hoflandi,“ svaraði Hol- lendingurinn. „Ef til vill ekki núna,“ sagði þjónninn, „en þess verður áreið- anlega ekki langt að bíða, að okkar foringi verði hjá ykkur líka.“ „Mjög líklegt," sagði Hollend- ingurinn hrosandi, „við erum þegar húnir að fá keisarann vkkar.“ • „Hvernig er hjartað?“ sagði læknirinn við hjúkrunarkon- una þegar hann kom inn á sjúkrastofuna til þess að vitja unx líðan sjúklingsins. „0, alveg yndislegl, Iæknir,“ svaraði hin hamingjusama hjúkrunarkona. „Hann bað min tvisvar i morgun.“ • „Háttvirti eigandi", skrifaði þjófur nokkur, sem hafði stolið bíl frá hr. Jóni Jónssyni, „bíll- inn yðar er alveg í lagi að öðru leyti en því, að eg þurfti að láta herða „bremsurnar“ á minn kostnað. Eg skila honum næsta laugardag. Biðir bara rólegur og verið ekkert kviðafullur." • „Get eg lifað góðu og kristi- legu lífi í New York fyrir aðeins 15 dollara á viku?“ spurði ung- ur maður Dr. S. Parkes Cod- man. „Góði maður, það er allt, sem þú getur gert“, var svarið. - • „Hvar var eg i nótt, Thomp- son ? „Eg veit það ekki, lierra, en bankastjórinn hefir liringt til að spvrja, hvort það muni óhætt að greiða ávisun, sem þér liafið skrifað á flibbann yðar. • „Gefðu mér 25 aura fyrir ka.ffisopa,“ sagði umrenningur við mann á förnum vegi. „Vinnur þú aldrei?“ spurði maðurinn, sem var leynilög- regluþjónn. „Við og við.“ „Hvað vinnur þú?“ „Hitt og þetta.“ „Hvar?“ „Hingað og þangað." Lögreglumaðurinn fór með umrenninginn á stöðina. „Hvenær losna eg héðan?“ emjaði hann. „Fyrr eða síðar.“ • Mamma: „Hvað hefir komið fyrir þig, drengur? Hvi er skyrt- an þín svona götótt?“ Tommi: „Við vorum í búðai'- Ieik og eg lék svissueskan mjólk- urost.“ • Viðskiptavinur (sem hefii' verið sýknaður af innbrots- ákæru!): „Jæja, verið þér nú sælir og þakka yður fyrir. Eg lít inn bráðlega.“ Lögfræðingur: „Vilduð þér gera svo vel og koma að degi til.“ • Dómari: „Mennirnir tveir börðust með stólum. Reynduð þér ekki að stilla til friðar?" Vitni: „Það var ekki hægt. Stólarnir voru ekki fleiri.“ • Dómari: „Þér segið, að yður hafi verið borgaðar 500 kr. til að kjósa með íhaldsmönnum og sama upphæð fyrir að kjósa frjálslynda?“ Sakborningur: „Já, herra ■dómari.“ D.: „Og hvorum greidduð þér svo atkvæði að lokum?“ S. (móðgaður): „Eg greiddi atkvæði samkvæmt sannfær- ingu minni.“ • Lögfræðingurinn: Þegar eg var smástrákur, langaði mig til þess að verða ræningi, þegar eg væri orðinn fullorðinn. Skjólstæðingurinn: Þér hafið haft hamingjuna með yður; það eru ekki allir, sem fá æsku- drauma sína uppfyllta. Hann: Mikið hafið þér falleg augu, ungfrú. Hún: Enn hvað eg er kát yfir því, að yður skuli finnast það; eg fékk þau nefnilega í afmælis- gjöf. • Maður einn, slompaður vel, ætlar að hringja til vinar síns: „Halló, hik, halló!“ „IIalló,“ er svarað. „Halló!" „Halló!“ „Mikið lielv... bergmál er í þessum, síma!“ • Það er sagt, að einn skýja- kljúfurinn í New York sé svo hár, að það verði að liafa lijar- ir á honum svo hægt sé að láta hann falla niður til þess að tunglið komist yfir hann. Ef þér standið á þaki lians getið þér tekið Flialann á halastjöá’n- unum og sleikt rjómaís úr föt- um mjaltakvennanna. Þér gelið teygt yður upp og kitlað englana undír iljunum. • Sönn ást er dálítið, sem marg- ir hafa talað um, en fáir reynt. • — Af liverju stendur storkur- inn á öðrum fæti? — Vegna þess, að ef liann lyfti honum líka ,myndi hann detta.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.