Vísir Sunnudagsblað - 05.07.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 05.07.1942, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ SÍI»A\ Læknir nokkur hafði höfð- að mál gegn Ira einum út af fimm dollara skuld fyrir að stunda konu hans. Læknirinn sannaði mál sitt og var viss uin að dómurinn félli sér í hag. írinn spurði kurteis- lega, hvort liann mætti leggja fáeinar spurningar fyrir lækn- inn. Hann fékk leyfi til þess. „Læknir, þér munið eftir því, þegar ég kallaði á yður?“ „Já, vissulega.“ „Hvað sagði ég við yður?“ „Þér sögðuð, að konan yðar væri veik og þér vilduð fá mig til þess að koma til liennar og lita á hana.“ „Hvað sögðuð þér við því?“ „Ég sagði, að ef þér borguð- uð mér þá uppliæð, sem ég setti upp, skyldi ég koma.“ „Og hvað sagði ég þá?“ Læknirinn brosti. „Þér sögð- uð, að þér skylduð borga lækn- ishjálpina, ef þér vissuð hvað upphæðin væri há.“ „Og hvað sögðuð þér þá við mig, hr. læknir.?“ „Ég sagði, að ég setti upp fimm dollara fyrir að koma og kannske lneira, ef um al- varlegan sjúkdóm væri að ræða.“ „Jæja, læknir, — og sagði ég ekki þá við yður: „Drepið hana eða Jæknið, ég mun borga þessa fimm dollara?" Og sögðuð þér ekki: „Drepa eða lækna hana, ég skal géra það“?“ „Já, það er rétt, þannig löl- uðum við saman,“ sagði lækn- irinn ,en brosti svo og sagði: „en ég skvldi yður þannig, að ég ælti umfram allt að reyna að lækna hana, en ekki drepa.“ „Jú, einmitt, læknir. En svar- ið þér nú þessum spurning- um: „Læknuðuð þér konuna mína?“ “ „Auðvitað ekki; hún er dá- in, eins og þér vitið sjálfur.“ „Já, en drápuð þér hana?“ „Þetla er blátt áfram hlægi- leg spurning. Hún dó af sjúk- dóm sínum, maður.“ „Herra dómari,“ sagði írinn og sneri sér að dómaraborð- inu, „þér hafið nú heyrt hvern- ið málið er í raun og veru og hverjir samningar okkar voru: „Annað hvort að drepa eða lækna.“ Og læknirinn sver og sárt við leggur, að hann hafi hvorugt gert og saint fer hann fram á, að fá þessa umsömdu upphæð!“ Úlli: Mér er sagt, að faðir þinn sé dáinn. Mikið þykir mér það leiðinlegt. Maddi: Já, hann er dáinn, og lét eftir sig firnin hundruð doll- ara til þess að kaupa minning- arstein fyrir. Úlli: Já, einmitt. En hvað þú ert með fallegan hring á hend- inni. Maddi: Já, og þetta er minn- ingarsteinninn. Alltaf þegar ég lít á liann, man ég eftir vesa- lings pabba sáluga. • Abernathy læknir, sem var frægur skozkur skurðlæknir, var ákaflega stuttur í spuna og fámæltur við viðskiptamenn sína, en einu sinni hitti hann þó fvrir konu, sem var full- komlega samkeppnisfær við hann i fámælsku, ef þannig má að orði komast. Þessi kona kom dag nokk- urn inn á lækningastofu lians i Edinborg og rétti fram aðra hendi sína mjög særða. Eftir- farandi samtal átti sér þá stað: „Bruni?“ „Mar.“ „Bakstur.“ Næsta dag kom sanva kon- an aftur og samtalið, sem þá fór á milli þeirra, var á þessa leið: „Betri?“ „Verri.“ „Heitari bakstur." Tveim dögum seinna kom konan enn einu sinni og hér fer á eftir samtal hennar og læknisins í það skiptið: „Betri?“ „Góð. Borgun?“ „Éngin,“ svaraði læknirinn. „Skynsamasta kona, sem ég liefi hitt,“ sagði hann, þegar hún var farin. • Fangarnir, sem voru Skoti og Gyðingur, voru færðir fram fvrir dómarann. „Fullir eða geggjaðir,“ sagði lögregluþjónninn. „Sekir eða saklausir?“ „Saklausir, lierra dómari,“ svöruðu Skotinn og Gyðingur- inn samlímis. „Hvers vegna hélduð þér, að þessir tveir menn væru drukknir eða geggjaðir, lög- regluþjónn?“ „Sjáið þér til, hr. dómari. Skoti þessi stóð á götuhorni og henti silfurdollarapeningum í allar áttir, en Gyðingurinn týndi þá saman og fékk hon- um þá aftur.“ SJd. maðnr Bænda- og sjómannastéttin eru þær tvær stéttir,semskapa höfuðkjarna ís- lenzks þjóðlífs og hafa gert þaS um aldaraSir. — í þessu og síS- asta tbl. Sunnu- dagsbl. birtist viStal viS gamla sjóhetju, en hér birtist mynd af öörum fulltrúa sömu stéttar, miSaldra Vest- mannaeying, sem horfir fránum augum út til hafsins. Veturinn var nýgenginn í garð, er umrenningur nokkur kom inn á fornsölu og hafði meðferðis þykkan en snjáðan vetrarfrakka. „Hvað viltu gefa fyrir þenn- an frakka?“ spurði liann forn- salann, er hann kom inn úr búðardyrunum. Fornsalinn leit á yfirhöfn- ina og rannsakaði liana í krók og kring. „Tvo dollara,“ sagði liann svo. „Ha! ?“ sagði umrenningur- inn. „Þessi frakki er að minnsta kosti tiu dollara virði eða meir.“ ,JÉg rtiyndi ekki kaupa þrjá yfirfrakka eins og þennan fyr- ir tíu dollara, hvað þá heldur einn,“ sagði fornsalinn ákveð- inn á svip. „Tvo dollara skaltu fá fyrir hann og alls ekki meira.“ „Ertu viss um að liann kosti ekki meira,“ spurði umrenn- ingurinn. „Já. Tvo dollara og ekki eyri fram yfir.“ „Jæja, það er ágætt,“ svar- aði umrenningurinn. „Hér hef- urðu tvo dollara. Þessi frakki hékk nefnilega lil sýnis við búðardyrnar og ég var að furða mig á þvi, að hann virkilega skyldi vera tíu dollara virði, eins og stóð á verðmiðanum.“ • Maður nokkur var leiddur fyrir rétt sem vitni og fyrir- skipað af dómaranum að svara ákveðið og stutt, en vera ekki með neinar vífilengjur. Eftir- farandi samtal átti sér stað: „Þér akið vagni?“ „Nei!“ „En góði maður, sögðuð þér ekki við lögfræðing yðar, að þér væruð vagnstjóri?“ „Nei!“ „Ég spyr yður einu sinni enn: Akið þér ekki vagni, er það ekki atvinna yðar?“ „Nei!“ „En hvað í ósköpunum starf- ið þér þá?“ „Ég ek hestvagni.“ • í Missisouri er mjög mikið um múlasna. Einu sinni dó gamall bóndi í fylkinu. Hann átti þrjá syni og allar eignirn- ar, sem hann lét eftir sig voru seytján múlasnar. í erfðaskránni hafði liann mælt svo fyrir, að: Elzti son- urinn skyldi fá lielming eign- anna, næstelzti sonurinn þriðj- ung, en sá yngsti einn níunda hluta. Skiptaráðandinn, sem átti að taka búið til skipta, sá fram á, að ekki var með nokkru móti liægt að skipta þessum seytján múlösnum lifandi í þeim hlut- föllum, sem bóndinn gamli hafði sagt fyrir í erfðaskránni. En yfirvaldið dó ekki ráða- laust. Hann sótli einn múlasna heim til sin og bætti honum við hópinn, svo að nú voru þeir átján. Svo skipti hann múlösnun- um á milli bræðranna þannig: Elzti bróðirinn fékk helm- inginn eða níu múlasna. Næstelzti bróðirinn fékk þriðjunginn eða sex múlasna. Yngsti bróðirinn fékk níunda hlutann eða tvo múlasna. En sjáum svo til, 9+6+2 eru 17 — og svo tók skiptaráðand- inn sinn múlasna til baka og fór leiðar sinnar. •

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.