Vísir Sunnudagsblað - 05.07.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 05.07.1942, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUÐAGSBLAÐ 3 Skemmtistaður Sjáifstæðismanna við ölver. með, var allt í sólskins-skapi, bæði vinir mínir, sem eg var samferða héðan, sem flestir eru ungt fólk, söngvið og skemmti- legt, og eins mínir gó&i kunn- ingjar, þeir kátu karlar uppfrá. Nú stendur til að haldin verði skemmtisamkoma að Ölver, i Hafnarskógi, laust fyrir miðjan júlímánuð, til þess að fagna glæsilegum kosningasigri sjálf- stæðismanna. Og sem góðir sjálfstæðismenn, ætlum við að syngja þar, við skálann okkar, „svo að hvíni í“ og Ölver skjálfi. Eg var viðstaddur guðsþjón- usturnar og flestar samkom- urnar, sem haldnar voru á mót- inu, mér til mikillar ánægju og andlegrar uppbyggingar. Þess á milli undi eg ýmist við söng og samræður í tjaidbúðun- um, eða eg var á randi í milli kunningja og til þess að litast um. Nú er Skaginn í skrúði — komið upp í görðum —, alll grænt — skrúðgrænir kart- öfluakrar, hvar sem er óbyggð- ur blettur. Byggð hafa verið mörg falleg hús á Akranesi hin tvö síðustu ár og í sumar eru mörg hús í smiðum. Fólkið er létt i lund, þ\d að afkoman hefir verið svo óvenju góð. Og þegar eg spurði Harald Böðvarsson út- gerðarmann sömu spurningar- innar og eg hafði spurt O. B. B. á páskunum: hver væri munur- inn á því að vera kauptún eða kaupstaður, svaraði liann þvi eitthvað á þessa leið: „Eg held að það skipti í sjálfu sér ekki svo ýkja miklu máli, hvort Akranes er kauptún eða kaupstaður. Þess myndi ekki sjást nein veruleg ytri merki, cf afkoman væri ekki alveg sér- staklega góð. En það, að afkom- an er góð, gerir okkur mögulegt að nota þessi tímamót sem eins- konar driffjöður til þess að koma í framkváemd ýmsu, sem við höfum verið að bollaleggja undanfarin ár.“ Og þetta er liklega mergur- inn málsins. Einn daginn skrapp eg inn á Langasand — fegursta og skjól- bezta baðstaðinn á landinu. Mér dettur alltaf í hug, þegar cg kem þangað: hvernig myndi vera umhorfs á slíkum baðstað erlendis, á sólbjörtum. sumar- dögum? Því er auðsvarað: Þarna væri svo krökt af borga- fólki, sem kæmi langar leiðir að, til að fá sér notalegt og hressandi sjóbað og flatmaga síðan í sólskininuv í skjóli undir bökkunum. Þarna gætu verið þúsundir manna i einu. Þetta er Langi-sandur! Og nú komast Reykvikingar hvergi í sjó! Hvers vegna ekki að skreppa upp eftir, þegar gott er veðrið um helgar — og jafnvel á virk- um, dögum: fara héðan kl. 4 síðd. og koma aftur að’morgni. Þetta er svo örstutt leið. Eg liefi bent á þetta áður. Nú voru þarna nokkrar hræð- ur, krakkar og fáeinar konur og undu sér vel. En eg varð að láta mér nægja að horfa á fólkið, sem þarna var að sækja ’sér sólskin og seltu í skrokk- inn. Eg mátti ekki blevta á mér tærnar, af þvi að eg var nýrisinn upp úr lungnabólgu. Eg rakst á Ólaf Björnsson. Hann var á fleygiferð á hjól- inu sinu, — hann er alltaf á hjóli og alltaf á fleygifcrð. En eg nam staðar á miðri götunni, og hét því, að hann skijldi verða að fara af baki. „Vertu ekki fyrir!“ kallaði Ólafur. „Þú skall rétt voga þér að þeysa yfir mig, þinn pamfíll! Hvernig er með blaðið? Það hefir auðvitað verið eintómt grobb!“ „Blaðið!“ hrópar Ólafur og fer slrax af baki. „Blaðið — veiztu ekki, að það eru komin þrjú tölublöð út af „Akranesi“. — Svona fylgist þú vel með, sem ert þó að fúska við það öðru hvoru að vera blaðamað- ur. Huh!“ „Fyrirgefðu, elsku, góði! Og það gengur allt vel?“ „Jú, prýðilega, eins og eg vissi. En eg tala ekki við þig! Þú getur hitt háúú Jóú Árna- son og fengið að sjá blaðið. Hann hefir með það að gera! Sæll!“ Og Ólafur þeysir frá mér, beint upp í Sparisjóð, — en eg fer að finna Jón. „Hvernig gengur með blað- ið jrkkar?“ spyr eg Jón. „Það gengur nú fínt, lagsmaður, seg- ir Jón, — miklu betur en við bjuggumst við. Líttu á, — er það ekki snoturt, litla blaðið okkar !“.Það liggur við að for- maðurinn i Sjálfstæðismanna- félaginu sé klökkur. Og blaðið er snoturt að ytra frágangi og ekki svo ósköp lít- ið — 8 síður i svipuðu broli og „F-áIkinn“. Og þegar eg kem heim í hótel og fer að glugga í það, sé ég að það er bæði vel skrifað og fróðlegt, — en alveg ópólitískt. í blöðunum, sem út eru komin, er mikill fróðleik- ur um Akranes eftir Ó. B. B. og lofað framlialdi. Þar er á- gæt og þörf hugvekja um „þétt- býli og þrifnað“ eftir dr. Árna Árnason béraðslækni, — hug- vekja, sem vissulega á erindi til annarra kaupstaða og kaup- túna. Og eftir Ragnar Ásgeirs- son eru tvær stutlar en gagn- orðar greinar: önnur um „Frí- stundir“ en hin heitir „Aukið jarðyrkjuna“, — báðar vel hugsaðar og þarfar. í þriðja (júní) tölublaðinu er svo út- syaraskráiú, sem einhverjir —

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.