Vísir Sunnudagsblað - 05.07.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 05.07.1942, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ haldnar fyrr en að vertíð lok- inni, og var það einskonar skiln- aðarglaðningur. Þetta var aðal- sjómannafagnaðurinn og var ævinlega haldinn að laugardags- kvöldi, svo hægt væri að vaka frameftir nóttu. Fagnaðurinn hófst snemma að kvöldinu, venjulega á heimili formanns- ins, ef húsakostur var góður, og voru veitingarnar kaffi með kaffibrauði og toddý eða púns eins og hver vildi hafa. Það mun hafa verið venja formanpa, að „leggja undir“ við háseta, sem honuin likaði vel við og vildi festa sér fyrir næstu ver- tíð. — Þegar vínið fór að svífa á sjómennina og þeir gerðust glaðir, bar ekki örsjaldan við, að þeir gengju út sér til skemmt- unar. Gat þá komið fyrir, að þeir þyrftu að gera upp sakir við einhverja aðra skipshöfn, er þeir þóttust á einhvern hátt eiga sökótt við, eða farið var- liluta fyrir. Þó má segja að ribhaldaháttur eða handalögmál hafi yfirleitt verið fágæt fyrir- hrigði hér í Eyjum. Átveizlur voru ekki þekktar hér nema brúðkaupsveizl- ur. Aftur á móti héldu land- menn svokallaðar uppdráttar- veizlur með matföngum og víni, þegar þeir voru komnir heim lil sín og búnir að draga upp bátana. Ðrógu þeir háta sína, með mörgum heslum, alla leið heim á bæi, þar voru þeir bikaðir, síðan hvolft og geymd- ir vandlega til næstu vertiðar, að þeir voru dregnir fram til sævar aftur.“ Teflt um líf og dauða. „Hvað ertu búinn að hafa lengi formennsku með hönd- um ?“ „í fjörutíu og fjögur ár. Eg var á seytjánda árinu þegar eg byrjaði formennsku á lítilli kænu. Árið 1901 gerðist eg for- maður á „ísak“, áttrónum sexæring, happa- og aflabát liin- um mesta. En lengst af hefi eg þó verið formaður á vélbát, og eg var feginn þeim skiptum, einkum vegna mannfækkunar- innar, sem fylgdi vélbátunum. Maður lagði svo oft í tvísýnu á hafið og komst stundum i hann krappann, að eg varð feginn þvi, að þurfa ekki að bera á- byrgð á jafn mörgum mannslíf- um. Það var í rauninni hræðileg tilhugsun að vera ábyrgur á lífi 15-—20 vaskra og hraustra drengja, sem lögðu lif sitt ó- trauðir í sölurnar, ef formaður- inn bauð. Og þó var ekki um annað að ræða en sækja sjóinn og stunda sjóinn og treysta á heppni sinfi og velgengni/* „Komstu oft í lífshættu?“ „Sjómenn eru alltaf í lífs- hættu, og það má svo lítið út af bera. I öðru lagi veit maður ekki ævinlega hvenær maður siglir næst dauðaöldunni og hvenær ekki. Alla mína formannstíð hefur mér ekki viljað eitt ein- asta óhapp til, svo teljandi sé. Eg hefi einu sinni misst mann úthvrðis, en náði lronum strax aftur. Sjálfur hefi eg tvisvar oltið út fvrir horðstokkinn, ann- að skiptið flæktist í mig lóðar- öngull og dró mig útbyrðis, en skipverjarnir drógu mig á lín- unni inn aftur. í hitt skiptið hjálpaði það mér, að eg kunni litilsháttar að synda. Þá íþrótt hafði eg lært sem strákur hér i Eyjum. En sú stundin, sem eg hefi talið mig í mestri liættu staddan á sjó, var á öskudaginn árið 1908. Eg var þá á báti sem við áttum nokkurir saman, og hét „Unnur“, 33ja feta langur með stefnum, 8 feta breiður, með 8 hestafla vél og um 8 tonn að stærð. Báturinn var opinn að öðru leyti en því, að endarnir voru þiljaðir. Það hafði hitzt svo á, að marga öskudaga, bæði áður og eftir, liöfðu verið eftirminnileg illviðri. Og svo var einnig þenna dag. Skall á austanrok með hörkubyl þegar á leið daginn. Vorum við þá 5—(5 sjómílur suður-suð-austur af Stórhöfða og vorum búnir að fylla bátinn af fiski. Við lögðum slrax af stað und- an veðrinu og stefndum, að þvi er við hugðum, á Heimaey. En svo var hríðin svört, að við vor- um alveg komnir uppundir svo- kallaðar Flugur, suðaustan á Heimaey, þegar við grilltum í land fyrir stafni. Vindurinn stóð alveg á land, og framundan var ein hin hræðilegasta lending sem unnt var að hugsa sér. Hér virtist ekki neinnar undankomu auðið. Báturinn «Jiafði gengið vel, og við gátum varið hann fvrir ágjöfum á meðan við liéld- um undan, en strax og eg beitti honum i veðrið, gekk liann í kaf hvað eftir annað. Þar kom, þegar við vorum komnir nokkuð inn. með landinu og rétt lausir við brimgarðinn, að sjór var kominn svo mikill í vélarúmið, að vélin var komin að því að stoppa. Revndar jós vélarmað- urinn upp á líf og dauða og skvetti því öllu beint framan i mig, þar sem eg stóð við stýrið —- en þá Iiafði maður um annað að Iiugsa, en svoleiðis smá skvettur, enda þótt maður hefði ekki tekið þeim þegjandi ef öðru visi hefði staðið á. Á vélbátunum í gamla daga voru siglurnar felldar niður i bátana, og svo var það á þessum bát. Eg lirópaði þá til skipverj- anna, að ef við kæiiium ekki upp seglinu þegar í stað, setti eg bát- inn umsvifalaust upp í klettana. Um annað virtist ekki vera að ræða, og það var ekki alveg loku skotið fyrir það — ef heppnin var með —• að tveir mennirnir sem fram á stóðu, fengju klórað sig í land. Þá var skjótt brugðið við, og enn í dag fæ eg ekki skilið þann handtakaflýtir' hjá mönnunum við að koma seglinu upp. Raun- ar var það tvírifað og að öllu til- búið, en mér er sama, þetta var sannkallað kraftaverk. Það mátti heldur ekki seinna vera, því að í sömu andrá og bátur- inn tók skriðið, fékk liann á sig ólag, sem kom þó ekki að sök vegna þess að endarnir liéldu honum uppi. Það var eins og Iiann gæti ekki undir neinum kringumstæðtím sokkið. Þegar þetta skeði, var eg að- eins 27 ára gamall, og eg játa það hreinskilnislega, að eg hafði ekki minnstu löngun til að drepa mig, enda varð eg þeirri stund fegnastur á ævinni, er eg grillti í Heimaklettinn og sá mér og mönnum mínum borgið. 1 þessu veðri náðu ekki nema 5 eða 6 bátar höfn, og þeir voru allir komnir inn á undan okkur. Um 30 bátar lágu úti þá nótt, flestir norðan undir Heima- klet ti.“ Heimur dauða og slysa. __ „Eru slys mjög tíð við Vest- mannaeyjar?“ „Já, þau eru tíð. Vestmanna- eyjar er sá hluti Islands, þar sem slys eru algengust og svip- legust. Vestmannaeyjar eru veðrabæli — og þó annarsstað- ar sé skaplegt veður, er hér oft ófært. Veður eru liér snögg og hörð, og manndrápsveðrin koma ævinlega af austri.“ „Voru menn ekki ragir við sjómennskuna þar eð slys voru jafn algeng?“ „Nei, þeir sjómenn sem eg þekkti og vann með óttuðust ekki sjóinn. Flestir voru forlaga- trúar, og þeir töldu víst að sköp- um mætti ekki renna — ef þeir hefðu hlotið sinn dóm, yrði honum ekki breytt. Og i æsku minni var fátækt fólks of mikil lil að menn liefðu efni á því að meta lífið nokkurs.“ „Hefir slysum ekki fækkað í seinni tið?“ „Eg veit ekki livað segja skal. Þér þykir það sennilega nógu há tala, ef eg segi þér, að á þeim 36 árum, frá því að öldin hófst, aðallega frá því, að vélbátarnir komu til sögunnar hafa um 200 manns drukknað hér. Nú síðast í vetur drukknuðu 9 menn af tveimur bátum héðan, og áhöfnum af tveimur öðrum bátum naumulega bjargað. Þó veit eg ekki nema að slys hafi verið enn stórfelldari á róðrarbátaöldinni. Enn er mörg- um i fersku minni slys hér á Víkinni á uppstigningardag 1901, þegar 26 manns, þar af nokkrar konur, drukknuðu hér upp við landsteinana og beint fyrir augunum á kaupstaðarbú- unum. Bátur þessi var að koma undan Austur-Eyjafjöllum, drekklilaðinn með fé og fólk og torfi. En þegar veður tók að versna og ágjafir riðu yfir bát- inn, drakk bæði torfið, ullin á fénu og fatnaður fólksins svo mikið vatn í sig, að báturinn þyngdist óðum unz hann sökk. Aðeins einn maður bjargaðist á kjöl. Viku seinna fórst annar bátur með sex mönnum, skammt vestan undir Bjarnar- ey. Og þannig mætti lengi telja. Það er einkennileg tilviljun að flest þeirra slysa. sem borið Þetta fyrir- brigði, sem sést á þessari mynd, einkennir hverja verstöð hvar sem er á landinu — það eru lóS- ir og lóSastamp- ar. En i Vest- mannaeyjum mynda hrikaleg- ir hantrar og hengibjörg skemmtilegan bakgrunn aS hinu mikla at- hafnalífi Eyja- skeggja, ■i

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.